Vísir - 12.05.1965, Side 4

Vísir - 12.05.1965, Side 4
4 V í S I R . Miðvikudagur 12. maí 1965. STEF OG TILBRIGÐI um sýningu Jéhunnesur og Vultýs í Listumunnuskólunum Það er haft eftir Stravinsky að hann teldi tónskáldið Vivaldi hafa skrifað sama konsertinn 200 sinn- um. Ég vildi helzt bæta við: sem betur fer fyrir okkur hina sem höfum yndi af verkum Vivaldis og njótum þar að auki þessa algjöra músikalska forms er kallast stef og tilbrigði. Tiibrigði um stef mætti einnig kalla sýningu Jóhannesar og Val- týs, sem nú stendur yfir í Lista- mannaskálanum. Jóhannes sýnir þar 17 og Valtýr 50 olíumálverk. Strax við fyrstu sýn varð mér ljóst að myndir Jóhannesar eru tilbrigði um sérkennilegt stef, sem einhvern veginn hefur náð valdi á huga listamannsins. Stefi þessu verður að vfsu ekki lýst með orðum nema á mjög ófullkominn hátt: Tveir svartir fletir eru á myndinni, annar þeirra stingur sér að ofan niður á mitt myndsviðið, hinn kemur að neðan og stundum bætist hinn þriðji við og stefnir á hina tvo frá hægri rönd myndarinnar. Þessi ískyggilegu og þungu form skilja eftir sín á milli lítið autt svæði: gróðrablett ilmandi og skærra lita, hvítt, gult og eldrautt. Mér verður vist ekki leyft að segja meira um þetta stef .Hjá þvl verð ur þö,þkj<i komizt að það veki með áhorfandanum viss hugtengsl: hið vex þvottalögur léttari uppþvottur Iéttara skap glaðværa líf sjálft sem er aðþrengt af ógnundi völdum. Kannski ætti ég bara að tala um „andstæður". Hvernig sem því er varið, Jó- hannes breytir þessu mótívi með myndrænni rökvísi og hnitmiðaðri hagsýni. Með því að skipta um að- eins fáein atriði fær hann ný Qg skemmtileg tilbrigði (. . „skrifar sama konsertinn 200 sinnum“!) Mér fannst einkar athygl'isvert og sannfærandi hvernig hann dvel- ur þolinmóður við verkefnið og gef ur sér tóm til að kryfja sömu frjóu hugmyndina til mergjar í einu atriði er ég þó ósammála Jóhannesi og á ég hér við nafngift ir hans. Ég verð að viðurkenna að ég fylltist leiða er ég — eftir að hafa skoðað myndir með hrifningu — las nöfn þeirra f myndskránni. Hvernig getur það verið að til- brigði af mynd nr. 9 „gustur" heiti allt í einu „Við Stapann“? (nr. 3). Ætli nöfnin hafi verið valin af I hendingu, eftir á, og ekki mefi | sömu nákvæmni sem einkennir vinnubrögð Jóhannesar? Ég vík að þessu seinna. Valtýr sýnir — eins og áður var getið — 50 myndir. Verk hans Valtýr Pétursson og Jóhannes Jóhannesson á sýningunni mætti einnig kalla tilbrigði um stef, þó f dálítið öðruvísi merk ingu. Valtýr á fullt í fangi að halda velli á móti hinni ströngu mynd- byggingu Jóhannesar. Mér finnst að hann hefði átt að takmarka tölu verka sinna og velja betur úr þeim þá hefði aðalstefið í list hans komið skýrara í ljös. Valtýr leggur rækt við (mér ligg ur við að segja: lætur sér nægja) að setja saman litasamhljóma, en laglínunni eða teikningunni er lftill gaumur gefinn. Þó tekst honum í sínum beztu myndum að vekja með okkur glaðværð, hugljúf og hýr geðhrif og hugtengsl. Þessi aðferð, að styðjast við fiöktandi hugtengsl virðist mér einkenna list Valtýs að miklu leyti Þó hefur mér alltaf fundizt að hann hafi varðveitt nokk I uð af náttúralisma og að sum af | verkum hans séu dulbúnar lands lagsmyndir, „intérieurs" og kyrr- stöðumyndir. Ef taka á nafngiftir hans alvarltga t.d. 36. Rauðaborg, gróandi, hraun- glóð o.fl. þá benda þær í sömu átt. Hvernig á að skilja að jafnhlýleg mynd og nr. 37 ber nafnið „Kúlú- súk“ og nr. 38 „rok“? Þó að nafngiftir Valtýs virðist af ofangreindum ástæðum vera frek ar á rökum reistar en hjá Jóhannesi gætir hér að mínum dómi sama vandamáls: skáldskapar sem stend ur í litlu sambandi við myndina. Mér segir myndin sjálf alltaf miklu meira þegar hún talar sínu máli, flytur mér persónulegri og þýðingarmeiri boðskap en hin ögr- andi ónákvæmni tilviljunarkenndra nafna. Spyrja mætti: Er ástæða til að taka þetta aukaatriði svo alvar lega? Ég fann svarið hjá Konfútse: „Ef orðavalið er ónákvæmt þá er það sem sagt er, ekki það sem hugs að (málað!) var. Ef það sem mælt er tjáir ekki það sem hugsað var, þá heppnast ekki verkin. Ef verkin heppnast ekki dafnast hvorki sið- gæði né listir . . . Fær réttlætið ekki staðizt, fái hún ekki staðizt, veit þjóðin ekki á hverju hún á að byggja. Þess vegna: Varizt gáleysi í orð um“. Burtséð frá þessu „aukaatriði“ fannt mér sýning Jóhannesar og Valtýs mjög fróðleg og eftirtektar verð. Stef og tilbrigði sem sýnd eru höfð sterk áhrif á mig, meira en „nöfn fá lýst“! Margar myndir eru mér minnisstæðar eins og lag- lína sem hefur gripið hug manns. Kurt Zier. “"TrtbbouJ TriciiH .nii-jh'i lljjnu iigbi1 Jtí!- .luauJ'nd ar Síldarútvegsmenn athugið! Atlasverksmiðjurnar í Kaupmannahöfn fram leiða skelísvélar sem hægt er að staðsetja um borð í skipum og nota sjó til ísfram- leiðslunnar, sérlega hentugar í síldarflutn- inga. Gefum allar frekari upplýsingar HAMAR H.F. . Sími 22123 — 6 línur Veiðimenn („Cabin criuser“) sportbátur til sölu, 17 feta langur með mjög vandaðri innréttingu, 2 kojur með Dunlopsessum, handlaug, fata- skáp, siglingaljósum, 25 ha. Gale utanborðs- mótor, rafrnagnsgangsetningu, ryðfrítt stál á öllum brúnum, trailer með spilhemlum o.s.frv. ÁGÚST JÓNSSON, sími 17642 Laugavegi 19, 3. hæð. Tækifæriskuup ALLT Á AÐ SELJAST baTaleigan^ BAKKAGERftl 13 • SiMAR 34750 & 33412 Seljum næstu daga bólstruð stálliúsgögn. Eins og: Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 og 4 stólar (bak) sett (innbrennt) .......................... kr. 2.300.00 Eldhúsborð 120x70 eða 60x100, fallegt mynstur — 895.00 Bakstólar .................................... - 375.00 Kollar, bólstraðir - aðeins ................. — 100.00 Allt vandaðar og góðar vörur. Athugið, að við erum að hætta og gefum þetta einstakalega lága verð, sem er allt að helmingi lægra en búðarverð. — Sendum heim, Þér getið fengið vörurnar heim með yður strax. — Ath. að þetta stendur stuttan tíma. Stólhúsgagnabólstrun Alfabrekku v/ Suðurlandsbraut

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.