Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 9
V{SIR . Fimmtudagur 29. júlí 1965. „Og hér er svart- ur sandur, sem er hvergi annars- staðar í Evróna" Rabbab v/ð nokkra tjaldbúa Þau drifu sig í að tjalda, þegar þau höfðu lagt bílnum. Tjaldstæði Reykjavíkurborg- ar virðist ætla að koma að þeim notum, sem til var ætlazt þegar það var skipulagt. 1 gær, þegar tíðindamenn blaðsins komu þar við, voru tólf tjöld þar fyrir og skömmu síðar kom bíll akandi og innan skamms var tjöldun hins þrettánda vel á veg komin. Ekki sást lífsark með neinu í byrjun, og virtust, sem allir tjaldbúar væru fjarverandi. Tjöldin voru rammlega reimd saman og jafnvel sáum við hengilás fyrir einu. Ekki var á- litlegt að freista inngöngu en það leystist von bráðar úr þess um vanda. Úr fjarlægð sáum við mann koma arkandi með poka af eplum í annarri hendi og mjólkurhyrnu í hinni, þótt- umst við kenna að þar myndi einn tjaldbúi vera kominn og biðum færis að grípa hann glóð volgan. Ekki var hann sérstaklega ís lendingslegur að sjá svo að við spyrjum fyrst. — Talarðu ensku? Ofurlítill undrunarsvip- ur kemur á hann, en svo brosir hann og játar. Heinz Ahlbrecht er 22 ára Þjóðverji og kom hing að á sunnudagsmorgun og ætl ar að dveljast hér til mánaða- móta ágúst og september. — Eldarðu sjálfur?, segjum við um leið og við gjótum aug unum að eplapokanum, sem hann er með í hendinni. — Ég þarf ekki mikið til mín einstaka sinnum kaupi ég mér heita máltíð en annars kaupi ég ávexti, brauð og mjólk. — Hefurðu ferðazt eitthvað um landið? — Ég fór á puttanum austur á bóginn að Gullfossi og Geysi. — Hvernig er að ferðast þann ig? — Það er það bezta, þá kynn ist maður betur fólkinu, það skapast kynni, sem ekki verða, þegar maður fer með áætlunar- bílum, ég hef ferðazt svona á hinum Norðurlöndunum. — Hvar hefurðu verið? — Ég hef verið í Finnlandi, Sviþjóð og Danmörku, þaðan fór ég með fiskibát til Færeyja' og kom hingað með Kronprins OI- av. — Hvernig kanntu við þig hérna á tjaldbúðarsvæðinu, er nokkurt ónæði eða hávaði af aðvífandi fólki? — Ágætlega. Það er enginn hávaði nema sá, sem við gerum sjálf. Það er hérna Englending- ur í næsta tjaldi, sem ég hef kynnzt, hann er ekki heima núna, hann vinnur við höfnina, svo eru hérna nokkrar franskar stúlkur með tjald, en þær eru núna í Vestmannaeyjum. — Hvert er ferðinni heitið næst? — Ég ætla að fara norður í land til Mývatns og kannski austur fyrir. — Ferðast allan tímann? — Nei, ég ætla að reyna að fá vinnu, eitthvað sem er vel launað. — Svo þér líkar lífið vel og hefur ekki yfir neinu að kvarta? — Nei, nei, en lyktin hérna er ekki góð, og hann lítur í átt ina að strompnum mikla á Kletti Við eitt tjaldið er mikið af pottum og pönnum og öðrum matarílátum, við lítum inn um tjaldskörina og sjáum að þar liggur einhver endilangur og er að lesa í blaði. — Megum við fá að tala við þig nokkur orð, við erum frá einu dagblaðanna? — Já, já, segir Ola Hamnér einn æ^górfim * sænskum stú- dentum, sem Iagt hafa leið sína til íslands. — Frá hvaða blaði? spyr hann. — Vísi. — Ég var einmitt að lesa það þetta finnst honum skemmtilegt. — Skilurðu éitthvað í ís- lenzku? — Nei, ég get bara lesið ein- staka orð, en skil ekkert þegar talað er. Nú kallar hann á hina ferða- félagana, Karsten Jöred og Lars Jerberyd, einn er ekki við látinn segir hann um leið og hann bendir, þessi hefur komið til Islands áður, það var eigin lega hann sem fékk okkur hing að með sér núna. Karsten gefur sig fram brosir heldur feimnislega, ég kom hingað árið 1963 og var þá í tíu daga. — Hefurðu lært eitthvað í ís- lenzku? — Ekki mikið, ég er að reyna að læra hana sjálfur. — Hvenær komuð þið? — Áttunda júlí. — Og hafið þið ferðazt mikið um landið? — Við fórum norður á Akur eyri, daginn eftir að við kom- um, vorum við Mývatn í viku. Svo höfum við farið til Land- mannalauga og að Eldgjá. Við gengum þar á milli. Við Land- mannalaugar hittum við fólk í ^rútubíl -og“þegar við komum“að • Eldgjá var þar sama fólkið, það tók okkur upp í. Það hefur kennt svona í brjósti um okkur fyrir að vera gangandi. — Hvernig kunnið þið við ís lendinga? — Mjög vel, þeir eru vingjarn legir, öðru vísi en Svíar, meira opinskáir, það er gaman að tala við þá. — Stundið þið nám? — Já í Stokkhólmi, við erum þar í Tækniháskólanum. — Og hvenær farið þið héð- an aftur? — Við förum þann 5. ágúst með Kronprins Olav. Á meðan við höfum verið að rabba við Svíana, keyrir bíll inn á bílastæðið og fólkið drífur út hafurtask sitt og fer að tjalda. Þetta eru Robert Allaert með syni sínum WiIIy og Pauline D’Hollander, öll belgísk. Framhald á bls. 13. Það var mikið af matarílátum fyrir framan tjöld þeirra Karsten, Lars og Ola sænsku stúdentanna. Hann kom gangandi með eplapokann í annarri hendi og mjólkur- hyrnuna í hinni. ■MMðEBMnHP •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.