Vísir - 05.04.1965, Side 11

Vísir - 05.04.1965, Side 11
VÍS5R . Mánudagur 5. apríl 1965. 77 CECIL ST. LAURENT: SONUR KARÓ- LÍNU Hún var í senn stolt og ör- væntandi vegna þeirrar fyrirlitn- ingar, sem hún las í svip hans. Þetta kom ónotalega við Villa Campo, sem sagði: — Hún áræðir ef til vill ekki, að tala eins og henni býr í brjósti. Henni finnst kannski, að hún hefur ekki afrekað nóg, til þess að það réttlæti náðun . . . — Jú, jú, var hrópað einum munni, hún hefur reynzt hug- djarfari en nokkur okkar. Hún þurfti ekki að efast um hvem hug þeir báru til hennar. '-Iún reyndi að komast að nið- urstöðu. Frá því Juan var tekinn til fanga hugsaði hún að stað- aldri um hann, en hún hafði aldrei hvikað frá þeirri ákvörðun sinni, að gera ekkert til þess að koma í veg fyrir, að kveðinn væri upp dauðadómur yfir hon- um. Hann hafði svikið þau - foreldra hennar og þær systum- ar, vanheiðrað nafn ættarinnar, sem hann bar, og landið, sem hafði fóstrað hann. En nú fór hún allt í einu að hugleiða hvort orsakirnar væru aðrar og lægju dýpra, — að hún vildi hefna sín á honum vegna þess, að hann hafði forsmáð ást hennar. Nei, hún vildi ekki játa fyrir sjálfri sér, að svona væri þessu varið. Það, sem hún gat ekki fyrirgef- ið honum, var, að hann hafði gengið í lið með þeim, sem herj- uðu á landið. Vegna styrjaldar- innar gaus upp pest, en Dolores tók hana er hún hjúkraði særð- um og sjúkum og dó í klaustr- inu, en er hún hugsaði um þetta nánar, fannst henni þessi rök hrynja sem spilaborg. Ekki var það Juans sök, að Frakkar höfðu né að Dolores var það f blóð borið, að fórna sér fyrir aðra. Hún starði á hinn unga mann, T A R Z A K sem stóð þarna, í steikjandi sól- arhita. Svitinn bogaði af honum, en skæruliðar horfðu allir á hana og biðu þess að hún tæki til máls og tilkynnti ákvörðun sína. - Ég hvorki get eða vil lýsa neinu yfir hér, sagði hún. Ég sit ekki í dómarasæti. Ég er að eins áhorfandi. Engin svipbreyting var sjáan- leg á andliti Juans. Skærulið- arnir fóru að tala saman í hálf- um hljóðum. Það var engum vafa undirorpið, að þeir dáð- ust að þessari systur, sem hugs- aði - að þeir hugðu - um ekk- ert nema föðurlandið. Hún fyrirvarð sig, því að hún vissi, að hún var ekki verð virð- ingar þeirrar. Hún vildi hefna sín. ,,Ég elskaði hann og ég vil hegna honum af því, að hann hratt mér frá sér og auðmýkti mig - mig, sem var elzt okk- ar, vön að skipa fyrir og krafð- ist skilyrðislausrar hlýðni. Og hans sök er það, að ég hata syst- ur mína, sem hann tók fram yfir mig, — systur mína, sem kom heim svo vansæl, að hún lok- aði sig inni í klaustri. — Þið óluzt upp saman, sagði hann. Þér hljótið að vita, hvort hann er spænskur eða ekki. — í öllum opinberum plögg- um er hann skráður bróðir minn - skráður Juan d’ARRANDA. Og Arranda er spánskt nafn. Þar sem ég er systir hans hef ég ekki rétt til þess að bera vitni. Reiðin hafði soðið í Juan. Og nú sauð upp úr. Eldrauður í framan ávarpaði hann hana og mælti á franska tungu: — Nei, þú ert ekki systir mín, Conchita. Og það varst þú sjálf, sem sagðir mér það í Madrid, útskýrðir nákvæmlega fyrir mér í Madrid leyndarmálið, sem þú hafðir lofað að varðveita ævin- lega. Og þú gerðir það í þeim tilgangi, að ég gleymdi hinum bróðurlegu tilfinningum, sem ég bar í brjósti til þín. Þær voru til hindrunar áformum þínum. Ég vildi ekki trúa þér, þótt þú legðir fram sannanir. Var það ég sem bjó til sögu um skip, sem brotnaði í spón á strönd Spánar? Það varst þú, sem lýstir þeim at- burði fyrir mér. Og þegar ég efaðist um sannleiksgildi hinnar skáldsagnakenndu frásagnar þinnar reyndir þú að vekja hjá mér minningar frá fyrstu bernsku minni. Þú sagðir, að frönsk og ensk orð hefðu komið yfir varir mér. Þú minntist á nisti, sem var í festi um háls mér. í þessu nisti var mynd af ljóshærðri konu ... Spurt var hvasslega: — Hafið þér nistið? Allir sneru sér við og horfðu á enska liðsforingjann, klæddan rauðum einkennisjakka. Það var liðsforinginn, sem spurt hafði. - Ég týndi því, er ég synti í Ebro. Skæruliðar ráku upp hlátur. Og svo horfðu þeir allir aftur á Conchitu. Hún herpti saman var- imar. Munnsvipurinn var hörku legur, augnatillitið nístandi... — Föðurlandssvikarinn er að reyna að gabba okkur, hrópaði einhver. Hann lýgur, þessi mann hundur. Hann er hræddur, lyg- ari, svín! Og nokkrir hrópuðu: — Dæmið hann til lífláts. Conchitu fannst sem hún heyrði líflátsdóm kveðinn upp. 60 foringjann ganga til dómarans, og á eftir liðsforingjanum fór Angelo munkur, til þess að vera túlkur. — Enski liðsforinginn óskar eftir að fá að bera vitni. Hann telur sig hafa ástæðu til að ætla, að hann hafi haft nokkur afskipti af ákærða, þegar hann var barn. Skjátlist honum ekki er Juan d’Arranda fæddur á Eng landi af frönskum foreldrum og hefur þess vegna ekki svikið Spán. x— Sannanir, sannanir, æptu skæruliðar. — Að sjálfsögðu, sagði munk- urinn. Liðsforinginn kom til Spánar í gær og getur því ekki hafa bruggað nein áform í fé- lagi við ákærða. Hann hefur ekki séð hann fyrr en nú og því ekki við hann rætt. Hann kveðst hafa málað myndina, sem sett var í nistið og undir hana tvö frönsk orð. Hann hefur nú skrifað þessi tvö orð á miða, sem ég nú rétti dómaranum. Hann fer fram á, að ákærði svari fyrirspurn um það, hvort hann muni eftir þessum orðum. Juan horfði á munkinn, því næst á Collins og Villa Campo. Svo mælti hann lágt eftir nokkra umhugsun: „Ma maman“ (mamma mín). Dauðaþögn ríkti, — jafnvel fuglarnir á greinunum voru þagn aðir, enda steikjandi hiti. — Lesið það, sem stendur á miðanum, sagði Villa Campo við dómarann. - Það stendur „Ma maman“. Conchita svipti allt í einu hett unni af höfði sér og kastaði þenni á jörðina og æpti: — Það er satt, ég man það. BING Hettan loddi við sveittar kinnar hennar. Nei, hún óskaði ekki eftir dauða Juans. Ef hann yrði þó ekki tekinn af lífi fyrr en í birtingu næsta dags gæti hún hjálpað honum. -- Hún gæti komið að næturlagi og sagað sundur grindurnar í klefanum, sem hann var í, í kjallara kap- ellunnar, — hún mundi saga þær sundur, kippa í herðar hans og draga hann upp, og svo mundi hún hvísla í eyra hans, eins og hún hafði svo oft gert, er hann var drengur: — Juanito, elsku Juanito minn, hvernig færi fyrir þér ef þú ættir ekki Conchitu að. Hún hafði lagt aftur augun. Nu opnaði hún þau og sá liðs- Hef opnað nýja hárgreiðslustofu , á Frakkastíg 7 undir nafnlnu , Hárgreiðslustofan ARNA. Sími 19779. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ ! Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Simi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdóttur HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðsiustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, simi 14656 Nuddstofa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 11. Vonarstrætis- megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DIS Ásgarði 22, sfani 35C10. ' WTH THE AEKIVAL OF TUPELO WOMEW- A PKIWTIVE CEEEMOWV, SELPOM WITNESSEIP BySTKANGERS.. THIS IS THE FIRST TIME l'VE SEEN A WHOLESALE SWAPPING, BY AVJV TRI5E, OF COWS ANF’-HOSS , FOR WIVES, MAJOR PUNN- SO X'JA CURIOUS TO PISCOVER MOW IT'S POHE. THE BASTUPELO -v-—«r*sa«s?MS! WE A.GREE, FRIENIP MUMU! YOU SEH7 TUPELO- "N COUWTRY 12 CO'AS, 20 HOGS FCR EACH 10 VVDMEH ' X HAYE BROUSHTyou! WETUPELOS WILLHAVE LON'G, LON6 P£AC£ WITH YOU KIKIS/ Með komu Tupelokvenna hefst frumstæð athöfn sem ókunnugir hafa sjaldan verið áhorfendur að. Þetta er i fyrsta sinn, sem ég hef séð skipti á svona stórum hóp kvenna og búpeningi Dunn for- ingi, svo mér leikur hugur á að sjá hvernig það er gert, segir Tarzan. Pokinn, sem Tula höfð- ingi Tupelomanna kom með virð- ist hafa sérstakt mikilvægi. Við samþykktum Mumu vinur, þú sendir Tupelolandinu 12 kýr og 20 svín fyrir hverjar 10 konur, sem ég hef fært þér. Við Tupelo- menn munum halda lengi lengi frið við ykkur Kikimenn. Svo skal það vera nú skulum við koma sam an Kikistríðsmönnum og Tupel- konum. Endumýjuin gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðurr - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun, Vatnsstíg i Sími 18740 (örfá skrel trá Laugavegi)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.