Vísir - 14.04.1965, Blaðsíða 6
VÍSIR . Miðvikudagur 14. aprfl 1965.
Útlitií gott í öræfaferð
- segir Guömundur Jónasson
Guðmundur Jónasson fer nú
um páskana, eins og mörg und-
anfarin ár austur í Öræfi með
farþega héðan úr bænum. Vísir
hafði við hann stutt spjall um
ferðina og annað í sambandi við
ferðir um páskana.
— Nú er hentugasti tíminn á
árinu að fara austur í Öræfa-
sveit, sagði Guðmundur, vegna
þess að fljótin, sem eru aðal-
tálminn, eru minnst á þessum
tima. Leysingar eru ekki veru-
legar ennþá.
Með mér fara að þessu sinni
um 100 manns, sem er heldur
minna en í fyrra, þá fóru um
120 manns. Ástæðan fyrir því
að nú fara heldur færri er lík-
lega sú, að í fyrra komumst við
ekki lengra en að Skriðuklaustri.
Vatnsföllin fyrir austan Skriðu-
klaustur höfðu bólgnað svo mik-
ið upp, að með öllu var ófært
yfir þau.
Nú aftur á móti lítur
mjög vel út eftir því sem ég
hef heyrt. Vegna kuldanna und-
anfarið eru árnar eins og þær
verða minnstar.
Þetta verður fimm dagá ferð.
Gist í tvær nætur í félagsheim-
ilinu að Hofi í öræfasveit, en
ég hef fengið það til ráðstöfun-
ar. Einnig verður gist í tvær
nætur að Skriðuklaustri, fyrstu
nóttina og þá seinustu. Verði
veðrið gott, reikna ég með að
einhverjir vilji gista í tjöldum
og hef ég því með mér tjöld.
Viltu ekki gefa fólki, sem nú
fer í einhverjar ferðir um pásk-
ana, ráðleggingar?
Ja, það væri þá helzt það, að
klæða sig vel. Það er helzt það,
sem að er hjá fólki ef eitthvað
er að. Það er enginn vandi að
fækka klæðum ef veðrið verður
gott, en aftur á móti er erfitt
að klæðast þeim fötum, sem
ekki eru til. Einnig vil ég vara
fólk við að flana ekki út í neitt.
Fólk getur hæglega fest bíla
sína uppi í óbyggðum, eða þeir
bilað. Ég hef heyrt um að það
hafi komið fyrir, t. d. nú í haust
að menn úr Húnavatnssýslu festu
bíl sinn við Seyðisá. Þetta voru
ungir menn og hraustir og kom
það þvi ekki að sök. Þeir gengu
til byggða og voru um 20 tíma
á leiðinni, en það hefðu ekki
allir leikið eftir þeim.
Olav —
Leikur einleik á fiðlu með
Sinfóníuhljómsveitinni
Ingvar Jónasson leikur í fyrsta
sinn einleik á fiðlu með Sinfóníu
hljómsveitinni á næstu tónleikum
hennar, sem verða á skírdagskvöld
Ingvar er 37 ára að aldri, kennari
við Tónlistarskólann og hefur Ieik
Ferðalög — ■
Framhald af bls. .1.
ana og fjöldi manns hefur notfært
sér skíðafargjöldin til ísafjarðar, og
eins fil Akureyrar, en þar fer Skíða
landsmótið nú fram og hpfst í
dag í'Hlíðarfjalli. í dag.eru 4 ferð-
ir til Akureyrar. , .
Gúllfoss fer einnig til Vést-
mannaeyja í kvöld til að losa
þar farm og iesta, en fjölmargir
hafa hringt og fengið far með
skipihu, én það kemur aftúr á
föstudag fyrir hádegí. Farið með
Gnllfossi kostar 560 krónur fram
og til baka, en fæði er ekki inriifal-
ið.
Án efa munu margir skreppa um
næsta nágrenni Reykjavíkur 1 góða
'• veðrinu um páskana og má í því
tilefni m’inna á að veitirigástaðir
í næsta nágrenni eru opnir. Þegar
er opið I Skíðaskálanum I Hvera-
dölum, þar sem margir koma og fá
sér hressingu, og í dag hefur
Valhöll á Þingvöllum starfsemi
sína og er það talsvert fyrr en ver-
ið hefur á undanfömum árum.
Ingvar Jónasson
ið með Sinfóníunni í 15 ár. Stund
að hann fyrst nám hér en fór svo
til framhaldsnáms til London og
síðar til Vínarborgar.
Stjórnandi hljómleikanna verður
Igor Buketoff. Á efnisskránni verða
þessi verk flutt í fyrsta sinn hér
á landi: Svíta fyrir strengi op. 1 eft
ir Carl.Nielsen, Sálmaforleikur eftir
Yardumian, Sinfónía Sacra eftir
Hanson, en þessir tveir síðast-
töldu eru bandarísk tónskáld og
Páskaforleikur eftir Rimsky Korsa
koff. Ingvar Jónasson leikur á tón-
le'ikunum Fiðlukonsert nr. 1 í g-
moll eftir Max Bruch.
Aflinn —
Framh. af bls. 1.
frá Eyjum ekki athafnað sig
.og vom farnir að koma
inn er biaðið átti tal við frétta
ritara sinn í Eyjum kl. 9-10.
Líklegt er að meira af þorski
hafi verið landað í gær, en á
nokkrum öðrum degi þorskver
tíðar til þessa, en ýtarlegar
upplýsingar eru ekki fyrir hendi
úr sumum verstöðvum, þegar
þetta er skrifað.
Batni gæftir aftur eru menn
bjartsýnni um að úr rætist og
síðari hluti vertíðar verði drjúg
ur.
Afli eftirtalinna báta, sem eru
með nót og löndrið.u f Þorláks-
höfn var sem h,éi;,;spgir: Óskar
Háildórssori 75 tonri, ÁsbjöfriTO:
Þorsteinn 65. Sigurvon 65, Ögri
50, Vigri 50, Súlan 40, Jör-
undur II. 40, Þórður Jónasson
40 Pétur Sigurðsson og senni-
lega fleiri úm 30 torin.
Afli netabáta frá Reykjavík
var jafnari og betri en verið
hefur.
Lisfamenn —
Framh. af bls. 8
Háskólabíói og annað kvöld mun
það svo koma fram á tónleikum
fyrir almenning í Háskólabíói
og á fimmtudag kl. 17. Skrif-
stofa skemmtikrafta sér um tvo
síðasttöldu tónleikana.
Stúdentsefni Verzlunarskólans „dimitteruðu“ í gær. Tóku þeir upp á því nýmæli að fara á reiðhjóium um
bæinn, en hingað til hafa dráttarvélar aðallega verið notaðar til þess. Hér hafa Verzlunarskólanemar gefið
heiisusamlegt fordæmi.
Framh. af bls. 1.
indamaður Vísis brá sér um
borð í Kronprins Olav í morgun
og hafði stutt spjall við skip-
stjórann, Djurhuus, sem er fær-
eyskur að uppruna.
— Hvernig gekk ferðin hing-
að upp Djurhuus?
— Ferðin gekk mjög vel. Við
fengum slæmt í sjóinn skömmu
áður en við komum til Færeyja
og stóð skipið sig mjög vel í
þeirri reynslu. í Færeyjum feng
um við góðar móttökur, margir
komu niður á bryggju til að
taka á móti okkur og lúðrasveit
stóð á bryggjunni þegar við kom
um. Ferðin frá Færeyjum til ís-
lands var hin ánægjulegasta.
Við fengum hið bezta veður og
vorum miklu fljótari í ferðum
en á Drottningunni gömlu. Kron
prins Olav fer 18l/2 hnút á móti
því að Drottningin fór 12 hnúta.
Svo hér munar nokkru. Prinsinn
er því 3Y2 sólarhring héðan til
Hafnar með viðkomu í Færeyj-
um, en Drottningin var 5 sólar-
hringa.
—, Ert þú ekki ánægður með
að hafa fengið þama nýtt skip?
— Jú skiljanlega. Nýr prins
er betri en gömul drottning.
Drottningin var orðin skelfilega
gömul. Þetta er að vísu ekki
alveg nýtt skip, var byggt 1937,
en það er samt miklu betra en
það gamla. Það er einnig miklu
stærra, eða 1874 tonn og getur
tekið 295 farþega.
— í hvaða ferðum var skipið
notað áður?
— Það var í ferðum milli Osló
og Hafnar frá 1937 þangað til
fyrir ári, en í ár hefur það
verið í ferðum á milli Hafnar
og Friðrikshafnar, sem er hafnar
bær í N-Jótlandi, en mikill hluti
fólks, sem fer frá Skandinaviu
fer þar yfir þegar það fer suður
á bóginn.
— Hvað hefur þú siglt lengi
til íslands?
— Ég byrjaði 1937 og var 3.
stýrimaður fram að striðsbyrj
un, en á stríðsárunum var ég á
skipum í Eystrasaltinu. 1945
byrjaði ég svo aftur að sigla tii
íslands, sem annar stýrimaður,
en var öðru hvoru 1. stýrimað-
ur. Árið 1961 varð ég skipstjóri
og hef verið það síðan.
— Hvernig kanntu við það að
sigla hingað?
— Prýðilega, ég þurfti fyrst
að venjast veðrinu og hef ég
lært að sætta mig við það. Einn
ig hef eignazt hér marga kunn-
ingja, sem er mikils virði. Ég
kann vel við hið bjarta sumar,
en það er verst að maður þarf
að borga fyrir það á veturoa.
Hjartavernd —
Framh. af bls. 16
Hjartaverndar önnur stórmál tí! úr
lausnar og kemur fyrst til greina
sérstök bifreið búin öllum tækjum
til almenningsrannsókna í hinum
dreifðu byggðum landsins og seinna
undirbúningur að stofnun hress-
ingar- og endumæringarstöðvar fyr
ir hjartasjúka.
Ef þetta á að takast, vonast stjóm
Hjartavemdar til að þeir einstak-
lingar og fyrirtæki sem enn hefur
ekki unnizt tími að tala við, muni
bregðast eins vel við og þeir að-
ilar, sem nú þegar hefur verið leit-
að til og hafa sýnt málstaðnum
óvenju góðan skilning og velvilja.
VORKVÖLD
með rússneskum þjóðlistamönnum frá STÓRA LEIK-
, HÚSINU í Moskvu í HÁSKÓLABÍÓI miðvikudaginn
14. apríl kl. 9 og fimmtudaginn 15. apríl kl. 5.
1. Píanóleikur: V. VIKTOROV, konsert-
meistari.
2. Listdans: E. RJABINKINA, sólódansmær.
3. Einsöngur: A. IVANOV, baritonsöngv-
arinn frægi.
Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal, Mál og menningu
og Háskólabíói.
SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA
Pétur Pétursson.
Skrifstofustúlka
óskar eftir atvinnu síðari hluta dags.
Tilboð sendist Vísi fyrir 22. þ. m. merkt „Vön
— 203“.
urnar
----í GLEYMMÉREI alla páskana-
Opið til kl. 13.00 á skírdag og til kl. 14.00 á
annan í páskum.
GLEYMMÉREI. Sundlaugavegi 12 . Sími 22851
Rennismiður
Rennismiður eða vélvirki óskast strax.
STÁLUMBÚÐIR h/f. Kleppsvegi. Sími 36145