Vísir - 24.06.1965, Page 11

Vísir - 24.06.1965, Page 11
V í S I R . Fimnr' 24. f J KR kom á óvart í miklu markaregni í Laugardal Höfðu 3:1 yfir á tímubili, úrvulinu tókst uð jufnu 4:4 í Aðeins nokkrum mínútum eftir að Mogens Johan- sen, hinn reyndi markvörður Sjálandsúrvalsins fékk afhentan fagran blómvönd frá KR-ingum í tilefni af 25. leik hans með úrvalinu, „afhentu“ KR-ingar hon- um boltann í netið. Staðan var 1:0 KR í vil og aðeins 3 mínútur liðnar af leik. Og sennilega hafa fáir af þeim 5600 áhorfendum, sem komu inn á Laugardals- völl í gærkvöldi, þorað að vona að KR og úrvalslið knattspyrnumanna af Sjálandi skildu með jafnan hlut, eftir fjörugan og skemmtilegan leik, þar sem knött- urinn var sóttur átta sinnum í netið. Þegar leikur KR og SBU hófst í gærkvöldi var austan strekkingur og völlurinn blautur eftir rigning- arúða. En áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. © Baldvin \ Baldvinsson skorar fallega strax á 3. mín. með skalla eftir vel framkvæmda hornspyrnu hjá Sigurþór. Johansen markvörð- ur gerði heiðarlega tilraun til þess að verja, en knötturinn strauk fing urgóma hans og hafnaði ofarlega í hægra horni. 1:0. • Á 10. mín. bendir Steinn Guð- mundsson dómari ákveðið á víta spy,rnupiinktinn,. eftir að,. sóknar- leikmanni SBU hafði verið brugðið gróflega inni í teig. Ove Andersen tekur spyrnuna og skorar auðveld- Kennslubækur fyrir golfmenn Forráðamenn Golfklúbbs Reykja víkur vinna nú að því, að útvega erlendan golfkennara til starfa á golfveili félagsins við Grafarholt. Verður væntanlega hægt að til- kynna um frekari námskeið fyrir byrjendur á næstunni. Stjórn G.R. hefur keypt nokkurt magn af kennslubókum á ensku fyrir byrjendur. Bækur þessar, sem kosta kr. 25.00, er hægt að fá keyptarhjá formanni G.R., Þorvaldi Ásgeirssyni, Vonarstræti 12, Birgð ir eru takmarkaðar og er því byrj- endum ráðlagt að tryggja sér ein tak sem fyrst. en Sjúlnnds- seinni húlfleik lega með föstu skoti neðst í vinstra hom. • Boltanum spyrnt fram miðjuna til Gunnars. Niels Yde miðvörður á í höggi við hann, og slær boltann með hendi, en boltinn hrekkur til Baldvins, sem kemst einn inn fyrir vörnina. Dómarinn er of fljótur á sér og dæmir hendi, þannig að Danirnir hagnast á brotinu. Sveinn Jónsson tekur aukaspymu, sem hafnar hjá Þórólfi inni í teig. Þór- ólfur „vippar" knettinum skemmti lega yfir Johansen markvörð og til Ellerts, sem stóð framar og skallaði í netið. Sennilega hafa báðir verið rangstæðir. Dönsku leikmennimir stöðvuðu leik strax, en dómarinn dæmdi mark. • 3:1 fyrir KR kemur á marka- töfluna. Sigurþór skorar stórglæsi- legt mark með hörkuskoti af 25 m. færi, sem lenti undir slá og inn. 32 mín. liðnar af leik. :@';!!Átnb Dyemose skoraði fyrif SBU, eftir að Danirnir höfðu léikið upp miðjuna. Dyremose fékk bolt- ann inn í vítateig lyfti honum yfir varnarleikmann KR og skallar fallega í vinstra hornið. Þannig lauk fyrri hálfleiknum 3:2 fyrir KR. Hálfleikurinn var mjög jafn og yfirleitt skemmtilega leikinn, en KR átti þó fleiri hættu leg tækifæri. — Ekki þurfti heldur að bíða þess lengi að fyrsta mark ið kæmi eftir leikhlé. • Danirnir jafna strax á 3. min. Larsen vinstri útherji óð óvaldaður upp vinstri kant og skoraði auð- veldlega fram hjá Heimi, sem kom hlaupandi á móti honum. • Sigurþór skorar sitt annað mark og það fjórða fyrir KR, þeg ar 10 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. KR-ingar höfðu leikið skemmtilega upp hægri kant og Gunnar Felixson lagði boltann vel fyrir Sigurþór, sem afgreiddi hann af stuttu fær í hægra hom. • Sfðasta mark leiksins skoraði Jörgen Jörgensen auðveldlega á 12. mín. eftir að hafa fengið góða sendingu inn i vítateig. KR-ingar héldu því ákveðið fram að Jörgen- sen hafi verið rangstæður, en bæði Steinn dómari og Baldur línuvörð ur dæma mark. Staðan 4:4. Það sem eftir var af leiknum var fremur þófkennt eða þar til rétt undir lokin að nokkur hættuleg tækifæri sköpuðust, en endahnút inn vantaði. Á 15. mín. seinni hálf- leiks varð Þórólfur Beck að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla í fæti, sem hann hlaut skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. í hans stað kom Theodór Guðmundsson. Án efa verður skemmtilegt að fylgjast með hvernig Sjálandsúrvalinu geng ur á móti íslandsmeisturunum Keflavík og tilraunalandsliðinu, en nú em síðustu tækifæri fyrir knatt spymumenn okkar að sýna hvort þeir séu hæfir að klæðast landsliðs búningum í landsleiknum á móti Dönum. Lubbi. LIÐ KR: KR-liðið átti sinn bezta Ieik nú í sumar á móti SBU f gær. Þótt Þórólfur Beck skoraði ekkert mark í leiknum, styrkti hann liðið mikið og veitti félög um sínum styrk. Sendingar hans voru oft á tíðum nákvæm ar og áður en hann meiddist í fyrri hálfleik ógnaði hann danska liðinu mikið, þótt hans væri vel gætt. Beztu mennirnir í liði K.R. auk Þórólfs voru Heimir, Sigurþór og Ellert. Bald vin var og ágætur. LIÐ SBU: Sjálenzka úrvalsliðið virðist skipað mjög jöfnum leikmönn- um sem em léttir og höfðu á- berandi betri boltameðferð en KR-liðið. Hins vegar háði það liðinu oft f gær hvað það dreifði spilinu lítið, reyndi að brjótast upp miðjuna, og nota ekki útherjana. „Miðtríóið“ Jörgensen, Dyremose og Ander- sen eru allir skemmtilegir og hættulegir sóknarleikmenn og ekki má heldur gleyma Johan- sen markverði liðsins, en ekki var hægt að saka hann um neitt af þeim fjórum mörkum, sein SBU fékk á sig í fyrsta leik sinum í gær. "•m**' "s <" . ; :lntin > 0«! J Dómari dæmdi 6 sinnum mark, ea leik lauk 5:0 Dómarar verða að gæta meira hófs Spurning er, hversu langt vald dómara í knattspyrnuleik getur náð. Dómarinn er sá maðurinn á vellinum, sem mest völdin hefur, og þær mínútur, sem hann er S vellinum, er hann ein- valdur orð hans eru lög. „Ég er rfkið“. sagði Lúðvík gamli 14. Frakkakonungur og slíkt hið sama virðist skfna út úr gjörð- um sumra knattspyrnudómara okkar. Lítið dæmi um þetta: Leik f miðsumarsmóti 1. flokks lauk með stórum sigri Fram yfir Þrótti. Leikmenn beggja liða, 22 talsins, áhorfendur talsvert mik ið fleiri og jafnvel Iínuverðir gengu frá leikvelli að Ioknum leik og töldu að Fram hefði sigrað 6:0. En hvað gerist? Dóm arinn skrifar á skýrslu sína a'á leikurinn hafi farið 5:0. Að vfsu ekkert alvarlegt í þessu tilviki, en gæti hafa verið verra. Allir voru sammála um að leiknum hefði lyktað með 6:0 sigri nema einvaldurinn á vell- inum og þar við sat Opinber- Iega fór þessi Ieikur 5:0, enda þótt Framarar hafi 6 sinnum sett boltann í net mótherjanna og dómarinn jafnoft lagt bless- un sfna á mörkin. Dómarar verða að gæta meira hófs í dómum sinum. Þeir eru ekki „ríkið“ og eru mannlegir Og getur skjátlazt. — jbp — Mogens Johansen, danski markvörðurinn, stekkur upp og grípur fyrir I framan nefið á Baldvin Baldvinssyni^ miðherja KR. (Ljósm. B. B.).

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.