Vísir - 26.07.1965, Qupperneq 5
VÍSIR . Mánudagur 26. fúlí 1965.
5
utlönd í niorgun
utlönd
í “morfáin
útlönd í .morgún
utlönd í morgun
Á morgun þriðjudag fer fram atkvæðagreiðsla í þingflokki fhaldsflo kksins brezka um eftirmann Sir Álecs Douglas-Home sem formanns
flokksins. Hér er mynd af honum f miðju, með tvo aðalkeppinautana sér á hvora hönd. Reginald Maudling til vinstri, til hægri Heath
en það verður líka keppt um þriðja mann eftir seinustu fréttum að dæma: Enoch Powell.
Brezki íhaUsHokkurinn kýs um
I ajnJk. þrjú
Enoch Powell hefur gefið kost á sér
í morgun er það aðalfrétt á
forsíðu Lundúnablaðanna, að
auk þeirra Edwards Heath og
Reginalds Maudling hafi kom-
ið fram uppástunga um Enoch
Powell sem flokksleiðtogaefni í
stað Sir Alec Douglas-Home
fyrrverandi forsætisráðherra.
hefur hann fallizt á að verða í
kjöri, en frestur til ákvörðun-
ar um, að menn gefi kost á
sér, rennur út í dag, en fyrsta
atkvæðagreiðsla í þingflokkn-
um fer fram á morgun.
Vekur það feikna athygli,
að Enoch Powell gaf kost á
sér, og ekki verður kosið að-
eins á milli Heath’s og Maud-
ling’s 1 fyrstu atkvæðagreiðslu.
Nú mun fyrsta atkvæða-
.greiðsla, þótt ekki fáist úrslit,
veita hinar mikilvægustu vís-
bendingar um fylgi þessara
þriggja manna hvers um sig
eins og sakir standa.
Blöðin ræða stefnu þessara
þriggja manna. Telja þá Maud-
ling og Heath fylgja hófsam-
legri íhaldsstefnu og auknu
frjálslyndi; en að farið sé með
gát, en Powell fylgjandi alger-
um kapitalisma.
Enoch Powell var heilbrigðis-
málaráðherra McMillan og
baðst lausnar á tíma Profumo-
hneykslisins.
Þingmenn dvöldust margir í
kjördæmum sfnum yfir helgina
til þess að kynna sér skoðanir
kjósenda sinna um .yal flokks-
formanns.
íhaldsflokkurinn mun gera
harða hríð að stjórn Wilsons
nú í vikunni undir umræðum í
neðri málstofunni. M.a. mun
hún verða gagnrýnd harðlega
fyrir ófullnægjandi ráðstafanir
til þess að halda dýrtíðinni í
skefjum og fyrir að svíkja ótal
kosningaloforð s.l. haust.
^ Seinasta myndin frá MAR-
INER IV barst á laugardag og
hafa þá alls borist frá honum
21 mynd. Geimfarið hefir feng-
ið „fyrirskipun" um að senda
á ný allar myndimar.
► 1 frétt frá Bonn segir, að
8 fyrrverandi fangaverðir í
Kulmhof-fangabúðunum i Pól-
landi hafi verið danndir í frá
13y2 mánaðar upp f 13 ára
betrunarhúsvinnu fyrir þátt-
töku í fjöldamorðum.
► Fjórir menn til viðbótar
hafa verið ákærðir fyrir að
hafa afskipti af flóttatilraun
lestrarránsmannsins Biggs. Eiga
þeir að svara til saka fyrir rétti
í London.
>► Bandariskur togari SNOOPY
með 12 manna áhbfn sprakk
aðfaranótt laugardags f loft
upp á Atlantshafi, — mun hafa
fengið tundurdufl í vörpuna.
Fjórir menn komust af.
íf> Rannsókn hefir leitt í ljós,
að sprengja mun hafa orsakað
flugslys, sem varð f British
Columbia fyrir nokkru, með
þeim afleiðingum, að 52 menn
létu lífið.
GENFARRAÐSTEFNAN UM AF-
Á MÖRGUN
VOPNUN SFTT
Bandaríkjamenn og Rússa
greinir á um leiðir
Sir Alec
var broshýr, er hann ræddi á-
kvörðun sína við fréttamenn á
dögunum.
Bandaríkin og Sovétríkin eru
algerlega á öndverðum meiði um
hvaða leið skuli fara til þess að
hindra að fleiri þjóðir fái yfirráð
kjarnorkuvopna f sínar hendur en
nú hafa þau.
EINBÝLISHÚS
Höfum til sölu einbýlishús í smíðum í SV
hluta borgarinnar. Eignarlóð. Glæsileg eign
Teikningar á skrifstofunni.
MÁLFLUTNINGS & FASTEIGNASTOFA
Austurstræti 14 . Símar 21750 og 22870.
Kvöldsímar 33267 og 35455.
j Tzraapkin aðalfulltrúi Sovétríkj-
| anna, sem kom til Genfar í gær
| til þess að sitja Genfarráðstefn-
| una um afvopnun, en hún verður
sett þar á morgun, sagði við
fréttamenn, að Sovétstjórnin skrif-
aði ekki undir neina samninga um
kjarnorkuvopn og afvopnun, nema
vestrænu þjóðimar hættu við á-
formin um kjamorkuflota Norður-
Atlantshafsbandalags með vestur-
þýzkri aðstoð.
Averill Harriman sérlegur sendi-
herra Johnsons forseta er nú í
Vestur-Þýzkalandi. Hann sagði við
fréttamenn i gær í Munchen, að
Bandaríkjastjórn vildi ekki falla
frá hugmynd sinni um kjarnorku-
flota Norður-Atiai^shafsbandalags
ins til þess að ná sámkomulagi við
Rússa um leiðir til þess að hindra,
að fleiri þjóðir en nú fái yfirráð
yfir kjarnorkuvopnum.
Harriman.
► Bandarísk Phantom-flugvél
var skotin niður yfir Norður-
Vietnam aðeins 65 km. frá
Iianoi. Bandarískur talsmaður
segir ekki ósennilegt, að henni
hafi verið grandað með eld-
flaug, sem skotið var frá jörðu,
en að undanfömu hafa verið
birtar fréttir um það, að verið
væri að koma upp eldflauga-
stöðvum sovézkum 1 grennd við
Hanoi.
í lok fyrri viku varð þýzk
kona, Helga Herzog, 22ja ára,
léttari í Lufthansa-flugvél, á
leið frá Frankfurt til New
York. Hún hafði verið að heim-
sækja skyldfólk f Þýzkalandi.
Flugþernan tók á móti og fékk
nauðsynlegustu leiðbeiningar
frá lækni í annarri flugvél f 250
km. fjarlægð. Þegar við kom-
una til New York var konunni
ekið í skyndi til sjúkrahúss.
► Kjarnorkusprengja var
sprengd neðanjarðar í Nevada-
auðninni f seinustu vikulok —
hin 15. á þessu ári.