Vísir


Vísir - 12.05.1965, Qupperneq 16

Vísir - 12.05.1965, Qupperneq 16
af Arlis komnir Miðvikudagur 12. maí 1965 Arlismenn á flugvallarhótelinu í morgun. til Kefíavíkur Langar að fara úr ísnum í eldinn, þ.e. af Arlis í Surtsey ísbrjóturinn Edisto kom til Kefla vfkur í morgun kl. 7,30 með vfs- indamenn og aðstoðarmenn þeirra af fsjakanum Arlis II., sem nú hefur verið yfirgefinn og sveimar einmana um og stefnir í norðvestur og sveigir sennilega fyrir suður- odda Grænlands og norður með landinu. Blaðamaður og ljósmyndari frá Vfsi hittu þá að máli mennina af Edisto í morgun á Keflavíkurflug- velli. Þeir eru 17 talsins mennimir, sem voru á jakanum nú slðast, menn ýmissa vísindagreina, haf- fræði, veðurfræði, fiskifræði, og auk þess ýmsir aðstoðarmenn þeirra. Þrír þessara manna hafa verið á jakanum síðan 1961 að at- huganir hófust þar. Að vísu hafa þeir skroppið heim til Bandaríkj- anna í stutt leyfi en vistin á jak- anum er orðin löng og ströng. Strax og commander D. Nicker- son skipstjóri á Edisto hinum stolta ísbrjót Banarikjaflota hafði kastað út akkemm á ytri höfninni í Keflavík tóku þyrlurnar að fljúga út á skipið til að flytja vistimar á land. Var flogið með þær á Kefla- víkurflugvöll þar sem tekið var á móti þeim skammt frá flugvallar hótelinu. Einnig flugu Arlis-menn með þyrlu til vallarins. Nickerson skipstjóri sagði blaða- manni að ferðin út á Arlis hefði verið ströng ferð. En skipið komst ekki alveg að jakanum, og þyrlur fluttu vfsindatæki og annað minni háttar um borð í skipið alls um 20 þús pund. Einnig vom sleðar not- aðir í því skyni. Var veridnu lokið á sunnudagskvöld og þá lagt af stað út úr hinum mikla lagnaðaris sem umlykur Arlis II. Lenti skipið í geysimiklum stormi, sem reyndar varð hjálplegur, því ísinn gliðnaði og ágæt læna myndaðist fyrir Ed- sto til að s’igla út á opið haf. Það Framh. á bls. 6 LANDSVIRKJUN AÐ LÖGUM J gær var samþykkt á Alþingl sem lög frumvarp ríkisstjórnarinnar um Landsvirkjun í Þjórsá við Búr- fell. í hinum nýju lögum er gert ráð fyrir því að reist skuli allt að 210 þús. kw. raforkuver við Búr- fell á næstu árum. Það mun kosta um 1700 millj. að varaaflsstöövum meðtöldum, en þær em taldar nauð synlegar vegna ísreks í ánni. Vænt- anlega mun Alþjóðabankinn í Was- hington lána til virkjunarfram- kvæmda þessara, en ráðgert er, að hluti raforkunnar um 60% verði seldur alumínbræðslu Svisslend- inga, ef samningar takast. 40% raf orkunnar verður þá notað til innan landsnota. Landsvirkjunin verður sameign rikisins og Reykjavikurborgar. Tekur Landsvirkjunin formlega við í sumar öllum eignum Sogsvirkjun arinnar og vatnsréttindum í ám á Suðurlandi. Síðar geta Norðlend- ingar gengið til eignaraðildar að Landsvirkjun með Laxárstöðvar sfn ar. Við meðferð málslns á þingi bar stjómarandstaðan fram ýmsar breytingartillögur, m.a. um að ekki yrðu virkjuð nema 70 þús. kw og aðelns tll nota fyrir íslendinga sjáifa. Breytingartillögur við fmm varpið vom allar felldar. Þyrla flýgur upp frá Edisto með tæki visindamannanna. Ætiaði að strjúka úr landi í gær barst lögreglunni f Reykja j hafði út af Keflarvíkurflugvell’i þá vfk beiðrii frá lögreglunni á um morguninn og hafði í hyggju Keflavíkurflugvelli um að leita að strjúka úr landi. Hafði hann uppi amerískan sjóliða, sem stolizt I farið út óeinkennisklæddur. Beiðni 700skólamenn á móti hér i sumar Fjölmennasta norræna mótið, sem haldið hefur verið hér ú landi Á milli 600-700 kennarar og aðrir þátttakendur vfðsvegar að af Norðurlöndum koma hingað á Norræna skólamótið, sem hald ið verður hér dagana 22.-24. júlí Verður þetta fjölmennasta nor- ræna mótið, sem haldið hefur verið hér á landi til þessa. Þátttakendur frá hinum Norð- urlöndunum hafa Jeigt skip, er tekur um 370 farþega, og er það þegar fullsk’ipað. Aðrir þátttakendur koma flestir með leiguflugvélum. Ferðaskrifstofa rfkisins mun annast útvegun á gist’ingu í samráði við fulltrúa undirbúningsnefndar. Þeir þátt- takendur sem koma með skip- inu munu búa um borð. Á sfðasta skólamót'inu, sem haldið var í Kaupmannahöfn 1961 var samþykkt að halda næsta mót, hið 19. f Reykjavfk. Er þetta fyrsta skólamótið, sem haldið verður hér á landi'. Fyrsta skólamótið, fyrir öll Norðurlönd var haldið í Gauta borg árið 1870. Frá þeim tfma hafa þessi mót verið haldin til skiptis á Norðurlöndum, oftast í höfuðborg viðkomandi lands, með nokkurra ára milli- bili. í framtíðinni er ætunin að halda þessi mót á fimm ára fresti. Norrænu skólamót’in fjalla um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni á sviði skóla- og uppeldismála, allt frá barnafræðslu upp f háskóla. Viðfangsefni skólamóts’ins hér verður: Þróun í uppeldi og kerinslu á Norðurlöndum. Alls munu um 30 erindi verða flutt sem fjalla m.a. um skyldu- námsskóla, menntaskóla og menntun kennara. Á dagskrá mótsins verða ennfremur við- ræðufundir og 1 rökræður að loknum framsöguerindum. Að móti loknu verður gefið út rit með framsöguerindum og öðru þvf helzta, sem fram kemur á mótinu. Af erlendu fyrirlesur- unum má geta Helge Sivertsen, menntamálaráðherra Noregs, K. Gro-Nielsen, kennaraskóla- rektor Danmörku, Jónas Orr- íng, fræðslumálastjóra Svíþjóð og Martti Takala, prófessor, rektor Finnlandi. Af íslands hálfu flytja aðalerindi: prófess- or dr. phil. Matthías Jónasson, Helgi Elfasson, fræðslumála- stjóri, dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri og Magnús Gíslason fil. lic., námsstjóri. Undirbúningur að skólamót- inu hér hófst fyrir tveim árum og var skipuð átján manna undirbúningsnefnd tilnefnd af Menntamálaráðuneytinu, Rvíkur Sambandi fsl. barnakennara, Landssambandi framhaldsskóla kennara og félagi menntaskóla- kennara, með fulltrúum þessara aðila. Form. nefndarinnar er Helgi Elíasson, fræðslumálastj. Væntir undirbúningsnefndin Framh. ð bls. 6 þessi kom til íslenzku lögreghmnar á flugvell’inum frá amerísku her- lögreglunni. Eftir nokkra eftir- grennslan fannst sjóliðinn f húsi einu hér í borg og var hann geymd ur á Iögreglustöðinrii þar til her- lögreglan kom og sótti hann. Sem kunnugt er, er liðhlaup með allra alvarlegustu brotum f hernum. Surtur byrjur uftur með fuilum krufti Vestmannaeyjum f morgun. Menn voru famir að halda, að Surtur væri að hætta sfnu gosi, þar sem hann lá heldur lágt niðri um helgina og þang að til í gær. En í morgun var hann aftur farinn af stað af fullum krafti. Sést héðan úr Eyjum mikill gufumökkur sem stendur upp af rönd eyjunnar, þar sem hraunið rennur til sjáv ar. Ber það vott um að mikið hraunrennsli sé áfram úr eld- fjallinu. ASKRIFTARSmi VISIS ER 1-16-61 VÍSIR ER ODÝRASTA DAGDLAÐIÐ í ÁSKRIFT — KOSTAR 80 [ZR. Á NIÁNUDI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.