Vísir - 14.04.1965, Side 8
8
V I S I R . Tiir 14. apríl 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarntstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastiórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn G. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr S mánuði
I lausasöiu 5 kr eint — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis - Edda h.f
Átökin / Víetnam
Ritstjórar Þjóðviljans láta ófriðinn í Vietnam mjög
til sín taka. Öll eru þau skrif mjög á einn veg: Aðal-
inntak þeirra er óhróður um Bandaríkjamenn, og þá
vitaskuld um leið aðrar lýðræðisþjóðir, sem berjast
fyrir frelsi í heiminum. Ritstjórar Þjóðviljans snúa
þarna, eins og svo iðulega, staðreyndum alveg við.
í forustugrein blaðsins fyrir nokkrum dögum var t. d.
sagt, að Bandaríkjamenn væru að heyja í Vietnam
„blygðunarlaust árásarstríð“ þar sem þverbrotnar
væru „allar reglur þjóðaréttar til þess að berjast með
nöktu ofbeldi fyrir hagsmunum sínum“. Þannig túlka
kommúnistarnir hjá Þjóðviljanum málið.
Það er gömul og ný saga um ritstjóra Þjóðviljans,
að hvar í heiminum sem kommúnistar reyna að brjót-
ast til valda og leggja undir sig lönd með yfirgangi
og ofbeldi, þá heitir það á þeirra máli frelsisbarátta
þeirra þjóða, sem fyrir ofbeldinu verða, og eins þótt
þær sýni svo ekki verður um villzt, að yfirgnæfandi
meirihluti fólksins vill fórna lífi sínu og blóði til þess
að verja land sitt gegn oki og ófrelsi hinna komm-
únistísku þjóðskipulagshátta.
Allir sem nokkuð vilja vita um þá baráttu, er nú
stendur yfir í Vietnam, hljóta að sjá hvað þar er raun-
verulega að gerast: Rauða Kína er að teygja þangað
hramm sinn. Kínverskir kommúnistar ráða lögum og
lofum í Norður-Vietnam og nota sér þá aðstöðu til
þess að reyna að undiroka íbúa Suður-Vietnam. Og
það er aðeins áfangi á leið að því marki, að leggja
undir sig alla Asíu. Rússar styðja þessa árásarstefnu
Kínverja í orði kveðnu, en ótal margt bendir til þess,
að ráðamönnum í Moskvu þyki nóg um yfirgang
Kínverja bæði þarna og gagnvart Indverjum. Það
kynni líka svo að fara ,þegar Kínverjar væru búnir að
leggja undir sig mest alla Asíu, að Rússar mættu fara
að gá að sér sjálfir.
Margt væri ótrúlegra en það, að Þjóðviljinn fengi
innan skamms „línu“ austan frá Moskvu um að
.draga úr ofstækisskrifum sínum um átökin í Vietnam.
En hvað sem því líður, munu allir sannir lýðræðis-
sinnar óska þess, að Bandaríkjamenn láti ekki undan
yfirgangi kommúnista í Vietnam og hjálpi íhúum
landsins til þess að halda frelsi sínu og sjálfstæði.
Annað væri svik við lýðræðishugsjónina.
Það eru ekki einungis íbúar Suður-Vietnam sem
eiga framtíð sína og frelsi undir því að Bandaríkja-
menn hopi ekki af verðinum, heldur allur hinn frjálsi
heimur, og ef til vill Rússar líka. Flæði Kínverjar
yfir alla Asíu með þeim ógnum og villimennsku, sem
þeir hafa beitt íbúa Tíbets, er hætt við að ýmsar þjóðir
í öðrum heimsálfum færu að verða hræddar um sig
og óskuðu að þeir hefðu verið stöðvaðir fyrr, þar á
meðal Rússar.
Frú Anna Jónsson
áttræð
í dag er ein af mætustu
dætrum þessa lands, frú Anna
Jónsson, ekkja Einars Jónsson-
ar myndhöggvara, áttræð að
aldri. Þó að hún sé dönsk að
ætt og uppruná, tel ég hana
hiklaust meðal merkustu dætra
islands, því að hún er íslenzk í
anda og hefur fyrir löngu bundið
tryggðir við föðurland manns
síns, snillingsins Einars Jóns-
sonar, sem var allra íslendinga
íslenzkastur.
Hún er fædd í Horsens á Jót-
landi 14. apríl 1885. Foreldrar
hennar voru þau Karl Jörgensen
og Matthilde, fædd Wink. Ti'
Kaupmannahafnar fluttist hún
með foreldrum sínum 1892. Þar
kynntist hún tíu árum seinna
Einari Jórtssyni, myndhöggvara,
er var þar við nám, og felldu
þau hugi saman. Fór hún með
honum til íslands árið 1911, en
ekki varð dvölin þar lengri í
það sinn en tveir mánuðir, I
annað sinn fór hún til íslands
1914 og dvaldist þar þá í 3 ár.
Árið 1917 giftist hún Einari og
sama ár fóru þau til Ameríku.
Hafði Einar verið fenginn þang-
að vestur til að gera mynd af
Þorfinni Karlsefni, hinum fyrsta
hvíta manni, sem vitað er að
numið hafi land í Ameríku. í
Vesturheimi dvöldust þau hjón
í tvö ár, og komu svo aftur til
íslands - til ævilangrar dvalar
Settust þau að í safnhúsmu á *
Skórávörðuhæðínní, éh. páS var f
þó hvergi nærrí fullgert, en
1923 gat Einar opnað það fyrir
almenning. Þama átti hann svo
eftir að búa til æviloka, ásamt
konu sinni, og gera þann
„garð“ frægan, bæði innanlands
og utan. Einar andaðist 18.
október 1954.
Undirritaður á margar á-
nægjulegar minningar frá heim-
sóknum í Hnitbjörg, en því
nafni er listasafnhús Einars
Jónssonar oft nefnt, og ætla
ég, að nafngift þessa megi
rekja til Guðmundar skálds frá
Sandi, en hann var oft fundví-
á góð nöfn. Anna er gestglöð
kona og kann vel að taka móti
gestum sínum og gera þeirc
dvölina ánægjulega í húsa-
kynnum sínum. Hún er hibýla-
prúð og gædd miklum þokka
og hefur til að bera allt það,
sem felst í enska orðinu
„lady“. Slík kona þarf ekki
endilega að vera af tignum ætt-
um, sem kallað er, en hún er
ævinlega virðuleg og um leið
vingjarnleg í framgöngu, sið-
fáguð, hógvær og hljóðlát. Allt
þetta einkennir frú Önnu Jóns-
son. Á yngri árum sínum mun
hún verið hafa mjög fögur
kona, og er raunar enn, því að
aldurinn ber hún vel. Hár
aldur vinnur aldrei á æskuþokka
■sjrtabL'Js isgno
salárinnaf,' íig énn þá er Ánna
ung í anda, glöð með glöðum
og nýtur alls, sem er fagurt og
gott. Ekki hefur lff hennar allt-
af verið „dans - á rósum", sem
kallað er, enda bregður stund-
um fyrir angurblíðu í augum
hennar, en það er ævinlega
þroskamerki og tákn þess, að
menn hafi komizt í kynni við
sorgir og erfiðleika, án þess að
bugast, en líka án þess að
harðna. Það varð og hlutskipti
hennar að verða samferða í líf-
inu manni, sem var kallaður til
þess að lyfta íslenzkri list á
mjög hátt stig og auka veg og
hróður íslands á þvf sviði svo
að um munaði. íslenzka þjóðin
stendur í mikilli þakkarskuld
við frú Önnu Jónsson fyrir að
hafa staðið við hlið Einars
Jónssonar myndhöggvara, eins
af sínum ágætustu sonum, og
veitti honum þá ytri aðstoð og
ekki sizt það sálufélag, sem
hans viðkvæma listamannslund
þarfnaðist svo mjög. Þessari
þakkarskuld má ekki gleyma,
og er þess að vænta, að hlúð
verði á allan hátt sem bezt að
hinum listrænu fjársjóðum, sem
geymdir eru á Skólavörðuholt-
inu hér í bæ, — hinum listrænu
fjársjóðum, sem Einar lét eftir
sig og alltaf eru að borga það,
sem fyrir þá er gert, með tilvist
sinni einni saman.
Ég minnist þess, að Einar
Jónsson var sá maður, er ég
var einna fljótastur að kynn-
ast. Æði oft var komið i Hnit-
björg og margt var rætt um
ýmis vandamál mannsandans, —
oft um dulræn fefni. Hér var
fullkomið málfrelsi, — hér var
horft á mann og málefni frá
ýmsum hliðum, — hér var ekki
um að ræða neinn einstefnu-
akstur í andlegum efnum. Hér
var íslenzkt viðsýni. Ekki er ég
viss um, að húsmóðirin hafi
alltaf verið samdóma öllu, sem
sagt var, en hún kunni vel að
hlusta, hló stundum dátt og tók
öllu með brosi, sem fullt var
af umburðarlyndi og skilningi.
— Anna er mjög andlega sinn-
uð, en of gáfuð og góð kona ti!
þess að heimta það, að allir
troði einhverjar fjárgötur í and-
legum efnum, fremur en öðrum.
Sá, sem þessar línur ritar,
telur sig hafa mikla ástæðu til
að vera þakklátur fyrir að hafa
kynnzt frú Önnu Jónsson og
þykir mér gott að fá tækifæri
til að árna hinni áttræðu hefð-
arkonu allra heilla. Er það sér-
staklega ósk mín henni til
handa, að hún megi njóta aft-
ansólar ævi sinnar hér á ís-
landi, sem fyrir löngu er orðið
hennar annáð föðurland, í sem
mestum friði og við vaxandi
skilning Islendinga á list maijns
hennar, — því að ekki mundi
annað neitt gleðja hana meira,
— o« er slíkt háttur góðra
kvenna, sem standa vörð um
hugsjónir og minningu eigin-
manna sinna.
Frú Anna dvelst um þessar
mundir erlendis.
Gretar Fells.
SOVÉZKIR LISTA-
MENN SKEMMTA
Hér á landi er stödd um þess-
ar mundir sendinefnd í tilefni
15 ára afmælis M.Í.R. í sendi-
nefndinni eru eftirtaldir: Alex-
androf, formaður nefndarinnar,
einn þekktasti kvikmyndastjóri
Ráðstjórnarríkjanna, var sam-
starfsmaður Eisensteins á sínum
tíma og hefur starfað við kvik-
myndastjórn í yfir 40 ár Vinn-
ur hann núna að kvikmynd um
Lenin i Sviss.
Prófessor Steblín-Kamenski
kennir við norrænudeild háskól-
ans í Leningrad og vinnu nú að
bók, sem fjallar um íslenzka
menningu. Prófessorinn mun
halda erindi hér á vegum Háskól
ans, sem verður annaðhvort úr
fslenzkri hljóðfræði eða um rau>
sæi íslendingasagna.
Elena Rjabinkina, ballettdans
mær við Stóraleikhúsið í
Móskvu og talin meðal hinna
fremstu i sinni grein í heimin-
um.
Alexei Ivanof, mjög þekktur
bassasöngvari hefur sungið við
Stóraleikhúsið síðan 1938 og
ferðast víða og sungið í óperum,
Hann hefur þrisvar sinnum hlot-
ið æðstu verðlaun, en Sovétríkin
veita iistamönnum sínum.
Viktorof, er undirieikari fyrir
ballettinn og sönginn, hann er
fyrsti konsertmeistari Stóraleik-
hússins í Moskvu.
Sendinefndin mun dvelja hérna
um vikuskeið og koma fram á
tónleikum. I gær kom listafólk-
ið fram á afmælishátíð M.Í.R. i
Framh. á bls. 6