Vísir - 14.04.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 14.04.1965, Blaðsíða 9
I V í SIR . Miðvikudagur 14. apru y Breytingar á skattalöggjöfínni Persónufrádráttur hækkaður - Frá umræðum á Alþingi í gær Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, mælti í gær fyrir frv. um tekju- og eignaskatt í efri deild og um tekjustofna sveitarfélaga í neðri deild. Frumvörp þessi fela í sér allmiklar breytingar á núver- andi löggjöf um tekju- og eignaskatt og má þar nefna hækkxm á persónufrádrætti um 23%-30% og breikkun þrepa í skattstiganum. Hér fer á eftir ræða fjár- málaráðherra í efri deild. Þær meginbreytingar, sem þetta frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eigna- skatt, fela í sér, eru þessar: í fyrsta lagi er persónufrádráttur hækkaður um 23%. Það þýðir, að persónufrádráttur fyrir ein- staklinga, sem nú er 65 þús. hækkar um 15 þús. upp í 80 þús. Fyrir hjón, sem nú er 91 þús. hækkar um 21 þús. upp í 112 þús., fyrir hvert barn sem er á framfæri skattþegna og ekki fullra 16 ára sem nú er 13 þús. hækkar um 3 þús. upp í 16 þús 1 öðru lagi verður hliðstæð breikkun á þrepum í tekjuskatt- stiganum. Tekjuskattsstiginn er nú 10%, 20%, og 30%. Fyrsta Stúdentakórinn syngur í Sigtúni Á skirdag gefst stúdentum eldri sem yngri svo og öðrum tækifæri til þess að hlusta á ýmsa vinsæla stúdentasöngva sungna í Sigtúni. Það er Stúdentakórinn, sem syngur undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Undirleik annast tvær stúdínur, Eygló H. Haraldsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Söngurinn hefst kl. 15.30. Styrktarfélagar ganga fyrir en öðrum aðgöngumiðum verður útbýtt við innganginn. Undanfarin ár hafa öðru hvoru komið fram á vegum Háskólans söngflokkar stúdenta aðallega skip aðir háskólasúdentum. Þessir söng flokkar urðu til fyrir einhverja há- skólahátíðina og leystust oftast upp eftir að hafa komið einu sinni ; fram. Þann 23. febr. 1964 var svo formlega gengið frá stofnun aka- demísks kórs. Hlutverk hans á m. a. að vera það, að æfa og halda uppi akademfskum karlakórsöng og efla sönglíf meðal stúdenta í land- fÖldungarnir' brautskráðir Sl. laugardag var „öldungadeild" Sjómannaskólans brautskráð. Þetta er í fyrsta skipti sem slík deild hefur verið starfrækt við Sjómannaskólann. Deildin var orð- in nauðsynleg vegna þess hve skip in hafa stækkað m’ikið á undan- förnum árum og fjöldi skipstjómar manna hafði ekki réttindi til þess að fara með slík skip. „Öldungadeildin" eins og hún '>.r óftast nefnd var skipt í tvo bekki. í öðmm voru 17 nemend- ur en í hinum 14. Árangurinn var mjög góður, m.a. fengu fjórir á- gætiseinkunn og hinir flest allir 1. einkunn. Námsefnið var það sama og hjá þeim nemendum Sjómanna skólans, sem voru seinni veturinn í fiskimannadeild. Hæstu einkunn hlaut Friðrik Bjömsson frá Siglufirði, 7.59, en hæst er gefið átta. inu, að treysta tengsl stúdenta eldri sem yngri. Félagar kórsins geta allir stúdentar gerzt, en rc- lagsmenn greinast í aðalfél. (virka- söngfélaga) og aukafélaga (styrkt- arfélaga). Núverandi stjórn kórsins skipa: Brynjólfur Ingólfsson, for- maður, Jón Haraldsson varaformað ur, Vilberg Skarphéðinsson gjald keri, Tómas Sveinsson ritari, Krist- inn Jóhannesson meðstjómandi. Nstoucbe á Akureyri Öperettan Nitouche verður frumsýnd á Akureyri á annan í páskum. Með aðalhlutverkið, Nitouche fer söngkonan Þórunn Ólafsdótt ir Rvík en móti henni leikur Ól- afur Axelsson. Leikstjóri er Jónas Jónasson þrepið er nú 30 þús., það hækkar upp i\37 þús., annað er frá 30 þús. upp í 50 þús. það hækkar frá 36 þús. til 62 þús. kr. tekjur og þriðja þrepið er nú af 50 þús. og þar yfir og breytist í 62 þús. kr. tekjur. Þessi breyting á skattþrepunum nemur mill’i 23 og 24%. Tekjuhækkun Við ákvörðun þessara breyt- inga hefur verið höfð hliðsjón af tvennu, annars vegar því hverjar breytingar hafa orðið á vinnu- töxtum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna milli áranna 1963 —’64. Efnahagsstofnunin á- ætlar, að þessar breytingar hafi að meðaltali numið um 23% hækkun launa þessara stétta á tímabilinu. Ef hins vegar Iitið er á framfærsluvísitöluna og tekin meðalvísitala áranna 1963 og 1964, var hún fyrra árið 134.67 stig síðara árið 160.67 stig og hafði því hækkað milli áranna um 19.3%. En fyrir því er þessi samanburður gerður milli áranna 1963 og 1964, að samkv. þessu lagafrv., ef að lögum verður, er lagður á tekjuskattur miðað við tekjur manna á árinu 1964. Þriðja breyting samkv. frv. er Sú áð hutidraðstölur hvers skatt þreps lækka um 10%, þ.e.a.s. 10% skattur lækkar f 9%, 30% 18 og 30% í 27%. Eins og tekið er fram f greinargerð, má hafa til hliðsjónar um það hvemig ■ þessar breytingar mundu verka, að skattþegn með 23% tekna- aukningu milli áranna 1963 og 1964 mundi greiða hlutfallslega 10% lægri tekjuskatt 1965 en hann gerði 1964 og er þá miðað við hlutfall af nettótekjum hans hvort árið. í fjórða lagi er það nýmæli f 8. gr. frv., að skylt sé frá og með gjaldaárinu 1966 að hækka eða lækka þær fjárhæðir, sem ræðir um frv. svo og þrep- in í skattstiga þeim, sem um ræðir í 4. gr., þ. e. a. s. það er skylt að hækka eða Iækka þær fjárhæðir, sem snerta persónu- frádráttinn og skattþrepin í sam ræmi við skattavísitölu. Hér er þvi tekin upp svokölluð um- reikningsregla. Það var ætlunin að ákveða í þessu frv., við hvaða vísitölu skyldi miða. Þá kom til greina kaupgreiðsluvísi talan framfærsluvísitalan, vöru verðsvísitalan, þ.e.a.s. samkv. a-lið vísitölunnar og fleiri mögu leika komu til greina. Nú er svo ástatt, að vísitalan er í endur skoðun hjá hagstofunni og kaup lagsnefnd og töldu þeir sérfræð- ingar, sem til var leitað, sér ekki unnt að gera ákveðna tillögu um það hvernig skattvísitalan, sem þessi umreikningur skyldi á byggður, skyldi byggð upp treystu sér ekki til þess að svo stöddu. Það varð því niðurstað an að ákveða annars vegar að skattana skuli umreikna frá og með árinu 1966 en sú skattvísi- tala, sem eftir skuli farið skuli ákveðin síðar af fjármálaráð- herra að fengnum tillögum kaup lagsnefndar, hagstofustjóra og ríkisskattstjóra. Aðrar breyting ar í þessu frv. eru svo bein af leiðing af þeim, sem ég hér hef getið og eru skýrðar í greinar- gerð. Þá mælti fjármálaráðherra fyrir stjómarfrv. um tekjustofna sveitarfélc_a í neðri deild. Það kom fram i ræðu hans, að ef frumvarpið verður að lögum, mun persónufrádráttur hækka um 30 % og útsvarsþrepum verður fjölgað. Hér fer á eftir úrdráttur úr ræðu ráðherrans: Hann hóf mál sitt á því að gera grein fyrir helztu breyting- unum, sem em í frumvarp’inu. Þær em í fyrsta Iagi þær, að nú er lagt til persónufrádráttur verði hækk- aður um 30% eða úr 25.000 í 32.500 hjá einstaklingi, úr 35.000 í 45.500 hjá hjónum og fyrir hvert barn úr 5.000 kr. í 6.500. Þrepunum breytt Þá sagðist hann vilja taka fram, að Efnahagsstofnunin hefði reiknað út hvaða breyt- ingar hefðu orðið á vinnutöxt- um verka-, sjó,- og iðnaðar- manna frá árinu 1963 til 1964 og hefði komizt að þeirri nið- urstöðu, að hækkunin næmi 23%. Hins vegar hefði vísitala framfærslukostnaðar hækkað á sama tímabili um 19,3%. Nú væri gert ráð fyrir í frv. að breyta útsvarsstiganum á tvennan hátt. í stað tveggja tekjuúsvarsþrepa 20- og 30%, komi þrjú þrep 10% 20% og 30%. Og f stað þess, að nú em lögð 20% á fyrstu 40 þús. kr. og 30% á það sem eftir er, verði nú lögð 10% á fyrstu kr. 20 þús. 20% á næstu 40 þús. og 30% á það sem umfram er. C Þá er gert ráð fyrir í frv. að | áður en úthlutað er framlagi I Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga, I skal draga frá úthlutunarfénu , 3% af tekjum sjóðsins til þess , að mæta þörfum sveitarfélag- ■ anna. Ástæðan fyrir þessari i breytingu er sú, að ef þær breytingar, sem frv. gerir ráð ! fyrir verða að lögum verður að í reikna með mun minni afslætti f frá útsvarsstigum en verið hefur í undanfarið og sums staðar er | gert ráð fyrir að komi álag á stigann. Má því búast við, að Jöfnunarsjóður verði að greiða einhver aukaframlög ef áætlaðri útsvarsfjárhæð verður ekki náð með 20% álag’i. Nú hefur hagur Jöfnunarsjóðs farið hrakandi og hefði halli á siðasta ári numið 1,2 millj. kr. Þess vegna er nauðsynlegt að auka tekjur sjóðsins af óskiptu fé, eins og gert er ráð fyrir í frv. til þess að hann verði fær um að gegna hlutverki sínu. Afsláttur I sambandi við þessa breyt- ingu var reynt að gera sér grein fyrir hvernig sveitarfélögin stæðu. Þessari athugun er ekki lokið að fullu en líkur benda til að heildartekjur framtaldar muni nema um 30% hærri upp- hæð síðastliðið ár en árið áður. Ef miðað er við þessa aukningu á framtöldum tekjum má gera ráð fyrir að Reykjavfk- urborg nægi þessi skattstigi og geti gefið 5—6% afslátt og þannig væri þessu sennilega háttað með fleiri kaupstaði. All margir kaupstaðir geta náð þessu marki án álags en nokkrir ná þvi ekki. Einstakir hreppar geta flestir náð þessu marki m. a. vegna þess að þar hefur oft- ast verið gefinn mikill afsláttur á útsvarsstiga. Myndin er tekin við brautskráningu í aflakóngadeildinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.