Vísir - 14.04.1965, Page 1
'II ■■**«»
VISIR
rg. - MiSvikudagur 14. apríl 1965. - 88. tbl.
Gleöilega
páska!
Unga stúlkan með páskablómin
heitir Guðlaug Helgadóttir og
er afgreiðslustúlka í einni blóma
búð bæjarins. — Þetta er síð-
asta blaðið af Vísi fyrir páska,
en næsta blað kemur út á þriðju-
daginn 20. apríl. Óskum við
lesendum gleðilegra páska.
BETRIER NÝR PRINS
• •
EN GOMUL DROTTNING
— falað við Djurhuus skipstjóra á Kronprins Olav
1 morgun lagðist hið nýja skip leysti landfestar við Larsens þega, sem koma hingað til að
Sameinaða Gufuskipafélagsins i Plads í Höfn síðast liðinn sjá land og þjóð, en fara aftur
íslandsferðum, Kronprins Olav, fimmtudag og kom við í Fær- af skipinu á leiðinni út. Tíð-
að bryggju í Reykjavík. Skipið eyjum á leiðinni, tók þar far- Framh. á bls. 6
/.V '
m
m
Kísilgúrviðræður við
Bandaríkiamenn
Hér á landi eru nú staddir
tveir fulltrúar bandariska stór-
fyrirtækisins Johns Manville.
Eru þeir hingað komnir til við-
ræðna við stjórn Kísiliðjunnar
h.f. um hugsanlega samvinnu
við markaðsöflun og sölu kísil-
gúrs frá Mývatnsverksmiðjunni
fyrirhuguðu.
Hið bandariska firma er eitt
af öflugustu bygginarefnaflrm-
um Bandarikjanna með við-
skiptasambönd um víða veröld.
Munu viðræður við hina banda-
rísku fulltrúa fara fram hér i
Reykjavík næstu daga.
Krónprins Olav leggst að bryggju í morgun
Fjöldi fólks fer /
páskafercirnar
Þessa dagana eru margir að und
irbúa páskaferðalög sín, en það
er nú orðinn fastur liður að fara
í ferðalög um páskahátiðina. Marg
ir fara til útlanda en fleiri ferðast
þó innanlands.
Hjá Skipaútgerð ríkisins fengum
við þær upplýsingar i gær að
Hekla mundi fara í tvær ferðir um
Ráskana með fólk til Vestmanna-
eyja. Sú fyrri hófst í gærkvöldi
og lýkur á laugardagsmorgun, en
sú sfðari er á laugardagskv. og lýk-
ur snemma á þriðjudagsmorgun. Er
mikið búið að panta í ferðir þessar
sem kosta frá 1120-1560 krónur
með lúxusmat og allri þjónustu.
Sigit verður nálægt Surtsey I
björtu og eins í ljósaskiptunum bg
Vestmannaeyjar skoðaðar. Esja fer
hins vegar með fólk á Skíðavik-
una á Isafirði, en þetta er 30. skíða
vikan þar.
Miklar annir eru í flutningum
hjá Flugfélagi Islands. Margir fara
í heimsóknir út á land um pásk-
• Framh. á bls. 6
Um borð i Kronprins Olav i morgun. Frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, forstöðumaður Sameinaða Gufu-
skipafélagsins, Djurhuus skipstjóri, R. Geisler, umsjónamaður skipanna, og A. K. Axelsen yfirbryti S.G.
MESTILÖNDUNARDAGUR í GÆR
Dagurinn í gær er talinn hafa
verið bezti afladagur vertiðar-
innar til þessa á nótabáta og
afli netabáta er að glæðast.
-Barst mikill afli á land í Eyj
um, Grindavík, Þorlákshöfn (afl
anum ekið hingað) og til fleiri
hafna. Fullyrða má einnig að
afli netabátanna sé að glæðast
verulega. Margir netabátar i Eyj
um voru með 30-50 tonn, en
sumir fengu meira, jafnvel yfir
70 tonn. Til Akraness komu
tveir nótabátar Höfrungur III.
með 60 tonn og Haraldur með
80, en afli 16 netabáta var hátt
upp í 200 tonn.
í nánav; fréttum frá Eyjum
segir, að láta mun nærri að
þar hafi borizt á land í gær
1600 tonn af fisk’i. Fiskiðjan
tók við 450 tn. Vinnslustöð-
in við 324, Hraðfrystistöðin við
307 og Isfélagið við 234. Frétta-
ritari biaðsins sagði blaðinu, að
ef áætlað væri að smærri kaup-
endur hefðu tekið við upp undir
300 tonnum næmi aflinn er land
að var samtals 1600 tonnum.
Af netabátunum voru þessir
hæstir: Leó 61 tonn, Öðlingur
50, Lundi 56, Sjöstjaman 45,
Ver 45, tsleifur III. 30.
Afli nótabátanna, sem leggja
upp í Eyjum var misjafn. Hæst
ir voru Viðey með 70 tonn, Gull
toppur með 36, Gjafar 25, Hug
inn II. 21, Þórunn 17, Bergur
14 og niður í ekki neitt. —
Eyjabátar sem leggja upp £
ÞorláHshöfn fengu ágætan afla.
Austan stormur var á mið-
unum í morgun og gátu bátar
Framh. á bls. 6