Vísir - 18.05.1965, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Þriðjudagur 18. maí 1965.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIK
Ritstjóri- Gunnar G Schram
Aðstoðarritstiórr Axel Thorsteinsor.
Fréttastjórar- Jónas Kristjánssor
Þorsteinn Ö Thorarenser
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstiæti 3
Askriftargjald er 80 kr á mánuði
í lausasðlu 7 kr eint. - Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiáia Visis - Edda h.f
Island og austrið
jjndanfarna daga hefur staðið yfir ráðherrafundur
Atlantshafsbandalagsins í London. Nokkuð hefur á
undanförnum mánuðum verið um það ritað, að inn-
an bandalagsins séu vaxandi deilur og misklíð. Á
Lundúnafundinum hefur komið í ljós, að fjarri fer þvi
að sá ágreiningur muni hafa þau áhrif að vamarsam-
vinnan rofni. Hún hefur á undanförnum árum marg- '
sannað gildi sitt og mikilvægi og henni verður haldið
áfram. Hins vegar dylst engum að viðhorfin hafa
mjög breytzt í varnarmálum álfunnar á þeim einum
og hálfa áratug, sem bandalagið hefur starfað. Tíma-
bil Stalinismans um austanverða álfuna er löngu
liðið undir lok. Nýtt kjarnorkuveldi hefur risið í
' ★
'P'áa hluti hafa íslendingar
dýrkað meira um dagana
en sauðskepnuna, ef frá er talið
snæri við sjávarsíðuna. Það sem
þessi skepna gat aflað með haró
fylgi sínu af náttúru landsins
skildi oft milli lífs og dauða
meginþorra þjóðarinnar. Þessi
lífsbarátta manns og skepnu i
landinu hefur sett sin spor á
það, að minnsta kosti er landið
ekki lengur viði vaxið milli fjalls
og fjöru. Ff litið er á nágrenn:
Reykjavíkur getur hver maður,
sem meðalgreind hefur og vill
leita staðreynda, séð hve hroða
leg eyðilegging landsins er. Það
mun viðurkennt af þeim, sem
sérfróðir eru í lestri bóka náttúr
unnar, að þessu hafi valdið hin
miskunnnarlausa ofbeit sauð-
fjár um aldir. Þar er frumor-
sökin. Síðan hafa vindar lands-
ins veitt harða atgöngu hverju
smáu sári, sem myndaðist, og
eyðingin magnazt unz ekki er
Kína og innbyrðis deilur Sovétríkjanna og flokks-
bræðra þeirra í Peking stórlega magnazt. Því munu
flestir á einu máli um það, að ekki stafi slík hætta
af ásókn Sovétríkjanna í Evrópu sem áður var, eftir
þau breyttu valdahlutföll. En Atlantshafsbandalagið
hefur áfram sínu hlutverki að gegna sem .lö,§Jseglu-
sveitir friðarins í álfunni, allt, þar tiT samkomulag
næst milli vestrænna landa og Sovétríkjanna, hve-
nær sem sá dagur kann að renna upp. Við íslend-
ingar hljótum, sem aðrar nágrannaþjóðir okkar, að
vona að þess verði ekki langt að bíða.
J>egar á þessar staðreyndir er litið er hin óbreytta
barátta íslenzkra kommúnista og þjóðvarnarmanna
allfurðuleg. Það er eins og þeir hyggi, að árið 1949
sé ekki enn á enda runnið. Sömu gömlu slagorðin
hljóma úr ræðustólunum, sömu gömlu lummurnar
má lesa i blöðum þessara flokka um utanríkismál.
Það veit þó hvert mannsbarn á íslandi, að ekkert land
í veröldinni er varnarlaust í dag. Hver íslenzkur skóla
piltur veit hvers virði hlutleysið var okkur og öðrum
smáþjóðum í síðustu styrjöld. Og fram hjá fæstum
mun það hafa farið, að þjóðir Austur-Evrópu hafa
einnig með sér voldugt varnarbandalag, Varsjár-
bandalagið. Telja fæstir það neitt afbrot né hvöt til
stríðsæsinga. Það sem mest á ríður í utanríkismál-
um er að lægja deilur og stríðsæsingar þjóða og
heimshluta í milli, auka gagnkvæm kynni og reyna
þannig að bera klæði á vopnin. Þess vegna getum
við íslendingar fagnað því að nú aukast mjög ferða-
lög milli Austur- og Vestur-Evrópu og við getum
með eigin augum séð hvert ástandið er í austurhluta
álfunnar. Járntjaldið er rofið, en þó því miður að
mestu fyrir einhliða umferð. Enn búa þjóðir Austur-
Evrópu við takmarkað frelsi og mannréttindi, þótt
mjög hafi þar færzt í rétta átt síðustu árin. Við ís-
lendingar hljótum að vona að hin friðsamlega þróun
i málefnum álfunnar haldi áfram og við eigum fram-
tið okkar undir því að þjóðir hennar berist ekki á
banaspjótum í þriðja sinn á einum og sama manns-
aldrinum.
eftir nema urð og grjót eins og
í dag.
-O-
Fyrri tíðar mönnum er vork-
unn. Hnípin þjóð í vanda hafði
ekki í önnur hús að venda.
myndarleg átök til þess að
reyna að bæta landinu aftur
eitthvað af skuld forfeðranna,
nú, þegar þeir tímar eru upp
runnir, að sitthvað fleira má sér
til bjargar gera, en lifa hirðingja
lifi.
-O-
Vart er þó að búast við, eij
að hið aldalanga samlíf við sauð
skepnuna setji sitt mark á fólk
ið og kemur það jafnvel fram í
hugsun sumra manna, að hún er
sem lfkust því, sem maður gæti
ímyndað sér að sauðkindin hugs
aði. Þessi hópur manna hefur
svo ríka hjarðhvöt, að þrátt fyr-
ir það, að þeir álíta sér betur
borgið hér í Reykjavík, þá geta
þeir ekki án samfélags við sauð
kindur verið. Síðan renna þeir
saman í hnapp og upphefja,
ekki jarm, heldur þrumuraust
og lýsa öll átök og athuganir
meðborgara sinna plat og ó-
mark. Nú skorti beitilönd fyrir
blessaðar skjáturnar, og hvar
er það nærtækara en i sjálfri
Heiðmörk, friðlandi Reykvík-
inga. Þar sé upp sprottinn hinn
ákjósanlegasti akur fyrir sauð-
fé bæjarins sem mun vera um
5000 að tölu. Þeir lýsa þvi yfir
að í Heiðmörk og annars staðar
á Reykjan.skaga geti engin skóg
rækt þrifizt og nær sé að láta
rollumar um landið. Þessir
menn hafa einnig fundið út af
speki sinni. sem ég vildi nefna
sauðspeki, að það séu „fáránleg
ar tillögur að leggja niður elzta
þátt landbúnaðar hérlendis, þ
e. sauðfjárrækt I heilum byggð-
arlögum þar sem jafnvel er ekki
hægt að koma við annars konar
búrekstri“. Það er þáttur út af
fyrir sig hvert erindi búrekstur
á i landi Reykjavíkur. Sömuleið
is hvort kofar sauðspekinga inn
í Blesugróf teljast bú. Alla
vega finnst mér vera lítil bæjai
prýði af öllum umgangi þar. En
það er ekki mergurinn málsins.
Hann er sá að í landi Heiðmerk-
Skógrækt i Heiðmörk.
SAUÐI
ur hefur gróið upp betra land
innan girðingar en utan hennar.
Þetta viðurkenna sauðfjárspek-
ingar einnig og því renna þeir
hýru auga til landsins. En þar
hefur vaxið fleira en grasið eitt.
Það gQtur j/enjulegt fólk, sann-
f®ETíg/Öjn rtíeð .ejnnf gjainnJE J
dagsgöngu um Heiðmork. Síðan
er lærdómsríkt að gera sér ferð
að horfa á holtin sunnan við
Hafnarfjörð. Tveggj metra há
rofabörð á hæstu hnjúkum eru
þögul minnismerki óblíðrar lífs
baráttu Þjóðarinnar um dimmar
aldir. Bráðum eru þau horfin
og eftir eru melarnir einir. Þrátt
fyrir það, að „ein pissa úr sauð
kindinni bæti landinu margfalt
það sem hún tók af því“ eins
og einn sauðspekingurinn orð-
aði það, þá hefur þetta orðið.
Það er löngu komið í eindaga
fyrir okkur íbúa Reykjavíkur að
reyna að bjarga því litla. sem
eftir er. Fyrsta skrefið ætti að
vera það, að sauðfjáreigendum
sé gert að eiga, rækta og girða
það beitiland sem þeir þurfa fyr-
ir sauði sína. Þeim til upplýs-
ingar, þá bendi ég þeim á, að
við sem engar kindurnar eigum,
við eigum jafnmikið í afréttin-
um eins og þeir. Og við erum
áreiðanlega fleiri að höfðatölu,
en þeir, sem viljum að landið sé
heldur bætt en nítt. Og því eig-
um við lýðræðislegan rétt á,
að þið sauðfjáreigendur spiilið
að minnsa kosti ekki okkar
hluta af landinu.
-O-
Sem ungur sveinn var ég við
gróðursetningarstörf í Heið-
mörk. Ég ætlg ekk| að gera mér
upp það, að þar háfi ég unnið
af neinum hugsjðnaelöi slíkt
hefur vist aldamótakynslóðin
patent á. Sannast mála mun, að
mér hafi gengið fégirnd til, eins
og kannski er eðlilegt um skóla
stráka. En hinu neita ég ekki,
að ég hafi haft af lúmskt gaman
æ síðan að fylgjast með þessum
„afkvæmum mínum“. Og ég get
ekki betur séð, hvaða samþykkt
ir sem sauðspekingar gera um
hið gagnstæða, að þau þroskist
og dafni á eðlilegan hátt. Ég
ætlast ekki til þess að þau verði
að nytjaskógi í minni tíð. En
hins vænti ég að einhverjum á
seinni kynslóðum þyki þau betri
en engin, þegar þau kasta löng-
um skugga yfir skammsýni for
feðranna.
-O-
Persónulega vil ég opna Heið
mörkina fyrir sauðkindum með
því einu skilyrði, að sauðspek-
ingar fylgi með eigum sínum
innfyrir og síðan sé gerð þar
utanum sú girðing, sem leysi
aðrar girðingar af hólmi.
Halldór Jónsson. verkfræðingur
ERLENDAR FRETTIR
í STUTTU MÁLI
'f' Bandaríska liðið í Dominik-
anska lýðveldinu færði í gær út
mörk öryggisbeltisins í Santo
Domingo, svo að franska sendi-
ráðið er nú innan þess. Var
þetta gert að beiðni Frakka
sjálfra.
'f' Ráðherrafundi NATO lauk
sólarhring fyrr en ætlað var, eft
ir að Dean Rusk hafði flutt grein
argerð um stefnu Bandarikjanna
en öll aðildarikin aðhyllast hana
að Frakklandi undanteknu. Ein-
ing ríkti um önnur mál.
'f' Adlai Stevenson segir núver
andi stjórn Suður Vietnam hina
traustustu, sem þar hafi verið
um all langt skeið.
'#' Sir Alec Douglas Home fyrr
verandi forsætisráðherra og leið
togi stjórnarandstöðunnar hefir
birt greinargerð þar sem þvi er
haldið fram fyrir hönd íhalds-
flokksins, að efnahagslega sé
ekki réttlætanlegt á nokkurn
hátt að þjóðnýta stáliðnaðinn.