Vísir


Vísir - 30.04.1965, Qupperneq 2

Vísir - 30.04.1965, Qupperneq 2
SÍÐAN Sophia Loren og Ponti geta fengið fimm ára fangelsi Sékuð um fjöðkvæni og þdtttöku í því Sophia Loren, hin fagra í- talska filmdis og maður hennar kvikmyndaframleiðandinn Car- lo Ponti eiga nú á hættu að verða dæmd í 5 ára fangelsi, ef þau tapa máli því sem höfðað hefur verið gegn þeim, en þau eru sökuð um fjölkvæni. Er þetta mál höfðað eftir 8 ára undirbúning og kemur það fyrir rétt í Rómaborg 6. júlí. Orðrómurinn um fjölkvæni hefur verið á reiki allt frá því að þau Ponti og Sophia giftu sig í september 1957 í Mexikó. Ponti hafði fengið lögskilnað þrem árum áður — einnig í Mexikó, frá fyrri konu sinni, hershöfðingjadðtturinni Giulinu Fiastra, en með henni á hann tvö börn, 14 og 16 ára. ítalskir dómstólar hafa að venjum ka- þólskra neitað að veita skilnað Þess vegna líta Italir svo á að Ponti sé giftur tveim konum, þar eð fyrra hjónabandinu sé ekki löglega slitið. Þegar eftir hjónaband þeirra Sophiu og Ponti bárust fjölmarg ar kærur til saksóknara. Margir virtust hafa horn í síðu þeirra. Hundrað kærur bárust á árun- um 1957-1959 frá ýmsum ein- staklingum. í september 1962 tókst þeim að fá ógilt hið mexíkanska hjónaband sitt til að losna við málaferlin og Sophia sagði þá: „Ég elska Carlo, en fréttin um ó gildingu hjónabands okkar er samt bezta frétt sem ég hef fengið." Samt var haldið áfraro að herja á þau hjúin. Itölsk yfir- völd litu svo á að þau hefðu framið afbrot og því bæri að hegna þeim. Ponti sótti nýlega —- og fékk — franskan ríkis- borgararétt, en ítölsk yfirvöld halda enn áfram að telja að honum beri að svara til saka á Italíu fyrir afbrot framin með an hann var enn Itali. Málaferlin hófust þegar í árs byrjun 1962 en rannsókn máls- ins hefur orðið ótrúlega um- fangsmikil. Fari svo að þau Ponti og Lor en verði dæmd sek um fjöl- kvæni geta þau fengið frá árs- fangelsi allt upp í fimm ár, Sophia og Ponti — hamingjusöm en fá ekki náð hjá páfa. Ponti fyrir fjölkvæni og Loren fyrir hlutdeild. Þau hjón'in, því vissulega eru þau hjón og það mjög ham- ingjusöm. eru orðin langþreytt á löndum sínum vegna máls þessa. „Ég á enga ósk heitari en þá að giftast og eiga böm," segir Sophia, en það virðast mörg ljón á veginum að hjóna- band þe'irra Pontis og hennar verði skoðað sem löglegt. alls staðar hægt að koma hon- úm fyrir, en aðeins tveir menn 'rúmast í þessu litla kríl.i Senni- lega verður þessi bíll Vinsæll mjólkurbúðabíll og vinsæll í snatt fyrir húsmæður. Það skal nefnt hér.til dæmis hvað smábíll þessi er handhæg ur í umferð að 'hægt er að snúa honum á 13 feta svæði, en fiestir aðrir bflar nota til þess 33 fet. ☆ ☆ Bíll fyrir „manninn í miðbænum — og mjólkurbúðarb'ill konunnar Myndin sem hér fylgir með er af bíl framtíðarinnar, — bíln um sem leysir vandamál þess sem ekur mest um miðborgina, ekur á vinnustað og heim, eða ekur milli verzlana og fyrir- tækja. Bíllinn er aðeins rúmir tveir metrar á lengd og það er Á bílastæðum ieggja bfln um hvort heldur sem maður vill meðfram gangstéttinni eða með annan hvons er.dann að henni, en það sparei’ sltííjanJéga geysi mikið rúm og Isysir eitt stmrsta vandamál umferðarinnar i heim inum f dag. Breidd bflsins er eitthvað rúmlega 1.80 metrar. Bfllinn er brezkur svo sem sjá má og er fyrirtækið Back- well í Somerset framleiðandi. Talsmaður firmans sagði að það gerði sér góðar vonir um undir tektir almennings ,enda væri hér um lausn á erfiðu vanda- máli að ræða, auk þess sem bíli þessi yrði mjög ódýr. Kári skrifar: Ibúar Dominikanska lýðveld- isins heilsuðu sumri með því að berjast á götum úti, meðan Vopnfirðingar og fleir’i landar vorir ge~-'u skrúðgöngur. Og á Isafirði fóru nýlega þrír piltar í skemmtiferð á bátkríli, en svo fór um sjóferð þá, að bátnum hvolfdi og máttu strákarnir synda til lands um ískaldan sjó inn. En einn þeirra þoldi ekki kuldann, og það varð honum til lffs, að starfsmaður í skipa- smfðastöð hafði nýlega lært blástursaðferð við iífgun úr dauðadái hjá ísfirzkum skátum. Þetta er að verða daglegt brauð, að mannslífum sé bjarg- að með þessari aðferð, og algjör nauðsyn er, að sem flestir kynni sér þessa aðferð. Ég minntist nýlega á, hér í dálk- unum, að Hjálparsveit skáta og Slysavarnarfélagið hafi látið út búa handhægt kort með leið- beiningum um þessa aðferð, og ég vil eindregið hvetja þá, sem enn hafa ekki lært aðferðina, til að hafa samband við Slysa- varnarfélagið, eða einhverja deild þess, fá hjá þeim eintak af kortinu og kynna sér það rækilega, helzt bera það ætið á sér. Hér er að lokum bréf frá „bíógesti“, sem er ekki ánægð- ur með auglýsingamyndir kvik- myndahúsanna. Um það mál geta eðlilega verið skiptar skoð- anir, en ég vildi einnig fá að leggja orð í belg, og fara fram á að auglýsingamyndir verði ein ungis sýndar f hléum. Þegar hvers kyns aukamyndir taka upp undir hálfa klukkustund, þá er fjöldi fólks, sem ekki nennir að sjá þær, og kemur ekki ínn fyrr en 20 mfnútum eftir að sýning á að hefjast, öðr um bíógestum til ama. Auglýsingamyndir. „Það er öðruvísi varið með kvikmyndahúsin íslenzku, en samsvarandi skemmtistaði er- lendis. Meðan þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að geta keppt við sjónvarpið, þá demba íslenzku kvikmyndahús- in yfir gesti sfna þvf, sem hef ur farið verst með erlent sjón- varp, þ.e. auglýsingar. Sýndar eru auglýsingamynd’ir upp í 10 mínútur af sýningartfma og sömu myndirnar sýndar skipti eftir skipti og láta stjómendur kvikmyndahúsanna kvalastun- ur áhorfenda sig engu skipta. heldur halda forhertir áfram að sýna þessar ömurleg- ustu myndir allra mynda. Nú er það svo, að auglýsingamyndir geta verið skemmtilegar og þeir sem hafa komið til Danmerkur þekkja það, að fólk kemur oft heldur fyrr en sýning hefst til þess að sjá auglýsingamyndirn ar, sem í þvf landi eru sýndar áður en hinn raunverulegi sýn- ingartími hefst. Þó heid ég að enginn Dani með einhverri virð ingu fyrir sjálfum sér mundi nokkurn tíma koma fyrir tim- ann til þess að sjá myndir þær, sem íslenzkum kvikmyndahús- gestum er boðið upp á að horfa á í sýningartíma, sem þeir borga fullt verð fyrir. Ekki skal efa að húsin hafa af þessum auglýsingamyndum nokkrar tekjur, sem þau hafa full not fyrir, en vegna hvers geta þau ekki farið eftir sömu kurtei§i og ssmsvsrandi skemmtihfls eFlendis, sð gegti sfna sjálfs ákverða. hvsFt þeir ksera sig ftS hnFfft á þeggar myndir. Það gæti verið áhijgamál gesta, sem og fyrir- tækja þeirra sem auglýsa, þar sem á þann hátt yrði úr því skorið hvaða myndir áhorfend- ur vilja sjá. Ég trúi því ekki að iélegar og leiðinlegar auglýs- ingamyndir geti haft neitt nema nejkvætt f för með sér fyrir við- koroandi fyrirtæki, og þá sér- staklega ef gestir eru neyddir til þess að horfa á þær.“ Bíógestur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.