Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 11. maí 1965. 5 utlönd í morgun/ v morgun útlönd í morgun utlönd í morgLin REYNT AD SEMJA VID DANI UM FÆREYSKA FÁNANN Reynt er að fá dönsku stjórn ina til að birta yfirlýsingu um færeyska fánann og heimila notkun hans þar sem Færeying- ar koma saman. Stjórnarkreppa kom fyrir m Færeyski fáninn og Færeyjar íbaksýn skemmstu til sögunnar í Fær- eyjum og má búast við nýjum þingkosningum þar á hausti komanda, og bætist þá fána- málið ef til vill við sem kosn- ingamál. Orsök kreppunnar virðist vera, eft'ir dönskum blöðum að dæma, að Þjóðveldisflokkurinn vill róttækari sjálfstjórnar- stefnu en hinir flokkamir í landsstjórninni v'ilja fallast á. Þau segja m.a., að Patursson hafi á eigin spýtur borið fram tillögur um, að Færeyingar skuli krefjast 16 mílna fiskveiði marka, sem komi í stað hinna ársgömlu 12 mílna marka. Hin- um stjórnarflokkunum hafði ei verið tilkynnt um þetta fyrir- fram og hafa ekk'i heldur getað fallist á, að slfk ákvörðun væri tekin. Þess vegna hafi Djurhuus slitið samstarfinu við Þjóðveldisflokk Paturssons Djurhus lögmaður er leiðtogi Fólkaflokksins og stjómarleið- togi. Ennfremur er sagt frá því í blöðum, að færeyski jafnaðar maðurinn, Peter Mohr, sem á sæti í Fólksþinginu danska, ''hafi byrjað samkomulagsumléit anir við rfkisstjórnina um hý- skip'an, sem Mohr telur að draga mundi úr þenslunni f fær eysku þjóðlffi ,en eins og sakir standa sé stjórnarkreppa í Fær eyjum. Þessi kreppa virðist ætla að leiða til aukakosninga til lögþingsins. Þess er að geta, að auk ágreiningsins um stuðn ing við f' kveiðar Færey'inga, er annað mikið mál á döfinni: Sérstök lögþingsnefnd hefur haft til meðferðar víðtækar breytingar á heimastjórnarlög- unum og mundu breytingarnar einnig verða kosningamál — og svo er fánamálið. Mohr vill nú koma því til leiðar, að danska stjórnin birti yfirlýsingu, þess efnis, að hún vilji gera erlendum þjóðum það ljóst, einkanlega í Noreg'i og á íslandi, vegna þess að þar hafi komið til ágreinings út af notkun færeyska fánans, — að færeyska fánann megi draga á stöng hvar sem Færeyingar koma sam- an, einnig fyrir „utan mörk hins danska rikis“ og án þess að danski fáninn blakti við hlið hins færeyska 1 öðru lagi verði gefin út sérstök færeysk frimerki, með sama fyrirkomulagi og póst- stjómin hafi gefið út Græn- landsfrfmerki. Og loks vill Mohr, að Fær- eyjar fái sinn eigin fulltrúa f Norðurlandaráði,. valinn af Lög þinginu. WILSÖN BODAR AUKNAR ORYGG- ISRÁDSTAFANIR VEGNA NJÓSNA Dómar féllu í gær í tveimur njósnamálum f London, en Öryggis ráði var falið rannsókn í þeim fyrir skemmstu. Voru tveir njósn- arar dæmdir, hlaut annar 21 árs fangelsi, en hinn 10. Brezk blöð gerðu það að um- talsefni um seinustu helgi, að stjórn Wilsons væri f þann veginn að gera ráðstafanir til þess að girða fyrir njósnir í landinu, með því að veita Öryggisráðinu heim- ild til þess að hefja rannsóknir þegar er forsætisráðherra telur á- stæðu til, en reglur hafa verið þær, að ráðið tæki ekki til starfa fyrr en búið væri að ákæra menn fyrir meint brot. Ennfremur mun forsætisráðherrann hafa gefið fyrir mæli um að hann verði látinn fylgjast betur með öllu sem gerist og kann að varða öryggi landsins. Öryggisráðið hefur aldréi fyrr ver ið kvatt til rannsóknarstarfa. Það var stofnað í janúar sl. af Sir AI- ec Douglas Home forsætisráðherra Sá njósnarinn, sem hlaut 21 árs Vís is fangelsi, hafði stundað njósnir fyr ir Rússa árum saman og hlotið í þóknun 5000 sterlingspund. Það játaði hann sjálfur fyrir réttinum en hefur sennilega fengið miklu meira. Bossard er 55 ára, vélfræð- ingur í stjórnardeild flug-hermála ráðu eytisins, sem fer með eld- flaugamál. Hinn, Allen, er undir- í STUTTU MÁLI Vorfundur utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins var settur i dag i London af Wilson forsætisráðherra og er þetta í fyrsta sinn i 15 ár, sem fundurinn er haldinn þar. Fund- urinn er haldinn í hinum fræga samkomusal Banqueting Hall i Whitehall, sem byggöur var fyrir þremur öldum. — ítalinn Brosio, frkvstj. bandalagsins, ræddi við fréttamenn í gær og kvað aðalmálin mundu verða Vietnam og Dominikanska lýð- veldið og bað menn líta af sam- úð og skilningi á afstöðu og gerðir Bandaríkjanna i þessum löndum og er þetta skilið sem gagnrýni á de Gaulle Frakk- landsforseta. ► Örygg sráðið kemur saman til framhaldsfundar í dag um Dominikanska lýðveldið. Þar baðst Wessin hersh. lausnar en afturkailaði lausnarbeiðni sina í morgun. — Caamano vill ekki semja vilá Vesturálfurikjanefnd ina nema fulltrúi stjómar hans i Washington fái að sitja fund utanríkisráðherra OAS, en það jafngilti í rauninni viðurkenn- ingu, en í D.R. eru tvær ríkis- stjómir að nafninu og hefur hvorug hlotið viðurkenningu. ► Mikil ormsta geisaði í gær- kvöldi og nótt um bæinn Sobg Be, 110 km. norðaustur af Saig- on. Vietcong hóf sókn til að ná bænum og virðist lið þess hafa brotizt gegnum vamarlinur i fyrstu atrennu, en siðan orðið að hörfa. Manntjón beggja var mikið. — Bandaríkjamenn urðu fyrir manntjóni í orrustunni. — Féllu fimm menn af liði þeirra, en 11 særðust. ^ Hemaðarlega stjómin i Boliviu hefur frestað forseta- og þingkosnlngum, sem fram áttu að fara 31. október n.k. — þar sem ekki sé komin á nægi- leg kyrrð i landinu tll þess að láta „kosningamar fram fara.“ foringi og starfaði í Hermálaskrif- stofunni (War Office). Hann er 33 ára. Hann stundaði það að selja sendiráðum Iraks og Egyptalands hernaðarleg leyndarmál. Fyrir skemmstu var tveim Rúss um vísað úr landi i Kanada vegna tilrauna til njósna. LANDSVIRKJUN Á fundi neðri deildar í gær lá m. a. fyrir frumvarp ríkisstjórn- arinnar um Landsvirkjun. Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu og rakti hinar ýmsu greinar þess og athugasemdir við þær. Skýrði hann svo frá, að sam- kvæmt þessu frumvarpi skyldi Landsvirkjun vera sameign ríkis- ins og Reykjavíkurborgar, en jafn framt myndi eigendum Laxár- virkjunar heimiluð þátttaka, er þeir teldu þörf á. Sogið er nú fullvirkjað og orku þörf innanlands tvöfaldast, að því er áætlað er, á næstu 10 árum, og því mjög brýn þörf á að hefj- ast handa um byggjngu nýrra og stórra orkuvera. Erlendir og inn- lendir sérfræðingar, er unnið hafa að rannsóknum >é þessu sviði hér á landi undanfarin ár telja að þrátt fyrir mögulega erf- iðleika af völdum ísmyndana að vetri til, þá komi virkjun Þjórsár við Búrfell helzt til greina sem næsta stórvirkjun. Er í frumvarp inu gert ráð fyrir að heimila Landsvirkjun að reisa þar allt að 210 þúsund kílówatta raforku ver, en það hefur konvð í ljós. að hagkvæmast muni að reisa virkjun með það fyrir augum að hleypa inn í tandið orkufrekum iðnaði, svo sem alúmíniðju svipað og Norðmenn hafa gert þ i n g s.já V í s i s Ingólfur Jónsson. með góðum árangri. Slík stóriðja mun gera það kleift að reisa svo stóra virkjun, sem aftur á móti framleiðir mun ódýrara rafmagn. Byrjunarkostnaður við svo stóra virkjun er eðlilega mjög hár og gerir frumvarpið ráð fyrir því að heimila ríkisstjórn að ábyrgj- ast lán fyrir Landsvirkjun, að upphæð allt að 1204 milljónum króna. Frumvarpið mælir svo fyrir, að stjórn Landsvirkjunarinnar á- kveði, að fengnum tillögum Efnahagsstofnunarinnar, hverju verði stóriðjufyrirtækin greiði orkuna. Mun verðið miðað við að eðlilegur afrakstur fáist af því fjármagni, er í rekstrinum sé bundið, og að því stefnt, að Lands virkjunin geti lagt hæfilega mik- ið fjármagn fyrir, svo unnt sé að tryggja notendum næga og aukna raforku. Að lokinni ræðu ráðherra tók til máls Einar Ágústsson (F), og taidi hann nauðsyn skjótra að- gerða í þessu máli, því nú þegar lægju fyrir tölur sérfróðra manna um áætlaða raforkuþörf lands- manna í næstu framtíð. Þar á eftir töluðu kommúnist- arnir Lúðvík Jósefsson og Einar Olgeirsson, og voru báðir stór- yrtir. Fullyrti Einar, að Lands- virkjunin væri reist samkvæmt „Parkinsons-lögmálinu", en ekki í þágu fólksins. Kvað hann það hreinasta hneyksli að reyna að koma frumvarpi sem þessu i gegn á síðustu dögum þingsins. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Þvi næst fylgdi raforkumálaráð herra úr hlaði frumvarpi um Lax- árvirkjun. Var því vfsað til 2 umræðu og fjárhagsnefndar. í gærkvöldi fóru svo fram eldhús- dagsumræður fyrri hluti, en síðari hlutinn fer fram í kvöld. Áætlað er, að þinglausnir verði á morg- un, miðvikudag. -K ■ ..ja: '--.lawftttfl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.