Vísir - 03.09.1965, Qupperneq 3
V1 S IR . Föstucíagur 3. september 1965.
J^lftamýrarskólinn var aðhefja
annað árið. Þetta er yngsti
skólinn í Reykjavík, og er bygg
ingu hans enn ekki að fullu lok-
ið. Þetta er stílhreint hús, bjart
að utan og innan, með þægindi,
sem eru í samræmi við kröfur
nútímans.
Eftir hádegi I fyrradag stóð
þyrping bama úr hverfinu (Safa
mýri — Álftamýri — og Háa-
leitisbraut) fyrir framan skól-
ann. Á tröppunum stóð skóla-
stjórinn Ragnar Júlíusson og
yfirkennari Kristján Sigtryggs-
son og buðu böm'in velkomin
og leiddu þau í fyrsta sannleik
ann á skólaárinu. Svo var þeim
skipað í kennslustofur, talsvert
frábrugðnar þeim, sem eldri
kynslóðir íslendinga hafa átt
við að venjast. í stað loft-
þyngsla, dimmu og þrengsla, er Tíu ára bömin . Álftamýrarskólanum gengu hljóðlát upp stigann fyrsta skóladaginn. (myndirnar tók stgr.)
FYRSTISKÓIADA 6URINN
lffsrúm í þessum nýju kennslu-
stofum, um þær leikur ferskt
loft — gluggar á báða vegu —
hljóðeinangrun, svo að þótt
stóll eða borð dragist til, veldur
það ekk'i skerandi hávaða eins
og margir kannast við frá sín
um skólaárum. Ef nemandi þarf
að gánga örna sinna, þarf
® í —.......................................................-.........................
Bömin héldu nú heim til sín. Á laugardaginn eiga þau að fá stundaskrána, en á mánudaginn
hefst kennslan fyrir alvöru.
hann ekki lengur að fara úr
kennslustund til þess: Inn af
hverri kennslustofu eru snyrt-
ing og salerni, vel aðskilið frá
stofunni. Þetta hlýtur að hafa
áhrif á röð og reglu sem önnur
ný þægindi. Nú er skólataflan
ekki lengur svört eins og sorg-
in og kvíðinn, heldur mjúkur
grænn dúkur, sem tákn vonar-
innar og gróandans. Öll viðar-
klæðning er Ijós — allt er haft
í sem ljósustum lit, hvert setai
augum er litið.
Tíu ára börn gengu f skipu-
legri röð upp stigann. Það heyrð
ist ekki skvaldur, en hins vegar
var enga þvingun að sjá á
svip ungviðisins. Pétur Orri
Þórðarson ungur kennarj talaði
við sinn bekk og spurði tíðinda
frá sumrinu, hvað þau hefðu
haft fyrir stafni, hvort þau
hefðu verið f sve'it, hvort þeim
fyndist ekki illt að missa af'
réttunum.
í annarri kennslustofu var
Hulda Friðriksdóttir, kennslu-
kona að vígja nemendur sína
inn í starf vetrarins. Þarna voru
stúlkur í meiri hluta. Þær höfðu
nokkrar gætt bama í sumar eins
og gengijr og gerist. Yfirleitt
virtust þær hlakka til skólans.
Tveir strákar sögðu, illt væri
að þurfa að vera í skólanum
eftir hádegi — það værj bezti
Ragnar Júlíusson skólastjóri
Álftamýrarskólann: ..í fyrra
báru börnin úr hverfinu helmil-
um sínum góðan vitnlsburð með
umgengni sinni og framkomu“.
tíminn til leikja og athafna.
Ragnar skólastjóri sagði
fréttamann'i Vísis, að hann
legði áherzlu á þessi aðalatriði:
háttvísi — stundvísi — og um
gengni, smbr. regluna: „Nem-
endum ber að hlýða kennurum
og öðru starfsfólkj í öilu er skól
ann varðar.“
Þegar hann var spurður,
hverju það sætti, að ekki sæist
krot eða rispa á einu einasta
borði eða einum einasta stól
eftir árið í fyrra, sagði hann:
„Þeim eru settar reglurhar í
upphafi — og svo er þetta kom
ið undir kennurunum og sam-
starfi þeirra við börnin",- Stgr.
Börnln sátu prúð og hlýddu á kennarann.
Kagnar Júliusson skólastjóri, og Kristján S'gtryggsson, yfirkenn: á
taka á móti börnunum í Álftamýrarskóla í fyrradag.