Vísir - 11.05.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 11. maí 1965.
9
Styttíng vinnutímans verður megin-
uppistaða nýs júní-samkomuiags
Ég vil fpvst bjóða velkominn í
stjómarsess hinn nýja fjármála-
ráðherra, Magnús Jónsson. Hann
er löngu þjóðkunnur fyrir góða
vitsmuni, mikla starfsorku og ein
staka samvinnulipurð. Vegna ó-
líkra viðhorfa hafa menn að sjálf
sögðu ólíkar skoðanir á honum
sem stjórnmálamanni, en um á-
gæta hæfileika hans efast enginn.
Jafnframt vil ég þakka fyrrv.
hæstv. fjármálaráðherra Gunnari
Thoroddsen ekki einungis fyrir
ánægjulegt samstarf innan ríkis-
stjómarinnar og samvinnu okkar
fyrr og síðar heldur og öll þau
störf, sem hann hefur unnið í
alþjóðarþágu Hann hefur nú val-
ið sér nýtt verksvið, eftir að hafa
i rúm 18 ár látlaust gegnt tveim
einhverjum ábyrgðarmestu og erf
iðustu stöðum, og tvímælalaust
þeim argsömustu í íslenzku
stjómmálalífi. Hann hefur lengi
notið og nýtur enn óskoraðs
trausts okkar samflokksmanna
sinna, þó að við höfum orðið að
beygja okkur fyrir ákvörðun hans
um tilbreytingu í starfi. Um
stjómmálaathafnir hans er og hef
ur verið deilt eins og okkar allra,
ea um vinsældir hans ljúka allir
upp einum munni og veit ég, að
þingheimur allur óskar honum
velfarnaðar í hans nýja starfi.
Þá vil ég óska einum mikilsvirt
asta j|,gtjóiTí‘”"ndstæðingnum,
háttv. þingman ýarli Kristjáns
syni, inriilegavtil hamingju með
sjötugsafmæli hans, sem er í dag.
Karl er einn þeirra, sem ánægja
er að hafa samskipti við og þó
áreiðanlega meiri ánægja að hafa
með sér en á móti vegna orð-
heppni hans og mikillar mála-
fyigju-
Stöðugleiki
í stjórnarháttum.
Núverandi stjórnarflokkar hafa
í nær 51/2 ár óslitið farið saman
með stjórn landsins. Þrátt fyrir
þau mannaskipti, sem tímans
straumur hefur haft í för með
sér má þess vegna segja, að
lúverandi stjórn hafi setið að
'öldum nokkuð á sjötta ár. Er
lað mun lengri órofinn stjórnar
'erill en áður þekkist frá því
sjálfstæðið var endurheimt. Rík-
isstjórnir hafa sjaldnast setið hér
lengur en 2 — 3 ár og þá oftast
slitnað upp úr með ósköpum
Sá stöðugleiki, sem skapazt hef
ur í stjórnarháttum á Islandi með
samvinnu Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, er þess vegna alger
nýlunda. Hann er því athyglis-
verðari sem fyrir fáum stjórnum
hefur verið spáð verr en viðreisn
arstjórninni í fyrstu. Mönnum er
enn í fersku minni öll sú ógæfa.
sem viðreisnarstefnan átti að
leiða til. Spáð var móðurharðind-
um af manna völdum, atvinnu-
leysi mörg þúsund manna, stöðn
un í framkvæmdum, að hnir ríku
yrðu ríkari oi fátækir fátæk-
ari, svo að einungis fá dæmi um
allan ófarnaðinn séu nefnd. Hver
er nú dómur reynslunnar eftir
þessi 5Í4 ár?
Nú á dögum eru framfarir oft
miðaðar við vöxt þjóðartekna. Hér
eru fullnægjandi skýrslur um þær
ekki til lengur aftur í tímann
en frá 1945 og síðan. Út af fyrir
sig er það og ærinn tími til sam-
anburðar. Stríðsárin voru með
öllu ósambærileg vegna sérstakra
aðstæðna og áratugurinn næst-
ur á undan, milli 1930 og ’40,
mesti blómatími Framsóknar, var
örðugasti áratugur fyrir allan al-
menning á þessari öld. Þá hvíldi
atvinnuleysi eins og mara yfir
þúsundum manna í kaupstöðum
og kauptúnum landsins og bænd
ur héldust við með kreppulánum,
þeir sem ekki flosnuðu upp og
Ientu í atvinnuleysingja-hópnum
á mölinni. Það er því lítil frægð
að bera framfarir nú saman við
hörmungarnar þá.
Á síðustu 20 árum hafa hins
vegar allir fjórir flokkar á víxl
tekið þátt í ríkisstjórn í mismun-
andi samtökum, allir þurft að una
við sætt og súrt, blítt og strítt,
eins og verða vill á meðan þeir
voru við völd. Vegna fábreytni
atvinnuvega okkar og þó einkum
útflutningsins og þar með hversu
við erum háðir veðurfari, afla-
brögðum og verðlagi á einni vöru
tegund, þá er skiljanlegt, að meiri
sveiflur séu á þjóðartekjum okk-
ar en flestra eða allra annarra.
Einmitt þess vegna er okkur höf-
uð-nauðsyn að fá fleiri og stöð-
ugri atvinnuvegi eins og nú er
stefnt að með Búrfellsvirkjun og
stóriðju. Hin mikla og mjög trufl
andi óvissa kemur glögglega í
ljós, þegar þróunin á þessu 20 ára
tímabili frá 1945 til 1964 er skoð
uð. Þar eru snöggar breytingar.
stundum fram á . við en einnig
afleitir afturkippir. Meðalvöxtur
þjóðartekna á ári á þessu tíma-
bili er 1.9% á mann. Á tímabilinu
frá 1945 til 1960 var hann þó
einungis 0,9% árlega á mann, og
má segja, að vöxturinn smá auk
ist eftir því sem á tímabilið líð
ur, því að frá árinu 1956 til 1958
var hann 3.5% árlega á mann.
Eftir að áhrifa viðreisnarinnar fór
að gæta verður greinilega meiri
kraftur og stöðugleiki í vextinum.
Á tímabilinu frá árinu 1961 til
1964 var meðalvöxturinn á mann
árlega 6,1% eða nærri tvöfalt
meiri en að meðaltali var frá
árinu 1956 til 1958 Ekki væri
sanngjarnt að þakka þá breyt-
vinnuleysL Staðbundnir erfiðleik-
ar eins og af hafísnum nú óhag-
stæðu veðurfari eða aflaskorti,
hafa að vísu sums staðar valdið at
vinnuskorti um sinn. Endalaust
má deila um, hvort brugðið hafi
verið við af nægum röskleika til
að bæta úr þeim örðugleikum. Ef
svo er ekki einhvers staðar, þá er
að reyna að ráða bót á því. Er
það því auðveldara vegna hinnar
almennu velsældar, sem í landinu
ríkir. Vestfjarða-áætlunin er nú
þegar vel á veg komin og lánsfé
Bjarni Benediktsson
ý lEnnia íorPástisráðherra.j i
sg’tsid öe kbscJ Ifc ttthníidxod
tryggt til byrjunarframkvæmda
hennar. Þá hefur ríkisstjórnin og
í undirbúningi löggjöf um fram-
kvæmdir strjálbýlisins, sem komi
í stað atvinnubótasjóðs og mundi
verða honum miklu öflugri.
En er það þá rétt, að almenn
velsæld ríki meðal landsmanna?
Því er oft haldið fram, að verka-
lýðurinn hafi ekki fengið sinn
hluta af vaxandi þjóðartekjum. Nú
er það auðvitað svo, að vaxandi
þjóðartekjur koma meðal annars
af því, að lagt er i nýjan kostn-
að. Þekking, ný tækni og ný
tæki, sem stórauka afla, fást að
sjálfsögðu ekki kostnaðarlaust.
Ræða Bjarna Benedskfssonar
herra við útvfrpsumræður í
ingu, sem auðsjáanlega hefur orð
ið, eingöngu stjórnarháttum. Afla
brögð, veðurfar, verðlag, aukin
tækni og þekking á göngu fisk'
stofna hafa öl! sín áhrif, sem
sjálfsagt er að viðurkenna. En
jafn ósanngjarnt væri að neita að
áhrif skynsamlegrar stjórnar efna
-hagsmálanna hafa haft sitt að
segja A. m. k. fær ekki með
neinu móti staðizt það, sem hátt
virtir stjórnarandstæðingar hafa
stöðugt haldið fram, að stjórnar
stefnan leiddi til stöðnunar allra
framfara Óhagganlegar tölur
sanna allt annað. Vöxtur þjóðar
tekna og þar með eðlilegar fram
farir hafa verið örari en nokkru
sinni fyrr og meiri en hinir bjart
sýnustu þorðu að vona.
Hlutskipti launþegans
fylgir '''jóðartekjunum.
Sama er um fullyrðingamar um
atvinnuleysi. í heild þjáir okkur
nú vinnuaflsskortur en ekki at-
Þess vegna mætti vel færa rök að
því að slíkt hlyti að hafa ein-
hver áhrif á skiptingu þjóðartekri
anna svo að hlutur verkalýðsins
yrði fyrir þá sök minni en áður
miðað við heildina, þótt hann
færi vaxandi í sjálfu sér. En hef-
ur raunin orðið sú, að verkalýð-
urinn hafi verið afskiptur í hlut-
deild vaxandi velmegunar á sið-
ustu árum, svo að sú hlutdeild sé
nú minni en áður var?
Um þetta hefur verið gerð ítar
leg rannsókn hjá Efnahagsstofn-
uninni og árangur hennar birtur
í 13. hefti ritsins „Or þjóðarbú-
skapnum“, sem út kom í febrúar
1964, og veit ég ekki til þess, að
riiðurstö” . hennar hafi verið vé-
fengdar, hvað þá að þeim hafi
verið hnekkt. Þar eru tekin ti!
athugunar atvinnutekjur kvæntra
verka-, sjó- og iðnaðarmanna og
hlutdeild þeirra í þjóðartekjunum
á tímabilinu 1948 — 1962 og er þá
byggt á úrtaksathugunum á frum
tölum þessara stétta. Miðað er
við þær tekjur, sem raunverulega
var aflað, en ekki sjálfa kauptaxt
ana. Nú hafa framhaldsathuganir
á sama grundvelli verið gerðar
fyrir árið 1963 og ’64 og eldri töl
ur jafnframt endurskoðaðar í sam
ræmi við síðustu endurskoðun
þjóðhagsreikninga. Niðurstaðan
af athugunum, sem birtar voru
1964, er sú, eins og í greininni
stendur, að á árabilinu 1948 til
1962 hafi f höfuðdráttum hlut-
skipti launþega fylgt þróun þjóð
artekna. Athuganir á árunum
1963 og 1964 leiða til hins sama.
Ef talan 100 er miðuð við árið
1948, fyrsta árið, sem gögn eru
til um, þá var hlutfallið árin 1963
og ’64 bæði árin 98,8, sem er
mjög svipuð tala eins og t. d. á
árunum 1957 og 1958.
Um þennan samanburð er þess
að gæta að hér er hvorki tekið
tillit til opinberra starfsmanna
né kvenna. Kaup beggja þessara
starfshópa hefur hinsvegar hækk-
að mun meira en annarra laun-
þega og benda því þaú gögn, sem '
fyrir hendi eru, ótvírætt til þess,
að launþegar hafi hin síðari ár
fyllilega haldið sínum hlut í vexti
þjóðartekna. Þá vek ég aftur at-
hygli á því, að hér er um að ræða
raunverulegar tekjur, sem m. a.
fást fyrir langan vinnutíma, en
ekki kaupmátt tímakaups.
i ?egir athþgun
Ssvokölluðum ráðstöfunartekjum,
« en þaér öftt'reikngðar sMoj áð'ífrá'f-'
tekjum eru drengnir beinir skatt-
ar til ríkis- og sveitarfélaga en
með þeim taldir beinar greiðsl-
ur frá þessum aðilum, svo sem
fjölskyldubætur. Frá því árið
1948 var þetta hlutfall ráðstöfun
artekna til þjóðartekna hagstæð-
ast árið 1960 en óhagstæðast árið
1957 og aðeins litlu skárra árið
1958. Árið 1964 var það 95,2 mið
að við 100 árið 1948 en komst nið
ur í 90,6 árið 1957.
Árið 1964 var það nokkru óhag
stæðara en næsta ár á undan. Á-
stæðan til þess er ekki sú að
skattar á lágtekjum hafi verið
hærri árið 1964 en áður, því að
forsætisrúð-
gærkveldi
svo var ekki, enda urðu þessir
skattaliðir til þess að lækka visi-
töluna sumarið 1964 en ekki
hækka. Sú skattahækkun, sem
um hefur verið talað, spratt af
því, að margar stéttir, einkum
með hærri miðlungstekjur og há
tekjur, hækkuðu mjög í tekjum á
árinu 1963. Háum tekjum hafa
lengi fylgt hlutfallslega hærri
skattar en af Iágtekjum og hefur
það hingað til verið talið sjálf-
sagt sanngirnismál. Fyrir þessu
verða menn að gera sér grein, þó
að það sé eitt vitni um stórbætt-
an efnahag í landinu, að nú verða
hlutfallslega miklu fleiri en áður
fyrir þessari stighækkun hinna
beinu skatta. En um hæð skatt-
anna í heild verður að segja, að
á meðan þeir eru að hundraðstali
lægri en þeir voru áður fyrr, t.d.
á valdadögum Framsóknar þegar
menn höfðu þó minni raunveru-
legar tekjur til að greiða skatta
af, og skattarnir eru einnig lægri
hér en í nágrannalöndum okkar,
þá höfum við sannarlega ekki á-
stæðu til að kvarta undan skött
um hér á landi. Að minnsta kosti
ekki þeir, sem er það alvörumál,
að byggð eigi að haldast við um
Iand allt og íslands að halda sjálf
stæði, því að hvorugt þetta verð
ur gert, nema það kosti okkur
hlutfallslega meira en aðrar miklu
mannfleiri þjóðir.
Vísitalan verður
endurskoðuð.
Af því, sem nú hefur verið
sagt, sést, að þegar litið er á þró
un, hvort heldur atvinnutekna
eða ráðstöfunartekna kvæntra
verka- sjó- og iðnaðarmanna í
landinu, þá hafa’þeir haldið sín-
um hlut hinn síðari ár í þjóðar-
tekjunum og sizt verið á þá geng
ið, t. d. miðað við það, sem var á
árunum 1957 og 1958, hinum
gullna tíma vinstri stjómarinnar.
En hvað um kaupmátt tfma-
kaupsins? Fær það staðizt, sem
iðulega er haldið fram, að honum
fari síhrakandi? Er það rétt, sem
segir í ávarpi fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavik hinn 1.
maí s.l.:
„Almenn hækkun verðlags og
stórauknar álögur skatta og út-
svars valda því, að júnísamkomu
lagið hefur ekki náð tilgangi sin
um og að rauntekjur varkafólks
á tímaeiningu hefur enn rýrnað".
Nauðsynlegt er að menn 'átti
sig til hlítar á því, hvort þessi
fullyrðing fær staðizt. Ef hún er
rétt, þá er skiljanleg, að menn
verði ófúsir til að gera að nýju
svipað samkomulag og gert var í
júní í fyrra. En ef fullyrðingin
byggist á misskilningi, þá horfir
málið allt öðruvísi við.
Þegar talað er um það, að kaup
máttur tímakaups hafi rýmað hin
síðari ár, er oft vitnað til lægsta
taxta Dagsbrúnar og sagt, að
kaupmáttur hans hafi farið
minnkandi, þrátt fyrir hækkað
kaup í krónum. Þessi samanburð
ur er raunar ærið hæpinn, því að
I. taxti Dagsbrúnar nær nú til
einungis fárra verkamanna, mið
að við það sem áður var. Flestir
verkamenn eru nú komnir f aðra
flokka og hafa fengið hlutfalls-
lega meiri hækkanir. Enn meira
máli skiptir, að í þessum útreikn
ingum er oftast miðað við neyzlu
vöruvísitöluna. En hún er aðeins
hluti vísitölu framfærslukostnað-
ar, sem verkalýðsfélögin sjálf
hafa samið um að skuli leggja
til grundvallar kaupgreiðsluvísi-
tölunni. Á s.l. sumri óskaði rikis
stjórnin mjög eftir því, að þessi
vísitala framfærslukostnaðar yrði
tekin upp til endurskoðunar og
endurskoðun lokið hið bráðasta.
Óhætt er að segja, að verkalýðs-
félögin hafa ekki verið sérstaklega
fýsandi að endurskoðunin færi
fram, þó að þau settu sig ekki
á móti henni. Hvað sem um það
er, þá er það víst, að um fram-
færsluvísitöluna hefur verið sam
ið af sjálfri verklýðshreyfingunni,
og aðrir fremur en fulltrúar henn
ar hafa talið hana ófullnægjandi
mælikvarði. Enn er á það að líta,
að sá tími, sem valinn er og
sagt að kaupmættinum hafi
hnignað frá, er yfirleitt villandi,
þvi að þá var ekki um fastan
varanlegan kaupmátt að ræða
heldur einungis bráðabirgðaá-
stand af alveg sérstökum ástæð-
um. Framh. á bls. 4