Vísir


Vísir - 14.05.1965, Qupperneq 1

Vísir - 14.05.1965, Qupperneq 1
í dag er hinn „opinberi“ komudagur kríunnar. í hugum almennings kemur krían ævin- lega þennan sama dag og Reykvikingar halda jafnvel aí> hún beini fluginu rakleiðis í hólmann á Reykjavíkurtjöm, enda hefur hann verið tekinn frá, sérstaklega fyrir kríuna, af girtur þannig, að álftirnar geti ekki lagt hólmann undir sig. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis, Bragi Guðmundsson, £ gær með aðdráttarlinsu og stækkaði myndina slðan mikið Krían sést hér steypa sér inn á hólmann, en það er eins og álftin lfti öfundaraugum á litla fuglinn, sem nýtur þess- ara iríiklu forréttinda. Fróðir menn um fuglamál sögðu í morgun, að hún hefði komið snemma í þessum mán- uði og sézt víða úti við strönd- ina eftir sitt erfiða flug yfir hafið frá löndunum v'ið Suður- skaut jarðar. Og fyrir nokkrum dögum byrjaði krían land- nám sitt í hólmanum. Hún hef ur þvf verið á undan áætlun í þetta skipti Fyrir enda borðsins við gluggana em, talið frá vinstri: Jón Bergs, Benedikt Gröndal, Guðmundur Vilhjálms- son, Ingvar Vilhjálmsson, Indriði Pálsson^ Kjartan Thors og Björgvin Sigurðsson. Formaður Vinnuveitendasam- bands islands, Kjartan Thors, setti í gær aðalfund sambandsins á Hótel Sögu. Bauð hann fundar- menn velkomna og minntist Eiías- ar Þorsteinssonar, sem var einn stjórnarmanna og lézt nýlega. Vott uðu fundarmenn hinum látna virð- ingu með því að rísa úr sætum. Framkvæmdastjóri Vinnuveit endasambandsins, Björgvin Sig- urðsson, flutti skýrslu sfðasta starfsárs og endurskoðaða reikn- inga og var hvort tveggja sam- þykkt. Fór síðan fram stjórnarkosning, en alls eru 39 manns f stjórn sam- bandsins. Kosnar voru fastar starfsnefndir fundarins. Þingið kom aftur saman fyrir hádegi í dag og hófu nefndir þá að skila áliti sfnu. SKIPSTJÓRI HAFBI í HÓTUNUM OG ÓGNAÐIMEÐ RAKETTUB YSSU Skipstjórinn á Aiderskot, Leslie Cumby. Frá fréttamanni Vísis, Valdimar Jóhannessyni, sem staddur er á Norð- fh-ðL Eitt það alvarlegasta, sem komið hefur fram við réttar- höldin hér yfir brezka skip- stjöranum Lesiie Cumby, er það, að hann tók um skeið fram rakettubyssu og ógnaði varðskipsmönnum, sem voru í stjómklefanum, með henni. Þegar skipstjórinn var spurð ur um þetta atvik fyrir rétt- inum, sagði hann að þetta hefði aðeins verið „practical joke“ eða í glettni gert. Skammbyssu beitt Skipstjórinn og stýrimaður hans Leonard Kurz er var skip stjóri á öðrum togara fyrir nokkrum mánuðum og var þá líka dæmdur fyrir landhelgis- brot á ísafirði, höfðu báðir í frammi hótanir og margháttað- an mótþróa og auk þess gáfu þeir skipshöfninni fyrirmæli um að safnast að stjórnklefanum vopnaðir með barefli og axir. Átti 1. stýrimaður Höskuldur Skarphéðinsson engra kosta völ annarra en að taka skammbyssu sína úr sliðrum til að verja sig gegn yfirvofandi árás skipshafn ar. 30 togarar í hóp Hér verður nú rakið nokkuð það helzta sem kom fram við réttarhöldin sem hófust kl. 5 síðdegis. Fyrst er að segja frá þvf að Guðmundur Kjærnested skipherra skýrði frá þvf að Þór hefði komið þama að um 30 brezkum togurum sem voru á togveiðum. Hefðu þeir allir verið á hraðri leið út og gæti það bent til þess að hópurinn hefði verið að veiðum innan landhelgi. En þegar Þór kom að mældist honum svo til að tveir togaranna væru enn innan landhelgi. Ætl- aði hann að ná f þá báða, en annar þeirra komst inn í togara þvöguna. Varð þá að láta nægja að snúa sér að hinu skipinu, sem var togarinn Aldershot. Meitilför sjást á togvírum Nú ber mest f milli hjá varð- skipsmönnum og hinum brezka íogaraskipstjóra, hvort hann hafi verið að veiðum. Varðskips menn halda því fram að hann hafi verið með vörpuna úti en höggvið hana af sér. Skipstjór- inn segist ekki hafa verið á veiðum þarna, heldur hafi hann fyrir löngu verið búinn að missa vörpuna út, þegar hann var á veiðum við Langanes. Framh. á bls. 6 Þrír íslenzkir varðskipsmenn í stjórnklefa togarans. Myndin var tekin á hafi úti, þegar verið var að sigla togaranum til lands.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.