Vísir - 10.07.1965, Síða 11
Óstýriláta stúlkan
í HVÍTA HÚSINU
Hún er nokkurs konar drottn
ing hinna 24 m'illjón táninga í
Bandaríkjunum, sem líta á hana
sem tákn baráttu þeirra gegn
hinum fullorðnu.
Hún er nokkurs konar drottn
ing f augum eins valdamesta
manns heimsins. Sá er fað'ir
hennar.
Hún á það til að bregða sér
í hvers kyns djarfa og allt að
þvf ósiðsamlega dansa, t.d.
„Watusi.“
Hún fékk vilja sínum fram-
gegnt, tíu ára gömul, að nafn
hennar yrði stafað „Luc'i“, f
stað „Lucy“.
Hún varpaði sér nýlega til
sunds fullkleedd í Atlantic City.
Lögreglan lætur undan
Þegar Bitlarnir komu he'im til
Bretlands eftir 15 daga hljóm
leikaför til Frakklands og Spán
ar fengu þeir hjartanlegar mót-
tökur. Comet einkaþotan þeirra
kom 40 mínútum of se'int, vegna
þess hve hún var yfirhlaðin
minjagripum úr förinni. Þús-
imdir aðdáenda voru á flug-
vellinum, og af þéim höfðu
ER ÉG...
Er ég í verkfalli? spurði stúlku
kindin, eða er ég það ekk'i....
Kunningjastúlka mín fór nefni
lega í verkfall í morgun, uppá
von og óvon — var sem sagt
ekki alveg viss — en ef hún
hefur ruglazt í þessu, sem ég
ekki veit, þann'ig að hún sé f
rauninni ekki í verkfalli og hafi
bara sofið yfir sig, þá held ég
áreiðanlega að ég eigi að vera
í verkfalli 1 dag — en hún ekki
fyrr en á morgun .... Þetta er
nefnilega allt farið að snarsnú
ast í hausnum á mann'i og lái
það hver sem vill.... Ég get
sagt ykkur um bróðir minn til
daemis, hann vinnur við benzín
afgreiðslu og svole'iðis, skilurðu
óg honum skildist að þeim
hefði öllum verið ?tatt og
stöðugt verið lofað verkfalli
í tvo daga — en svo kom bara
á daginn að það voru bara þe'ir
sem vinna á sumum benzín-
stöðvum sem fengú verkfall og
hinir fá það ekki fyrr en ein-
hvemtíma seinna, og þá verður
kannski komin rigning ,.. Mér
finnst að það þurfi að skipu-
leggja þessi verkfallsfrí manns
mikið betur, svo að maður Viti
það hvort maður sé í verkfalli
eða ekki og hverjir séu i verk-
falli, annars er maður kannski
að rífa s’ig upp á morgnana til
að ná i næsta strætisvagn á eft
ir þeim, sem maður þarf að ná
í til að koma ekki of seinna en
það, að maður komist úr káp-
unni áður en yfirmaðurinn kem
ur — vitanlega missti maður svo
af þeim strætisvagni og verður
að bíða eftir þe'im næsta og
verður svo rétt á eftir yfirmann
inum inn úr dyrunum, en það
er önnur saga .... og svo þegar
kemur á vinnustað, er þar kom
inn vörður og t'ilkynnir manni
að það sé verkfall í dag. Eðd þá
að maður heldur að sé verkfall
og sefur framúr, og svo vaknar
maður við símann og það er
yfirmaðurinn og spyr ertu eitt
hvað veik? og vitanlega verður
aður að segja já, það sé þess’i
bölvaði vírus og svo missir
maður tvo þrjá daga — og það
sem sárgrætilegast er, kannski
tvo verkfajlsdaga — Nei, það
verður að skipuleggja þetta bet
ur, svo að maður v'iti hvenær
maður er í verkfalli og hvenær
ekki.
hundruð beðið í flugstöðinni
um nóttina. Þó ætlaði allt um
koll að keyra, er John kom
dansandi út úr flugvélinni f
búningi spánsks „flamenco-dans
ara“ og tók nokkur flamenco"
spor fyrir áhorfendur. Lögregl-
an reyndi að halda Uíiglingun-
um í skefjum, en eins og sjá
má á mynd'inni hefur einn kven
lögregluþjónninn gefizt upp og
tekið fyrir eyrun. Hún sagði síð
ar, að hávaðinn í unglingunum
hafi verið margfalt meiri en í
þotunni.
Hún bregður stundum á höf-
uð sér ljósri hárkollu, til að geta
skemmt sér e'ins og annað fólk,
án þess að vekja eftirtekt.
Hún á það til að fá stjórn-
málamennina í Washington og
foreldra sína til að skjálfa
vegna ummæla hennar í ræðum
á mannamótum.
Hún heitir Luc'i B. Johnson.
Faðir hennar er forseti Banda-
ríkjanna og nýlega átti hún 18
ára afmæli.
Eins og fram hefur kom'ið i
fréttum síðustu daga notaði hún
tækifærið, og lýsti þvf yfir á
afmælisdag'inn, að hún hyggðist
snúast til kaþólskrar trúar.
— Ég ákvað fyrir fimm árum
að gerast kaþólsk, en ég hef
þurft að nota tímann til að
venja fjölskylduna við þá hugs
un.
Ýmsir blaðamenn v'ilja halda
þvf fram, að hún spilli áliti
manna á Bandaríkjunum og for
setanum sé nauðsyn að ve'ita
henni strangt og gamaldags upp
eldi. t
En forsetinn segir:
— Ég elska Luci. Hún er
fæddur stjórnand'i og hefur f
vissum skilningi setið viðstjóm
völinn allt frá fæðingu. Ein-
faldasta leiðin til að umgangast
hana er að sýna henni ástúð ...
og undirgefn'i.
Luci segir:
— Ég veit að þau elska mig
og ég elska þau ,en slík venju
leg tengsl eru ekki allt. Ég er
bláeygð f brúneýgðri fjöl-
skyldu og er að ýmsu leyti ó-
lík þeim.
Luci á það til að segja ýms-
ar furðulegar og djarfar setn-
'ingar. Til dæmis svaraði hún
Luci dansar „vvatusi" við leik-
arann fræga Steve McQueen.
þvf til við fegurðarsamkeppni
er hún var að því spurð, hvort
forsetinn yrði v'iðstaddur krýn-
inguna.
— Ég veit það ekki. Ég veit
aldrei upp á hverju hann tekur,
og það veit hann ekk'i einu sinni
sjálfur.
jivert sem þer farið/hvenær sem þér farið
hvemigsem þerferðist ■■íbp
ferðaslysatrygging
Kári skrifar:
það er gott til þess að vita,
að skilningur manna á gildi
fslands sem ferðamannalands
er mjög að aukast og margs
kyns stofnanir svo sem ferða-
skrifstofur, flugfélög og hótel
gera margt til þess að hagnýta
þessa nýju gjaldeyris- og tekju-
lind.
Merkt landkynningar-
starf.
í hverjum mánuði koma í
bókabúðir nýjar bækur og bækl
ingar, sem gefin em út f kynn-
ingarmarkmiði og frágangi
þeirra bóka hefur farið afar
mikið fram upp á síðkastið. Til
að mynda em Surtseyjarbæk-
urnar íslenzku engu síðri en
samgildings bækur erlendar og
í undirbúningi mun véra ný
bók, „Directory of Iceland,"
sem er að mestu framtak ungra
manna með aðstoð ýmissa stofn
ana, er hag hafa af ferða-
mannastraumi og erlendum við
skiptum. Bók þessi er um það
bií 700 blaðsíður að stærð í
mjög stóru broti. Slíkt framtak
til kynningar á landi og þjóð
er f fyllsta máta lofsvert.
Gistiherbergi í skólum
Þó er einu atr’iði nokkuð á-
bótavant, en það em hótelin, þó
einkum úti á landi. Hótelskort-
ur er hér á landi yfir sumartím
ann og veitt’i sízt af að byggja
fleiri gistiherbergi, en eiftnig
þarf að sjá fyrir því, að húsrým
ið sé nýtt sem mestan hluta árs
ins. Ennfremur er verð á hótel
gisingu víða fullhátt miðað við
gæði hótelsins. Það þyrfti því
sem fyrst að hefjast handa um
að gera áætlun um endurnýjun
gistihúsa, og hafa þá jafnframt
hliðsjóh af húsnæðisþörf heima
vistarskólanna. Það hefur kom
ið í ljós, að séu heimavistarhús
skóla nýtt sem gist'ihús yfir
sumartímann, má í fyrsta lagi
bjóða þar tiltölulega ódýra gist
ingu, í öðru lagi bjóða nemend-
um fyrsta flokks húsnæði yfir
veturinn og f þriðja lagi má
með því afla tékna til ýmissa
framkvæmda við viðkomandi
skóla.
Þróuninni fylgt.
Hið nýstofnaða Ferðamála-
ráð undir Stjórn Lúðvígs Hjálm
týssonar mún um þessar mund
ir vlnna að endurskipulaghihgu
ferðamála hér á landi og ber
það ásamt öðru gleðilegan vott
um, að við hyggjumst ekki
standa í stað, en fylgja þróun-
inni svo mjög sem okkur hæfir.