Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 9
V I S I R . Miðvikudagur 2. júní 1965. 9 VÍSIR ræðir við vis- indamenn, sem sátu Surtseyjarráðstefn- una, um fyrirhugaðar rannsóknir á eynni og niðurstöður athug- ana, sem þar hafa ver- ið gerðar. Einn þeirra fylgist með gróðri og dýralífi á eynni sjálfri, annar rannsakar bakt eríur og þriðji kannar neðansjávardýr, sem| þar finnast. LIFSÞROUNISURTSEY Dr. Finnur Guðmundsson: j^að eru likindi til, að fuglarn 99 ir geti borið með sér iægri dýr yfir í Surtsey — það eru engar hömlur fyrir þá — það er ekki ólíklegt, sérstakiega þeg ar þeir fara að gera sér þar hreiður og sækja sér hreiður- efni . . .“, sagði dr. Finnur Guðmundsson í stuttu spjalli við Vísi. Dr. Finnur sagði hins vegar að hann ætti erfitt með, á þessu Dr. Finnur Guðmundsson: „Enn hafa ekki fuglar orpið í Surtsey". stigi, að segja nokkuð um fyrir- hugaðar visindarannsóknir i Surtsey. Hann sagðist að vísu hafa verið í einni nefndinni af fimm á Surtseyjarráðstefnu ís- lenzkra og erlendra vísinda- manna. „Það, sem ég kom nærri, í þessum undirbúningi, snýst um gróður og dýralíf á landi — þ.e.a.s. landnám gróðurs og dýra á eynni sjálfri. Það eru aðrir menn, sem hafa með sjávarlíf- ið að gera og enn aðrir, sem munu fylgjast með rannsóknum og gera rannsóknir á bakteríum og öðrum smásæjum lífverum“. „Hefur lífs orðið vart á eynni í alvöru?" „Það er ekkert komið enn — þar hefur hvorki fundizt gróður né dýralíf — að öðru leyti en því að öðru hverju sjást þarna selir og fuglar, einkum mávar“. Dr. Finnur sagði, að við Is- lendingar ættum engan sérfræð- ing ’í lægri dýrum á landi. Pró- fessor Lindroth frá Lundi, sem nákunnugur er fslenzkum að- stæðum á skordýrasviðinu, skrif aði doktorsritgerð um skordýra Iíf á íslandi, er væntanlegur hingað, og enn fremur verður í för með honum Högni Böðv arsson — þeir munu báðir gera rannsóknir á eynni“. „Hvað um yður - hyggizt þér dvelja á eynni til rann- sókna?“ „Ég mun tiltölulega lítið koma nálægt þessum .rannsóknum — en ég býst við því að fara ein- staka sinnum út í eyna til að fylgjast með því, sem þar ger- ist. Það fellur í minn hlut að vera eins konar ,.kontakt“-mað ur, af því að ég er deildarstjóri dýrafræðideildar Náttúrugripa | safnsins". Dr. Finnur sagði, að þessar rannsóknir mundu hafa sérstaka; þýðingu. Hann sagði, að varla hafi verið gerðar líffræðirann- sóknir hliðstæðar þeim, sem fyr irhugaðar eru í Surtsey, en gat bó gossins í Krakatóevnni f| Indónesíu fyrir aldamót — þar hefðu farið fram vísindalegar: rannsóknir. „Surtsev er einstakt tilfell’” sagði hann. „oe er míkíll áb”"' á bví. Fvrst og fremst þarf að vinna að því að gera áætlan ir og plön um mannbörf og fé- börf — enn er allt óákveði* um slfkt — “. ,Hver var almenna niðurstaðn vísindamannanna á ráðstefn unn!?“ ..Allir voru sammála um aðj rétt væri að nota betta einstakn tækifæri til víðtækra rannsókna á gróðri og dýralífi f Surtsev. Þessar rannsóknir munu taka áratugi, og er ómögulegt að segja nema fáist merkileg svör. Það, sem fyrst og fremst verður athugað, er, hvemig gróður og dýralíf berast til eyj- arinnar og þróast smátt og smátt — hvaða tegundir koma þangað fyrst — hvemig þetta vinnur saman og myndar gróð ur og samfélag, fuglar og lægri dýr;. en enn hafa ekki fuglar orpið í Surtsey“. '~r uwístgttU - -íífðio- A.ð ina“ Kolbeinsson, læknir: IJvað féll í yðar hlut á vis- 99 -*■ indaráðstefnunni?" „Á ráðstefnu vísindamann- anna var mér falið að skýra frá fyrstu bakteríunum, sem lundust í Surtsey — það var 14. maí 1964. Dr. Sturla Friðriks son sá um þann hluta rannsókn arinnar, sem var gerður í Surts ey, en ég annaðist það, sem var gert í rannsóknarstofunni“, sagði Arinbjöm Kolbeinsson, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir: „Athuganir benda til þess, að bakteríur geti borizt með ryki frá landi til éyjarinnar“. læknir, sem er bakteríusérfræð ingur. Hann sagði: „Þetta voru 4 tegundir, sem helzt finnast f ryki og jarðvegi og venjulega eru ekki upprunnar frá dýrum eða mönnum.“ „Hvað vakti fyrir ykkur með þessum rannsóknum?“ „Tilgangurinn er tvíþættur: i ±»,11*»«! miið ni'ágáf erl-tffVþáíi^ftóiðiSV? við það, sem er í þéttbýli, og f öðru lagi að athuga, hvaða tegundir er um að ræða — hvort þær era eingöngu upprannar frá jarðvegsryki eða hvort þær kunna að koma frá dýrum og þá helzt fuglum". „Geta þessar bakteríur .. „ sjúkdómum?" „Við teljum þær algerlega o- skaðlegar mönnum og dýrum". „Geta þessar bakteríur stuðl- að að jarðvegsmyndun?" „Þær geta haft nokkuð gildi í því efni, en þær bakteríur, || sem hafa grundvallarþýðingu í upphafi, era hinar svokölluðu| „autotrópisku" bakteríur, sem> - geta lifað á ólífrænum efnum. i ágúst var aftur gerð athugun á bakteriulffi í Súrtsey — þá ( reyndist miklu meira. má'gn af - bakteríum í lofti .en J fyrri rann- sókninhi — þá ýár þurrkut !ög' vindur :sti5ð ‘af(;*lándi. í maí ,var: bakteríufjöIdÍM T/50—1/100 af| þvt, þar 'sem péttoýlt ér’óg raékt að er. T ■ ágúst-rannsþkninni reyndist. bakferíufjöldinn fjórj?;- ungur helfningur af þvf, sem er í loftU'á þéttbýlúm stöðutn". „Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessum rannsóknum um jarðvegsmyndun og bólfestu lífvera á eynni?“ „Hér er aðeins um einstakar athuganir að ræða, sem ekki er hægt að draga af neinar ákveðn ar ályktanir, en benda þó til þess að bakteríur geti borizt með ryki frá landi til eyjarinn- ar“. „Kostar ekki mikið fé að gera rannsóknir á yðar sviði?“ „Ymsar rannsóknír er hægt að gera án þess að mikið fé komi til, en að sjálfsögðu taka þessar rannsóknir langan tíma, og eftir því sem meira fjármagn er fáanlegt, geta þær orðið ítar legri og niðurstöður þeirra vænt anlega gagnlegri fyrir framtfð- stgr. Aðalsteinn Sigurðsson, ð.B Tjetta var áreiðanlega gagn- 99 leg ráðstefna", sagði Aðal- steinn Sigurðsson, fiskifræðing- uJ n Aðalsteinn Sigurðsson, fiski- fræðingur: „Þessi steinn er úr Surtsey — hann er farinn að ryðga .. það er sennilega járn i honum“. (Myndir með viðtöl- unum tók ljósm. Vísis I. M.). ur hjá Atvinnudeild Háskólans, „hún var öll mjög vel heppnuð, m.a. var rætt mikið um fyrir- komuiag gagnasöfnunar og úr- vinnslu gagna, og munu er- lendu sérfræðingarnir vinna að einhverju leyti að þessu með okkur“. „Það er i yðar verkahring að kanna neðansjávardýr við eyna Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.