Vísir - 24.07.1965, Side 9

Vísir - 24.07.1965, Side 9
 >**rrprm V IS IR . Laugardaginn 24. júlí 1965 ☆ JTyrir nokkru er komin út bók í Bandaríkjunum, sem vakið hefur feiki mikla athygli. Hún kall- ast ,The Founding Fat- her“ sem þýða mætti „Ættfaðirinn“. Bókin er eftir bandaríska blaða manninn Richard J. Whalen, sem er ritstjóri hins glæsilega mánaðar blaðs Fortune. í bók þessari segir hann sögu Kennedy-ættarinnar eins og hún er í raun og veru. Höf- undur segist hafa samið hana og gefið út vegna þess, að í þeirri dýrkun og lofgjörð sem upp hefur hafizt um Kennedy sérstaklega eftir hið sviplega fráfall hans sé ekki sagður sannleikurinn. Goðsagnir hafi myndazt um hinn látna forseta og allt beinist að því að gera hann að flekklausu ofurmenni. Sh'kt segir ekki rétta sögu. Whalen kveðst skrifa bók sína einungis til þess að sannleikur- inn fái að koma fram. Og þó ævi og starf Kennedy forseta verði ekki eins fögur fyrirmynd og fólk hefur ímyndað sér, þá virðist bókin ekki samin af neinni illgimi. Hún er fyrst og fremst saga um harða og stranga valdabaráttu og hún sýnir m. a. hve mikla þýðingu auður Kennedy fjölskyldunnar hafði til að ná völdunum. \7'aldabarátta Kennedy-fjöl- skyldunnar verður fyrst og fremst saga Joseph Kennedys föður hins látna forseta. Það var hann sem aflaði auðsins og hann ákvað einnig til hvers auðurinn skyldi notaður. Joseph Kennedy var fæddur í Boston, kominn af bláfátækum írskum innflytjendum. Faðir hans var sá fyrsti í ættinni sem kom sér sæmilega fyrir. Hann starfaði sem barþjónn og síðar gerðist hann áfengissali og Viskí-innflytjandi og efnaðist nóg til þess að geta sent son sinn á Harvard-háskólann. Þar lauk Joseph háskólaprófi í lög- fræði og kynntist mörgum ung- um mönnum sem síðar áttu eftir að gegna embættum og taka þátt ( stjórnmálum. En hin gömlu háskólakynni hafa Óskadraumur Josephs Kennedys rættist, Kennedy-fjölskyldan komst inn í Hvíta húsið og þar var þessi mynd tekin af meðlimum hennar, og mökum, með hinn aldna ættföður í miðjunni, við hll ð hans stendur sonur hans John, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna ÆTTFAÐIRINN jafnan verið honum mikilvæg. Á fyrri strfðsárunum gerðist hann starfsmaður í stjórn skipa smíðastöðvar, er smíðaði m. a. herskip fyrir bandaríska flot- ann. Hann þótti þar strax sýna afburða skipulags- og kaup- sýslúhæfileika. í þessu ' starfi kynntist hann m. a. þáverandi flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, það var ungur maður að nafni Franklin D. Roosevelt. Leiðir þeirra áttu eftir að liggja saman aftur. /tð lokinni fyrri heimsstyrj- öld hóf Joseph kauphallar- brask. Hann ætlaði sér að verða milljónamæringur áður en hann væri orðinn 30 ára og tókst það. Hann safnaði þó ekki auð- æfum auðæfanna vegna, heldur til þess að skapa sér og fjöl- skyldu sinni völd, virðingu og áhrif. Það myndi taka sinn tíma. Jafnvel þegar Joseph hafði safnað saman auðæfum sem námu 30 milljónum doll- ara, var honum ekki boðið í veizlur hjá fína fólkinu f Bo- ston. Hann og fjölskylda hans voru enn ekki álitin nógu fín. Það voru fyrst og fremst þessi viðhorf sem hann barðist gegn. Þeir skyldu verða að meta ætt hans einhvern tíma. í rauninni fyrirleit Joseph braskara og kaupsýslumenn. Honum fannst þeir grófir og fáfróðir og hugsuðu aðeins um að græða peninga. I augum Josephs voru peningarnir tæki til að skapa volduga ætt. Hann eignaðist níu börn og stofnaði hverju þeirra sjóð, sem var þannig hagað, að þegar þau væru orðin 45 ára átti að vera búið að greiða hverju barni hans út í nokkrum afborgunum 10 milljónir dollara í skattfríum rfkisskuldabréfum. Þannig tryggði hann, að böm hans þyrftu ekki að hafa áhyggjur af peningamálum, þau gætu beitt allri orku sinni að því að skapa veldi Kennedy-fjölskyldunnar. Takmarkið var að ættarnafnið Kennedy yrði skráð á spjöld sögunnar, það yrði ekki gert með því einu að aura saman fé og hggja á þvf eins og maura- púkar. Það skyldi nota auðinn til að afla sér valda. Börnin voru vel upp alin við ástúð í foreldrahúsum. Þegar þau urðu 21 árs fengu þau fyrstu milljón dollarana í hendur og urðu óháð foreldr- unum fjárhagslega. I uppeldinu var lögð áherzla á að vekja með þeim kappgirni og forustu löngun. Þeim var sagt að það væri engu betra að verða núm- er 2 í keppni en að verða síð- astur. Ef þeim tækist ekki að ná forustu í einhverri grein t. d. í íþróttum ýmsum, þá skyldu þau reyna fyrir sér á öðru sviði. Tjegar Joseph Kennedy fór að braska var ekkert eftirlit haft með kauphallarviðskipt- um. í flóknu iðnaðarþjóðfélagi er þörf fyrir braskara. Þeir eru eins konar loftþrýstingsmælar viðskiptalífsins, en forsendan fyrir því að þeir valdi ekki tjóni er að leikreglurnar séu haldnar. í Bandaríkjunum höfðu braskararnir hins vegar alveg frjálsar hendur, þangað til Roosevelt komst til valda Og Roosevelt fékk Kennedy í lið með sér. Það mátti segja að hann hefði það eins og hinir írsku konungar gerðu áður. Þeir fengu kraftmestu víking- ana í lið með sér sem land- varnarmenn gegn öðrum vík- ingum. Roosevelt skipaði Joseph Kennedy formann í nefnd sem hafði það hlutverk að hreinsa til f kauphöllinni og koma á heiðarlegri viðskipta háttum í fyrstu barskárum sínum tók Joseph Kennedy m. a. þátt í vmsum gróðasamtökum eða .Pools“ eins og það var kallað Joseph Kennedy þegar hann var sendiherra Band aríkjanna i London með tveimur elztu sonum sin- urn. Elzti sonurinn Joseph jr. er til hægri á myndinni. Hann féll i styrjöldinni. Vinstra megin er John eða Jack eins og hann var kallaður, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna Sagan af Jóseph Kennedy sem safnaði auoæfum tii oð skapa ætf sinni og virðingu Dæmi um starfsemi þeirra er m. a. sagan af glerverksmiðj- unni. Kennedy og félagar hans komu auga á glerverksmiðu sem hafði þörf fyrir aukið fjár- magn. Þeir tóku að selja hvor öðrum hlutabréf verksmiðjunn- ar eftir ýmsum krókaleiðum og verðið á hlutabréfunum fór stöðugt hækkandi, þangað til áhugi ýmissa verðbréfakaup- enda á þessu fyrirtæki fór að vaxa og þannig tókst þeim fé- lögum á endanum að selja hlutabréfin fyrir helmingi hærra verð en þeir höfðu gefið fyrir þau. Cvo kom kreppan mika sem flestir kaupsýslumenn töp- uðu á, en þvf var öðru vísi far- ið með Kennedy, hann græddi á henni. Það var vegna þess að hann var einn af fáum kaup- sýslumönnum, sem skildi hvert stefndi. Meðan hagfræð- ingar stjómarinnar og þeir , kaupsýslumenn sem mest álit fór af spáðu aukinni þenslu þótt ist Joseph skilja að hætta væri á ferðum. Hann vogaði þar enn mestum hluta fjármuna sinna, m.a. 5 milljónum sem hann hafði grætt á kvikmyndaiðnaði. Honum tókst að losa sig við mest af hlutabréfum sínum f tíma og stóð uppi sem vellauð- ugur maður, þegar hrunið kom og flestir kaupsýslumenn urðu gjaldþrota. Mesta gróðafyrirtæki hans var þó eftir seinni heimsstyrj- öldina. Þá höfðu hinif lærðu hagfræðingar spáð því að mikill samdráttur yrði í efnahags og Framh. á 7. síðu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.