Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 7
V1S IR . Fimmtudagur 29. júlí 1965.
☆
Nærri fjögur ár eru nú
liðin frá dauða Dag
Hammarskjölds fram-
kvæmdastjóra S. Þ. —
Hann fórst með svipleg-
um hætti og mátti segja
að öll veröldin væri
harmi og skelfingu sleg-
in, þegar það fréttist að
þessi frægi og vinsæli
maður væri dáinn í ægi-
legu f lugslysi inni í f rum
skógum Kongó.
Bráðlega fór það að kvisast
að ekki væri allt með eðlilegum
hætti um dauðdaga hans og
voru leiddar ýmsar líkur að því
að sprenging hefði orðið í flug
vélinni áður en hún hrapaði til
jarðar. Af þessu spruttu svo
sögur um það að leiguhermenn
M. Tsjombe hefðu skotið flug-
vélina niður, eða jafnvel komið
vítisvél fyrir í henni.
JJannsóknamefnd sem rann-
sakaði slysið kvað að vísu
upp úrskurð um að flugvélin
hefði farizt með eðlilegum
hætti, hún hefði snert trjátopp
og skollið til jarðar. En margir
Hin nýja kenning í Hammar-
skjölds-málinu gengur beinl. út
á það. að Hammarskjöld hafi
framið sjálfsmorð, hann muni
að líkindum sjálfur hafa komið
fyrir í farangri sínum vítisvél
Hún hafi sprungið og Hammar
skjöld náð því takmarki sínu
að deyja sem hetja.
Jþað sem ákveðnast styður
þessa kenningu eru vitnis-
burðir um að Hammarskjöld
hafi verið orðinn sálsjúkur síð-
ustu vikurnar sem hann lifði og
ennfremur það, að hann hafi
gengið með stórmennskubrjál-
æði, eða það sem kallað hefur
verið „Messíasar komplex". —
Hann er sagður hafa gengið með
þá hugmynd, að hann væri nýr
Kristur eða eftirmaður Krists
á þessari jörð. Þetta álit hlýtur
m. a. nokkurn stuðning I síð-
ustu bók Hammarskjölds, en
hann hafði lokið við að skrifa
hana rétt áður en hann dó. Má
benda á í þessu riti ýmsar mjög
einkennilegar setningar, sem
styðja þá skoðun, gð Hammar-
skjöld hafi ekki verið allskost-
ar heill á sálinni.
Jj’yrir nokkru birtist mjög at-
hyglisvert samtal í banda-
ríska blaðinu „Fact“, sem bregð
ur nokkru ljósi yfir erfiðleika
og sálarástand Hammarskjölds
síðustu vikurnar sem hann lifði
Samtalið er við sænskan hag-
fræðing að nafni dr. John Lind-
berg, sem hafði verið skólafé
lagi Hammarskjölds í bemsku
og starfaði síðar á lífsleiðinni
langtímum með honum bæði á
hann sæi enga aðra útleið en
dauðann?
— Ég skal reyna að svara
þessu: — Hammarskjöld skildi
handritið að bók sinni eftir til-
búið á skrifborði slnu I New
York. Aðra persónulega hluti
og skjöl skildi ha'nn eftir í
hótelherbergi sínu I Leopold-
ville. Hann tók ekker: með sér.
Svarið við því hvbrt hann
framdi sjálfsmorð eða ekki er
að finna I bók hans. Ef þér
lesið það og vitið að ha-nn hafði
lokið við það áður en hann
lagði af stað I slðustu ferð sína,
— ja, það er erfitt að ímynda
sér, að sá maður hyggist lifa
áfram, eftir að hann hefur skrif-
að slíkt.
— Já, sérstaklega slðustu
setningarnar...
— Þær hefur hann skrifað
með fullri vitund um að hann
væri að hverfa á vald dauðans.
Hann vissi það vafalaust. Vitið
þér, að hann var mjög snortinn
af goðsögnum (Myths)?
— Hvað meinið þér með því?
— Ja, hann vissi að dauði
hans myndi skapa það sem hann
þráði, goðsögn um hann sjálf-
— jþegar allt er tekið til
greina, — bók hans,
flug hans, byssukúlurnar, spil-
in, — þá lítur þetta út eins og
sjálfsmorð.
— Já, það lítur þannig út.
Og vitið þér, að hann var hald-
inn þessari hugsun um dauða
sinn.
— Eigið þér við, að úr þess-
ari löngun hans I dauðann hafi
Framdi Hammarskjöld sjálfsmorð?
drógu-þa& í efa að sú rannsókn
hefði verið heiðarleg. Fyrsta
rannsókn á slysstað hefði verið
framkvæmd af hvftum Ródesíu-
mönnum, sem hefðu verið
hlynntir Tsjombe og hinum
hvítu málaliðum. Þeir hefðu þvi
reynt að leyna og fela sönnunar
gögn sem bent hefði til sektar
leiguhermánna.
Þannig mátti segja að engin
endanleg skýring hefði fengizt
Íá málinu, sem allur almenningur
sætti sig við og tryði. Hefur
málið síðan virzt óútkljáð. Eng
inn veit með vissu, hvað gerð-
ist.
En nú fyrir nokkru hefur ný
kenning skotið upp kollinum
varðandi það, hvað gerðist I
flugvélinni yfir frumskógum
Kongó. Hin nýja kenning er æði
geigvænleg og menn hrökkva
við þegar þeir heyra hana.
Kannski leiðir hún til engrar
endanlegrar niðurstöðu. Hins
vegar ber því ekki að neita að
hversu ógeðfelld sem hún er, þá
er hún studd furðu mörgum
rökum.
vegum sænsku ríkisstjómarinn-
ar og síðast starfaði Lindberg
hjá Hammarskjöld við Samein-
uðu þjóðirnar og hafði mikil
persónuleg samskipti við hann.
Samtalið fer nú hér á eftir:
— TJr. Lindberg. Það er margt
^einkennilegt I þessari síð-
ustu bók Hammarskjölds. Hald-
— Haldið þér að þessi ímynd-
un hafi gert honum ómögulegt
að rækja starf sitt?
— Það þarf ekki að vera.
Hann hafði vissulega þá ímynd-
un, að hann væri að halda á-
fram verki Krists, en við rækt
starfa sinna virtist hann á ytra
borði alveg eðlilegur þótt hann
væri það ekki innra með sér.
komið fram eins og hann hefði
ekki verið talinn normal. En
hann var I of hárri stöðu til
þess að hægt væri að leggja
sama mælikvarða á hann og
aðra menn. Venjulegur maður,
sem hefði verið haldinn sömu
ímyndunum og hann hefði verið
talinn geðveikur.
Nýjar og furðulegar kenningar um flugslysið
í Kongó sem styðjasf við margvísleg rök
ið þér, að hann hafi síðustu
daga lífsins verið búinn að
missa sambandið við veruleik-
ann?
- Já, ég held það.
— Bókin bendir til þess, að
hann hafi haft Krists-komplex.
— Já, hann ímyndaði sér, —
eða það sótti á hann sú ímynd-
un, að hann væri nýr Kristur.
— Haldið þér að hann hafi
verið heilbrigður andlega undir
lokin?
— Það er erfitt að svara því.
Hvenær er maður eðlilegur og
heilbrigður? Hann gat rækt starf
sitt. En gat hann séð takmörk
sín? Maður, sem hefði ekki ver-
ið eins valdamikill, minni mað-
ur en Hammarskjöld en hefði
— TTaldið þér, að Hammar-
skjöld eigi sjálfur þátt í
því að flugvél hans hrapaði?
— Hm, ég — hm, ja. Ég hef
oft verið að velta þessu fyrir
mér. Bæði ég og kona mín, sem
þekkti hann einnig mjög vel,
höfum oft verið að íhuga þetta.
— Haldið þér. að ástand hans
hafi verið orðið svo slæmt, að
FYRSTA ÁFANGA NÝJA MENNTA
SKÓLANS LOKIÐ NÆSTA VETUR
— Rektorsembætti beggja menntaskólanna í Reykjavík laus til umsóknar
skapazt ákveðin áætlun, sem
hann framkvæmdi?
— Það hlýtur að vera svo.
Þegar nálgaðist endalokin gekk
hann á þunnum ís og að lokum
held ég að ísinn hafi brostið.
— TTefði Hammarskjöld getað
borið sprengiefni eða
vítisvél um borð í flugvélina.
— Ja, hm .. . Þér þekkið sam
band hans og lífvarða hans ...
Ég veit ekki hvernig hann hefði
átt að gera það, það er of dul-
arfullt. Þegar maður hefur lesið
bók hans og þekkt hann, og ég
þekkti hann frá því hann var
ungur, þá skildi maður að það
þýðingarmesta fyrir hann var
að fá að deyja á einhvem stór-
fenglegan hátt.
— Þér haldið þetta, að hann
hafi viljað deyja á stórfengleg-
an hátt?
- Já, hann var haldinn þeirri
hugsun. Og hann var einnig
mjög stoltur maður, vonbrigðin
og mistökin I Kongó vora miklu
erfiðari fyrir hann en dauðinn.
_ /~|g að lokum, hvaða álit
höfðuð þér á Hammar-
skjöld sem manni og persónu?
— Hann var mjög kaldur mað
ur... þó að hann hefði þessar
rómantísku tilhneigingar.
— Haldið þér að kynvilla hafi
staðið að baki flótta hans frá
veruleikanum?
- Já, ég held það. Ég held
að hann hafi vegna þess verið
þjáður af sektartilfinningu.
— Og haldið þér að það hafi
styrkt dauðaþrá hans?
— Já, það hugsa ég.
Nokkur tilboð hafa borizt i hina
nýju menntaskólabyggingu við
Hamrahlíð I Reykjavík, en ekki
áefur enn verið ákveðið hvaða til-
boði verður tekið. Húsið er teikn-
að af Skarphéðni Jóhannssyni arki
tekt, og er gert ráð fyrir að byggt
verði I áföngum. Reynt verður að
koma fyrsta áfanga frá eigi slðar
en um miðjan næsta vetur, en
ekki er hægt að ákveða endanlega,
hve langan tima tekur að fullreisa
skólann.
Menntaskólinn við ' Hamrahlið
verður sérstök náms-tofnun og án
nokkurra verulegra tengsla við M.
R. Tilboð hafa öll verið lögð fyrir
ráðherra, og er beðið ákvörðunar
svo unnt sé að hefja framkvæmdir
hið fyrsta.