Vísir - 10.07.1965, Page 1
VISIR
Samið um 13,1% beina kauphækkun, auk verulegra
hækkana meö taxtatilfærslum og aldurshækkunum
SAGT EFTIR SAMNINGANA
Björgvin Sigurðsson
— Þetta var all dýr
hækkun, nokkru dýrari en
sú fyrir norðan og austan,
sagði Björgvin Sigurðsson,
frkvstj. Vinnuveitenda-
sambands Islands, er Vísir
leitaði álits hans á samning-
unum.
— Kauphækkun þessi á-
samt kjarabótum er í raun
13.1% hækkun á tímakaup.
Þama var samið um styttri
vinnuviku, aukna aldurs-
uppbót, taxtatilfærslur og
fleira og hætt við að svo
mikil hækkun kunni að stór
skaða útflutningsframleiðsl-
una og geti haft veruleg á-
hrif á verðlag í landinu.
Guðm.J. Guðmundsson
— Þetta er stórmerkur
sigur, sem unnizt hefur,
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, varaformaður
Dagsbrúnar. — 44 stunda
vinnuvika, aldurshækkun og
fleiri veikindafridagar eru
allt mál sem þörf voru. Þó
er kauphækkunin sjálf of Iág
og enn vantar á að lagfær-
ingar á samningunum séu
fullnægjandi.
Ég vil segja að þetta sé
mikill sigur, á borð við samn
ingana 1930, þegar vinnudag
ur styttist úr 12 stundum f
10 stundir og 1942 niður í
8 stundir. Þó vil ég halda
því fram, að verkafólk hér
á landi búi við skarðan hlut.
I gær náðist samkomulag í kaupgjaldsdeilu Dags-
brúnar, Hlífar, Framtíðarinnar og Framsóknar við
vinnuveitendur. Var samkomulagið undirritað í
lok sólarhrings sáttafundar í Alþingishúsinu í gær
kl 18. Var það síðan borið undir atkvæði á fund-
um verklýðsfélaganna og vinnuveitenda sem
haldnir voru í gærkvöldi og samþykkt þar. Sam-
komulagið gildir í tæpt ár, til l.Júní 1966. Það er
uppsegjanlegt með mánaðar fyrirvara.
hækkunaratriðum, valda vísi-
töluhækkun launa um ca. 8%.
Sú vísitöluhækkun á laun al-
mennt kemur til framkvæmda
á næstu mánuðum. Undirstrika
skal að vísitöluhækkun þessi
greiðist til viðbótar við hinar
umsömdu launahækkanir verka
lýðsfélaganna sem fyrr var get-
ið.
if Þótt samið hafi nú verið
við félög verkamanna og verka-
kvenna viðsvegar á landinu er
eftir að semja um kaup og kjör
við félög iðnaðarmanna og ým-
issa annarra starfsgreina. Verð
ur nú tekið til við þá samninga.
Hér fer á eftir orðrétt sam-
komulagið sem I gær var gert,
sá hluti j>ess sem alla samninga
Framh. á bls. 5.
*
*
*
*
Efni samkomulagsins er í meginatriðum sem hér segir:
Allt grunnkaup hækkar um 4%.
Vinnuvikan styttist um 4 tíma, úr 48 timum í 44 tíma,
með óskertu grunnkaupi. Jafngildir þetta ákvæði 9.1%
kauphækkun.
Verkafólk á vikukaupi á rétt á 5% kauphækkun eftir 2
ára samfellt starf hjá sama vinnuveitenda.
Ýmis ákvæði svo sem taxtatilfærslur og veikindaákvæði
fela f sér allmiklar kjarahætur.
ic Hin beina kauphækkun til
þessara fjögurra verklýðsfélaga
ásamt þeirri kauphækkun sem í
vinnutímastyttingunni felst er
því 13.1%. Við þetta bætast svo
kjarabætur sem i aldurshækkun
um og takxtatilfærslum og öðr
um fríðindum felast. Er því ljóst
að heildarkauphækkunin nemur
hér allmörgum prósentum fram
yfir 13.1%.
★ Eftir upplýsingum sem Vfs-
ir aflaði sér í gærkvöldi mun
samkomulag það sem gert hef-
ur verið fyrir sunnan og norðan
og austan, ásamt öðrum kaup-
Myndin er tekin við undirskrift samninganna. Á myndinni sjást frá vinstri Kjartan Thors, Guðmund
ur J. Guðmundsson (snýr baki í myndavélina), Bj örgvin Sigurðsson, sem er að undirrita samninginn,
Skúli Pálsson, Barði Friðriksson, Torfi Hjartarson sáttasemjari (standandi) og Hermann Guð-
mundsson formaður Hiífar.
Víðtækar aðgerðir í húsnæðismáium
BLAÐIÐ i DAG
— Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um húsnæðismól
Vísi barst i gærkveldi yfir-
ýsing rikisstjómarinnar um
húsnæðismál, sem fylgir í kjöl-
far sami.inga vinnuveitenda og
verkalýðsfélaga f gær. Fjallar
yfirlýsingin um ýtarlegar að-
gerðir í húsnæðismálum, svo
sem hækkun lá.ia fyrra árs úr
150 þúsund krónum f 200
þúsund, endurskoðun hámarks-
lána miðað við vísitölu og ár-
lega hækkun, er ekki sé minni
en 15 þúsund krónur á ári og
-m byggingu hagkvæmra íbúða
fyrir láglaunafólk f verkalýðs-
félögunum, þar sem notaðar
verði fjöldaframleiðsluaðferðir
og eigi byggðar færri en 250
ibúðir á ári. vfjrlýsingin hljóð-
ar sv—
I tilefni af lokum samninga
við verkalýðsfélögin og að und-
angengnum viðræðum við full-
trúa rikisstjórnarinnar og full-
trúa frá Alþýðusambandi Is-
lands varðandi húsnæðismál,
lýsir ríkisstjórnin yfir því, að
hún muni beita sér fyrir eftir-
farandi:
1) Lánsupphæð til þeirra um-
sækjenda um íbúðalán. sem
hófu byggingarframkvæmdir á
tímabilinu 1. apríl til 31. des-
ember 1964 hækki úr 150 í
200 þús. kr. út á hverja íbúð.
Ríkisstjómin tryggi viðbótar-
fjáröflun til Húsnæðismála-
stjórnar á þessu ári, er nemi
þvi viðbótarfjármagni, sem
þessi hækkun krefst.
2) Hámarkslán Húsnæðis-
málastjórnar verði endurskoðað
frá og með 1. janúar 1966, með
híiðsjón af hækkun vfsitölu
byggingarkostnaðar frá því 1.
júlí 1964. Lánsupphæðir verði
síðan endurskoðaðar árlega
með hliðsjón af breytingum
byggingarkostnaðar frá því ár-
ið áður. Næstu fimm árin
skal hækkun lánsupphæðar
ekki nema lægri fjárhæð en 15
þús. kr. á ári, jafnvel þótt
byggingarkostnaður hækki lítið
eða ekki.
3) Bygging hagkvæmra íbúða
fyrir láglaunafólk { verkalýðs-
félögum.
a) Ríkisstjórnii. og Reykja-
víkurborg í samvinnu við
verkalýðsfélögin hefjist handa
um byggingu hagkvæmra og
ódýrra íbúða i fjölbýlishúsum.
Framhald bls. 5