Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 16
VÍSIR
Lokadagar vertíðarinaar
Léleg verfíð fyrir sunnan og vesfnn en dgæt d Breiðnfirdi
Þriðfudagur II. maí 1965
Feogum 22 poka í seioasta hali
Ungur hufnfirzkur skipstjóri kemur
með einn mestu uflu, sem fengizt
hefur í íslenzkun toguru
Togarinn Mai að sigla inn fullfermdur með 470 tonn.
1 gærmorgun lagðist togari
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar að
bryggju f Hafnarfirði með einn
mesta afla, sem íslenzkur togari
hefur fengið, eða um 470 tonn..
Skipstjórinn í veiðiferðinni var
Halldór Halldórsson, ungur hafn
firzkur sjómaður, en eins og aðr
ir hafnfirzkir sjómenn þekkist
hann helzt undir nafni móður
sinnar og er kailaður Dóri
Emelíu. Tíðindamaður Vísis fór
suður í Hafnarfjörð til þess að
óska honum til hamingju mað
aflann, sem allt var karfi feng-
inn á Nýfundnalandsmiðum, en
eins og alkunnugt er hafa karfa
veiðar verið nokkuð stopular við
Nýfundnaland undanfarin ár.
— Það kemur oft uppgripaafli
á vorin við Nýfundnaland, svo
í dag, 11. maí, er lokadagur
vertíðar á Suðurlandi. Vertíð
hefir verið léleg sunnan og vest-
anlands, en ágæt á Breiðafirði
og Vestfjörðum.
Bátar hafa verið að taka upp net
. að undanfömu, en ekki mun vertíð
ljúka hér syðra að minnsta kosti
fyrr en um miðjan mánuð. í Reykja
vík hættu 16—18 netabátar í gær
og nokkrir voru hættir áður og
hafa ef til vill sumir hætt fyrr en
ella vegna vonar um síldveiði. Á
Akranesi vom 4 bátar með net úti
í m.orgun, en í Eyjum voru engir
bátar úti vegna storms og brælu
Yfir Stevenson standa Þórður Kristjánsson byggingameistari og|
Sigurður Magnússon blaðafulltrúi.
Fyrsti „gesturinn" í Leftleiðuhótelið
Kornungur og heldur „blank
ur“ háskólastúdent frá Kaliforn-
íu var fyrsti hótel„gestur“ Loft
leiðahótelsins á Reykjavíkurflug
velli. Ungi maðurinn, Stevenson
að nafni, kom í gærkvöldi með
Loftleiðaflugvél frá Evrópu og
hefur verið á ferðalagi um S-
Evrópu í 3 mánuði og er nú á
heimleið og fer vestur um haf í
kvöld með Loftleiðavél.
Hann lét fyrir berast í hálf-
byggðu Loftleiðahótelinu úti á
flugvelli í mildri vornóttinni á
Islandi og svaf á hörðu stein-
gólfi í svefnpoka sínum. Eftir
rúmt ár er áætlað að á þessum
-■’ma ;tað verði komin uppbúin
rúm í hótelinu og það byrjað
að starfa af fullum krafti. Og
kannski á stúdentinn eftir að
búa í þessu hóteli sem velefn-
aður og menntaður maður. Hver
veit?
á miðum f gær og í morgun. Veð-
ur var batnandi f morgun.
Á Vestfjörðum bárust á land í
apríl 12.000 lestir, en á sama tíma
í fyrra 9770. Gæftir voru einmuna
góðar í mánuðinum.
Heildarafli frá áramótum á
fjörðum nam 30.395 lestum, en var
á sama tíma í fyrra 28.339 lestir.
Vertíðin hin bezta sem komið hef-
r.
Aflahæsti bátur frá áramótum er
Helga Guðmundsdóttir, Patreks-
firði með 1427 lestir.
Fréttaritari blaðsins í Vest-
mannaeyjum segir, að vertíð muni
reynast svipuð og í fyrra, þó.héld
ur 'lakari. '1 aprlllok var saman-j
burður við landaðan afla í fyrra
Framh. á bls. 6
Haiidúr Haiiaorsson skipstjöri og Heigi G. Þórðarson um borð í Maí.
NÝJAR MJÓLKURUMBÚÐ-
IROGMJÓLK SEND HEIM
Mjólkumeytendur á Akur-
eyri eiga nú þess kost að kaupa
mjólk í nýjum umbúðum, sem
mjólkursamlagið þar hefur ný-
lega sett á markaðinn.
Hér er um að ræða kassa, er
taka 10 lítra af mjólk. Inni í
hverjum kassa er plastpoki og
er mjóll-lnni dælt í plastpokann
en á öðrum enda pokans er
krani, sem nær út úr kassan-
um. Umbúðir þessar eru amer-
ískar að uppruna og henta
mjög vel til geymslu í ísskáp.
Á mjólkin að geymast auðveld
lega í kæliskáp a.m.k. í viku.
Þegar umbúðirnar hafa verið
tæmd ' er þeim fleygt.
Þá hefur mjólkursamlagið tek
ið upp nýja þjónustu við neyt-
endur. Getur fólk átt þess kost
að fá mjólk senda heim í þess-
um kösum, en mjólkuriítrinn
er 20 aurum dýrari heimfluttur.
Að sögn fréttaritara Vísis á
Akureyri seldust 1 daginn 230
kassár af mjólk og ríkir mikil
ánægja meðal neytenda bæði
hvað nýju umbúðimar snertir
og einnig um þá þjónustu sem
boðin er varðandi heimsend-
;ngu á mjólk.
ÉT
Utvarps-
umræður
I kvöld fara aftur fram eldhús-
dagsumræður á Alþingi og verður
þeim útvarpað. Ræðumenn Sjálf-
stæðisflokksins verða ráðherrarnir
Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson
og Magnús Jónsson. Hefjast um-
ræðurnar kl. 20.
Sumarnámskeið
fyrir enskukennara
Sumarnámskeið fyrir enskukenn
ara frá Norðurlöndum verður hald
ið í Luther College, Decorah. Iowa,
Bandaríkjunum dagana 28. júnf til
31. júlí 1965. Fyrir milligöngu
American-Scandinavian Foundation
verða íslenzkum kennurum veittir
tveir styrkir, sem nægja munu fyrir
uppihaldi og skólagjöldum. Einnig
er líklegt, að ferðastyrkir verði
veittir. Umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu Islenzk-ameríska félags-
ins, Austurstræti 17, 4. hæð á venju
legum skrifstofutíma. Umsóknir
skulu hafa borizt eigi sfðar en 15.
þ.m. Nánari upplýsingar fást í síma
38432 milli kl. 7 og 8 síðdegis.
Einn af yngri borgurum Akureyrar fær sér mjólk úr nýju umbúðunum.