Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 8
53 V I S I R . Fimmtudagur 29. júlí 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Málgagn ósannindanna JTyrir nokkrum dögum var á það bent hér í Vísi hve fráleitar þær fullyrðingar Tímans væru að dýr- tíðin í landinu stafaði af ríkis- og bæjarsköttum. Nefnd var sú alkunna efnahagslega staðreynd, að skattar virka einmitt á þann veg að draga úr verð- bólgu og þenslu í þjóðfélaginu en magna hana ekki, svo sem Tíminn hefur af fágætum þekkingarskorti haldið fram síðustu daga. Þessum upplýsingum Vís- is hefur Tíminn reiðzt svo, að í gær heldur blaðið því fram að Vísir hafi sagt að ofsköttun væri mikil- vægt hagstjórnartæki! Hér er vitanlega farið með bein ósannindi, hlutunum snúið við og til langsóttra hártogana gripið til þess að verja vondan málstað. Er það vissulega ekki að ósekju að á Tímanum hef- ur lengi legið fréttafölsunarorð. Það vita allir lands- menn nema ef til vill sá þröngi hópur, sem að Tím- anum stendur, að verðbólga síðustu ára stafar af því, að röng efnahagsstefna var lengi rekin í þjóð- félaginu. Falskt gengi krónunnar, höft og hömlur á sviði atvinnulífsins og ábyrgðarlaus stefna í kaup- gjaldsmálum áttu drýgstan þáttipp j því að magna verðbólguna hér á landi. Viðreisnarstefnan hefur leyst úr mörgum þessara vandkvæðá^ komið éfria- hag þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grund- völl og leyst höft eysteinskunnar af þjóðinni. Það hefur tekizt þrátt fyrir sífellt skemmdarstarf Fram- sóknarflokksins síðustu sex árin. Má m. a. minna á tillögur hans á þingi í vetur um að auka útgjöld ríkis- sjóðs um 220 millj. króna. Það hefði þýtt, að þyngja hefði orðið verulega skatta á landsfólkinu til þess að vega upp á móti slíkum útgjöldum. Málgagn slíks flokks ætti því að fara varlega í því að tala um of- sköttun. Það var einmitt ofsköttun, sem Framsókn- arflokkurinn hugðist kalla yfir þjóðina í vetur með fyrrgreindum tillögum, í fullu samræmi við áratuga kjörorð Eysteins Jónssonar í fjármálum þjóðarinnar. Edward Heath Jjáttaskil eiga sér nú stað í brezkum stjórnmálum. Sir Alec Douglas Home hefur látið af embætti flokks- formanns íhaldsflokksins og i dag verður Edward Heath valinn formaður flokksins. Hann hefur vakið athygli á sér undanfarin misseri fyrir að vera mikil! málafylgjumaður og þótt mikið foringjaefni. Ekki sízt þótti hann leysa hlutverk sitt vel af hendi sem formaður brezku samninganefndarinnar í Efnahags- bandalagsviðræðum Breta í Bríissel í fyrra. Með vali hans undirstrikar íhaldsflokkurinn, að hann kýs nána samvinnu við Evrópuríkin á efnahagssviðinu. Ungir menn verða nú áhrifamestir í flokknum. menn nýrra hugmynda og nýrrar stefnu. Undir þeirra stjórn mun Bretland kasta ellibelgnum, því allir eru sammála um, að vart verði stjórn Harolds Wilsons langlíf í landinu. Edward Heath, hinn nýi leið- togi brezka íhaldsfl. -i.i.í- ítiljr 1 nTIiiu^u • uiiiJ gO iio'i ííí ijisiit. ^Z/ moéi .ffiuífisb -ÍO ftnr Fyrsta atkvæðagreiðsla um nýjan leiðtoga Ihaldsflokksins brezka fór fram í fyrradag, svo sem greint hefir verið í fréttum, og fékk Edward Heath flest at kvæði, 150, en skorti 10 til þess að kosning væri gild. Var þá ákveðið að ganga til atkvæða á ný í dag (fimmtudag), en raunar var talið fullvíst þegar í fyrrakvöld, að Heath yrði þá fyrir valinu gagnsóknarlaust þar sem ekkert benti til, að nýr frambjóðandi myndi skjóta upp kollinum, en keppinautar Heath’s þeir Maudling og Po- well, höfðu viðurkennt sigur hans og dregið sig í hlé. Þess er að geta, að Enoch Powell er úr hinum frjálslyndari armi flokksins — hinum sama og Heath — og ætluðu því margir fyrir atkvæðagreiðsluna í fyrradag, að hann myndi draga frá Heath og Maudling græða á þvl, en Powell fékk ekki nema 15 atkvæði og tefldi Heath ekki í neina hættu. Ýmsar raddir heyrðust um það, að óheppilegt væri, að pip- arsveinn skipaði sess forsætis- ráðherra í nr. 10 Downing Street en þann sess myndi Heath skipa yrði hann valinn flokksleiðtogi og íhaldsflokkur inn kæmist aftur til valda. í- haldsblöðin sem studdu Maudl ing létu þess getið, að hann ætti „fagra konu, fagra dóttur og 3 syni á skólaaldri", en stuðn ingsmenn Heath’s segja að Maudling sé ekki skarpgáfaður eins og hann né eins mælskur og hvassyrtur. Gagnrýninni á Heath svaraði Times á þá leið, að þjóðin hafi þörf fyrir áhuga- og atorkusaman ieiðtoga, en ekki „húsfreyju f nr. 10 Down- ing Street“. „Kosningabaráttan” var stutt en engin deyfð yfir neinu, enda varð að hafa hraðan á. Margir þingmenn voru í kjördæmum sínum um seinustu helgi og kynntu sér skoðanir kjósenda sinna. Skoðanakannanir íhaldsblað- anna Daily Expr. og Daily Mail reyndust miður áreiðanlegar. Úrslit skoðunarkönnunar Daily Express sýndu tildæmis, að Maudling hafði 14 stig (points) fram yfir Heath. Stewart Steven sem skrifaði um þetta í blaðið sagði, ag þegar kæmi í Ijós vilji 11% þingmanna flokksins, sem hefðu ekki ákveðið sig, mætti bu ast við að fylgi Maudlings reynd ist enn meira. í fréttum blaðsins kom þó fram, að stuðningsmenn Heath’s voru í snarpri sókn und ir lokin. ihaldsblaðið Daily Express leitaði álits þingmanns úr flokki jafnaðarmanna, Maurice Edel- man’s. Hann komst m. a. svo að orði: Um eitt geta menn verið viss- ir, að atkvæðagreiðslan er for- leikur almennra þingkosninga. Þingmenn I'haldsflokksins munu þess vegna íhuga tvennt aðal- lega í fari frambjóðendanna: Hæfileika þeirra til þess að skilmast við Wilson í neðri mál stofunni og hæfileika þeirra til forustu í almennum þingkosn- ingum. Edelman segir þingmann úr Verkalýðsflokknum eitt sinn hafa kallað Heath hinn ,.bros- hýra mann — með hnífinn á lofti“. Þetta sé styrkur hans og veik leiki í baráttu — sem stjóm- málamaður þreytist hann ekki á í umræðum að ,beita hnífnum* til þess að komast að markinu, hvort sem málið sé sammarkaðs mál eða fjárhagslögin eða önn- ur mál — og alltaf brosi hann, — en hann „slappi ekki af“. Hann tali rökfast og af mikilli mælsku, en oft svo hratt að menn geti ekki fylgst með, hann sé „stundum þrisvar sinnum of gáfaður fyrir þá, sem hann er að ávarpa. Hlustendur hans heillist án þess að skilja". — Edelman kvað miðstéttirnar vilja öruggan leiðtoga, vinsam- legan, vel gefinn .áreiðanlegan mann og vel á sig kominn, sem velji sér fjandmann „af réttri tegund." Hann fer ekki dult með að kratar vilji heldur „Réggie" en „Ted‘. * — Er Maudling latur?, spurði hann — og svarið: Hann virðist ekki vera það á þingi. Stórir menn séu oft þyngri á sér en menn í léttvigtarflokkum — en þeir greiði þyngri högg. I greinarlok gaf Edelman 1 skyn ,að hann óskaði þess að Ted ynni en myndi hætta aur- unum sínum á, að Reggie sigrað/ Heath er aðeins 49 ára. Hann á ekki áhrifafólki að þakka, að hann hefir náð þessu marki, hvorki auðs eða aðalsfólki Hann er sprottinn upp úr jarð- vegi miðstétta og alþýðufólks og barist til mennta og sigurs af eigin ramleik, tileinkaði sér fljótt venjur og alla háttu menntaðra manna og stjórn- málamanna. Og víst er, að hinn gáfaði og mælski forsætisráð- herra Harold Wilson hefir feng- 1 ið snarpgáfaðan, orðhvassan og skeleggan andstæðing þegar Heath tekur við sem leiðtog/ stjómarandstöðunnar. — 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.