Vísir - 05.04.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 05.04.1965, Blaðsíða 5
ITlSIR . Mánudagnr 5. aprfl 1965. 5 GfiflAR FERMiNGARGJAFIR FR'A KODAK KODAK VECTA myndavél í gjafakassa, meC tösku og tveim filmum, KR. 367,— KODAK INSTAMATIC100 meÖ innbyggðiun flashlampa, er alveg sjálfviik. í gjafakassa með filmu, 4 flashperum og batteríum, KR. 983,— Áh gjafakassa, KR. 864,— KODAK BROWNIE 44A ....ðdýrengóðvéL í tösku, ^KR.436,— Flashlampi KR. 193,— ÞaS eru til 4 mismunandi filmur I KODAK INSTAMATIC : VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt, KODACHROME-X fyrir lit-skúggamyndir og KOÐACOLOR-X fyrir litmyndir. — Myndastærðin er 9x9 sm. Filmurnar eru í ljösþéttum KODAK-hylkjum sem sett eru f vélina á augnabliki, engin þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku. mm ifetœm SiMi 2 0313 BANKASTRÆTI 4 íslnn — Framh. af bls. .7 en svo kalt var þann dag, að Sveinn lá lengst af í rúminu sökum „kulda og hungurs." Næstu þrjá dagana hélzt sami kuldinn og björg þraut hjá al- menningi. En Sveinn, sem var alUm manna orðvarastur kveð ur vitanlegt að þeir Möller fakt or og Steincke kaupmaður„hafi bæði fleiri kjöttunnur brauð og mjöl ,sem þeir liggja á og geyma, þó að hungursdauði vofi yfir allt í kringum þá,“ og hann kveður almælt, að amtmaðurinn á Möðruvöllum hafi fengið kornmat hjá Möller handa sér. Þann 14. júní kom sendimað- urinn úr Vopnafjarðarförinni með tóbakið. Þá fréttist til skipa f ísnum. Hofsósskipið hafði strandað við Siglufjörð, bark- skipið til Akureyrar lá út við Höfðastekk og reið Möller fakt or strax þangað út eftir, að vitja um það, en kom jafnnær aftur sfðla nætur, því að skipið hafði þá siglt út úr fjarðarkjaft inum aftur austur fyrir. Þann 15. júní voru menn úti í Odd- eyrarbót að eltast við höfr- unga og náðu einhverjun}. Dag- inn eftir var allt í einu komin suðaustangola og hlýviðri, þá fréttist að barkskipið væri í hættu statt út af Hvanndala- bjargi. 17. júní rak ísinn út í fjarðarkjaftinn fyrir hlýrri sunn angolu, og urðu menn nú von- betri, og þann 18. bárust þær miklu fréttir, að sýslumaður, sem kominn var út í Siglufjörð hefði ákveðið að halda uppboð á hinu strandaða skipi þar, en f því var mikið af mjölmat og öðrum varningi, sem almenn- ing vantaði mest. Tóku nokkrir Akureyringar sig saman um að fara þangað á tveim bátum, og var Sveinn einn af þeim. Til Siglufjarðar komu þeir fé- lagar þann 19. júní, eftir harðan þrettán tíma róður meðfram landi. Báru þeir hafurtask sitt f land og tjölduðu, strandaða skipið lá langt úti í fsnum, en farmurinn hafði verið borinnupp f 'fjöruna og settur á segl, meðal annars mjölvaran, sem öll var meira og minna sjóblaut. Uppboðið fór fram þann 21. júnf, en þá var komið blíðskap- arveður á daginn. Kalt var þeim félögum þó að liggja í tjaldi á nóttunni. „Manngrúi er hér feikilegur og fjöldi hungraðra, sem alltaf sjóða niður sjó- blautan kornmat og hakka hann hálfhráan úr pottunum með skeljum, spýtum og hverju sem fyrir verður. Við lágum f tjald nefnum okkar hraktir og blautir um nóttina. Ég sofnaði lítið.“ Uppboðinu lauk kl. 4 þann 22. júní. Báru þeir Sveinn og fé- lagar hans þá á bát sinn og reru sömu leið með landi til baka, en nú tók róðurinn þá 21 klukkustund enda urðu íshöft fyrir þeim allvfða. Þann 23. júní var veður mildara en áður, fsinn á brott úr Eyjafirði og hlaðafli á báta af öllum fiski, sem bætti mjög úr matarskortinum. Reynd ist sær gjöfull sem oftar, og sannaðist þar hin snjalla líking Matthfasar í kvæðinu um hafís- inn, að þá sé tekið brjóst úr munni bami, þegar samfelld haf þökin byrgi mönnum þann nægtabrunn. ÞRJÚ HAFÍSSKÁLD Þrjú öndvegisskáld íslenzk hafa ort mikil kvæði um hafís- inn, og eru öll uppi á sömu öld inni, Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein og Einar Bene diktsson. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa átt heima á Norðurlandi, Matthías síðari hhita ævf nstonar. Hanaes á bemsku- og ungli ngsárum, Ein- ar um nokknrt skeið á ungUngs árum sfnum norður á Héðins- hðfða, en þangað fluttist hann, eins og kunnugt er, með föður sínum eftir að foreldrar hans skildu samvistir. Ekki er nóg með það, að mjög séu þessi þrjú kvæði ólfk að formi og tjáningu heldur túlka þau sitt hvert við horf til landsins foma fjanda, og er táknrænt hve það verður að sama skapi óhlutdrægara og mildara hjá þeim Hannesi og Einari, sem þeir em yngri menn en vestfirzki víkingurinn. Kvæði hans er kveðið af ham- remi kraftaskáldsins, hann geng ur þar á hólm við erkifjanda þjóðarinnar og dregur ekki af sér, enda veit hann þar engan veifiskata fyrir. Kvæði Hannes ar er hetjudrápan um forystu- manninn, sem leiðbeinir fari og skipshöfn ömgga lelð gegnum síbreytilega jakabreiðuna — og mundi margur mega þar kenna stjómmálamanninn, sem á í vök að verjast gegn misskiln- ingi og þröngsýni. „öllum hafís er verri hjartans ís,“ segir hann og heldur svo líkingunni áfram þannig, að allir mega skilja. Kvæði Einars er háheim- spekilegt, en óhlutlægara en kvæði Hannesar, hann sér f haf- ísnum eins konar „hliðstæðu“ hreinsunareldsins f trúarbrögð- um af austrænni rót — hánor- rænan dularmátt sem skýrir sál ir sinna og magnar þær undra orku kaldra segulstrauma. Hvemig skyldu nútímaskáld kveða um hafísinn? Eða kannski þeim þyki hann ekki drápunn- ar verður? Kirkja — h. bls. 3: ar gjafir_ og má þar fyrst nefna kirkjuklukkuna, sem numin var brott úr gömlu Mosfellskirkj- unni á haustnóttum árið 1888 og varðveitt á Hrfsbrú, hefur klukk an nú verið sett vinstra megin við altari nýju kirkjunnar. Ann- ar gamall gripur var einnig færður kirkjunni silfurkaleikur, sem sömuleiðis var numinn brott úr gömlu kirkjunni á Mos felli. Einnig bámst kirkjunni hökull, sem vígður var f ldrkj- unni og er hann gjöf frá nokkr- um vinum Stefáns Þorlákssonar, koparstjakar frá hjónunum á Litla Mosfelli þeim Katrfnu Guð mundsdóttur og Skarphéðni Sig urðssyni, silfurskál i minningu Sveins Gíslasonar í Leirvogs- tungu silfurstjakar frá Elin- borgu og Ólafíu Andrésdætrum frá Hrísbrú, böm séra Magnúsar Þorsteinssonar gáfu blóm, blóma vasa úr silfri og oblátudisk sem vfgður var við altarisgönguna, Lára Skúladóttir frá Mosfelli gaf silfurstjaka, sem var gjöf synodusarpresta á silfurbrúð- kaupsdegi foreldra hennar, alt- arisdúk og altarisbrún úr hör gaf Sigrún Jónsdóttir, biskup og biskupsfrú gáfu kirkjunni sálma bækur, auk þess barst kirkjunni fjöldi blóma. Eftir athöfnina bauð Kven- félag Lágafellssóknar vígslu- gestum til kaffidrykkju að Hlé- garði. Máiverk — Framh. af bls. 12. sömu ferð eftir Dayes, en þær eru nú komnar í eigu Þjóð- minjasafnsins. Nokkrar myndanna, sem nú voru boðnar upp, voru frá Orkneyjum og Færeyjum, en níu frá íslandi. Það vakti at- hygli, þegar að þeim kom, að hinir velþekktu listaverkasalar Thos. Agnew & Sons í 43 Old Bond Street hófu ákveðin boð f þessar myndir. Lauk svo, að þeir náðu átta þeirra, .en einni náðu listaverkasalamir Leger. Var það mynd af brennisteins- námum við Krýsufk og fór hún á 160 pund. Agnew bauð f myndimar af hálfu íslenzkra opinberra aðila. Þeir fengu myndina af Reykja- vfkurhöfn, sem hér birtist, á 280 pund, aðra mynd af Reykja- vík og höfninni á 150 pund, mynd af tjaldbúðum við Reykja vík á 70 pund, mynd af Stapa á Snæfellsjökli á 110 pund, mynd af Heklu á 130 pund, mynd af Hafnarfirði á 85 pund, mynd af tindi Snæfellsjökuls á 130 pund og mynd af Vest- mannaeyjum, sem varð dýmst á 480 pund. Alls eru þetta 1535 pund eða nálægt 200 þúsund krónum, þegar umboðslaunum hefur verið bætt við. Mönnum hefur fram að þessu verið lítið kunnugt um þessar myndir. f sáfni Alderley lávarð- anna, en þær eru merk menn- ingarsögules heimild um ís- lenzkt þjóðlíf í lok átjándu ald- ar. Má fastlega reikna með því, að þær verði hafðar til sýnis í Þjóðminjasafninu, þegar þær koma til landsins, en blaðið fékk í morgun staðfest, að fs- lenzka ríkið og fleiri opinberir aðilar hafi staðið á bak við til- boð Agnew. Slys — Framh. af bls. 1. hann jeppa niður flugbrautina Rákust bílarnir á með fyrr- greindum afleið’ingum. Félagi Harðar meiddist en ekki lífs- hættulega. Var hann fluttur í Landakotsspftala. Ökumaður jeppabifreiðarinnar skarst í and lit'i. Um kl. 14.15 á laugardaginn slösuðust 3 ungir piltar í á- rekstri við Baldurshaga. Vom þeir á austurleið og óku ný- legri Skodab'ifreið, sem faðir eins piltsins átti. Slysið varð með þeim hætti, að Skodabif- re'iðin var að aka framúr ann- arri bifreið á hæðinni við Bald- urshaga, þegar stór vöruflutn- ingabifreið kom á mót'i. Mun ökumanni Skodabifreiðarinnar hafa fatazt eitthvað aksturinn og lenti bifreiðin á vinstra fram homi vörubifreiðarinnar. Á- reksturinn varð mjög harður og kastaðist Skodabifreiðin út af veginum og lenti á hliðinni. Pilt- amir f Skodabifreiðinni slösuð- ust allir, en ökumaðurinn þó mest. Var hann fluttur f sjúkra hús, en félagar hans 2 fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sámm þeirra í Slysa- varðstofunni. Um kl. 18 á laugardag varð geysiharður árekstur inni á Laugarnesvegi. Stórskemmdist þar lítil fólksbifreið af gerðínni Prins og er hún að kalla má ónýt. Áreksturinn átti sér stað móts við húsið nr. 78 við Laug amesveg. Simca-fólksbifreið var ekið vestur Laugamesveg, en Prinsinn ók austur og var sú síðarnefnda að beygja til hægri að húsi, þegar áreksturinn átti sér stað. Lenti S'imca-bifreiðin aftan á Prinsinum ög varð á- reksturinn geysiharður. Snerist Prinsinn í heilan hring og kast- aðist ökumaður hans út. Simca- bifreiðin rann sfðan stjómlaust áfram alllangan spöl. Ökumaður Prins-bifreiðarinnar var fluttur á Slysavarðstofuna, en meiðsli hans vom ekki talin mjög alvar leg. Fimmtón fórust í landskjúlfta í morgun Hátt á annað hundrað húsa hmndu og að minnsta kosti 15 menn biðu bana er landskjálfti lagði í rústir að mestu tvö þorp á Grikklandi snemma f morgun. Fréttaritarar blaða telja, að helmingi fleiri munl hafa farizt og yfir 100 manns meiðzt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.