Vísir - 30.04.1965, Side 5
V í S IR . Föstudaginn 30. apríl 1965.
þingsjá Vísis
bingsjá Vísis
þ i n g s j á V í s
RANNSÓKNIR ÍÞÁGU A TVINNU VEGANNA
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í gær.
Mörg mál vorii á dagskrá
beggja deilda og flest til 2. eða
3 umræðu.
í neðri deild urðu mestar um-
ræður um frv. um rannsóknir i
þágu atvinnuveganna og frv. um
ioðdýrarækt, sem iengi hefur ver-
ið á dagskrá deildarínnar.
í efri deild mælti menntamála-
ráðherra fyrir frv. um mennta-
skóla, en bað er komið frá neðri
de'Id.
P^NNSÓKNIR í ÞÁGU
A '’VINNUVEGA
Benedikt Gröndal mælti i neðri
deild fyrir áliti menntamála-
nefndar á stjórnarfrv. um rann-
sóknir í þágu atvinnuveganna.
Flýtur nefndin allmargar breyt-
ingartillögur við frv. en mælir
að öðru leyti einróma með, að
það verði samþykkt. Frv. þetta
hefur legið fyrir Alþingi síðan
1962 en hefur ekki hlotið af-
greiðslu fyrr en nú, að það virð-
ist ætla að komast í gegnum
þingið.
I áliti menntamálanefndar seg-
ir, að nefndin hafi fjallað ýtar-
lega um frv. og
nefndarmenn séu
sammála um það
meginatriði, að
Alþingi megi ekki
lengur draga að
koma skipulags-
málum vísinda-
rannsókna í betra
horf, ef þjóðinni
eigi nokkurn
tíma að auðnast að færa sér sjálf-
ar rannsóknirnar betur f nyt en
hingað til. Þess vegna er brýn
nauðsyn að afgreiða þetta mál
og dveljast ekki lengur við silki-
húfur, heldur komast að kjarna
málsins.
Höfuðatriði breytingartillagna
nefndarinnar eru þessar:
1. Nefndin leggur til, að fjölg-
að sé f rannsóknaráði úr 17 mönn
um í 21. Leggur hún til. að í
ráðinu sitji 7 alþingismenn, en
ekki 5, og er það í samræmi við
þróun mála á þingi. Virðist og
æskilegt, að rannsóknaráð verði
sá tengiliður milli vísindastofn-
ana og löggjafarþings, sem skap-
aður hefur verið með sérstökum
nefndum í öðrum löndum. Þá er
gert ráð fyrir að forstjórar allra
fimm rannsóknarstofnana eigi
sæti í ráðinu, en var áður gert
ráð fyrir 3 fulltrúum þeirra. Loks
er lagt til, að menntamálaráð-
herra verði formaður rannsókna-
ráðs, og mun það væntanlega
auka vald og virðingu ráðsins.
2. Með breytingu við 4. gr. er
forstjórum rannsóknarstofnan-
anna heimilað að taka sæti í
framkvæmdanefnd ráðsins.
3. Fellt er niður, að fram-
kvæmdastjóri rannsóknaráðs
þurfi að hafa háskólapróf „í raun
vísindum", enda gætu menn
menntaðir f öðrum greinum vel
gegnt því starfi.
4. Sama breytingartillaga er
gerð um stjórnir allra rannsókn-
arstofnananna: einn maður sé
skipaður af ráðherra án tilnefn-
ingar, annar samkvæmt tilnefn-
ingu viðkomandi stofnunar <Fiski-
félags, Búnaðarfélags o. s. frv.)
og hinn þriðji tilnefndur af ráð-
gjafamefnd.
5. Forstjórar stofnananna sknlu.
semja starfsáætianir þeirra og
leggja fyrir stjómir, og þeir skulu
ráða starfsfólk. Er brtt. þessa
efnis gerð um allar stofnanimar.
6. Nefndin leggur til að ráð-
gjafarnefnd skuli vera við allar
rannsóknarstofnanir. Gert er ráð
fyrir að forstjórar stofnananna
eigi sæti í þessum nefndum, en
séu ekki sjálfkjömir formenn
þeirra. Þá er lagt til, að ráð-
herra geti með samþykki stjóma
viðkomandi stofnana fjölgað í
ráðgjafamefndum og veitt nýjum
aðilum sæti í þeim, ef ástæða
þykir til.
7. Með brtt. við 54. gr. er gert
ráð fyrir, að ráðherra ákveði, að
fengnu áliti forstjóra og stjórnar,
deildaskiptingu rannsóknarstofn-
ana og skipi deildarstjóra.
8. í 56. gr. er gert ráð fyrir,
að ríkisstjórnin ráðstafi húseign
Atvinnudeildar háskólans 1 þágu
íslenzkrar vísindastarfsemi. Um
leið og rikið sér rannsóknarstofn-
unum fyrir nýju húsrými, er eðli-
legt, að háskólinn fái þetta hús
til sinna afnota.
9. í brtt. við 57. gr. er gert ráð
fyrir að framkvæmdas jj óri rann-
sóknaráðs kalli forstjóra stofnan-
anna saman til funda til að ræða
sameiginleg málefni.
10. 1 brtt. við 63. gr. er gert
ráð fyrir, að sérfræðingar rann-
sóknarstofnana geti kennt við
Háskóla íslands, og skal skipa
þeim málum með reglugerð.
Sigurvin Einarsson tók næstur
til máls og sagðist vera sam-
þykkur frv I meg
inatriðum en þó
vera á móti tveim
greinum þess þar
sem gert væri ráð
fyrir að lagður
væri á skattur á
iðnfyrirtæki til að
standast straum
af kostnaði við
rannsóknir. Skatt
ur þessi mun nema sem svarar
2 0/00 af kaupgjaldi í nokkrum
iðngreinum.
Einar Olgeirsson
mælti fyrir breyt-
ingartillögu um
að komið verði á
fót sérstakri
tæknistofnun
sjávarútvegsins.
Voru breytingar-
tillögur nefndar-
innar síðan sam-
þykktar og frv.
svo breyttu vísað til 3. umr.
ENN UM LOÐDÝRARÆKT
Þá var fram haldið í neðri deild
2. umr. um frv. um loðdýrarækt
og varð ekki lokið.
Sigurður Ágústsson tók fyrstur
til máls og sagðist vera undr-
andi á þeim umræðum ,sem fram
hefðu farið um frv. Það væri
engu líkara en með þessu frv.
ætti að flytja minka til landsins
í stórum stíl og sleppa þeim síð-
an lausum. En nú væri það stað
reynd, að við íslendingar hefð-
um betri skilyrði til minkaeldis
en flestar aðrar þjóðir og því væri
það illa farið ef frv. yrði ekki
samþykkt á þessu þingi.
Björn Pálsson mælti fyrir breyt
ingartillögu, sem hann flytur við
frv. um að einn maður verði
sendur til útlanda I þeim tilgangi
að kynna sér þessi mál til hlítar,
áður en minkar verði fluttir til
landins. Sagði hann það vera und-
irstöðuatriði, að málið væri
rannsakað áður en út í það væri
lagt.
Jónas Pétursson, en hann er
einn af flutningsmönnum frv. svar
aði nokkrum atriðum sem fram
höfðu komið I ræðum manna og
sagði m.a. að umræðurnar stað
festu það, að hér væri um til-
finningamál að ræða fyrir marga.
Það væri ekki hægt að sanna,
að af þessu yrði fjárhagslegur
ávinningur nema tilraunir yrðu
hafnar. Sjálfsagt væri að gæta
ýtrustu varúðar enda væri hægt
af stað farið í frv.
Benedikt Gröndal sagði, að svar
ið við því, hvernig þetta mundi
reynast væri þegar fengið. Þá
mæltist hann eindregið til að beð
ið yrði eftir umsögn Náttúru-
verndarráðs áður en umræðunni
lyki, því samkv. lögum ætti það
að láta álit sitt i ljós.
Var umræðunni síðan frestað
um sinn, en búast má við að frv.
komi til atkvæðagreiðslu í dag.
Uppsetningar á sfónvarps-
og útvarpsloftnetum
og kerfum í blokkir. Vanir menn. Verð hvergi
hagkvæmara. Uppl. í Frístundabúðinni
Hverfisgötu 59, sími 18722.
Gróðurmold
Mold mokuð á bíla að Álftamýri 1 sunnud. og
næstu daga.
Byggingarfélag verkamanna,
J Reykjavík.
TSL SÖLU
<
2ja herbergja íbúð í I. byggingarflokki. Félags
menn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi
umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stór-
holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn
5. maí n.k.
Stjómin.
Blémabúðin Gleymmérei
Afskorin blóm og póttablóm, fræ og laukar.
Opið til kl. 2 laugardag og sunnudag.
GLEYMMÉREI
Sundlaugavegi 12 . Sími 22851
Bifreiðaeigendur
HAGTRYGGING H.F.
býður yður bifreiðatryggingar samkvæmt
reglum, sem mjög koma til móts við þær
reglur, sem hinir löggiltu endurskoðendur
gömlu tryggingarfélaganna hafa árangurs-
laust ráðlagt félögum þessum. (Sjá grein í
Mbl. 29/4 og Vísi sama dag).
HAGTRYGGING H.F.
Bolholti 4 . Símar 38580 og 38581
jww^vw^wvívav-- ....
þvoið moÖ
Vex vörur-
valdar vörur-
EFNAVERKSMIÐJAN
>
O
z
N
ISLENZKU
FATNAÐUR
I9G5
Þessi fyrirtæki sýna framleiðslu sína:
Andrés Andrésson hf.
Barnafatagerðin sf.
Dúkur hf.
Elgur hf.
Fatagerðin Burkni hf.
Föt hf.
Klæðagerðin Skikkja
Kólibríföt
L. H. MuIIer Fatagerð
Lady hf.
Max hf.
Model Magasín
Prjónastofan Iðunn hf.
Prjónastofan Peysan
Prjónastofa önnu Pórðardóttur hf.
SAVA
Skjólfatagerðin hf.
Sokkaverksmiðjan Eva hf.
Sportver hf.
Últíma hf.
Vinnufatagerð fslands hf.
Vörur sem sýndar eru:
Prjónafatnaður.
Bamafatnaður
Lffstykkjavörur
Skyrtur
Kvenfatnaður
Karlmannafatnaður
Vinnufatnaður
Karlmannafrakkar
Sportfatnaður
Sjóklæði
Úlpur
Viðleguútbúnaður
Vettlingar
Hálsbindi
Nærfatnaður
Sokkar
o. m. fl.
KAUPSTEFNA OG SÝNING I LlDÓ 30. APRlL - 9. MAI
Sýningin
er opin
kl. 15.00 - 22.00
STRÆTISVAGNAIEIÐIR
8-20-22-23