Vísir - 14.04.1965, Qupperneq 16
ftfiðvikudagur 14. apríl 1965
Nagelshús á SeyBisfirii flutt á ís
Eins og kunnugt er af fréttum
hefur undanfarið verið ísasamt
á Seyðisfirði. Meðal annars rak
mvndarlegan jaka upp að at-
hafnarsvæði Síldarverksmiðja
ríkisins, þar sem mikið er um að
vera um þessar mundir, gömlu
drasli rutt úr vegi fyrir nýjum
byggingum. Það er verið að
stækka verksmiðjuna en lnnd-
rýmið er lítið. Síldarverksmiðj-
umar höfðu keypt gamalt síld-
arplan, sem Einar Guðfinnsson
átti. Þar var gamalt útgerðar-
hús, Nagelshús, eða Naglinn eins
og það var kallað. Þetta hús
hafði séð sitt fegursta og verk-
smiðjurnar þurftu að losna við
það hið bráðasta. ísjakinn kom
eins og sendur þama upp að
og verksmiðjumenn gerðu sér
lítið fyrir á föstudaginn var,
náðu í jarðýtu og ýttu Nagels-
húsi út á jakann. Síðan var feng
in trilla til að toga jakann út á
fjörð. Þar var snúið við, en jak
inn og Nagels.hús skilin eftir og
beðin vel að lifa.
Hér sést húsið komið hálffallið út á ísjakann og bíður þess að vera flutt út á hafsauga.
HAMRABORG fulikomn-
Borgarstjóra og borgarráði á-
samt nokkrum gestum vom í
gær sýnd þrjú ný barnaheimili
sem nýlega hafa tekið til starfa
í Reykjavík, en þau eru: Leik-
skóli við Holtaveg, fjölskyldu-
heimili að Skála við Kaplaskjóls
veg og dagheimili við Grænu-
Stúdentafagn-
aðurinn í kvöld
Það er í kvöld sem Stúdentafé-
lag Reykjavíkur efnir til páskafagn
aðar á Hótel Sögu, Súlnasal. Mat-
ur verður framreiddur kl. 7, en kl,
8.30 hefst fagnaðurinn. Pétur Pét-
ursson hagfræðingur, formaður fé-
lagsins flytur stutt ávarp. Síðan
verður spumingakeppni milli norð
an og sunnanmanna og þá mjög
óvænt og óvenjulegt skemmtiatriði.
Loks verður dansað til a.m.k. 2
eftir miðnætti.
Stúdenar eldri sem yngri munu
fjölmenna til fagnaðarins, en að-
göngumiðar fást hjá Eymundsen og
við innganginn.
hlíð, sem er glæsilegasta og full
komnasta barnaheimili sem
reist hefur verið hér á landi.
Þá voru einnig í gær undirrit-
aðir samningar milli Bamavina-
félagsins Sumargjafar og
Reykjavíkurborgar um rekstur
dagheimilisins og leikskólans.
Dagheimilið við Grænuhlíð er
byggt eftir teikningu Bárðar
Daníelssonar arkitekts og hóf-
ust byggingarframkvæmdir 1.
mal 1963. Á heimilinu geta dag-
lega verið 70 "böm á aldrinum
3 mán. til 6 ára. Forstöðukona
er Lára Guðmundsdóttir. Heim
ilið hefur hlotið nafnið Hamra
borg. Stórt leiksvæð'i hefur ver-
ið skipulagt við heimilið eftir
teikningu Sigurðar Reynis VI-
hjálmssonar, skrúðgarðaarki-
tekts, og eru þar mörg hentug
leiktæki.
Þá leig'ir Reykjavíkurborg
húsnæði K.F.U.M. og K. við
Holtaveg og hefur Sumargjöf
gefið skólanum nafnið Holta-
borg. Eru nú átta leikskólar í
Reykjavík og geta þeir samtals
tekið á móti 800 bömum. For-
stöðukona skólans er Jóhanna
Bjarnadóttir.
NÝJA ÞYRLAN
SENN TILBÚIN
Samsetningu nýju þyrlu Land-
helgisgæzlunnar miðar vel áfram.
Að vísu kom svolítið stopp
vegna þess að þrjú stykki í skrúfu
útbúnað þyrlunnar vantaði, hafði
gleymzt að senda þau með, en
stykki þessi em nú komin til
landsins og er því ekki fyrirsjáan-
legt annað en að þyrlan verði til-/
búin eftir nokkurra daga vinnu við
hana. Vélin verður að öllu for-
fallalausu tilbú'in þegar eftir páska
Tíðindamenn Vísis fóm út í flug-
skýli Landhelgisgæzlunnar í gær
og tóku þessa mynd, sem hér
birtist. Við vélina eru að vinna
Berghre'inn Þorsteinsson, sem var
erlendis til þess að læra að fara
með þessa þyrlu, og Gunnar Lofts-
son, yfirflugvirki Landhelgisgæzl-
unnar. Eins og myndin sýnir vantar
ekki nema herzlumun'inn á að vél
in sé tilbúin. Athygli skal vakin
á flotholtunum undir vélinni, sem
eru pumpuð upp og gera það að
verkum að hægt er að lenda hvar
sem er.
Fjölskylduheimilið að Skála
við Kaplaskjólsveg er nýjung
hérlendis, en hugmyndin er sú
að þetta heimili verði sem allra
líkast fjölskylduheimili. Böm'in
verða þar þar til þau eru 16 ára
gömul. Forstöðukona er Rósa
Þorsteinsdóttir.
Um þessar mundir er verið
að byggja tvö þarnaheimil'i í
Reykjavík og tveir leikskólar
hafa verið boðnir út í þessum
mánuði. Formaður leikvalla- og
barnavemdarnefndar Reykjavík
ur er Jónas B. Jónsson, fræðslu
stjóri.
Kópavogur
Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur
fund í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðis
húsi Kópavogs. Kosnir verða full-
trúar á Landsþing Sjálfstæðisflokks
ins og sýndar verða fræðslumyndir.
Leitarstöð Hjartaverndar við Lágmúla 9 er í byggingu.
Leitarstöð Hjarta-
verndar er að rísa
Hjartavernd, sem em landsamtök
hjarta- og æðasjúkdómafélaga á ís-
landi hefur fest kaup á húsnæði
fyrir starfsemi sina. Húsnæðið er
í 5. og 6. hæð byggingar, sem enn
hefur ekki verið lokið við að Lág-
múla 9. Hver hæð er tæplega 400
fermetrar og fari allt samkvæmt
vonum verður húsnæðið afhent sam
tökunum næstkomandi haust, en
hluti húsnæðisins verður tekinn i
notkun um næstu áramót.
Ætlunin er að á 6. hæðinni verði
rannsóknarstöð í hjartasjúkdómum
þ.e.a.s. lækningastofur, herbergi fyr
ir-hjartalmurit, röntgendeild, ránn-
sóknarstofur til blóðrannsókna, bið
stofur og fataklefar. Á neðri hæð-
inni verða skrifstofur fyrir rann-
sóknarstöðina og félagssamtökin,
fyrst um sinn verður hluti þessarar
hæðar leigður öðrum.
Þau rannsóknarstörf, sem ætlun-
in er að hér fari fram, eru hóp-
skoðanir á vissum aldursflokkum,
fyrst og fremst körlum, sem harð
ast verða úti í hjartasjúkdómum,
að líkindum á aldrinum 40—60 ára
og konum 50—60 ára.
Auk sérstakrar hjartaskoðunar
verður hér um að ræða almenna
heilsufarsrannsókn, sem ekki er
hvað minnst virði, þegar hægt verð-
ur að snúa sér að þessum rannsókn
um á fólki í dreifbýlinu.
Þessar framkvæmdir eru mögu-
legar vegna hins góða árangurs
fjáröflunarnefndar félagsins, en hún
leitaði til margra einstaklinga, fyr-
irtækja og stofnana og voru undir-
tektir þeirra með ágætum.
Þótt aðalátak félagsins sé eins
og stendur að koma á fót miðstöð
til rannsókna hjarasjúkdóma á ís-
landi í Reykjavík, þá bíða stjómar
Framh. á bls. 6
Þyrlan sett saman í flugskýli Landhelgisgæzlunnar á Reykjavíkurflugvelli