Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 11. maí 1965. 15 w| 0% «■ % ÍSBRmiSZMM eftir Marvin Albert,byggð ásamnefndri kvikmynd. Það logaði glatt á arinristinni, þegar hennar hátign, Dala prins- essa, knúði dyra. Sir Charles slökkti Ijósin nema á litlum lampa og opnaði. Hennar hátign gekk inn í stof- una, svipaðist um hálffeimnislega, þegar hún fór úr kápunni, leit þang að sem logaði á lampanum og því næst beindist athygli hennar að tígrisdýrsfeldi sem lá á gólfinu fyrir framan arininn. „Ég gerði mér vist ekki grein fyrir hvað orð ið er áliðið", sagði hún. Sir Charles brosti „ ... svo að þér ætlið ekki að staldra lengi við?“ „Ekki?“ „Þér ráðið því algerlega sjálf, prinsessa. Mér stendur á sama hvenær ég vaki og hvenær ég sef. Það er því eingöngu undir því komið, hvað þér teljið sæmandi." Hún leit kuldalega á hann. „Eru það ekki ávallt forréttindi konunn ar — til að byrja með?“ spurði hún. Hann andvarpaði. „Eigum við nú að taka aftur til við þar, sem frá var horfið?" „Það litur helzt út fyrir það . . . ég biðst afsökunar", sagði hennar hátign. Hann benti henni á hægindið. „Hvers vegna fáið þér yður ekki sæti, látið fara vel um yður, slak ið eiiítið á og fáið yður glas af kampavfni". Hún tók sér sæti. „Ég hef áður sagt yður, að ég bragðaði ekki á- fengi“, sagði hún. „Kampavín getur ekki kallazt áfengi. Sama og ekkert af vínanda — en því meira af vináttuanda", varð Sir Charles að orði. „Það er enn sem fyrr andstætt siðgæðisvitund minni“. Hann brosti, og bros hans var þrungið sakleysi og umburðar- lyndi. „Fjarri sé mér að vilja meiða siðgæðisvitund yðar, prin- sessa. Það var einungis von mín, að kampavínið gæti orðið til þess að bræða ísinn“. Hann settist nálægt henni, en ekki svo nálægt, að hún gæti tek- ið það sem áleitni. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skiptið, sem hann hafði fengizt við konur með ákveðna siðgæðisvitund. En þó var hennar hátign ólík þeim. Hún vakti með honum þær tilfinningar, sem hann kannaðist ekki við og það gerði hann órólegan. Honum var nauðsynlegt að heimsókn henn ar bæri þann árangur, sem hann ætlaðist til — að honum mætti tak ast að vinna trúnað hennar svo að hann gæti fengið að vita hvar Bleiki pardusinn væri geymdur, oj* hvernig hann ætti að komast yfir hann. Enn sem komið var gekk þetta allt samkvæmt áætlun, honum hafði tekizt að vekja áhuga hennar á sjálfum honum, og henni fannst sem hún væri honum að vissu leyti skuldbundin vegna þeirra meiðsla, sem hán hélt að hefði hlotið er hann bjargaði lífi hundsins. Og þar eð hún áleit sig hafa móðgað hann, fann hún sig knúða að bæta fyrir það. Nú reið á því að gera tilfinning- ar hennar eilítið heitari og sterk- ari. Og því var honum bráðnauð- synlegt að láta sér siást yfir þá staðreynd, að hann hafði ekki áður kynnzt jafn seiðfögrum kven- manni, og sú staðreynd vakti með honum sterka löngun til að ná valdi á henni... og ekki nóg með það, heldur vakti hún með honum aðra kennd, sem hann gat ekki skilgreint. Hann varð að beita sjálfan sig valdi, að hjrni hætti að stara; í þessf blámyrku, djúpu augu i>g beina athygli sinni að fyrirætlun- inni. „Þér vitið það, prinsessa, að þér tókuð mig rækilega til bæna í kv'öld. Sálgreming yðar var furðu glögg.“ „En ekki að sama skapi hæ- versk.“ „Nei, það verður víst ekki sagt. Hvað kom yður tii þess arna?“ „Ég var yður gröm,“ viður- kenndi hún. .Hvers vegna?“ Hún brosti. Feimni hennar og tortryggn; var á undanhaldi þrátt fyrir allt. ,.Var það ekki ætlunin að við yrðum vinir?“ spurði hún. „Eða viliið bér fá mig til að gerast miður íiæversk aftur?“ „Ég afber það í þetta skiptið. Hvers vegr.a lögðuð þér fæð á mig?“ „Ég veit það varla- Þér virtust hafa svo ótakmarkað siálfstraust. Kaldhæðnislegur. Einmitt sú mann gerð, sem ég á svo erfitt með að skilja.“ Hann starði í arineldinn, og það var eins og orð hennar kæmu enn sem fvrr ónotalega við hann Hún athugaði vangasvip hans- og henni þótti það undarlegt, e fhann væri í rauninni sá maður, sem fólk vildi telja henni trú um. Hann var svo aðlaðandi og óáleit- inn, og-------— það var einhver göfgi í svip hans. Það var ótrúlegt, að hann bæri þess ekki einhver merki, ef hann lifði því lífi, sem fólk vildi vera láta. Það var Ifkast því sem læsi hann hugsanir hennar, því að nú leit hann til hennar, og augu þeirra maattust. „Það er ekki alltaf mark takandi á yfirborðinu", mælti hann rólega. Svipur 'og framkoma manns er oft einungis gríma, sem hann ber vitandi vits í þeim tilgangi að leyna eiginlegum tilfinningum sínum og hugsunum. Ég hef yður einnig grunaða um að dyljast barmir öllum almenn- ingi.“ Hún tók ekki eftir tvíræðni orða hans. ..Jú, það er víst rétt og satt“, svaraði hún hreinskilnislega. Hann kinkaði kolli og það kom glettnj f svip hans. ,,En þér getið ekki dulizt þannig fvrir mér! þér þurfið ekki að halda það.“ „Víst get ég það“. svaraði hún og hló við. Það var undarlegt ; hve' vel 'hún kunni v.ið, sig, í návist þessa mapns. ,.Svo framarlega sem ég vil ekki sjálf láta neitt uppskátt. þá get. ég það.“ Hann brosti ertnislega. „Þér verðið, fyrir alla muni að skrifta fyrir mér“, sagði hann. Vinir verða að þekkjast. Fáið yður glas af kampavíni, og segið mér hverju þér leynið — hvað það er í raun inni sem gerir, að þér óttiz karl- menn,“ Hún hló enn, en svaraði ekki spurningu hans. „Eins og þér vitið prinsessa, liggur einhvers konar orð á öllum. Það orð sem liggur á mér, er kannski almennara, en það orð, sgm á yður liggur, en engu að sfður hafa biöðin dregið upp ákveðna mynd af yður og grópað hana í huga fólks.“ „Já, það véit ég.“ „Eruð þér það þá?“ „Er ég hvað?“ „Það sem þér eruð kölluð. Mey drottning?" „Ég er ekki drottning." „A-ha ... það er ekki nema hálft svar.“ Hann vitnaði til ummæla, sem birzt höfðu í viðlesnu viku- riti. „Viljasterk, einráð sem drottn ar yfir tíu milljónum manna situr hún í sínum fílabeinsturni... ógift, óspjölluð, ósnertanleg ...“ Nú var það Dala prinsessa, sem starði í eldinn. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé að vissu leyti sönn mynd, dregin upp frá sjónarmiði blaðamanns, sem er neitað um inngöngu í höllina, og þar með sviptur því tækifæri að fá athyglis vert viðtal. En ef þér viljið vita sannleikann, þá er sú mynd ákaf- lega ýkt.“ „Sannleikann umfram allt. Allan sannleikann...“ Án þess að lfta til hans, dró Dala prinsessa sígarettu upp úr opnu skríni á borðinu. Sir Charles kveikti í hjá henni. „Að sjálfsögðu veit ég ýmislegt um yður“. sagði hann. „Ég veit, að þér hafið stundað nám við skóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Og eitthvað hef ég lesið um föður yðar.“ Dala hallaði sér aftur á bak f sætinu, og starði enn í eldinn á arninum. „Ef þér hefðuð þekkt föður minn, munduð þér eflaust skilja mig betur. Har.n var einvald ur, í bókstaflegustu merkingu. Hann var kominn af einvaldskon- ungum í marga ættliöi, og ríkti í anda þeirra. Hann byggði vald sitt fyrst og fremst á sannleika og réttvísi — en úrskurðaði um leið sjálfur hvað væri satt og rétt. Hann unni mér, en var engu að síður vonsvikinn yfir því, að ég skyldi vera dóttir en ekki sonur. Hann stjórnaði þegnum sínum harðri hendi, en gaf mér lítinn, hvítan hest í afmælisgjöf. þegar ég varð fimm ára.“ Sir Charles veitti þvf nána at- hygli hvernig þeir virkisveggir hrundu smátt og smátt, sem hún hafði hlaðið um sig í varnarskyni. Og enn varð hann gripinn þessari undarlegu kennd, sem hann þekkti ekki áður. Hanr> naut þess, að hún ;sýndi honum síaukinn trjinað, og nfj]. var Vað ekki lengúr Bléiki par , Hef opnað nýja hárgreiðslustofu á Frakkaetfg 7 undir nafninu 1 Hárgreiðslustofan ARNA. 1 Síml 19779.___________________1 Hárgreiðslu- ojj snyrtistofa ' STEÍNU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyftai Slmi 2’C16 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda ~i simi 33968. Hárgreiðsf' stofa Ólafar Björnsduttur HÁTIJNI 6. simi 18493. Hársreiðf’ustofan PIROL Grettisgöti. 31, slmi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR G eriimul 9, simi 19218. Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR 1 (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656 Nuddcrefa a sama stað. 1 Dömuhargreiðsla við ailra tiæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötij 11 Vonarstrætis- megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DÍS Á'<»arði 22. sími 3f'!0 dusinn. sem hann hafði f huga, i fvrst fremst. „Faðir minn“ mælti Dala prin- sessa eins og við sjálfa sig, „hafði oft á röngu að standa. En hann miðaði allar sfnar ákvarðanir við vilja föður síns, afa, langafa og allra sinna forfeðra. Þar var aldrei nema um eitt að ræða — það sem verið hafði. Og að hans áliti var það hið eina rétta.” „Og hvað um yður?“ „Ég Var alin upp í þessum anda. En ég hef lfka kynnzt vestrænum venjum og hugsunarhætti. Ég varð þvf beggja blands — elngkon ar öfugkennd þversögn. Og það gðt. ur á stundum reynzt örðugt aft samræma þessar Bfgar.” „Fyrir alla muni, yðar hátign. fáið yður glas af kampavíni. Það er undrameðal við öfgum, ska' ég segja yður.“ Hann skenkti f glös þeirra besgjo. ,.0g það hefur oft lagt grundvöllir.n að einlægri og haldgóðri vináttu.” Dala prinsessa hikaði andartak. Sir Charles horfi á hana með ýktu sakleysi í svip. „Treystið þér mér ekki?“ WB WATCHE7 PKOIATHE JUKIGLE, CHIEF MITI, AS YOU REFUSEg THE GUNS THESE MEN WISHEF URURUS TO USE AGAINST YOUK. HEtSHSORSl X PRAY ALL CHIEFS, SOWEFAY, WILL : voug W/SPOM/ j- ÁSTHILDUR KÆRNESTED^ GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grur 'arsttg 2A Simi 21777 Hárgreiðslustofan 5- Uli vinur, upplýsingarnar, sem við þurfum að fá frá vopnasölun- um þurfum við að fá fljótt. Ég læt þá eftir þér og Ururumönnum til þess að yfirheyra þá og mundu það, til yfirheyrslu en ekki til þess að drepa þá. Ég heilsa ykkur Ururumenn, ég er Uli höfð ingi Bula-landsins er kominn með Tarzan vini mínum til þess að biðja um aðstoð Ururumanna Við höfum tekið til fanga slæma menn, sem vilja ekk’” segja okkur leyndarmál sfn. Við horfðum á það frá skóginum. Miti höfðingi. þegar þú neitaðir vopnunum, sem þessir menn vildu að Ururumenn notuðu gegn nágrönnum sínum. Ég bið þess að einhvern tímann hafi allir höfðingjar sömu vizku og þú. - -d L: ,-iíé. I ■>■■■ imiihii iii iiiiíi HfirTrnríiifffliriiii' iTiwTOíiFiWTr Endurnýjun. gömlu sængurn ar. eigure dún- og fiBurheld vet. æftardúns og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðuir — PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun. Vatnssug ; Simi t8740 (Orfá skrei trá Eaugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.