Vísir - 05.04.1965, Síða 4
4
V1SIR . Mánudagur 5. aprfl 1965.
íslenzka húsið verður
til húsa í Regent Street
í síðustu viku skoðuðu stjórn
fyrirtækisins Iceland Food
Center og framkvæmdastjóri
þess Halldór Gröndal húsnæði
það í Regent Street, sem stung-
ið hafði verið upp á að taka
undlr starfsemi fyrirtækisins.
Þeim lfkaði vel við staðinn
og hafa þeir nú gert samning
un að festa sér húsnæðið. Jóni
Haraldssyni arkitekt sem fór
Mka út tfl London í síðustu viku
að skoða staðii* hefur verið
falið að gera teikningar að inn-
réttingu, og mun hann vinna að
þeim hér heima í samráði við
f ramkvæmdast j órann.
Vísir spurði Halldór Gröndal
framkvæmdastjóra um förina til
London, en hann kom heim nú
um helgina. Hann sagði að þeim
hefði litizt vel á staðinn, sér-
staklega fyrir það að þetta væri
á einum bezta stað í bænum.
Það færi ekki á milli mála. I
húsnæðinu er núna skrifstofa
ísraelska flugfélagsins E1 Al.
Halldór sagði hins vegar að
plássið væri ekki mjög stórt,
en þó engu minna en samsvar-
andi fyrirtæki Dana, Norð-
manna og Vestur-Þjóðverja
hefðu. Væru aðstæður til rekstr-
ar frekar þröngar, en í sam-
ræmi við það sem tíðkaðist í
Englandi fyrir slíkan rekstur.
Fyrirkomulag í Iceland Food
Center verður þannig, að fremst
verður sölubúð, síðan kemur
grill þar fyrir innan og veitinga-
stofa og innst lítill cocktail-bar.
Ætlunin er að fyrirtækið taki
til starfa næsta haust.
Spærlingur víða þjr sem
menn hugðu síld vera
A8 undanfömu hafa átt sér stað
mfldar lóðningar á sild og spærling
fyrtr suðurströndinni. í fyrstu var
talað eingöngu um sfldarlóðningar,
en bátar sem kastað hafa, fengu
sumlr tómar spærling, en enga
sfld. — Sfld fyrirfannst iíka sums
staðar.
Vtða þar sem lóðað var hefir án
vafa verið spærlingur, sem menn
hugðu sfldina vera. Um sfldina er
það að segja, að hún mun. vera
alldreifð — hefir ekki þjappazt
saman. Gæti þetta verið vorgots-
sild á leið á hrygningarsvæðin
fyrir suðurströndinni, en þó er
þetta órannsakað mál.
Um spærlinginn er það að segja,
að þetta er smávaxin tegund af
þorskfiski, sérstök tegund, sem
ekki nær nema 15—20 sm. lengd,
og er góð áta fyrir stærri fiska,
— Spærlingur hrúgast oft saman
á grunnsævi.
Þorskveiðamar.
Afli á nótabáta frá Vestmanna-
eyjum var mjög misjafn i gær, frá
1 tonni upp í 26 tonn á bát. Marg-
ir voru með 10—15 tonn.
Netabátar voru með 8—15 tonn
og var þetta tveggja nátta fiskur.
FIB —
Áburdarverksm. —
Framhald af bls. 1.
til orkufrekrar framleiðslu, ]
eins og vinnslu vatnsefnis.
Áburðarverksmiðjan framleið
ir nú um 2/3 hluta þess köfn-
unarefnis, sem notað er í land-
inu, sem samsvarar 30 þús. tonn
um miðað við Kjarnaáburð.
Að því er Hjálmar Finnsson
segir má búast við að næstu
árin fari raforka til verksmiðj-
unnar enn minnkandi, þar sem
umframorka Sogsvirkjunar er
notuð í æ ríkari mæli af almenr.
um neytendum.
Skipið he'itir Heroya, er
norskt og kemur með ammoníak
ið frá Norsk Hydro, sem er
heimsfræg áburðarverksmiðja.
------ i
iqtnaiLi
Vcrzlunarb. —
Framh. af bls. 12.
bankans. Voru reikningarn'ir sam
þykktir samhlióða.
í bankaráð voru þessir menn
endurkjömir: Egill Guttormsson,
stórkaupmaður, Þorvaldur Guð-
mundsson forstjóri og Magnús J.
Brynjólfsson kaupmaður. Vara-
menn voru kiörnir Sveinn Bjöms-
son, skókaupmaður, Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, stórkaupmaður og
Haraldur Sveinsson forstjóri. End
urskoðendur voru kjömir Jón
Heigason, kaupmaður og Sveinn
Björnsson, stórkaupmaður.
Fundurinn var fjölsóttur. Sóttu
hann um 200 hluthafar.
Engin ákvörðun um starfsemi
tryggingafélagsins verður tek-
in fyrr en könnun þessarj er
lokið.
Á undirskriftarlistum þeim,
sem liggja frammi og sendir
verða umboðsmönnum, segir m.
a. að félagið muni fylgja í
rékstri sínum þeim meginregl-
um í tryggingastarfsemi, sem
F.Í.B. hefur sett fram, þ.e. á-
hættuskipingu eftir aldri, starfi,
ökuþekkingu, akstursreynslu,
ökuumhverfi o.fl. Ennfremur
verður tryggingaþegum gefinn
kostur á sjálfsáhættu í skyldu-
tryggingum.
Strax í morgun, klukkustund
eftir að skrifstofa félagsins opn
aði voru menn byrjað'ir að
skrifa sig fyrir fjárupphæðum,
sem þeir eru reiðubúnir að
'eggia fram eða ábyrgjast ef fé-
lagið verður stofnað. Eins og
fyrr segir er lágmarksframlag 5
þús. kr., þar af 2 þús. kr. tfl út
borgunar strax ef félagið verð-
ur stofnað.
Loftleidir «
r
Hilmar og Jakob Islands-
meistarar í tvímenning
Se'int í gærkvöldi lauk tvímenn-
ingskeppni Islandsmótsins í bridge
og sigruðu Hílmar Guðmundsson
og Jakob Bjarnason frá Bridgefé-
lagi Reykjavfkur. Röð og stig
efstu paranna í méistaraflokki var
þannig:
1. Hilmar Guðmundsson — Jakob
Bjarnason BR 1584 stig.
2. Sfmon Símonarson — Þorgeir
Sigurðsson BR 1545 stig.
3. Ásmundur Pálsson — Hjalti E1
iasson BR 1542 stig.
4. Jón Arason — Sigurður Helga-
son BR 1516 stig.
5. Steinþór Ásgeirsson — Þor-
steinn Þorsteinsson TBK 1513 stig.
6. Ásbjörn Jónsson — Jón Ás-
björnsson BR 1503 stig.
7. Kristján Andrésson — Reynir
Eyjólfsson BH 1502 stig.
8. Einar Þorfinnsson — Gunnar
Guðmundsson BR 1499 stig.
9. Stefán Guðjohnsen — Þórir Sig
urðsson BR 1491 stig.
10. Rósmundur Guðmundsson —
Stefán Jónson TBK 1448 stig.
Einn'ig var keppt í I. flokki og
sigruðu þar með miklum yfirburð
um Ólafur Þorsteinsson og Sveinn
Helgason frá Bridgefélagi Reykja-
víkur. Röð og stig þriggja efstu var
þannig:
1. Ólafur Þorsteinsson — Sveinn
Helgason BR 1667 stig.
2. Óli Öm Ólafsson — Alfred Vikt-
orsson 1585 stig.
3. Oliver Kristófersson — Vilhjálm
ur Aðalsteinsson BAK 1555 stig.
Sveitakeppni íslandsmótsins
hefst n.k. mánudagskvöld og verð
ur spilað á Hótel Sögu.
Framh. at bls. 1
Loftleiðir virtust þeirra skoðun-
ar, að tölumar, sem hér að
framan greinir væru sízt of
háar. — Formaður samn-
inganefndar flugmanna, taldi
tölumar hins vegar alrangar og
nefndi sem dæmi, að það væri
ekki rétt að telja tryggingu flug
manna sem Iið í launum þeirra.
Fomaður samninganefndar
flugmanna sagði, að þeir byggðu
kröfur sínar á þvf, að það tíðk
aðist alls staðar, að laun flug-
manna hækkuðu eftir því sem
vélarnar er þeir stýrðu stækk-
uðu.
Hann sagði að þegar Rolls
Royce flugvélarnar hefðu komið,
hefðu flugmennirnir farið að
fljúga þeim með þeim fyrirvara
að gerðir yrðu samningar um
sérstök kjör á þeim og teldu
flugmenn að launin samkvæmt
nýjum samningum ættu þá að
greiðast aftur í tíma til þeirrar
stundar er þeir hófu það flug.
Þá sagði hann að flugmennim
ir gætu ekkert sagt við því, þó
erlendar leiguflugvélar af ann-
arri tegund væru teknar á leigu
og ennfremur væru þeir flug-
mennimir reiðubúnir að fljúga
eldri flugvélunum samkvæmt
samningum. Þó bæri þess að
geta að samningarnir frá s. 1.
vori um flug á eldri flugvélum
hefðu verið gerðir með þeim
fyrirvara, að samningar tækj-
ust um laun á Rolls Royce-vél-
unum. ,
Verkfall þetta sem stöðvar hin
ar dým flugvélar Loftleiða nær
aðeins til 24 manna, það er 12
flugstjóra og 12 aðstoðarflug-
manna. Það snertir ekki kjör
annarra í áhöfninni.
Lækningastofa
Hef opnað lækningastofu á Klapparstíg 25,
sími 11228. Viðtalstími 1,30—3 á laugard.
10—11. Símaviðtalstími kl. 9—10 í síma 12711
Þorgeir Jónsson, læknir
í fermingaveizluna
Smurt brauð, snittur og brauðtertur.
Pantið tímanlega. Fjölbreytt álegg.
Pantanir teknar í síma 24631.
BRAUÐHÚSIÐ Lougavegi 126
ARSHATIÐ
Árshátíð Kvenstúdentafélgs íslands verður
haldin í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikud.
7. apríl, og hefst með borðhaldi kl. 20
Stjómin.
Afgreiðslustúlka
óskast
Afgreiðslustúlka óskast. Vaktaskipti. Uppl.
RAUÐA MYLLAN, Laugavegi 22 og í
sími 13628.
Byggingavinna
Verkamenn óskast í byggingavinnu. Uppl. í
síma 33395 og 18017 Hjarðarhaga 44 kl. 4—7
daglega.
Laust embætti
er forsefi íslands veifir
Sýslumannsembættið í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs-
manna. Umsóknarfrestur til 1. maí 1965.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
3. apríl 1965.