Vísir - 02.06.1965, Side 11

Vísir - 02.06.1965, Side 11
KR náíi jafntefli gegn íslands- meisturunum á heimavellinm Jöfnuðu 8 mínútur fyrir Vur eitt skot KR innun Það er aumt hlutskipti að vera leikmaður í 1. deild og leika í veðri, eins og því, sem Keflavík og KR fengu í gærkvöldi I Njarðvíkunum. Enn aumara er þó að vera áhorfandi þarna á berangri og hafa ekkert skjól og líklega alaumast að vera íþróttablaðamaður, því útilokað er með öllu að fylgjast þannig með leik á „stadion“ þeirra Njarðvíkinga að hægt sé að mynda sér fullnægjandi skoðun á leik. Fjöldi áhorfenda kom í slagviðr inu og horfði á þennan blautasta allra blautra 1. deildarleikja í sum ar og raunar verður ekki annað sagt en að leikurinn hafi verið góð skemmtun, því hann var spenn leikslok murkiínu ? andi frá upphafi til enda og þó að veðrir og hálkan á vellinum hafi spillt mjög fyrir brá þó oft fyrir snotrum samleik eða samleiks tilraunum liðanna. Keflavlk sótti á móti veðrinu í fyrri hálfleik og skoraði eina mark hálfleiksins, en KR sótti þó mun meira í þeim hálfleik. Sama sagan endurtók sig í seinni hálfleik. Þá sóttu Keflvíkingar með veðri, en KR skoraði markið og lauk leikn um með réttlátu jafntefli. Karl Hermannsson skoraði mark Keflavíkur eftir 14 mín. leik í fyrri hálfleik og var greinilegt á hinum miklu fagnaðarópum að Keflavík var á sfnum heimaveili. Markið kom eftir að sótt var upp hægra megin en Karl fékk sæmi- legt færi á að skjóta, stóð fyrir miðju marki úti í vítateignum og skaut mjög vel. Ellert Schram átti heiðurinn af marki KR, hann skallaði upp úr homi niður í mark Kefiavíkur en Theódór innherji KR setti boltann í mark og jafnaði 1:1. Þetta gerðist 8 mínútum fyrir leikslok. Það sem eftir var leiksins var mjög spennandi. KR-ingar sóttu fyrst í stað og ógnuðu verulega a.m.k. f eitt skipti. Keflvfkingar sóttu síðan og komust alllangt og ógnuðu ekki sfður. Eitt atvik gerðist f þessum leik og verður raunar ekki annað en spurningarmerki. Það var skot Guð- mundar Haraldssonar, hörkuskot í þverslá, sem hrökk skáhallt inn að marklínunni, — og að sögn þeirra Ijósmyndara sem stóðu bak við markið, var boltinn greinilega all- ur fyrir innan, en dómarinn var á öðru máli og línuvörðurinn fylgdi ekki með og var ekki í aðstöðu til að dæma hvort boltinn var inni eða ekki. ;?Ánn &þpira&veJji,r[Liðið hgfpr yfir miklum hraða að ráða, leikmenn skilja greinilega mikilvægi þess að vera stöðugt á hreyfingu, jafnvel þótt þeir hafi ekki boltann og kannski ekki sfzt þeir leikmenn og Kjartan Sigtryggsson slær eitt skot KR-inga yfir markslána. þess vegna eru sjaldnast vandræði á að finna „frían“ leikmann. Þetta mættu önnur lið taka til fyrirmynd ar. KR-liðið var með veikara móti í þessum leik og raunar má það sama gilda um Keflavíkurliðið og var veðrið aðaJorsök;,þ^gsa.; Engir einstaklingar voru þvl-nálægt sinni getu, nema markvarðirnir sem stóðu sig mjög vel þeir Heimir Guð jónsson hjá KR og Kjartan Sig: tryggsson hjá Keflavfk. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son og dæmdi ágætlega — jbp. R . Mlðvikudagur 2. júní 1965. Unglinganámskeið og hér bjargar Heimir með því að hlaupa út fyrir vftateig og spyrna af hættusvæðinu. Lóða-standsetningar Njótið frísins í fögru umhverfi. — Við skipu- leggjum og standsetjum lóðir, tyrfum og hellu- leggjum. — Útvegum allt efni sem til þarf. Uppl. og verkpantanir í síma 22962 milli kl. 10—13 og eftir kl. 19. Aðalfundur T.B.K. verður haldinn í Silfurtunglinu kl. 8 í kvöld. Stjórnarkjör og lagabreytingar. S t j ó r n i n . Stúlka óskast Stúlka (helzt vön) óskast nú þegar til af- greiðslustarfa í kjörbúð. Uppl. í síma 12112 kl. 6—7 e. h. 17. júní mótið Frjálsíþróttakeppnin 17. júnf fer fram dagana 15. og 17. júni n.k. Keppt verður í þessum greinum: 110 m grindahlaup, 100 m hlaup, 100 m hlaup kvenna, 100 m hlaup sveina 200 m, 400 m, 800 m, 1500 m, 3000 m hlaup, 4x100 m boð- hlaup, 1000 m boðhlaup, kringlu- kast, sleggjukast, spjótkast, kúlu varp, stangarstökk, langstökk, lang stökk kvenna, hástökk og þrfstökk. Þátttaka er opin öllum félögum innan ÍSI’ og skal þátttaka tilkynnt til ÍBR fyrir 13. júní n.k. á íþróttavöllunum Á morgun, fimmtudag, hefjast á fjórum fþróttasvæðum í Reykjavfk námskeið f fþróttum og leikjum á vegum Æskulýðs ráðs, Leikvallanefndar, íþrótta- bandalagsins og Iþróttavallanna. Verða námskeið þessi fyrir börn og unglinga á aldripum 5—13 I/,: ibnsd Á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum i verður kennt á þessum stöðum: i ÁrmánnssVæði, Þróttarsvæði (Skipasundi), Golfvelli, og Álf- heimabletti. Á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum verður kennt á þessum svæðum: KR-svæði, Valssvæði, Fram- velli og Víkingsvelli. Á hverjum stað verður nám- skeiðunum tvískipt, fyrir hádegi kl. 9,30—11,30 verður tekið við börnum 5—9 ára en eftir há- degi yið eldri börnum. 9—13 ára, Jog þá kl. 14—16. Á hverj um stað verða 2 íþróttakennar- aí, sem leiðbeina börnunum. Innheimt verður vægt þátttöku gjald fyrir tímabilið, sem verður 4 vikur, gjaldið er kr. 25.00. Allar upplýsingar eru veittar í síma 15937 (Æskulýðsráð) kl 2—4 og 35850 (IBR) kl. 4—6 daglega. Þróttur vann 12:0 i 2. deiíé Þróttur vann Skarphéðin í 2. deild f fyrrakvöld með 12 mörk um gegn engu. I hálfleik var_ staðan 4:0 Var um hreina yfirburði Þrótt ar að ræða og hefur annað eins „burst“ ekki sést í meistara- flokki lengi. Auk þessa glumdu skot í stöngunum og fram hjá markinu. Haukur Þorvaldsson skoraði 6 af mörkum Þróttar, eða tvöfalt „hat-trick“ og er það sömuleið- is óverijulegt i kanttspymu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.