Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 6
6
VÍSIR . Þriðjudagur 11. maí 1965.
Fangahjálpin —
Framh. af bls. 7.
bæði útsvör og ríkisskatta, og hef-
ur þá Verið kyrrsettur hluti af
vinnulaunum þeirra, og haldið eftir
þegar þeir hafa byrjað að vinná. —
Þetta hefur þá verið þeim til svo
mikils baga, að þeir hafa ætlað að
missa kjarkinn og gefast upp í bar-
áttunni fyrir tilveru sinni og hætta
að vinna. — í slíkum tilfellum hefi
ég skrifað borgaryfirvöldunum og
Ríkisskattanefnd, og farið fram á
lempilega borgunarskilmála skuld-
anna, og stundum fulla eftirgjöf
þeirra, þegar sú nauðsyn hefur
borið til. Þessum beiðnum mínum
hefur alltaf verið mætt með mestu
vinsemd, og hefur piltunum orðið
það til mikils hagræðis.
Hið háa Alþingi hefur veitt sömu
upphæð og undanfarin ár til starf-
seminnar, þ.e. 60 þús. kr., sem ber
að þakka, og þá hefur Dómsmála-
ráðuneytið veitt mér sérstaka fyrir-
greiðslu á allan hátt, eins og und-
anfarin ár, sem einnig ber að
þakka.
Á þessum fyrstu 16 starfsárum
Fangahjálparinnar (1949—1965)
hefur hún haft afskipti af málum
1207 manna og afgreitt 3643 mál.
En á árinu 1964 voru afgreiðsl-
umar 753 og málln 417. —
Reykjavík, 1. janúar 1965.
Oscar Clausen.
Togarinn Maí —
Framh. af bls. 16
ég veit ekki hvort ástæða er til
að halda að nú verði aftur sama
gífurlega aflann að fá eins og
um árið, sagði Halldór sem svar
við spumingu um það hvort nú
mætti vænta aftur mokafla þess,
sem Nýfundnalandsmið urðu
fræg af fyrir nokkrum árum.
— Það má segja að við höfum
dottið í lukkupottinn. Við vorum
9 daga á veiðum, en seinustu
'tvo dagana fengum við um 200
tonn. Aflinn var alltaf að glæð-
ast fram á síðasta hal. í sein-
asta hali fengum við stærsta hal
sem ég hef nokkum tíman séð,
eða 22 poka, sem jafngildir 40
tonnum.
Það sém mest stóð á undir lok
in var að koma aflanum niður,
nóttina áður, en við fengum
þetta gífurlega hal, létum við
reka og unnum við að koma
karfanum, er fyllti dekkið milli
lunninga, niður og notuðum við
kúlugafal við það, þar sem allt
of se’inlegt var að nota hand-
stingi eins og vanalegt er.
Á hvaða miðum varstu?
Ég var á Ritjubankanum.
Hann var fyrir nokkmm árum
fullur af karfa, en nú er ekki
afla að fá, nema á einstökum
hryggjum og töluvert vandtogað
þar jafnvel þótt að aldrei rifni
möskvi.
Þú ætlar aftur á Nýfundna-
landsmið þegar búið er að landa
úr skipinu?
Já ætli það ekki. Annars veit
maður það ekki, margt getur
breytzt á skemmri tíma, en tek
ur að landa úr skipinu. Það læt
ur nærri að jafnlangan tíma taki
að landa úr skipinu og tekur að
fá f það. Það er reiknað með að
það taki 5 sólarhringa að landa,
en við vorum 9 sólarhringa að
•3! nSHBI!
fá í það, þó að veiðiferðin hafi
varað lengur eða 19 daga.
Varstu með stærri vörpu en
togararnir eru með almennt?
Já, önnur varpan var stærri,
gerð eftir franskri fyrirmynd og
fengum við töluvert meira í
hana, en hina, sem er af algeng
ustu gerðinni. Maí er yfir 1000
tonn og getur hann því dregið
stærri vörpu, en minni togararn
ir ,en mér finnst það ekki endi
lega aðalatriðið, heldur hitt ,að
við íslendingar verðum að fylgj
ast betur með framförum í tog-
aragerð. Nýtízku skuttogararnir
eru miklu betri veiðiskip, en
síðutogararnir, vegna þess að
þeir eru miklu fljótari með hal
ið, en við með okkar gamaldags
síðutogara. Ég hef verið að veiða
við hliðina á þessum togurum
og hef séð að þeir klára 3 höl
meðan við erum með 2 höl og
miða ég þá við sama togtíma.
Samkvæmt þessu þá nýtist tog
tími þeirra 50% betur og ættu
þeir því að veiða 50% meir.
Auk þess kemur annað til, eins
og það, að þeir geta togað í
verra veðri, mannskapurinn ligg
ur ekki undir ágjöf og annað
þvíumlíkt.
Lokadagur ~
‘ *-ainh -i. If> -Jiði
óhagstæðari en hann er nú, vegna
þess að talsvert rættist úr það af
er maí. Vinnslustöðin hafði 30.4
tekið við 7000 tonnum (12.000 á
sama tíma í fyrra), Fiskiðjan 9971.
6 (10.989.4 t. í fyrra) en í maí tók
hún við 300 lestum til þessa, en
aðeins 100 t. sömu daga í fyrra
og svipað er hjá ísfélagi Vest-
mannaeyja 6356.2 30.4 (7589 í
fyrra), en nú mun aflinn orðinn
svipaður, Hæsti bátur er Leó með
1050 tonn, Stígandi , 1027.5 (84
róðrar), Björg SU 816, Ver 762.9
(7§ róðrar^ 'SæbjöWi ^42.3 (72
róðrar), Kap 667.3 og Glófax'i 653.3
tonn (71 róður). (
Fréttaritari blaðsins á Akranesi
segir vertíð miklu lélegri en í
fyrra, en þá var líka afbragðs afli
Hæstj bátur er Sólfari með nær
1000 tonn, en sá næsthæsti með
550.
LOKADAGUR FYRR OG NÚ
Þar sem vertíð lýkur ekki leng-
ur með lokadegi verða aflafréttir
að berast áfram næstu daga. Áður
fyrr voru lokin bókstaflega bund
in við lokadag, — þá var stritazt
við jafnvel að hre'insa bátana fyrir
hádegi, því að svo skyldi farið og
fengið sér neðan í því, og var oft
mikið drukkið og sukksamt á loka
daginn og um kvöld'ið var dansleik
ur í verstöðvum, en ,,nú er ball á
hveriu kvöldi,“ sagði fréttaritari
blaðsins í einni verstöðinni.
Stefán Jóhann —
Frumhalú at bls. 1.
þess en áður. Þegar ég hverf
héðan sakna ég Danmerkur, en
hverf heim til íslands með gleði.
Blaðamaðurinn spyr hvað
hann vilji segja um handrita-
málið.
— Aðeins það, að ég vona,
að íslendingar fái handritin og
það vona allir Islendingar.
— Er það ekki heiðursspurs-
mál fyrir yður?
— Ef til vill, — en það er
miklu meira. Ég álít allt þetta
—........ t ——
Innilegar þakkir fyrir alla vináttu og samúð okkur
sýnda við fráfall og útför
ÁSMUNDAR EINARSSONAR,
framkv. stj., Grenimel 22
Fyrir hönd vandamanna,
Margrét Kjartansdóttir og synir,
Jakobína Og Einar Ásmundsson.
mái mjög mikilvægt, en það er
líka e,na málið, sem hefur verið
dálítið óþægilegt... en þegar
það er nú verið að binda síð-
asta hnútinn á það, þá held ég
að ekkert verði eftir, sem geti
valdið ágreiningi milli okkar —
sambúð landa okkar er annars
svo góð að það er varla hægt
að hugsa sér hana betri. Ég vil
gjarnan halda tengslum við Dan
mörku. Ég hef sérstök tengsl
við Danmörku eins og við Is-
lendingar teljum okkur norræna
þjóð og vini hinna Norður-
landaþjóðanna.
— Viljið þér ekkert segja
fleira um handritamálið?
— Ja, við skulum sjá. Ég get
ekki sagt annað en það, að ég
held að flutningur handritanna
til íslands hafi ekki slæm áhrif
á vísindin. Það verður ágæt að-
staða til vísindarannsókna á Is-
landi og við vonum að samstarf-
ið um þær rannsóknir geti hald-
ið áfram, jafnvel að það komi
upp friðsamleg samkeppni um,
hver nær beztum árangri. Sjálf-
ur er ég þeirrar skoðunar, að
það muni komast á mjög náið
samstarf. milli háskólanna í
Reykjavík og Kaupmannahöfn
um vfsindastarfið.
Ræða Gunnars —
Framh. at bls. 1
gjöld. Margir væru á því máli að
staðgreiðsla skatta væri hag-
kvæmari en greiðsla eftir á og
aðrar þjóðir væru einnig margar
að fara inn á þá braut að auka
óbeinu skattana, svo sem sölu-
skatt. Ef samanburður er gerður
í þessu efni við önnur lönd kem
ur þó í ljós að beinir skattar
eru tiltölulega lægri hér á landi
en annars staðar. Árið 1964
Þá vék ræðumaður að þvi
hver óheillaþróun hefði átt sér
stað á sviði aðflutningsgjalda
fyrr á árum. Tollar hefðu sífellt
verið hækkaðir þannig að hér á
landi hefðu þeir verið orðnir
einna hæstir f Evrópu. I kjölfar
hinna háu tolla hefði síðan fylgt
ólöglegur innflutningur sem
blómstrað hefði. Þróunin hefði
að undanförnu annars staðar
verið sú að færa niður tolla,
ekki sízt í sambandi við efna-
hagsbandalög álfunnar og þá
braut hefðum við einnig farið.
Væru tollar nú miklum mun
lægri en fyrir sex árum er nú-
verandi stjórn tók við völdum.
30 þúsund nú
tekjuskattlausir
Þá vék ræðumaður að hinum
miklu breytingum á tekjuskatt-
inum sem gerðar hefðu verið í
tíð núverandi stjórnar. Er hún
tók við völdum 1959 voru tekju
skattsgreiðendur í landinu 62.
þús. talsins eða 79% af fram-
teljendum. Við tekjuskattsbreyt
inguna varð tekjuskattur af
þurftartekjum felldur niður.
Lækkaði þá tala tekjuskatts-
greiðenda niður í 15.000 eða að-
eins 19% af öllum framteljend-
um. Síðan hefur þróunin í kaup
gjaldsmálum valdið því að fleiri
greiða nú tekjuskatt sökum
hækkaðra launa. En þó voru
tekjuskattsgreiðendur 1964 ekki
nema 33.000 talsins eða aðeins
um helmingur þeirra, sem skatt
inn greiddu, er ríkisstjórnin tók
við völdum.
Nýjar leiðir
Þá vék ræðumaður að því að
um útsvarsálagninguna gegndi
öðru máli. Hana hefði ríkið eða
alþingi ekki í hendi sér. Hún
væri ákvörðuð af hinum ein-
stöku sveitarfélögum .Áður
hefði álagningin verið nokkuð
af handahófi, lagt á eftir efnum
og ástæðum, en ríkisstjórnin
hefði beitt sér'fyrir breytingu
á því og lögfestingu eins sam-
ræmds útsvarsstiga, sem verið
hefði til ótvíræðra bóta. Þá
hefði hagur sveitarfélaga í fjár-
málum einnig verið bættur með
fleiri tekjustofnum en áður
hefði tíðkazt, en það ætti að
gera þeim kleift að lækka út-
svörin. Og nú væru komnar
fram tillögur um Lánasjóð sveit-
arfélaga frá nefnd, sem fjármála
ráðherra skipaði til þess að und
irbúa það mál.
Þá sagði ræðumaður að marg
ir spyrðu: ef lækka á tolla og
beina skatta hvar á þá að taka
tekjurnar í ríkissjóðinn? Gjald-
heimtan hefði annars staðar ver
ið færð meir og meir í það form
að Ieggja á neyzluskatt á sem
flestum stigum neyzlunnar.
Vaxandi áhugi væri nú á rétt
látu, sanngjörnu skattkerfi, svo-
nefndum verðaukaskatti. Sá
skattur væri greiddur af þeim
verðmætisauka sem yrði á vör-
unni á hverju stigi framleiðslu
og sölu hennar, í stað þess að
greiða aðeins af síðasta stiginu
eins og við hinn íslenzka sölu-
skatt.
Kostir verðaukaskattsins væru
taldir eftirfarandi:
1) Ekki er þar hætta á tvískött-
un.
2) Skattaeftirlitið er auðveldara
þar sem skatturinn er inn-
heimtur stig af stigi.
3) Innheimtunni er dreift á
fleiri aðila, og því verður
skatturinn ekki eins tilfinn-
anlegur fyrir greiðendur.
Líklegt væri talið að Danir
myndu lögfesta þennan skatt hjá
skatt. Væri vissulega æskilegt
að unnt væri að finna kerfi í
skattamálum sem laust væri við
þá annmarka sem núverandi
kerfi bæri. Kvaðst Gunnar Thor-
oddsen því hafa falið ráðuneyt-
isstjóra fjármálaráðuneytisins,
Sigtryggi Klemenzsyni að kanna
mál þetta og rita álitsgjörð um
það.
Stækkuð mynteining
æskileg
hann væri eindregið þeirrar skoð
unar að hagstætt væri og æski
legt fyrir okkur Islendinga að
stækka mynteiningu okkar,
skera núll af krónunni. 1961
hefði hann skipað þrjá embættis
menn í nefnd til þess að athuga
mál þetta og niðurstöður þeirra
hefðu orðið þær að slík breyting
væri æskileg. Við stærri krónu
ykist mjög hagræði £ viðskiptum
smámynt félli alveg niður og
breytingin myndi hafa hagstæð
sálræn áhrif. Myndi mörgum
manninum vissulega þykja gott
til þess að vita að fslenzka krón
an yrði þá verðmesta krónan á
Norðurlöndum.
Hærri framlög til
tryggingamála og skóla
Þá vék Gunnar Thoroddsen
að þeim fullyrðingum stjórnar
andstöðunnar að fjárlögin hefðu
hækkað ár frá ári. Kvað hann
það enga furðu þegar kaup-
gjald í landinu hækkaði jafnt og
þétt. Sannleikurinn væri hins
vegar sá að fjárlögin væri nú
lægra hlutfall af þjóðarfram-
leiðslunni en áður, en við það
yrði auðvitað að miða.
Þá yrðu menn einnig að hafa
það í huga að um helmingur
skattheimtufjárins hyrfi aftur
til borgaranna beint úr ríkissjóði
í einhverri mynd, ýmsum greiðsl
um. Árið 1963 hefðu t.d. 1416
millj. kr. af 2650 verið greiddar
beint til borgaranna aftur. Tveir
þættir fjárlaga hefðu vissulega
hækkað verulega. Það væru
framlögin til almannatrygginga
og skólamála. Frá 1959 hefðu
framlögin til almannatrygginga
hækkað úr 77 millj. kr. í 543
millj. króna, og sýndi það hvern
ig um hag,. borgarann.a væri
hugpað. Til skólabygginga hefði
verið veitt árið 1958 aðeins 14,4
millj. kr. En í ár væri veitt til
þeirra 119,2 millj. kr.
Stuðningur við menntamál og
vísindi væri eitt mesta framtíð-
arverkefni þjóðarinnar. En þó
mættí ekki gleyma því að ekki
skyldi ofbjóða burðarþoli þjóð
félagsins. og þá fyrst og fremst
útflutningsatvjnnuveganna. Það
yrði að byggja á bjargi, en ekk'i
á sandi.
Máli sfnu lauk Gunnar Thor-
oddsen með þvf að biðja bless-
unar landi og lýð í bráð og
Þá gat ræðumaður þess að
lengd.
Stúlkur óskast
Stúlkur, helzt vanar, óskast til starfa í kjör-
búð, allan eða hálfan daginn. Uppl. í síma
12112 kl. 6—7.
Til sængurgjafa
Ný tegund af barnakjólum í glæsileg-
um litum. Fyrir drengi buxur og peys^
ur í settum, stakar peysur með stutt
um og löngum ermum, innigallar í lita
úrvali. Hagstætt verð.
með fafriaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megín - Sími 24975
námu þeir 6,4%i.,ienr;jl-l,8% í
sér innan skamms og Svíar væru
.<ÆeQ'tn4t$ifot'1Wgup. Þáværi og
gfpah^gsbanda-
lagsins myndu lögfesta þennan