Vísir - 03.09.1965, Síða 1

Vísir - 03.09.1965, Síða 1
VÍSIR 55. árg. — Fostudagur 3. september 1965. - 199. tbl. VERÐA FRAKKARNIR AÐ BlÐA I MÁNUÐ? Tókst ekki oð skjóta í nótt — Skilyrði versna Hinum frönsku vísindamönnum, sem staddir eru á Skógasandi, hef- ur enn ekki tekizt að skjóta sið- ari eldflaug sinni á loft, vegna ó- hagstæðra veðurskilyrða. Nú virðast allar líkur fyrir því að útilokað sé að skjóta eldflaug- inni að þessu sinni, því skottím- inn er háður sólblettum og öðru, og verður þá að bíða minnst mánuð eftir nýjum skilyrðum. — Ákvörðun um þetta hefur þó ekki enn verið tekin. Það sem einkum olli Frökkun- um óþægindum var hversu lágskýj- að hefur verið að undanfömu, en til þess að skotið megi takast má skýjahæð alls ekki fara niður fyrir 500 metra. Óvíst er hvort Frakkamir bíða I mánuð hér á landi eða fara til síns heima og reyna að koma aft- ur þegar skilyrðin eru betri. Skrifað undir samningana í morgun. T. v. eru fuílt. farmanna, t.h. fulltr. skipafélaganna. Við enda borðsins eru sáttasemjarar. (Ljósm.: B.G.) FARMENN SOMDU I MORGUN Klukkan hálftíu í morg- un voru undirritaðir samn- ingar í vinnudeilu far- manna og skipafélaga eft- ir árangursrikan sáttafund í nótt. Fundurinn hófst í gærkvöldi kl. 9 og náðist samkomulag við alla aðila í morgun. Samkomulagið verður nú borið undir hin einstöku félög. Eru samn- ingarnir í samræmi við aðra kjarasamninga þessa sumars. Að þessum samningum standa stéttarfélög stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta, skipa- féiögin og Vinnuveitendasamband- ið. Lokafundurinn var haldinn í húsakynnum Vinnuveitendasam- bandsins að Fríkirkjuvegi 3. Sátta- semjarar voru Torfi Hjartarson og Logi Einarsson. Barði Friðriksson skrifstofustjóri sat fundinn af hálfu Vinnuveitendasambandsins. — Af hálfu stýrmanna undirrituðu samn- inginn Sverrir Guðvarðsson og Bemodus Kristjánsson, af hálfu vél stjóra Örn Steinsson og Tómas Guðjónsson, af hálfu loftskeyta- manna Guðmundur Jensson, og af hálfu bryta Rafn Sigurðsson. Af hálfu Eimskips skrifaði undir samn inginn Guðjón Einarsson, af hálfu Ríkisskips Ingólfur Jónsson, af hálfu Hafskips Halldór S. Friðriks- son, af hálfu SÍS Kjartan P. Kjart- ansson og af hálfu Jökla Gunnar Ólafsson. " - ’ Séð yfir Skaftafeilsbæ og út að sjó. Skeiðará liðast um sandana. Nú er vatn um allan sandinn. SKEIDARARHLAUP I AÐSIGI Skaftafellsbærinn þegar umflotinn vatni. Magnús Jóhannsson telur að hlaup- ið verði um 10% meira en síðasta hlaup. Hlaup úr Grænalóni er líka mögulegt. Skeiðará hefur Iítið vaxið í nótt var Vísi símað austan úr Öræfum í morgun, þó er enn um vöxt að ræða og fullv. talið að um byrjun á hlaupi sé að ræða. Hitt er svo eftir að vita hvort þetta er upphaf á stór- hlaupi eða aðeins smáhlaup er hjaðnar eftir fáa daga. Einkenni á öllum Skeiðarár- hlaupum og þar á meðal þessu, er það að vatnið dökknar. verð- ur mósvart á lit og miklu dekkra en venjulegt jökulvatn. Af því leggur megna brenni- steinsfýlu og loks fellur á málma á þeim bæjum sem naest ir eru ánni. Þessi einkenni hafa öll komið meira eða minna í ljós að þessu sinn'i. Áin hefur hins vegar vaxið hægt en þó jafnt og þétt og var í morgun orðin eins og hún getur orðið í allra mesta sumarvexti — þeg- ar ekki er hlaup í henni. Hún fellur orðið heima að brekk- unni sem Skaftafellsbæirnir standa í og flæðir þar yfir veg- inn, svo ekki verður komizt á farartæki heim eða heiman að frá Skaftafelli. Eins og kunnugt er eiga Skeiðarárhlaup upptök i Gríms- vötnum inni á miðjum Vatna- jökli. Þegar vatnsborðið hefur náð ákveðinnj hæð má búast við að það brjótist fram eftir farvegi Skeiðarár undir jöklin- um. Stundum myndast hlaup við eldsumbrot í Grímsvötnum eins og var t.d. árið 1934. Þá urðu þar mikil eldsumbrot, er sáust víðsvegar um land og þá kom eitt mesta hlaup í Skeið- ará, sem komið hefur á þess- ari öld. I viðtali sem Vísir átti við Guðmund Kjartansson jarð- fræðing { morgun sagði hann að frá því 1934 hafi aðeins einu sinni orðið vart við elds- umbrot í Grímsvötnum. Það var árið 1945, þá fór Jóhannes Framh á bls 6

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.