Vísir - 05.04.1965, Qupperneq 6

Vísir - 05.04.1965, Qupperneq 6
5 V í S IR . Mánudagur 5. apríl 1965 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Stjórnmálablekking §tjórnmálaályktun sú, sem sett var saman á nýaf- stöðnum aðalfundi miðstjómar Framsóknarflokksins, hefur vakið furðu margra, og eru menn þó ýmsu vanir úr þeirri átt. Hvert. sinn sem forustumenn Framsóknar birta slíkar ályktanir verða hugsandi og ábyrgir menn hissa. Ekki vegna þess að vinnubrögð- in komi þeim á óvart. Þau eru hin sömu ár eftir ár. Það sem undruninni veldur, er að leiðtogar flokks- ins skuli ekki sjá að sér og hætta að láta opinber- lega í ljós með slíkum hætti þá takmarkalausu lítils- virðingu, sem þeir bera fyrir skilningi og dómgreind landsmanna í stjómmálum. Tíminn nefnir í forustugrein sérstaklega „fjögur málefni, sem beri einna hæst í ályktuninni, og verð- ur várla gert upp á milli þess, hvert mikilvægast er“, segir blaðið. — í fyrsta lagi þarf að stöðva verðbólg- una. Þetta hefur nú heyrzt áður. En ekki gat Fram- sókrýþað, þegar hún hafði stjómarforustu síðast Það er hjálegt að flokkur, sem þannig skildi við stjóm landsins, að forsætisráðherra hans kom í útvarpið og tilkynnti þjóðinni, að hann væri farinn, því ný verðbólgualda væri skollin yfir og engin samstaða í stjóminni um ráð til bjargar, skuli nú ætla að fara að kenna öðrum að stöðva verðbólgu. Og þegar svo þar við bætist, að þessi sami flokkur hefur síðan hann kom í stjórnarandstöðu unnið að því eftir mætti, að magna verðbólguna, hljóta æði margir að taka lítið mark á stjórnmálayfirlýsingum hans um það mál. Annað atriðið, sem Tíminn nefnir, er að vinna að meira jafnvægi í byggð landsins. Ekki lofar forsaga Framsóknarflokksins góðu um, að honum mundi tak- ast það, þótt hann fengi völdin. Flóttinn úr sveitun- um hófst og var mestur á valdatíma hans, og hann virtist þá ráðalaus gegn þeirri þróun. Þriðja atriðið er „að taka tæknina og vísindin í stórauknum mæli í þjónustu atvinnuveganna og auka framleiðni þeirra og afköst á þann hátt“. Framsókn- arflokkurinn hefur ekki enn, svo vitað sé, reynzt öðr- um flokkum áhugasamari um þetta efni, né haft þar sérstakt frumkvæði. Hann hefur fremur verið þar dragbítur að ýmsu leyM. w Fjórða atriðið er „að taka allt fræðslukerfi þjóð- arinnar til vandlegrar endurskoðunar og breytinga í samræmi við nýjar þjóðfélagsástæður og þörf fyrir aukna tæknimenntun“. Um þetta eru víst allir flokkar sammála. Það er vandalaust að setja saman svona „yfirlýsingu", en hins vegar v^íidi að standa við hana, ef til kæmi. En reynslan hefur því miður sýnt að Framsókn er flokka sízt treystandi til standa við gefin loforð. Hún lofar jafnan meiru en aðrir og stendur við minna. Þess vegna eru allar stjómmála- yfirlýsingar hennar ekki annað en stjórnmálablekk- ingar. --- Frá vinstri: Guðmundur Símonarson, Guðmundur Jónsson Ásmundur Árnason, framkvaemdaslf. eg Páll ólafsson verzlunarstjóri. JES ZIMSEN 1 NÝJUM HÚSAKYNNÚM Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f. hefur opnað útibú í nýjum húskynnum að Suðurlandsbraut 32. Verzlunin hefur verið starf rækt í Hafnarstræti 21 í rúm fimmtíu ár eða frá stofnun 15. júní, 1914. Rekstur verzlunarinnar hefur var mikið til óbreyttur öll þessi ár, en h'inn öri vöxtur borgar- innar og breyttir verzlunarhætt ir hafa orðið þess valdandi, að forráðamenn fyrirtækisins á- kváðu að fá hentugt húsnæði nálægt þéim nýju hverfum, sem nú eru að risa og bæta þannig þjónustu sína við húsbyggjend- ur og alla þá, sem vinna að byggingum. Nýja verzlunin mun hafa á boðstólum sömu vörur og verzl unin í Hafnarstræti, verkfæri, jámvörur og búsáhöld og mun reyna síðan að fjölga vöruteg undum eftir því sem þörf kref- ur. Veralunarstjóri verður Páll Ólafsson, em starfað hefur hjá Zimsen tæp þrjátfu ár. í Stjóm hlutafélagsins eru Ágúst Fjeld- sted hrl. formaður, Guðnmndur Jónsson og PáH Ólafsson, en f ramkvæmdastjóri er Guðmund ur Jónsson. Nýja veralunin er með kjðr- búðarsniði og öll tilhögun táee og bezt hefur gefizt f nágranna löndurrum. Gunnar Theodórsscm hefur séð um 'innréttingu Og Jýs ingu, en lampar enj frá Stáhm búðum hi. Starfsmenn bjá , Felix Þorsteinssyni trésmfða- meistara önnuðust aila smfði og rafvirki var Aðalastehm Tryggvason. jBridgeþáttur VISISi •••••••••• RjfSfj Stefán Guðjohnsen "M Bridgeþáttur þess'i átti að birt- ast í Iaugardagsblaðinu en varð að víkja vegna rúmleysis. Fréttir af íslandsmótinu em á öðrum stað f blaðinu. Á laugardag hófst íslandsmeist- aramót í tvímenningskeppni og verður spilað í tveimur flokkum, meistaraflokki og I. flokki, 28 pör f hvorum. Þátttakendur eru víðs vegar að af landinu og má þar qefna pör frá Akureyri, Húsavík, Hafnarfirði, Selfossi, Vestmannaeyj um, Borgarnesi, Keflavfk, Kópavogi auk Reykvikinganna. Spilað var í Lido laugardags eftirmiðdag og allan sunnudaginn. Núverandi íslandsmeistarar í tví- menningskeppni eru Símon Símon- arson og Þorgeir Sigurðsson frá Bridgefélagi Reykjavikur og munu 4 K 9 2 þeir verja titilinn. Um næstu helgi^ 98 3 hefst svo sveitakeppni íslandsmóts+ 4 2 ins, og verður hennar nánar getiðjfr 10 9 8 í næsta þætti. 6 2 I sameiginlegri sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur og Tafl- og Bridgeklúbbs Reykjavíkur er • átta umferðum lokið og er rtS og Jstig hæstu sveitanna þessi: • 1. Sv. Benedikts Jóhannss. BR 38 st 2. — Jóns Magnússonar TBK 37 st 3. — Guðjóns Tómass. BR 37 st. 4. — Steinþ. Ásgeirss. TBK 33 st. 5. — Rósmundar Guðmss ÐR 27 st Eftirfarandi spil kom fyrir f sfð- ustu umferð. Staðan var qtan hættu og vestur gaf. ♦ Á76 VÁD1076 ♦ Á 6 *ÁK3 ♦ G854 ♦ KG2 ♦ K7 ♦ DG75 ♦ D 10 3 ♦ 74 ♦ DG 109853 ♦ 4 1 opna salnum sögðu n-s eftir- farandi á spilin: Norður: Suður: 2G 54 6^ P Sagnimar eru i harðasta iagi, en eftir fimm tígla frá suðri þá er erfitt fyrir norður að neita sér um að segja sex. Vestur átti spaða- kónginn, hjörtun lágu 3-3 og þá var sama þótt tígulkóngurinn lægi vitlaust — slemman var heima. Við hitt borðið gengu sagnir þannig: Norður: Suður: t y 20 ' V 3* P Þessi samningur varð einn niður, Islandsmeistaramir 1 tvfmenning 1964, Sfmon Símonarson og Þorgeiren mér þykir furðulegt að suður Sigurðsson. skyldi aldrei minnast á tfgullítinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.