Vísir - 10.07.1965, Síða 8
8
V í S I R . Laugardagur 10. júlí 1965.
<3
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Scbram
Aðstoðarntstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ö. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr. 6 mðnuðl
1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ilnur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f
Dýrkeypf samkomulag
þá hefur náðst samkomulag í kaupgjaids- og kjara-
málum við Dagsbrún, Hlíf og fleiri verklýðsfélög hér
sunnanlands. Það er gleðiefni að vinnufriður skuli
loks vera tryggður um hríð. Efni samkomulagsins er
hins vegar lítið gleðiefni. Þar er gert ráð fyrir 4%
beinni kauphækkun og vinnutímastyttingu, sem
nemur alls 9.1%. Hækkar tímakaupið þannig um
13.1%. Við þetta bætast alls kyns taxtatilfærslur,
aldurshækkanir og ýmis fríðindi þannig að kaup-
hækkunin er allmiklu meiri en 13%. Þetta mun þýða
verulega aukningu verðbólgunnar í landinu með.öll-
um hennar meinsemdum og fylgikvillum sem al-
kunnir eru, ef ekkert er að gert. I stað þess að vinna
að stöðvun verðbólgunnar hefur hér verið samið
um að halda henni áfram. í öðru lagi mun samkomu
lagið sliga útflutningsframleiðsluna og gera henni
torkleift mjög að keppa á erlendum mörkuðum,
nema til ráðstafana sé gripið sem rétta hlut hennar.
Kaupgjaldssamkomulagið á Norður og Austurlandi
miðaðist við um 11% kauphækkun Betur hefði
farið að því fordæmi hefði verið fylgt við sunnan-
samningana.
JJér við bætist að samkomulagið hefur þau áhrif
á vísitöluna að hún mun vegna verðtryggingarinnar
enn hækka kaupið um ca. 8% á næstu mánuðum í
viðbót við það sem um hefur verið samið. Það er
ekki fjandskapur við hið vinnandi fólk þótt bent
sé á að slíkar upphlaupshækkanir þolir ekkert efna-
hagskerfi án þess að riða til falls. Spurningin er því:
hve varanleg verður þessi kjarabót á næstu mánuð-
um?
Notkun félagsheimilanna
gkúli Þorsteinsson framkvæmdastjóri Ungmennafé-
lags íslands hefur nýlega gert félagsheimilin að um-
ræðuefni og sagt, að ugglaust mætti nýta betur þessi
milljónafyrirtæki í sveitum en nú er gert. Á sumrin
mætti nota þau fyrir æskulýðsbúðir og ef til vill
einnig fyrir gisti- og greiðasöluhús á þeim árstíma.
Þetta séu nokkuð dýrar byggingar til að standa auð-
ar og þannig notkun sé að skaðlausu fyrir þá aðra
starfsemi sem félagsheimilunum er ætluð. Hér eru
óvenju skynsamlegar tillögur á ferðinni. Sífellt er
verið að tala um nauðsyn þess að bæta úr hótel-
skortinum úti á landi. Og sumarbúðir fyrir kaup-
staðabörn skortir mjög. Er þetta ekki einmitt lausnin?
Herferð
gegn
hungri
í heim-
inum
„Hjálp til sjálfshjálpar“ eru
einkunnarorð 80 félagasamtaka
víða um heim, sem hafa á
stefnuskrá sinni aðeins eitt
mál — HERFERÐ GEGN
HUNGRI í HEIMINUM.
Á íslandi tók æskan málið
f sínar hendur, ÆSÍ og aðild-
arfélög þess stóðu nýverið að
stofnun félagasamtaka, sem
munu þegar þau eru komin á
fastan grundvöll standa fyrir
kynningarstarfsemi hér á landi,
fjársöfnun og öðru, sem gagnar
í baráttunni gegn hungrinu í
heiminum.
Fyrsti liðurinn í kynningar-
starfseminni er koma Danans
; : Kjeld B. Juul. hingað: látiááOdSfiij
Júul er gúðfræðihguSiiáð MsngfH!
' og yfirmaður þeirrar- rdeildaí '
FAO, Matvæla- og landbúnaðar
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
í Evrópu, sem hefur umrætt
mál á dagskrá sinni.
Hefur hann þegar haft tal af
ýmsum ráðamönnum hér á
landi og hefur ríkisstjórnin og
stjórnmálamenn allra flokka
heitið liðsinni sínu.
Á fundi með blaðamönnum
skýrði Juul frá því, að framtak
æskunnar á íslandi væri ein-
stætt og mjög hvetjandi, „því
að við beinum orðum okkar
sérstaklega að ungu fólki í
heiminum".
Juul skýrði frá þeirri ógn-
vekjandi staðreynd að helming-
ur jarðarbúa þjáist af hungri.
„Þetta er fólki ekki almennt
kunnugt um því er það einn
liðurinn í „herferðinni" að
gera þessa staðreynd ljósa
hverju skólabarni. Helmingur
meðbræðra þeirra þjást vegna
hungurs, 10—15% svelta, en
35—40% eru vannærð, vantar
bætiefni í fæðu sína“.
„Ástandið er ljótt, mann-
kynið missir tökin. á þessu
vandamáli, ef við gerum ekki
eitthvað og það innan tíðar.
Þetta er tímaspursmál, eftir 30
ár hefur tala jarðarbúa tvöfald-
ast“. Juul er bjartsýnn þrátt
fyrir þessar ömurlegu stað-
reyndir. En hann spyr: „Hvern-
ig getur heimurinn verið stöð-
ugur, þegar helmingur mann-
kyns þjáist?“
Herferðin gegn hungri í
heiminum hófst árið 1960 á
vegum Sameinuðu þjóðanna og
var áætluð fimm ára stöðug
barátta en nú þykir ekki van-
þörf á að bæta öðrum fimm
árum við. Margt hefur þegar
verið gert, kynningarstarfsemi,
gefnir út bæklingar og pésar,
sjálfboðaliðar sendir til þess
að kenna ýmsum þjóðum fram-
leiðslustörf, aðrir sendir til
þess að gera þeim vandamálin
ljós og hjálpa þeim í baráttunni
við hungrið. Þegar hefur 250
milljónum dollara verið varið í
herferðina gegn hungrinu.
„Við verðum að fá alla til
þess að taka þátt í baráttunni.
FAO vonar að íslendingar beini
sér gegn vandamálum í sam-
bandi við fiskveiðar, að hjálp
komi frá íslandi. Það er ekki
svo langt síðan að þið I’slend-
ingar áttu við sömu vandamál
að stríða“.
Á fundinum var rætt um fé-
lagssamtökin hér og á hvern
hátt þau munu verða rekin.
Skrifstofu hefur þegar verið
komið upp að Fríkirkjuvegi 11,
og er Jón Ásgeirsson forstöðu-
maður hennar. Á síðustu fjár-
lögum voru veittar 75 þúsund
krónur til hennar. Sigurður
Guðmundsson formaður nefnd-
arinnar hér gegn hungri f heim-
inum sagði, að enn hefði ekki
verið ákveðið hvernig Islend-
ingar myndu beita sér í barátt-
unni gegn hungrinu, hvort
kæmi til mála að velja eitt sér-
stakt land eins og t.d. Marokkó
eða dreifa hjálpinni, lagði hann
sérstaklega áherzlu á að ekki
væri verið að gefa ölmusu
heldur værj þétta hjálp til
sjálfsbjargar.
Á fundi með blaðamönnum. Frá vinstri Elías Snæland Jónsson, Jón Ásgeirsson, Kjeld B. Juul,
Ragnar Kjartansson og Sigurður Guðmundsson.