Vísir - 29.07.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 29. júlí 1965.
15
■Mmjtse’-jccn-gvaE.'m.r. :g
JENNIFER AMES:
Mannrán
°g
ástir
SAGA FRÁ BERLÍN 20
Hún þvoði sér og snyrti og fór
í bláan silkikjól. Með hverju and-
artaki sem leið jókst kvíði hennar
og óþolinmæði að komast til föð-
ur sins, og skildi ekki hvers vegna
dregið var á langinn að láta þau
ná saman. En hver mínútan leið
af annarri, hver stundarf jórðungur-
inn af öðrum, heil klukkustund leið
og svo hálf stund til viðbótar ,og
var hún þá að því komin að fá
móðursýkiskast.
Loks var barið á dyrnar og inn
kom smávaxin þema með mat á
bakka. En henni varð óglatt af
tilhugsuninni um mat, hún kom
ekki einum bita niður.
Þegar enn var liðin klukkustund
var hún næstum örvita. Hún kippti
í klukkustreng á veggnum og brátt
kom brytinn.
— Farið með mig til föður mlns,
bað hún, verið svo vinsamlegur að
fara með mig til föður míns þegar
í stað. Ég veit, ag hann er veikur.
Ég hef farið alla þessa leið til að
hitta hann og nú get ég ekki beð-
■ ið lengur.
— Ég skal bera fram óskir yð-
ar, ungfrú, var allt sem hann sagði
og hvarf svo á braut.
Hún komst að þeirri niðurstöðu,
að hún yrði að reyna að borða
eitthvað, en maturinn var orðinn
kaldur. Hún borðaði þó dálítið,
neytti ávaxtar, og drakk moðvolgt
kaffið. Svo fór hún að ganga fram
og aftur um gólfið alveg eirðar-
laus.
— Loks var barið að dyrum.
— Kom inn, hrópaði hún hvass
lega.
Það var Rudolpn Manheim, sem
kom inn. Hann hafði farið úr ein-
kennisbúningnum og klæðzt grá-
• um buxum og hvítri skyrtu, sem
var opin I hálsinn.
- Mér hefur verið tjáð, að þér
óskið eftir að tala við föður yðar,
sagði hann. Því miður er faðir yðar
' eitthvað lakari I dag. Þess vegna
gátuð þér ekki fengig að fara á
fund hans þegar. En hann er eitt-
hvað skárri núna og læknirinn tel-
■ ur óhætt, að þér fáið að heilsa upp
á hann. Viljið þér koma með mér?
Er þau gengu eftir göngunum
sagði hann og mælti nú í vinsam-
legri tón:
— Þér skuluð vera við því bún-
ar, að yður verði mikið um að
sjá föður yðar. Hann hefur verið
veikur síðan hann kom hingað —
mikið veikur.
Hún horfði á hann tortryggin.
Ef hann hafði verið mikið veikur j
frá þvl hann kom inn I Austur-
Þýzkaland, hvernig hafði honum
þá tekizt að flýja? Hafði hann þá'
veikzt alvarlega eftir að hann var
tekinn til fanga að lokinni mis-
heppnaðri flóttatilraun?
Við endann á göngunum komu
þau að litlum jámdyrum. Rudolph
þrýsti á hnapp og opnaði þá lítið
op á hurðinni og Rudolph horfði
inn um gatið. Svo opnuðust dyrn-
ar hávaðalaust.
— Þetta er bara öryggisráðstöf-
un, ungfrú, sagði hann og brosti
fremur óhugnanlegu brosi. Það hef-
ur stundum verið erfitt að ná I
vísindamennina okkar og okkur er
illa við, að missa þá fljótt úr
greipum: ■ -SiÖH lli 1911
Hún svaraði engu, en fylgdi hoh-
um um auð göng — inn I nýju
álmuna. Þau fóru fram hjá nokkr-
um vörðum, sem heilsuðu að her-
mannasið, er þeir sáu Rudolph.
Það var greinilegt ,að hann var
ekki venjulegur bílstjóri — hann
hlaut að vera einn yfirmannanna
hér.
— í hvaða herbergi er Redfern
prófessor nú? spurði hann einn
vörðinn.
— Númer 29 B.
Rudolph sneri sér aftur að Lindu.
— Komið með mér, ungfrú.
Linda var mjög miður sín af
taugaæsingi. Nú, þegar stundin
var komin, var hún að því komin
að bugast, því að hún óttaðist að .
það yrði sér nm megn að sjá föður
sinn sárþjáðan, ef til vill eftir illa
meðferð. Hún hafði fengið for-
smekk af því hvernig meðferð
hann kynni að hafa hlotið af fram-
komu Rudolphs að dæma gagnvart
fólkinu á sveitabænum. Ekki
mundi hafa verið komið vinsamleg-
ar fram við föður hennar.
Henni virtust tölustafirnir 29 og
bókstafurinn B dansa fyrir augum
sér, er þau komu að dyrunum.
Rudolph var ekki að hafa neitt
fyrir að berja að dyrunum. Hann
bara opnaði þegar dyrnar og gekk
inn.
Kona í einkennisbúningi hjúkr-
unarkonu stóð upp.
— Hefur prófessorinn náð sér
eftir seinasta kastið. sem hann
fékk?
Hún kinkaði kolli.
— Prófessorinn er dálítið skárri,
sagði hún.
Lindá hlustaði ekki frekar á þau
heldur læddist framhjá þeim og
að rúmi föður slns. Hún gat ekki
varizt að reka upp dálitið vein,
er hún sá hvern'ig hann var útlits.
Hann virtist samanskorpnari en áð
ur — hörundið var öskugrátt, hár-
ið samanklesst eins og hann hefði
legið I svitabað'i.
Hann hafði mókt, en rumskað
er hann heyrði mannamál og opn
að augun sem nú voru eins og
hálfsokkin I augntóttirnar. Hann
starði á dóttur sína lengi, Lngi og
hvorugt kom upp orði.
— Linda, Linda, stamaði hann
loks veikri, hvlslandi röddu.
Hún kraup á kné við rúm'ið.
— Pabbi, ó pabbi.
Hann lyfti grannri, magurri
hönd og strauk hár hennar.
— Vesalings telpan mín, hvfsl
aði hann og nú hljómaði rödd
hans e'ins og forðum daga. —
Hvað ert þú að gera hér, — hjart
að mitt, hvernig lentir þú I klón-
um á þessum djöflum? Ég hélt að
þú værir örugg I Vestur-Berlín?
— Ég fór yfir mörkin til þess
að reyna að finna þig. Og svo
frétti ég að þú hefðir komizt und-
an á flótta en verið tekinn aftur.
— Einhver hefur logið þig fulla,
barnið m'itt. Hvemig ætti ég að
geta sloppið frá stað slíkum sem
þessum — hafður í haldi bak við
læstar járndyr, en allt I kringum
mig hermenn á verði dag og nótt.
Ég fæ ekki einu s'inni að fara einn
á salernið.
Hann hló kaldranalega, hásum
Hún stundi þessu upp. Þetta var
svo ótrúlegt að hún gat ekki áttað
sig á því. Hafð'i þá sá, sem þrí-
vegis hafði sent henni smálappa,
sent henni falskar uppl.? Um
sumt — ekki þó um það, að faðir
hennar væri fangi I höll skammt
frá Austur-Berlín.
Rudolph og hjúkrunarkonan
gengu út.
Hún beygði sig niður og hvíslaði
að föður sínum:
— Við verðum að reyna að flýja
frá þessum hræðilega stað, pabbi
minn.
Kaldhæðnislegt bros kom fram
á var'ir hans.
— En hvernig þá telpa mln? Ég
hef ekki hugsað um annað síðan
ég kom hingað. Hlustaðu n mig —
Hann dró hana að sér svo að
hann gat hvfslað I eyra henni:
— Ég er ekki eins veikur og
þe'ir halda að ég sé. Ég er bara
svolítið lasinn, en reyni að láta
það líta svo út sem ég sé mikið
veikur — en, eins og þú sérð er
mín gætt hverja stund.
— Já, hvíslað'i hún á móti, ég
verð víst að gera ráð fyrir að ég
sé líka fangi héma, en ég gekk I
gildruna vitandi vits, þvl að I
seinustu orðsendingunni, sem ég
fékk, var sagt að þú vær'ir veik-
ur og þarfnaðist mín.
— Kjáninn þinn, kjáninn þinn,
sagði faðir hennar. En það var in
dælt að sjá þig, hvern'ig svo sem
allt veltist.
— Ekkert getur komið fyrir mig
pabbi, sagði hún og þrýsti hönd
hans.
— Þú ert ung og bjartsýn, Linda,
en hvað hefurðu hugsað þér að
gera? Mín er gætt hvert andartak
sólarhringsins — og eins verður
með þig. Og hver myndi geta hjálp-
að okkur?
— Ég veit það ekki, sagði hún,
en hugsaði um David Holden. —
Hafði honum tekizt að rekja slóð-
ina til sveitabýlisins? Og ef hon-
um hafði tekizt það, hvað gæti
hann gert. Hún hugleiddi hve allt
var rammg. þarna, umbúnaður um
dyr og glugga — alveg eins og I
hinu rammgerasta fangelsi.
Rudolph kom inn ásamt hjúkr-
unarkonunni.
— Þið hafið væntanlega getað
talað út, þér og faðir yðar? sagði
hann. — Þér kunnið vafalaust að
meta tillitssemi okkar, að draga
okkur I hlé.
Henni fannst bros hans gefa
annað I skyn en orð hans. Hafði
hann hlustað á það sem þau
sögðu? Var einhver útbúnaður I
herberginu, svo að hægt var að
hlusta á allt sem sagt var? Skyldi
hún aldrei fá tækifæri til þess að
tala frjálslega og eðlilega við föð-
ur sinn?
Hún ákvað að styðja föður sinn
I að blekkja þá, sem höfðu hann
I haldi.
— Þér verðið að sjá um, að
duglegur læknir stundi föður minn.
Ég fór með hann alla leið til Vest-
ur-Berlínar vegna þess að hinn
frægi sérfræðingur dr. Gunther ætl
aði að gera uppskurð á honum.
Ég óska þess, að leitað verði álits
og ráða hans, því að hann er hinn
einisem er sérfróður um sjúkdóm
þarin,’ 'sem faðir minn þjáist' af,
en hann er ákaflega óalgengur. Get
ið þér ekki séð um, að hann komi
hingað — ella deyr faðir minn?
Og hvaða not gætuð þið haft af
honum dauðum?
Rudolph var hugsi á svip —
eða lézt vera. Loks sagði hann:
— Ég skal tala um það við yfir-
hershöfðingjann.
Og svo hófst gangan á ný gegn-
um járndyr og göngin löngu. Hún
snéri sér að Rudolph og sagði næst
um I örvæntingu:
— Verð ég að fara aftur inn I
herbergi mitt? Veðrið er svo fag-
urt og mig langar til þess að ganga
um I skemmtigarðinum.
Hann virtist hika.
— Ég skal tala við yfirhers-!
höfðingjann, sagði hann loks. —
Kannski leyfir hann yður að ganga
þar um smástund, en fyrst verðið
þér að fara til herbergis yðar.
13. kapituli.
Linda beið. Og henni fannst, að
hún hefði beðið eilífðartíma er Rud
olph kom.
— Herra yfirhershöfðinginn hef-
ur veitt leyfi til þess, að þér gang-
ið undir gftirliti, ungfrú.
BMifeawuwiMHKatr-
Inni i verzlunarstöðinni. Ein- okkar en ekki þér Kozenku. Þag hefð rekið riiður eftir ánni með held Tarzan hér meðvitundar-
hvernveginn ... hefur mér ver- ar foringinn sendi þig eftir Tarz hættulegum sönnunargögnum lausum meðan einn manna minna
ið byrlað inn eitur Og fyrir utan. an vissi hann ekki að báturinn gegn okkur og vopnin okkar. Ég flýgur með þér niður eftir ánni
Ég fæ fyrirskipanir frá foringja t'il þess að finna bátinn minn.
AUGLÝSIHG
í VÍSI
eykur viðskipfin
wÉrnnm
KÓPAVOGUR
Afgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Bima
Karlsdóttir, sími 41168.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
HAFNARFJÖRÐUR
Afgreiðslu VÍSIS í
Hafnarfirði annast frú
Guðrún Ásgeirsdóttir,
simi 50641.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
KEFLAVÍK
Afgreiðslu VÍSIS í Kefla
vík annast Georg Orms-
son, sími 1349.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.