Vísir


Vísir - 24.06.1965, Qupperneq 2

Vísir - 24.06.1965, Qupperneq 2
SÍÐAN SONGSTJARNAN Sta&urinn er New York. Stund: He'itur eftirmiðdagur. Og hvað eru strákamir að gera? Þeir em i knattspyrnu á gamla móðinn, eins og þeir leika hana f Evrópu. Og hverjir eru þeir eiginlega þessir sérvitru ungu menn, sem léika knattspymu í Central Park. Jú, ef betur er gáð má sjá að Tommy Steele og Antony Newley era á myndinni, en þeir hafa náð miklum vinsæld um á Broadway. Nú, þeir sem hafa m'ikinn áhuga á enskri knattspymu þekkja eflaust nöfn eins og Bobby Moore, Johnny Byrne og Eddi Boving- ton, allt þekktir leikmenn í West Ham, sem er atvinnulið í Lundúnum. Tommy Steele var gleymdur f nokkur ár. Hann kom upp sem einhver tilþrifamesti rokk- ari allra tima, en vinsældirnar dvinuðu mjög skjótt. Nú fyrir nokkrum mánuðum skaut hon- um aftur upp. Og nú hefur hann gert mikla „lukku“ á Broadway f „Half a Sixpence" sem er söngleikur. Tommy er annars ágætur knattspymumað ur að auki og hefur gaman af að sparka þegar hann er ekki á sviðinu. Þegar hann frétti af Johnny Byrne, sem er ágætur vinur hans og félögum hans úr West Ham þar sem þeir voru á ferða lagi í New York, þá ákvað hann að hitta þá, og auðvitaö var boltinn tekinn með út f hinn stóra aímenningsgarð. Og ekki var leikurinn orðinn gamall, þegar Anthony Newley birtist og auðvitað var hann með í leiknum enda er hann Breti og kann tök á knattspymu Með honum var kona hans Joan Collins og litla dóttirin Tara, en þær létu sér nægja að horfa á. „Þeir eru bara góðir í knatt spyrnu þarna á Broadway", sagði Bobby Collins, landsliðs- stjaman um þá félagana. í knattspyrnu Hiín var bönnuð í fjórtán ór Þegar sænska kvikmyndin „Hún dansaði um sumarnótt" var sýnd fyrir 14 áram síðan vakti hún svo m’ikið hneyksli að hún var bönnuð í 80 löndum Það, sem einkum særði áhorf- endur, var að hinir ungu leik- endur, Folke Sundquist og Ulla Jacobsen, syntu og böðuðu sig saman — allsnakin. Þegar eftir frumsýn’inguna tóku reiðileg bréf að berast og myndin var loks lögð til hliðar. J- - HH Nú hafa sýningar á henni haf izt aftur og sænskir unglingar skemmta sér konunglega, ekki vegna þess að myndin sé ne’itt hlægileg, heldur vegna þess hve fáránlegt þeim þykir að hafa bannað myndina. Og fyrir fólk, sem séð hefur myndir eins og „Kæri Jón“, „Að elska“, „491“ og „Þögnin" er þess’i mynd, „Hún dansaði um sumarnótt“ hreinasta barna mynd. Þar hoppa þeir allir eftir boltanum: Byrne, Newley, Bovington, Steele og Moore. — Sérfræðlngum finnst líklegt að Tommy Steele hafi orðið hlutskarpastur. Kári skrifar: Dauður bær framundan Senn byrja sumarleyfin fyrir alvöra, allt athafnalíf fær sér notalegan blund upp úr Jóns- messunni, fyrirtæki leggjast í hálfsmánaðar til þriggja vikna dvala fyrir luktum dyrum, fólk týnist úr umferð lífsins og eng- ar upplýsingar um hvar það er að finna. Það er engu likara en að borgarbúar hafi fundið upp á einhverri dularfullri að- ferð til þess að hætta að lifa þennan tfma. enda kváðu vænt anlegir tunglfarar bandarískir á leið hingað, og þó að látið sé f veðri vaka, að þeir hyggist kynna sér tungllandslag inn á öræfum, er sagt að hitt sé aðal atrið’ið, enda munu þeir verða néma yfir aðalsumarleyfistím ann. Það getur nefnilega komið sér vel fyrir geimferðalanga að kunna að leggjast þannig i dvala lengri eða skemmri tima og þurfa e’inskis með, t. d. á löngu flakki til fjarlægra hnatta og hefur einmitt þetta verið að alvandamálið, sem sérfræðing- amir hafa átt við að glíma — svo kemur það allt í einu á dag inn, að við kunnum galdurinn, og höfum kunnað hann um ára bil. Lakast er, að nú mun eng- inn vita með vissu hver fann hana upp, svo að við getum víst ekki fengið einkarétt á henni og þénað á henni pen’ing — þvf að það stendur ekki á honum hjá þeim stóru, þegar geimflakkið er annarsvegar. En semsagt, þarna kemur tilhögun sumarleyfa hjá okkur sennilega hinum stóra heim’i að gagni — þó að hún hafi óneitanlega orð ið okkar smáa heim’ -* nokkru ógagni að undanfö- Kyrrsetumaður skrifar: Smábílar á hálendinu Um helgina venti ég kvæði minu í kross og fór upp á fjöll. Það var mér ómetanleg reynsla, nánast opinberun. Ég ætla ekki að fjölyrða um það f þessu bréfi, en benda f stað þess mönnum á eitt atriði, sem ég held, að fáir viti um. Margir fjallvegir landsins era nefriilega orðnir svo góðir síðustu árin, að þá má fara á háum fólks- bflum. Þótt enn sé júní og mik ið vatn í ám og lækjum, mætti ég í þessari ferð tveimur litl- um fjögurra manna bílum á Hveravöllum, lengst norður á Kili. Þá veit ég um, að ferðir á smábílum inn f Landmanna- laugar eru or.‘ ar algengar. Og Kaldidalur er orðinn Vinsæll vegur sunnudags-,,túrista“. Ennfremur geta litlir bflar far ið norður með Þjórsá að Sprengisandi, síðan kláfurinn var settur á Tungnaá. Þannig opnast öræfin öðram en jeppa- eigendum. Vissulega verða menn að fara varlega í slfkum ferðum, hafa góð tæki f skott- inu og hafa jafnan samflot Við aðra bíla, því óhöpp geta alltaf gerzt. Þýzka alþjóðamál á hálendinu Þegar komið er upp fyrir 300 metra hæð á íslandi, hættir íslenzka að vera „lingua franca" -málið, sem allir skilja, og þýzka kemur í hennar stað. Gestir f sæluhúsum og föra- menn, sem maður rekst á uppi á fjöllum, eru yfirleitt Þjóðverj ar, eljusamir náttúruskoðend- ur. Margt af þessu fólki virðist vera heldur skrýtnir fuglc en ég held, að ofsögum sé sagt af meðferð þeirra á sæluhúsum. En sjálfsagt er þar misjafn sauður f mörgu fé, eins og með al okkar sjálfra. En fyrir ofan 300 metra þýðir lítið að tala fslenzku við ókunnuga. Þeir fáu förumenn, sem þar fara um og era ekki Þjóðverjar, era Bretar. Kofadrasl spillir náttúrufegurð Skrýtið er þetta kofadrasl, sem íslendingum er svo elgin- legt að staðsetja á öllum mögu legum og ómögulegum stöðum. Mest er um þetta í grennd við þéttbýli og gefur manni held- ur lágar hugmyndir um þjóð- hagasmíði Islendinga. Verst er þó, þegar slfkt drasl er í nátt- úravinjum éins og á Hvera- völlum. Þar standa gamlir og hálffallnir skúrar, sem enginn notar. Þessa skúra mætti losna við á þann einfalda hátt að leggja eld í þá og ættu eigend ur þeirra að sjá sér sóma í að gera það.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.