Vísir - 10.07.1965, Síða 5

Vísir - 10.07.1965, Síða 5
V1 S IR . Laugardagur 10. júlí 1965. 5 VÍSiR í GÆR í gær kom Vísir ekki út vegna vélarbilunar í prent- smiðjunni Eddu, eins og til- kynnt var bæði í hádegis og kvöldútvarpi í gær. Hindraði vélarbilun einnig útkomu Tím- ans, sem þar er og prentaður. Viðgerð var lokið f gærkvöldi og kemur því Vísir út f dag á tilsettum tíma. Biður blaðið lesendur sína velvirðingar á hindrun þeirri, sem kom L veg fyrir að blað- inu yrði dr'eift til kaupenda í gærdag. Samið — Framh. af bls. 1: fyrrgreindra verkalýðsfélaga varðan Það hefur orðið að samkomu lagi með undirrituðum aðilum, að framlengja kjarasamning aðil anna dgs. 30. júní og 2. júlí 1964 með þeim breytingum sem hér greinir: I. Breytingar sem varða alla samningana. 1. Vinnuvikan verði 44 klst. með óskertu grunnkaupi, og unnin á tímabilinu kl. 8—17 mánudaga til föstudaga og kl. 8 til kl. 12 á laugardögum. Á- kvæði samninganna um vinnu- tfma haldist að öðru leyti en því að næturvinna telst frá kl. 12 á laugardögum. 2. Allt grunnkaup hækki um 4%. 3. Verkafólk sem öðlazt hefur rétt til óskerts vikukaups, skal eftir 2ja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda eiga rétt á 5% kauphækkun á sama hátt og mánaðarkaupsmenn. 4. í veikinda- og slysatilfellum skal verkafólk, er réttar nýtur skv. lögum nr. 16. 9. apríl 1958, eiga auk ákvæða laganna, rétt á \ allt að 14 daga kaupi. 1 þessu sambandi skal vera fylgt sömu reglum um greiðslur og framangreind Iög kveða á um. 5. Eftirvinnuálag skal vera 50% á dagvinnukaup ,en nætur- og helgidagaálag skal vera 91% á dagvinnukaup. 6. Gjald atvinnurekenda í styrktar- og/eða sjúkrasjóð'i fé laganna greiðist samkvæmt þeim reglum, er giltu á síð- asta samningstímabili, einnig á þeim, tíma, er samningar voru lausir. 7. Tilsvarandi ákvæð'i orðist svo: „Nú hefur verkamaður eða verkakona unnið 6 klst. eða meira samfellt í nætur- vinnu og skal hann/hún þá fá minnst 6 klst. hvíld ella greiðist áfram nætuiVinnukaup, þó að komið sé fram á dagvinnutíma bil.“ 8. Verkafólk, sem vinnur hluta úr degi, samfellt hjá sama vinnu veitenda, skal njóta sama rétt ar um greiðslur fyrir samnings- bundna frídaga, veikinda- og slysadaga, starfsaldurshækkan- ir og fleira og þeir, sem vinna fullan vinnudag og skulu gre'iðsl ur miðaðar við venjulegan vinnutíma aðila. Nú fellur niður vinna hjá at- vinnurekenda svo sem vegna þess að hráefn'i er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri o.fl. skal verkafólk einskis í missa varð- andi framangre'ind réttindi af þeim sökum. TAXTATILFÆRSLUR í öðrum kafla samkomulags- ins eru ítarleg ákvæði um taxta tllfærslur Dagsbrúnar og Hlíf- ar og verða þau ákvæði ekki rakin hér orðrétt. Efn'i þeirra er m.a.: II. taxti fellur niður og sameinast III. taxta og númer taxtanna breyt ist eftir þvf. Hafnarvinna fær- ist úr 4. taxta f 5. taxta. Taxti við Vinnu í frystiklefum, við kol og salt, handlöngun hjá múrur um, við holræsagerð og skurð gröft, lýsishreinsun og nætur- vörzlu hækkar. 3. taxti Dagsbrúnar verður nú kr. 40.70 á tímann en hæsti taxti, 9. taxti, verður kr. 51.62 á tfmann. Þá e'iga sér einnig stað veru- legar taxtahækkanir hjá verka kvennaf élögunum. Þá urðu aðilar samkomulags- ins sammála um að skipa nefnd til þess að ná samkomulagi um kaup og kjör þeirra manna sem vinna á stórv'irkum steypubíl- um og gaffallyfturum í hafnar- vinnu. Skal nefndin ljúka störf um fyrir 1. september. Húsnæðitmálin — nhalú al bls i Stefnt verði að því að nota fjölda framleiðsluaðferðir og byggðar ekki færri en 250 íbúðir á ári, er byrjað verði á frá og með árinu 1966 fram til ársins 1970. Af þessum 250 íbúðum verða 200 ætlaðar til sölu til láglauna- fólks í verkalýðsfélögum, en 50 verði ráðstafað af Reykjavíkur- borg, m. a. í sambandi við útrým- ingu heilsuspillandi húsnæðis. b) Með byggingum þessum verði gerð tilraun til þess að sannreyna, hve miklð megi laakka byggingar- kostnað með góðri: skipulagningu og fullkomnustu tækni, sem við verður komið. Framkvæmd bygg- inganna verði falin viðurkenndum byggingaverktaka eða verktökum á samkeppnisgrundvelli o.g með sem víðtækustu útboði. Gerðar verði sérstakar ráðstafanir til þess að greiða fyrir innflutningi tækja og byggingarhluta, eftir þvi sem æskilegt reynist. Sérstaklega verði athugað, hvort reyna eigi innflutn- ing tilbúinna húsa, einkum til þess að flýta fyrir því, að fyrstu íbúð- irnar innan áætlunarinnar verði tilbúnar. íbúðirnar verði 2ja, 3ja og 4ra herbergja, og verði þær staðsettar í hverfum, þannig að við verði komið sem mestrj hagkvæmni við byggingarframkvæmdir. Gerð íbúð anna og frágangur verði staðl- aður, og það sjónarmið látið ráða, að þær verði hagvæmar, smekk- legar, en án óþarfa íburðar. Reynt verði á allan hátt af opinberri hálfu að greiða fyrir því, að hægt verði að taka upp sem hagkvæm- astar aðferðir við þessar íbúða- byggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað. c) Þeir meðlimir verkalýðsfé- laga, sem fá kost á að kaupa þær 200 íbúðir á ári, sem að framan greinir, skulu piga kost á allt að 80% Iáni út á verðmæti íbúðanna að meðtöldu gatnagerðargjaldi. Útborgun sé þannig hagað, að 5% greiðist ári áður en inn er flutt, en síðan 5% á ári í þrjú ár. Lán Húsnæðismálastjórnar út á íbúðir þéssar sé afborgunarlaust, á með- an á útborgun stendur. Samið verði við Atvinnuleysistrygginga- sjóð um lánveitingar út á þessar íbúðir, er komi tii viðbótar lánum frá Húsnæðismálastjórn. 1 samn- ingum þessum sé tryggt. að lán út á þessar íbúðir geti orðið a.m.k. til 33ja ára, þ.e.a.s. þrjú afborgun- arlaus ár, en endurgreiðsla á 30 árum. Að öðru leyti séu kjörin hin sömu og á lánum Húsnæðismála- GERÐARDÓMUR í FLUGMANNADEILUtmi Fasta kauplð óbreytt — vinnutími styttur — aukavinnuþóknun Kjaradeila atvinnuflugmanna hjá Loftleiðum, sem fljúga CL- 44 (Rolls Royce 400) er nú loks til lykta leidd. Gerðardómurinn í deilunni hefur kveðið upp dóm og eru þetta heiztu atriði hans: Hin föstu laun flugmanna Loftlei'ða verða óbreytt. I öðru lagi fá flugmenn nú greiðslu, frá 175—350 kr., fyrir hverja aukavinnustund. í þriðja lagi styttist mánaðarvinnutfmi þeirra úr 95 stundum í 88 stund- ir. Gerðardómurinn, sem hæsti- réttur skipaði þrjá menn I hinn 12. maí síðastliðinn samkvæmt lögum Alþingis frá 4. maí sl. kom saman kl. 3 í fyrradag í skrifstofu Kjaradóms að Lauga- vegi 18 og felldi dóm. Með þeim úrskurði hefur verið bund- inn endahnútur á flækjur í um- deildri kjaradeilu. Sem kunnugt er fóru flug- menn á Rolls-Royce flugvélum Loftleiða í verkfall hinn 3. apríl vegna þess að samningar milli fulltrúa þeirra annars vegar og fyrirsvarsmanna Loftleiða h.f. náðust ekki. En með lögum nr. 18 frá 4. maí, sem fyrr segir, var boðið, að verkfall flug- ^m^npa þeirra, er hér um ræðir, værijóheimilt frá gildistöku lag anna. í annarri grein þessara laga var boðið að Hæstiréttur skyldi kveða þrjá menn í gerðar dóm, sem ákvæði kjör flug- manna á flugvélum af gerðinni R-R 400. Þessir þrír menn voru skipaðir f dóminn: Sveinbjörn Jónsson, hrl., Benedikt Sigur- jónsson hrl., og Svavar Pálsson, lögg. endurskoðandi. Flugmenn hófu störf þegar eftir gildistöku laga Alþingis (nr. 18/1965) en eigi varð sam- komulag um hámark flugtíma- fjölda. Urðu um þetta deilur. Hinn 17. maí s.l. tókst sam- • komulag milli aðila um það, að Agnar Kofoed Hansen skyldi skera úr til bráðabirgða. Hann ákvað síðan, að hámarks- flugstundafjöldi á mánuði skyldi vera 95 klst. og vakttími lengst 17 klst. á 24 stundum. Flugmenn á Rolls-Rooye-vél unum fóru hins vegar fram á, að hámarksflugstundafjöldi hverja 30 daga skyldi vera 60 klst. (til vara var gerð sú krafa, að hámarksflugstunda- fjöldi fyrir 30 daga yrði á- kveðinn 68 klst.) í kröfum sínum fóru flug- menn fram á, að þeim yrðu greiddar kr. 250 fyrir hverja flugstund. Og það munu þeir fá nú samkvæmt gerðardómnum í stað kr. 220.80, þ.e.a.s. flug- stjórar og aðstoðarflugmpnn ' kr 125 eins þg þeir fóru fram á. f kröfum um‘'fðsé ikúfí'flug- stjóra var far'ið fram á kr. 29. 200 á mánuði (fyrir fyrsta ár) og kr. 38 þús. á mán. fyrir 15. ár. Aðstoðarflugmenn skyldu fá 24.128.000 á mánuði. Gerðar- dómur ákvað að föstu launin skyldu vera hin sömu og sam- ið var um í fyrrasumar: Flug- stjórar skuli fá kr. 14.600- 19.000 á mán. (1.-15. ár) og að stoðarflugmenn kr. 12-14.200 þús. kr. miðað við starfsaldur. Gerðardómur ákvað, að Loft leiðir h.f. tryggi hverjum flug- manni þóknun fyrir 780 flug- stundir á ár'i. Ennfremur að „ef flugstjóri flýgur meira en 70 stundir á einhverjum alman- aksmánuði, skal auk framan- greinds flugstundagjalds, greiða honum þóknun er nem- ur krónur 350.00 fyrir hverja flogna flugstund fram yfir 70 flugstundir f mánuðinum. Að- stoðarflugmönnum skal greiða umrædda þóknun að hálfu mið að við flugstjóra." Ákvörðun gerðardómsins gild ir frá 4. maí 1965 til 1. febrúar 1966. Viðtal við formann Loftleiða Vísir hringdi í gærkvöldi í form. Loftleiða, Kristján Guð- laugsson, hrl., t'il þess að leita álits hans á úrskurði gerðar- dóms í kjaradeilu flugmann- anna á Rolls-Roycevélunum. „Ég hef ekki nema gott eitt um þetta að segja.“ Hann kvað báða aðila telja málið farsæl- lega til lykta leitt eftir atvikum „Að mínum dómi er þetta mjög skynsamlegur og vel unninn úr skurður af hálfu gerðardóms- ins. Ég get ekki nema lokið lofs orði á dóminn, — hann var vel undirbyggður í alla staði.“ stjórnar á hverjum tíma, sbr. þó lið 4). d) Yfirumsjón með framkvæmd þessarar byggingaráætlunar verði í höndum nefndar, er skipuð sé tveimur fulltrúum frá Húsnæðis- málastjórn, einum frá Reykjavík- urborg, einum tilnefndum af Al- þýðusambandi íslands og einum af fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Félagsmálaráðherra skipi formann nefndarinnar. Allur undirbúningskostnaður á vegum nefndarinnar og sérfræðilegra ráðu nauta hennar verð'i greiddur af Byggingarsjóði ríkisins og Reykja- víkurborg. 4) Unnið verði að því af hálfu ríkis og sveitarfélaga að tryggja láglaunafólki húsnæði, sem ekki kosti það meira en hóflegan hluta árstekna. í þessu skyni verði nú hafin endurskoðun laga um verka- mannabústaði og gildandi lagaá- kvæð'i um opinbera aðstoð vegna útrýmingar heilsuspillandi húsnæð- is með það fyrir augum að sam- eina til' frambúðar í e'inum laga- bálki og samræma öll ákvæði um opinbera aðstoð við húsnæðisöfl- un láglaunafólks, þar á meðal um þær íbúðabyggingar, sem um ræð 'ir í lið 3) hér að framan. Verði samkomulag um nýtt kerfi á þessu sviði væri rétt, að það tæki við framkvæmd þeirrar byggingaráætl unar, sem lýst er í l'ið 3) hér að framan. Ríkisstjórnin hafi fuljt samráð við verkalýðsfélögin um þessa endurskoðun laga um hús- næðismál láglaunafólks. Yfirlýsing í réttlætisins nafni verður ekki hjá því komizt að taka fram, að skoðanir á leikritum, sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu, sem mér eru lagðar í munn í grein eftir sænsk- an blaðamann, er var þýdd og birt í Vísi í fyrrad. tru þar settar fram algerlega á ábyrgð viðkomandi sænsks blaðamanns og eru mér því óviðkomandi. Sveinn Einarsson. Teknar úr umferð Hjá ýmsum bifreiðaeigendum Reykjavikurborgar hefur dregizt úr hömlu að koma bifreiðum sínum til skoðunar á tilteknum tíma og veldur þetta ýmiss konar óþægind um hjá Bifreiðaeftirlitinu og líka hjá lögreglunni. Nú er lögreglan tekin að fylgj- Eiginmaður minn, ast með þeim bifreiðum, sem ekki hafa komið til skoðunar á ákveðn. tíma. Héðan í frá mega þeir bif- reiðaeigendur, sem trassað hafa að fara með farartæki sín til skoð- unar eiga á hættu að bifreiðirnar verði stöðvaðar með lögregluvaldi og þeir sjálfir kærðir og sektaðir. KARL SIGURÐSSON, Ieikari, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. júlí kl. 13,30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Húsbyggingarsjóð Leikfélags Reykjavíkur. Minningar- spjöld fást á skrifstofu L.R., bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá raftækjaverzlun Júlíusar Björnssonar. Fyrir hönd föður hans og barna okkar, Anna Sigurðardóttir Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og minningarathöfn ÖGLU SVEINBJÖRNSDÓTTUR Rannveig Helgadóttir, Sveinbjörn Egilsson, Kristín, Ulfar og Helgi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.