Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 8
Q V í S I R . Miðvikudagur 2. júní 1965. VISIR Utgetandi: Blaðaútgáfan VtSIR Ritstjðrt: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jðnas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. ð mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ifnur) Prentsmiðja Vlsis - Edda h.f Kauphækkanir þjóðviljinn kallar það skammsýni og þrjózku hjá atvinnurekendum, að fallast ekki möglunarlaust á kauphækkani'r. Rök blaðsins eru einkum þau, að „eftirsókn eftir vinnuafli sé mjög mikil, og menn leiti beinlínis burt frá þeim vinnustöðum þar sem kaupið sé lágt“, og þeir, sem ætla að halda mönnum í vinnu, verði að yfirborga þeim. Þetta má rétt vera, a. m. k. er það víst, að tilfinnanlegur skortur er á vinnuafli í flestum greinum. En heldur ritstjóri Þjóðviljans að kauphækkanir mundu leysa þann vanda? Ekki fjölg- ar hinum vinnandi höndum þótt greitt sé hærra kaup, þegar allir vinnufærir menn eru þegar í störfum. Gerum ráð fyrir, að fallizt yrði á þá „lausn“ Þjóð- viljans, að hækka kaupið og stytta jafnframt vinnu- tímann, eins og líka er krafizt. Halda ritstjórar Þjóð- viljans að yfirborganir væru þar með úr sögunni? Atvinnurekendur vita vel, að svo yrði ekki. Þeir KRISnÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI •:L \L iU in. Það er líka harla undarleg kenning hjá Þjóðvilj- anum, að stytting vinnutímans mundi draga úr eftir- vinnu. Staðreyndin er sú, að menn verða oft að láta vinna í eftirvinnu störf, sem ekki þola bið og vegna þess, að ekki er hægt að fá nógu margt fólk í dag- vinnu. Og dettur ritstjórum Þjóðviljans í hug, að verkamenn mundu hrinda hendinni á móti eftirvinnu, þótt þeir fengju einhverjar kauphækkanir? íslenzkir verkamenn eru yfirleitt vinnufúsir og neita ógjarnan vinnu, þegar þeim býðst hún. Auk þess eru margir þeirra gæddir svo mikilli ábyrgðartilfinningu, að þeir telja sér skylt að leggja hönd að verki, þegar um er að ræða störf, sem ekki má fresta. Fáir munu láta sér detta annað í hug en að kaup hækki eitthvað í næstu samningum. Eflaust líta flest- ir svo á, að hjá því verði ekki komizt. Hitt er svo annað mál, hvaða gagn verður að þvf, þegar frá líður. Reynslan hefur sýnt okkur, nú upp undir ald- arfjórðung, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verð- lags leiðir stöðugt út í æ meiri ógöngur, og meðan svo heldur áfram verður verðbólgan aldrei stöðvuð. Þetta virðast allir sjá og skilja. Menn játa þetta hver fyrir öðrum í einkasamtölum og kunningjarabbi, hvar í flokki sem þeir standa, en svo láta þeir kann- ski sama daginn pólitíska ævinlýramenn assa sig upp til þess að gera kröfur og samþykktir sem óhjá- kvæmilega hljóta að leiða þjóðfélagið lengra út á þá ógæfubraut, sem almenningur vill þó forðast. Þjóðin er orðin alltof margklofin f hagsmuna- hópa, sem hver um sig er dauðhræddur um að hinir beri meira úr býtum. Á þessari öfund ög togstrejtu ala svo kommúnistar og þeirra þjónar, og árangur- inn er verðbólgan. Prófsvindl kennara Kennarar þóttu mér í gamla daga vera ofurmannlegir. Þeir voru ópersónulegir og stóðu ut- an við gott og illt. í augum skólapilts voru þeir eins og lög in eru löghlýðnum manni. Einmitt vegna þess er óneit- anlega dálltið fiðrandi að lesa greinar þær, sem gagnfræða- skólakennarar skrifa nú hver um annan i blöðin, — og með heldur ófögrum lýsingum. Þessi gömlu goð ásaka nú hverjir aðra um „blekkingar", ,,níð“' og „menningarfjandsemi". r agnfræðaskólakennarar hafa klofnað í tvo fjandsamlega hópa háskólagengna og próf- lausa. Hinir síðarnefndu gerðu i fyrra byltingu í félagi gagn- fræðaskólakennara í Reykjavík og í Landssambandi framhalds- skóiakennara, boluðu háskóla- menntuðum mönnum að mestu úr áhrifastöðum og hófu nýja stefnu i launabaráttu félagsins. Hinir sigruðu hafa síðan haslað sér völl i Félagi háskólamennt- aðra kennara. Deilan stendur um, hvernig meta skuli menntun og reynslu { kennslu. Fyrri stjórn Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara (LSFK) vildi hafa þriskipt launakerfi fyrir kennara, eitt fyrir próflausa, annað fyrir B.A. -prófsmenn og hið þriðja fyrir cand. mag. Nýja stjórnin vill, að þeir kennarar, sem voru í starfi, þegar kjaradómur gekk í gildi 1963, hafi sömu laun og þeir B.A.-prófsmenn sem hafa að auki próf í uppeldisfræðum. Ríkisstjórnin hafði raunar leyst þetta mál fyrir ári, þegar hún samþykkti, að framhalds- skólakennarar, sem voru i starfi, áður en B.A.-deildin var stofnuð, skyldu ekki sjalda ald urs síns, og fengju sömu laun og B.A.-prófsmenn. Þá mundi verða efnt til námskeiða fyrir aðra kennara, sem gerði þeim fært að flytjast í hærri launa- fíokk. Utanaðkomandi manni finnst þetta sanngjörn Iausn. En það er sfður en svo, að próflaus um kennurum finnist það. Háskólamenn kalla núverandi stefnu stjórnar LSKF menningar fjandsamlega, sem er sterkt til orða tekið — og einnig rétt til orða tekið, því stefna LSFK mundi í framkvæmd letja kenn- ara til að afla sér þeirrar mennt unar, sem velflestir telja nauð synlega fyrir framhaldsskóla- kennara. Sjálfsagt eru til mörg dæmi um háskólagengna menn, sem eru óhæfir kennarar, og einnig mörg dæmi um próflausa kenn- ara, sem skara fram úr í kennslu. Próf eru enginn full- kominn mælikvarði, en próf og sú skólaganga, sem liggur á bak við þau, eru samt enn bezti mælikvarðinn. Þess vegna ætti að vera sann gjamt að reyndum kennurum, sem ekki hafa próf, gefist kost ur á að sækja námskeið í fagi sínu og í kennslufræðum, svo þeir geti síðan sannað Á PRÓFI getu sína og farið f hærri launa flokk. Tjað minnir mig á prófsvindl skólapilta, þegar ég les til- lögur þær, sem LSFK hefur lát- ið gera um fyrirkomulag slíkra námskeiða. Þar segir m. a.: „Námskeiði þessu skal aðeins Ijúka með vottorði forstöðu- manns um tilskylda tímasókn kennara . . . “. Þeir vilja sem sagt ekki ljúka námskeiðinu með neinu prófi, ekki einu sinni með umsögn forstöðu- manns námskeiðsins. Það læðist að manni sá grunur, að nám- skeiðið eigi áðeins að vera skálkaskjól fyrir kennara — þeir geti látið nægja að innrit- ast án þess að neitt sannist um, hvort námskeiðið hafi komið þeim að notum, eða hvort þeir séu færir í starfi sínu. Þarna virðist mér vera reynt að svindla prófið í burtu. Slíkt námskeið verður að sjálfsögðnu að vera alvöru nám skeið. Próflausir kennarar Segja um kjaradóminn, að ekki sé sann- gjarnt, að lög verki aftur fyrir sig,.og því eigi próflausir kenn- arar, sem voru í starfi 1963, að hafa sömu laun og kennarar með réttindum. Þessi röksemd er röng að því leyti, að í kjara- dómi var ekki verið að draga próflausa menn niður i launum, heldur öfugt; kennarar með há- skólapróf voru dregnir upp í launum, og þannig bundinn end- ir á langvarandi menningar- fjandsamlegt ranglæti, sem há- skólagengnir kennarar höfðu búið við. Hér voru engin lög látin verka aftur á bak. ]Vu er verið að endurskipu- leggja B.A.-nám við Há- skóla Islands og stefnt að því, að Háskólinn taki að sér mennt un framhaldsskólakennara í rík- ari mæli, og virðast flestir skóla menn telja það mikla höfuðnauð syn. Hins vegar er staðreynd, að aðsókn í þetta nám er ekki mikil og þar að -auki hverfur þorri B.A.-prófmanna til ann- arra starfa en kennslu. Hér þarf því fyrst og fremst peningalegt agn til að fá menntaða kennara í framhaldsskólana, og það er það agn, sem núverandi stjórn LSFK vill eyðileggja. Raunar ætti launamunur kennara að vera enn meiri til þess að næg áherzla sé lögð á, að framhaldsskólakennarar eigi að hafa háskólapróf. Um daginn sá ég f blaði að það væri raunar ekki menntun, sem kennarana vantaði, heldur krafta. Agaleysið tröllriði gagn- fræðaskólunum og kennaramir þyrftu fyrst og fremst að vera töff og harðir í slagsmálum til þess að hafa yfirhöndina í bekkj unum. En er þetta agaleysi ekki með fram vegna þess, að áratugum saman hefur fúskið verið verð launað í störfum kennaranna? TVTér finnst LSFK hafa hætt A sér út á hálan ís með því að halda til streitu stefnu sinni í menntunar- og launamálum framhaldsskólakennara. En það er gömlum skólapiltum sjónar- spil að sjá goðin falla af stalli. HÁSKÓLABIO: FELULEIKUR Bretum virðist flestum betur lagið, að gera úr garði kvik- myndir sem eru notalega skemmtilegar, blandaðar háði kímni og spennandi, án stór- öfga. Ein slík er nú sýnd í Há- skóiabiói, myndin Feluleikur (HSde and Seek), sem fjallar um mannrán, nokkuð óvanalegt að vísa. Það er sem sagt kjarnorku veldi austan tjalds, sem er að reyna að krækja sér f afburða snjallan, nngan brezkan vísinda mann með þessu móti, — beitt er brögðum ýmsum til þess að lókka hann út í kafbát, er á að flytja hann til hafnar austan tjalds. Allt er sniðuglega út- reiknað, en þegar ástin er ann- arsvegar, geta allir útreikningar brugðizt, og er það ævaforn reynsla. Stúlkan Maggie (Janet Munro), sem er agnið á önglin- um, sem vísindamanninum var ætlað að gleypa, svo að hægt væri g. flúkka í hann og inn- byrða í kafbátinn verður ást- fanginn í honum og það breytir öllu. Margt er hér með ólíkind- um eins og vera ber í myndum af þessu tagi. — Hinum mörgu sem vilja létt efni en finnst lítið til um svakalegar glæpamyndir og bandarískar skopmyndir með „tertukasti" og öðru slíku, mun ágæt dægrastytting að þessari mynd. Ian Carnichael og Janet Munro fara með aðalhlutverkin í myndinni. — I lon Carnichael og Janet Munro.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.