Vísir - 14.04.1965, Page 5

Vísir - 14.04.1965, Page 5
VfSIR . Miðvikudagur 14. aprfl 1965. 5 Ávarp Skálholtsnefndar: Eflum SKÁLHOLT - Kaupum bókasafnið Þórarinn Þórarinsson, ritari, Ólafur Jóhsson, gjaldkeri, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Erlendur Einarsson, varaform., Gunnar Friðriksson, Hróbjartur Bjamason, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Magnús Z. Sigurðsson, Magnús Víglundsson, Ottó A. Michelsen, varagjaldk., Páll H. Jónsson, vararitari, Pétur Sæmundsen, Stefán Hilmarsson, Unnar Stefánfeson, Sveinbjöm Finnsson, fram- kvæmdastjóri. gKÁLHOLTSPŒFND hefur birt ávarp til þjóðarinnar um almenna fjársöfnun til kaupa á bókasafni til Skál- holts og tii endurreisnar stað- arins. Fer ávarp nefndarinnar hér á eftin Ckálholt er einn frægasti og virðulegasti söguataður á íslandi. Um aldaraðir var Skál- holt — ásamt Hólum — mið- stöð menntunar og trúarlífs, kirkju og skólahalds. Þjóðlífið átti þar sína háborg í andlegum og veraldlegum efnum. í ná- grannalöndunum urðu samsvar- andi staðir að grónum og fræg- um háskölaborgum, sem em aflgjafar í lifi þjóðanna. En á neyðar- og niðurlægingartímum var biskupsstóllinn £ Skálholti lagður niður og skólinn settur á flæking. Sú ráðstöfun að leggja niður aldagamlar menn- ingarstofnanir sambærilegar, á sér vart hliðstæðu í sögu ná- lægra þjóða. Vér litum svo á, að brýna nauðsyn beri til að bæta fyrir þetta með því að endurreisa hin fomu biskups- setur á þann hátt, að sæmi fomum menningar- og mennta- setmm íslenzku þjóðarinnar. Endurreisn Skálholtsstaðar er mikið átak. Áhugamenn, fs- lenzkir og erlendir, hafa gefið til Skálholts. Islenzka rlkið, rfk- isstjóm og alþingi, hafa þegar lagt fram verðmætan og mikil- vægan skerf. Frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hafa sýnt Skál- holti mikla ræktarsemi og stutt endurreisn staðarins með verð- mætum gjöfum. En það er fyrst og fremst hlutverk íslenzku þjóðarinnar, hlutverk hvers ein- asta íslendings, að vinna að þessari endurreisn. Skálholt er dýrmæt sameign allrar þjóðarinnar. Því leitum vér nú til allra landsmanna um fjárframlög til Skálholtsstaðar, til kaupa á bókasafni og til endurreisnar menntaseturs þar. Frændþjóðir vorar á Norður- löndum hafa nú efnt til fjár- söfnunar til byggingar lýðhá- skóla í Skálholti. Vér ætlumst nú til þess af Dönum, að þeir láti oss fá handritin. Vér viljum að þjóðin ætlist einnig til mikils af sjálfri sér. Bókagjöfin til Skálholts er vottur þakklætis- hugar til þeirra, sem þar rækt- uðu fræga bókmenningu. Vér skírskotum til metnaðar Islendinga varðandi þetta mál og væntum þess að þjóðin sýni í verki að vér viljum öll að Skálholtsstaður verði endurreist ur og honum sýnd sú virðing, sem honum er samboðin f vit- und manna, f fullri vissu 'þess, að Skálholt • muni auðga og treysta heilbrigt þjóðlíf. Sér- hverri þjóð er nauðsyn og skylda að varðveita menningar- arfleifð sína og tengja sögu og afrek genginna kynslóða traust- senn eðlilegum tilgangi sínum og heilbrigðum þjóðarmetnaði. Með framlagi sínu greiðir hver íslendingur gamla skuld og leggur um leið stein f byggingu musteris og menntaseturs, er verða mun þjóðinni til bless- unar á ókomnum tímum. Reykjavík, í marz og apríl 1965. Undir ávarpið ritar fjöldi þjóðkunnra manna og kvenna. Skálholtsnefnd, sem fyrir fjár- söfnuninni stendur, skipa eftir- taldir menn: Benjamín Eiríksson, formaður, um böndum við nútíð og fram- tíð. í sögu sína og forna mennt sækir þjóðin styrk, sjálfstraust og afl til nýrra átaka og fram- fara. Vér lítum svo á, að hin öra fólksfjölgun og vöxtur at- vinnulífsins muni skapa rfka þörf fyrir myndun byggðar í Skálholti, kringum þær mennta- og menningarstofnanir, sem þar eiga að rísa, enda mundi sú byggðarmyndun studd af legu staðarins, svo og jarðhita og rafmagni. Vér viljum þess vegna beina öflum, sem eru að verki með þjóðinni, inn á brautir, þar sem þau þjóni sem bezt f SELFOSS Umboðsmaður FJt.B. á Selfossi er Garðar H. Gunnarsson, Fagragerði 8. Sfmi 281. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að gerast hlut- hafar í vátryggingarfélagi bifreiðaeigenda, eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til umboðsmanns F.Í.B. sem fyrst. Undirbúningsnefndin. Kvikmyndavél Ný 8 mm kvikmyndatökuvél með mótor 300 m til sölu. Símar 32416 og 32728. Sfúlko óskost Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Vaktavinna. BRAUÐHÚSIÐ . Laugavegi 126 . Sími 24631 Táskór og æfingaskór frá GAMBA og FREED: Stretch-nyl on búningar fyrir BALLETT og LEIKFIMI frá DANSKIN og LASTONET. SMÁBARNAFATNAÐUR SNYRTI- og GJAFAVÖRUR KVENSOKKAR — LEIKFÖNG ÍV trntun p prentsmlöja & gúmmlstfmplagerft Elnholtl 2 - Slml 20960 í fermingarveizluna Smurt brauð, snittur og brauðtertur. Pantið tímanlega. Fjölbreytt álegg. Pantanir teknar í síma 24631. BRAUÐHÚSIÐ Laugavegi 126 Höfum opið Hef opið föstudaginn langa frá kl. 11—14.00 og 17.00—21.00 og páskadag kl. 11—14.00 og 17—21.00. BRAUÐHÚSIÐ . Laugavegi 126 . Sími 24631 Smurbrauðsdomu óskast nú þegar eða um mánaðamót. Uppl. í síma 24631 í dag. (Vaktavinna). BRAUÐHÚSIÐ Laugavegi 126

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.