Vísir - 16.08.1965, Page 5
5
VISIR. Mánudagur 16. ágúst 1965.
útjl.önd ,í
nioi’/xun
út 1 önd, i ir.orrvun
í inorgun
utlönd í morgun
Eldar loga enn víða í blökku■
mannahverfí Los Angeles
Frá þvl á miðvikudag s. 1.
hafa verið kynþáttaóeirðir I Los
Angeles í Kaliforníu, en þær hóf
ust eftir að blökkumaður nokk
ur hafði verið handtekinn. Hef
ur allt logað í óeirðum síðan í
blökkumannahverfum borgarinn
ar, þar til í gærkvöldi að kyrrð
vár komin á að mestu, en svo
bárust fréttir um óeirðir á nýj
um stað í borginni.
Það kom fljótlega I Ijós, að
lögreglan mundi ekki geta
komið á kyrrð í borginni, og var
send beiðni til skrifstofu ríkis-
stjórans um að sveitir þjóð-
varnarliðs yrðu sendar til að
stoðar lögreglunni. Þá var svo
komið, að eldar loguðu víða í
hverfunum, biökkumenn höfðu
farið um með báli og brandi,
rænt og ruplað, fjöldi manna
særzt og margir drepnir, —
alls 28 í gærkvöldi, þar af allir
blökkumenn, nema 4. Búið var
að handtaka 2000 menn og eru
næstum allir hinir handteknu
blökkumenn.
Tjónið mun nema hundruðum
milljóna — verður raunar ekki
í tölum talið enn sem komið er.
Lyndon B. Johnson forseti hef
ur fordæmt óeirðirnar, — kvað
hann blökkumenn verða að I-
huga, að með atferli slíku sem
þessu væru þeir að rífa niður
það, sem kostað hefði mikla
baráttu að byggja upp. Martin
Luther King aðalleiðtqgi blökku
mann i landinu kveðst munu
fara til Los Angels og kynna
sér ástandið. Hann hefur harm-
að þessa atburði, en vakið at-
hygli á hörmulegum kjörum
blökkufólksins, sem búi þarna
við frámunalega lélegt hús-
næði og erfið atvinnuskilyrði.
Öeirðir hafa einnig orðið I
Chicago og Springfield I Massa
chusetts en ekki líkt því eins
alvarlegar.
Martin Luther King
STÓRSPRENG-
INGISAIGON
1 morgun var unnið stórtjón á ■
aðallögreglustöð ríkislögreglunn-
ar I Suður-Vietnam, en hún er I j
miðhluta Saigon. Hrundu tveir!
veggir og þakið yfir álmu, þar sem j
sjálfur yfirlögreglustjórinn býr j
Fimm eða sex ménrí biðú bana,
særð,ust lífshættul. en 20 menn að
minnsta kosti særðust af sprengju >
flísum — sumir lítið.
Það er talið mikið áfall metnað- j
arlega fyrir lögregluna, að Viet-
cong skæruliðum tókst að vinna
þetta skemmdarverk. Ekið var bif
reið sem hlaðin var sprengiefni að
lögreglustöðinni, og svo haldið uppi
skothríð á lögreglustöðina úr vél
byssum og yfir torgið, unz haldið
var undan fáeinum augnablikum
áður en allt sprakk.
f héruðunum næst landamærum
rírcíur-víetnám leita stjómarher-
sveitir að skæruliðum og er þetta
sagt ein mesta slík hemðaraðgerð,
af þessu tagi, sem stjómarherinn
hefur framkvæmt.
6500 bandarískir landgönguliðar j
eru komnir til Da Nang flugstöðv- j
arinnar. ;
MEYÐARÁSTAND í CHILE
vegna nóttúruhantfara
Lýst hc.'ur verið yfir í Chile, j
að lög um neyðarástand séu geng
in í gildi vegna afleiðinganna af
náttúruhamförunum í mestum
hluta Iandsins.
Þær hófust með ofviðri og mikl-
um sjávargangi fyrir viku og varð
lítið lát á í fulla viku. Hafnarmann
virki urðu fyrir stórskemmdum, j
hafnargarðar hrundu og sjór j
flæddi á land. í fyrradag var'
vitað með vissu, að 50 manns :
hefðu drukknað í flóðum. en svo I
bættist þar við, að fallbyssubátur;
með 70 manna áhöfn mun hafa j
farizt, er hann var á leið til hjálp- j
ar öðm herskipi.
Þúsundir manna hafa orðið að
flýja heimili sín. Jámbrautasam-
göngur eru I miklu ólagi og eru
nauðsynjar fluttar I þyrlum og
flugvélum tii margra staða. Banda
ríkin hefa sent mikið af matvæl-
um fatnaði og hjúkmnarvöram til
landsins.
U" ð b ef 0
tfeggfesting
loftfesting
1:
Íæium upp
Sefium upp
Lindfsrgötu 25
síirn 13743
Ferðalög manna borgara-
iegra stétta til Srinagar (höfuð
borgar hins indverska hluta
Kashmir) hafa verið bönnuð
vegna átaka milli indverskrar
lögreglu og rnanna, sem Indverj
ar segja komna frá Pakistan til
skemmdarverka.
SKIPAFRÉTTIR
Ms. Herðubreið
fer vestur um land I hringferð 19.
þessa mánaðar.
Vörumóttaka I dag til Kópaskers
Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopna-
fjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarð-
ar, Stöðvarfjarðar, BreiSljalsvíkur,
Djúpavogs og Homafjafoar.
Farseðlar seldir á morgun.
Henry Cabot Lodge
Cabot Lodge
tekur við
Henry Cabot Lodge leggur af
stað á morgun (þriðjudag) frá
Washington áleiðis til Saigon
til þess að hefja þar sendiherra
störf, en hann tekur þar við af
Maxwell Taylor hershöfðingja,
sem er kominn til Washington.
Cabot Lodge var og fyrirrenn-
ari Taylors I embættinu.
Brezkum sendiráðsritara
hefur verið vísað úr landi I
Ungverjalandi en ungverskum
hafði nokkmm dögum áður ver
ið vísað úr landi I Bretlandi.
► Stjómin I Brazzaville í
Kongó (fyrrv. franska Kongó)
hefur kvatt heim sendiráð sitt I
Washington, eftir að Bandarlkja
stjóm hafði kvatt heim það
sem eftir var af sendiráði henn
ar I Brazzaville, en bandarísku
sendiráðsfólki var ekki vært
þar lengur vegna illrar meðferð
ar.
► Fimm bandarískar flugvél-
ar voru skotnar niður yfir Norð
ur-Vietnam s. I. föstudag og
hafa aldrei verið skotnar niður
jafnmargar á 1 degi. Þær vom
frá flugvélaskipi og vom skotn
ar niður með eldflaugum.
► Þjóðþing Suður-Kóreu hefir
samþykkt að senda eitt herfylki
til þátttöku I bardögum í Suð-
ur-Vietnam. Samþykktin var
gerð með 101 atkvæði gegn 1,
en tveir þingmenn greiddu
ekki atkvæði. Herfylkið verður
sent þangað um næstu mán-
aðamót. Samþykktin var gerð
að stjómarandstöðunni fjar-
verandi.
► Þvi er neitað f Paris, að
de GauIIe forseti muni bráðlega
hitta Mao tse Tung.
► Skemmtiferðalög hafa mjög
aukizt til Ccilly-eja, við suð-
vesturodda Bretlands. BEA
flutti þangað 8000 farþega i
júlí og var það 30% meira en
í fyrra. Eyjamar þykja eftir-
sóknarverðar til sumardvalar,
því að þar er oft sól og hlýrra
en á meginlandinu, og svo eru
þær hæfilega langt í burtu frá
„skarkala heimsins“.
► Sten Hammarskjöld, bróðir
Dags Hammarskjöld, frkv.stjóra
Sameinuðu þjóðanna, sem banda
ríska ritið FACT hefir birt um
óhróðursgreinar, sagði I Kaup-
mannahöfn I vikunni, að hann
hefði fengið bréf frá dr. Ralph
Bunche, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
sem ræður honum til að taka
með ró hver áhrif orðrómurinn
hafi haft. Telur dr. Bunche orð-
róminn algeran uppspuna og
leggur áherzlu á, að hann hafi
vakið athygli á að enginn fótur
sé fyrir honum. „Vér skiljum
hve sársaukakennt þetta er fyr
ir yður og fjölskyldu yðar“.
skrifar dr. Bunche, „ en vér von
um, að þér gerið yður ljóst
% hve fáir það em, sem leggja
* trúnað á svona sögur“.
£HI