Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 10
1C V í S I R . Fimmíudagur 29. júlí 19fi5. borgin aag gin aag borgin í dag Næturvarzja vikuna 24.-31. júli Lyfjabúðin Iðunn 22.30 Fréttir 22.45 Kvikmynd: „To Much Har mony“ !Z • eitMQUiC'ðasssMttm HÖGGMYND!! iÁrnab heilla ÍJtVtirpið £t\’ Fimmtudagur 29. júlí. Fastir Iðir eins og venjulega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsve'itir leika. 20.00 Daglegt mál Svavar Sig- mundsson stud, mag. flyt- ur þáttinn. 20.05 Tvö stutt hljómsveitar- verk eftir Delius. 20.20 Raddir skálda. 21.05 Svíta nr. 3 í C-dúr fyrir einléiksselló eftir Bach. 21.30 Skósmiðurinn, sem varð prófessor Hugrún skáld- kona flytur síðara erindi sitt um William Carey. 22.10 Kvölds.: „Pan“ eftir Knut Haméun Óskar Halldórs- cand. mag les. 22.30 Djassþáttur 1 umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23,00 Dagskrárlok._____________ Sjónvarpið Fimmtudagur 29. júlí. 17.00 Armed Forces Militarty Report. 17.30 Fræðsluþáttur um komm- únisma. 18.00 To Tell The Truth. 18.30 Fræðsluþáttur. 19.00 Fréttir. 19.30 Beverly HiIIbillies. 20.00 Dupont Cavalcade. 20.30 The King Family. 21.30 The Defenders. # # % STJ Um sumartímann leggjast venjulega niður flest allar lista verkasýningar eða a. m. k. reyn ist það svo hér á landi. í hin- um stóra heimi er samt sem áð ur alltaf nóg um að vera í heimi listarinnar og hér á mynd inni sjáum við höggmynd sem á eftir að prýða sali Nútíma- listasafnsins í París næstu vik ur Þar sýna 40 ungir lista- menn í fyrsta skipti verlt sín. Þann 17. júlí voru gefin sam an í hjónaband af séra Garðari Svavarsyn’i ungfrú Heiða Bjöms dóttir og Dr. Gay J. Wunaman. Fleimili brúðhjónanna verður Öxnard Air Force Base, Cali- fornia. (Studio Guðmundar). Spáin gildir fyrir föstudaginn 30. júlí. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Eitthvað það, sem þú hef ur með höndum, þarf náinnar athugunar og aðgæzlu við. Farðu þér hægt varðandi allar ákvarðanir og gerðu þér far um að athuga vel það, sem ekki liggur ljóst fyrir. Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Ekki er ósennilegt, að þe’ir, sem þú annt, komi þér að ein- hverju leyti að óvart, og gæti það orðið til þess að afstaða þín til þéirra breytist nokkuð. Gerðu ekkert nema að yfirveg uðu ráði. Tvíburamir, 22. mai til 21 júní: Athugaðu sem bezt allar leiðir og ráð til að koma efna hag þínum á sem öruggastan grundvöll í framtíðinní. Vertu viðbúinn ófyrirsjáanlegum atvik um, sem breytt geta áætlunum þínum. Krabbinn, 22. júnf til 23. júli: Þú ættir að varast að stofna sambandi við vini og þína nán ustu 1 hættu með vanhugsuðum og skjótráðnum ákvörðunum. Það er ekki víst að þú sért eins öruggur og þú sjálfur heldur. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Gættu vel fjármuna þinna og tefldu hvergi á tvær hættur í peningamálum. Vertu ekki ginn keyptur fyrir glæsilegum til- lögum annarra, þeir ætla sé ef laust drýgstan hluta af ágóðan um. Meyjan, 24. ágúst til 23 sept Það veltur miídð á afstöðu þinni til þess, sem nú er að ger ast í kringum þig. Þú ættir ekki að vera of fljótur á þér að láta í ljós álit þitt, hyggi- legra að bíða um stund átekta. Vogin, 24. sept til 23. okt.: Farðu gætilega i öllum skipt- um við þá er þú þekkir ekkert eða lítið eitt. Forðastu ósam- komulag, reyndu að gera þitt til þess að allt gang'i sem átaka minnst, en hafðu þig lítið i frammi. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Þú ætitr að undirbúa fyrir há- degið þátttöku þína í nokkrum mannfagnaði í kvöld, ef þér stendur slíkt til boða. Farðu gætilega í skiptum við vin, sem á það til að vera dálitið sér- sinna. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Haltu þig sem mest frá margmenni, leitaðu næðis og hvíldar í félagi við maka þinn eða átsvin. Gættu þess að vekja hvorki afbrýðisemi eða gremju, sýndu skilning og nærfærn’i eft ir megni. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Fyrir hádegið er góður tími til allra framkvæmda og ættirðu að notfæra þér það sem bezt, því að ekki er ósennilegt að margt geti orðið til að tefja fyrir, þegar líður á daginn líð- ur. Vatnsberinn, 21 jan. til 19 febr.: Gefðu nánan gaum að öllum útgjöldum, og láttu aðra taka þátt í öllum kostnaði sem þeim ber. Þú ættr að forðast að taka á þig skuldbindingar annarra vegna fyrri hluta dags ins. Fiskamir, 20 febr. til 20 marz: Samband þitt við aðra, sem þú umgengst náið, getur tekið miklum breytingum er á daginn líður. Láttu þér ekki við bregða þó að eitthvað óvenju- legt og óvænt gerist með kvöld inu. Þann þfiðja júlí voru gefin sam an í hjónaband af séra Frank M. M. Halldórssyni ungfrú Kristín Guðbjörnsdóttir og Cecil V. Jóns son Háaleitisbraut 26.(Studio Guðmundar). KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Kvöldsala vikuna 26.júlí-31. júlí Verzlunin Lundur, Sundlaugavegi m VIÐTAL DAGSINS Grétar Hafsteinsson Litla ferðaklúbbnum — Þið ætlið í Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina? — Já, við höfum farið þang- að þá helgi frá byrjun eða síð an klúbburinn var stofnaður vofið 1961. Þetta er núna fjórða starfsárið. — Hver er meðlimatala- tala klúbbsins? — Meðlimir hafa talizt á milli 4-5 hundruð og starfsemin er alltaf að aukast. — Eykst meðlimatalan ekki alltaf fyrir hverja ferð? — Jú, jú en aðrir en með- limir geta ferðazt með, ef þeir hlýta settum reglum. Og ef fólk fer í þessar ferðir fær það yfirleitt áhuga. — Hvaða reglur eru það sem þið hafið? — Áfengisneyzla er bönnuð og svo erum við með aldurs- takmark sem miðast við 15 ár. Þetta eru helztu punktamir. Við reynum að gefa ungu fólki kost á því að skemmta sér á heilbrigðan hátt. — Hvers vegna miðið þið ald urinn við 15 ár? — Við teljum það hlutverk skólanna að hafa ofan af fyr- irir unglingum sem ekki hafa náð þessum aldri. Við erum leiðbeinendur og tökum ekki fram fyrir hendurnar á forráða mönnum skólanna. Þetta hefur þróazt svona yngri en 15 ára eiga ekki samleið með eldri meðlimum en mikið af þeim er á aldrinum 16-18 ára og getur verið allt upp í sextugt. Við höfum fasta starfandi meðlimi allt upp í sextugt og þeim líkar bara vel, þeir eldri geta alveg eins brugðið á léik og þeir yngri. — Þið sjáið fyrir skemmtun um á þessum ferðum ykkar? — Meiningin er að ungl’ing- arnir skemmti sér sjálfir, það er farið í leiki, gönguferðir oft hefur einhver í ferðinni með- ferðis gftar eða harmoniku og það er sungið og trallað jafn- vel kvéiktur varðeldur eða rabbað saman yfir kaffibollun um. — Og í Þórsmörk hvað verð ur þar til skemmtunar? — Okkur hefur verið úthlut að svæði í Þórsmörk og þar verðum við með okkar skemmti krafta m. a. aðkeypta hljóm- sveit í þetta sinn. — Hversvegna? — Við höfum ekki neitt sam bærilegt innan klúbbsins á móti hinum aðilunum og þess vegna finnst okkur þetta sanngjarnt vegna þess að það er engin sam vinna m'illi þeirra aðla, sem flytja fólk inn i Þórsmörk. Við ætlum að standa í okkar stykki. — Nú hafið þið einnig vetr- arstarfsemi? — Við höfum byrjað á haust in með að hafa myndakvöld. En í öllum ferðunum er reynt að taka kvikmynd. Klúbburinn hefur eignazt sína eigin kvik- myndatökuvél og sýningarvél og eigum núna allgott safn kvik mynda úr þessum ferðum. Á myndakvöldunum sýnum við kvikmyndir frá sumrinu og jafnvel eldri myndir líka. Við höfum líka haldið skemmti- kvöld, haft aðstöðu hjá Æsku- lýðsráði. Einnig haldið böll og þurft að fá húsnæði úti í bæ því að þátttakan hefur komizt upp í 250-300 manns. 12, Verzlunin Ásbyrgi, Laugavegi 139, Verlzunin Þróttur. Samtúni 11, Verzlun Guðm. Guðjónssonar Skólavörðustíg 21a, Verzlunin Nova, Barónsstíg 27, Vitastlgs- búðin, Njálsgötu 43, Kjörbúð Vesturbæjar, Melhaga 2, Verzl- unin Vör, Sörlaskjóli 9, Melabúð in, Hagamel 39, Verzluriin Víðir Starmýri 2, Ásgarðskjötbúðin, Ásgarði 22, Jónsval. Blönduhllð 2, Verzlunin Nökkvavogi 13, Verzlunin Baldur, Framnesvegi 29, Kjötbær, Bræðraborgarstíg 5, Lúllabúð. Hverfisgötu 61, Silli & UTLA KRGSSGÁTAN Lárétt. 1. skip, 7. greinir, 8. Ijóða, 9. tveir eins, 10. hljóða, 11. ríki, 13. kona, 14. tve'ir hljóð stafir, 15. atviksorð, 16. tíma, 17. tognar. Lóðrétt. 1. glóð, 2. greinir. 3. söngfélag, 4. drykkur, 5. kvika, 6. á eftir, 10. fiskur, 11. elska, 12. maður, 13. þar til, 14. heiður, 15. fangamark, 16. utan. TILKYNNING 7V6 / PIB 'comiMUl Manstu, þegar við vorum trúlofuð, Edwin ... ? Verð fjarverandi i 3-4 vikur. Vottorð verða afgréidd í Nes- kirkju á miðvikudögum kl., 6-7 Kirkjuvörður er Magnús Kon- ráðsson. Sími hans er 22615 eða 17780. Jón Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.