Vísir - 03.09.1965, Page 7

Vísir - 03.09.1965, Page 7
V1SIR . Föstudagur 3. september 1965, 7 KERLINGIN í DRANGEY í blöðum hefir verið frá því sagt, að vaskur Skagfirðingur Sigmundur Eiríksson hafi klifið Hólmatind við Eskifjörð. Jafn framt var frá því sagt að Sig- mundur sé einn „þriggja manna sem vitað er að hafi klifið Kerl- inguna í Drangey“. Mörg eru tilbrigðin við slæma meðferð fslenzks máls, en ef til vill er réttara að telja það lélega staðfræði heldur en málspjöll, að tala um Kerlinguna í Drang- ey. Klettadrangurinn Kerling rís sem kunnugt er úr sæ rétt suð- austan við Drangey á Skaga- firði, og rétt mál og skilgreining er auðvitað að tala um Kerling- una við Drangey eða hjá Drang ey. En blaðamenn fara ekki að slíku. Annars er tilefni þessa bréfs að ræða 'um önnur og verri mál- spjöl! og aðra og verri misnotk- un bókstafarins og forsetningar innar ,,í“ Nýlega barst mér i hendur norsk bók eftir dr. Hallvarð Mageröy dósent við Háskólann í Osló. Titill bókarinnar er: Norsk-islandske problem. Er bókin nr. III í bókaflokki Om- stridde spörsmál i Nordens hist orie. Ekki ætti að þurfa að kynna höfundinn Hallvarð Mageröy. Hann var um þriggja ára skeið sendikennari við Háskóla ís- lands og er mörgum að góðu kunnur frá þeim árum, og til viðbótar er þess að minnast að kona hans Ellen Marie Mageröy sem er listfræðingur að mennt- un, hefir rannsakað íslenzkan tréskurð manna mest og ritað mikið og vel um þau fræði, meðal annars í árbækur Fom- leifafélagsins. Doktorsritgerð Hallvarðar fjallaði um Banda- mannasögu og kom út í ritsafn inu Bibliotheca Amamagnæana 1957. Ekki er ég þess umkominn að ritdæma bókina Norsk-islandske problem. Þess er að vænta, að sérfróðir menn fjalli þar um. að Norðmenn noti — á norsku — ritháttinn „i Island" í stað rit háttarins „pá Island" sem telja verður hinn venjulega rit hátt norskan. Þá getur höfund- ur þess, að þessi ósk íslendinga hafi leitt til þess, að nú sé nokk uð vjanalegt orðið að sjá ritað á dönsku og sænsku „i Island“. En svo bætir dr. Hallvarður við innan sviga: „En íslenzkir menn svo sem prófessoramir Sigurð- ur Nordal og Jón Helgason, nota eigi að síður oft rithátt- inn „pá Island“ þegar þeir rita því að halda áfram að nota orða lagið „pá Island“ í norsku máli. Hin fyrsta, að málformið „pá Island“, sem í fornu máli norsku var „á Islandi", er svo gamalt, að það hefir verið not- að allt frá landnámsöld og jafn vel áður, en Noregur var orð- inn eitt sameinað ríki. Hann bendir á, að rithátturinn „í“ — einhverju landi, í norsku máli sé sennilega kominn frá latín- unni og hafi því fremur öðru festst við nöfn ríkjanna á megin landi álfunnar, svo og við Eng- Ég vil aðeins minnast á eitt atr riði, sem ég tel athyglisvert, og sem höfundurinn fjallar um á tæpum tveim blaðsíðum í eins konar viðbæti — Tillegg — við bókina. Nefnist sá þáttur:„Pá Island“ — „I Island“. » Fyrst nefnir höfundur, að Norðmenn mæti stundum Islend ingum sem láti í ljósi óskir um Drangey á Skagafirði. á dönsku. Hið sama gerði Finn- ur Jónsson". Þá segir dr. Hallvarður: „Orðlagið „pá Island“ á svo, sterkar rætur í norsku máli, að það þarf veigamiklar ástæður til þess að fara að söðla um frá þeim rithætti yfirleitt“. Dr. Hallvarður telur upp nokkrar ástæður, sem mæla með Iand, írland og Skotland. í öðru lagi bendir dr. Hall- varður á að „pá Island“ fari bet ur í munni heldur en „i Island" og verði greinilegra í framburði. Loks bendir hann á, að þess sé vart að vænta, að Norðmenn fari að breyta málfari sínu og segja og skrifa „i Island" meðan íslendingar sjálfir noti ávallt orðalagið „á íslandi" þrátt fyrir það að þeir segi „í Bretlandi", „í Þýzkalandi" og „í Rússlandi". (Er það ekki svo að við segjum jöfnum höndum „í Bretlandi“, og „á Bretlandi", en venjulega „í Englandi"?). Tvennt telur dr. Hallvarður að geti mælt með því að Norð menn fari að rita „i Island". Hann segir að það sé í nokkru samræmi við vissa málþróun sem gengur í þá átt, að „i“ sé haft um nöfn ríkja sem enda á — land, þegar rætt er um þau sem ríki, en „pá“ þegar rætt er um löndin sem landfræðilegt hugtak. Að lokum segir dr. Hallvarð- ur: „Hið mikilvægasta sem mæl- ir með því að nota þetta nýja orðalag — „i Island“ — er samt sem áður, að marglr íslendingar óska eftir því“. Ég undirstrika þessi síðustu orð. Mér brá er ég las þau. Er þetta satt? Getur þetta verið rétt? Ekki rengi ég vin minn dr. Hallvarð Mageröy, þekki sannleiksást hans og sanngimi. En hvaða undur og ósköp eru að gerast ef íslenzklr menn eða stofnanir(?) óska eftlr þvl, að hið góða, gamla og rökrétta norska (og sænska) orðalag „pá Island" sé látlð vílcja og að Norðmenn takl upp í þess stað flatneskju orðalagið „I. Island“? Ekki er ég svo dönsku lærð ur að ég viti full skil á þvf hvað er góð danska í þessu sam- bandi, né hvað Dönum fellur bezt að segja og rita. Vera má að Danir telji rétt að aka þessu málfars- og réttritunaratriði eft ir því hver er hin stjórnarfars- lega staða landanna sem um er rætt! En hitt er ljóst, að ékki er það íslenzk málfræði, að láta það breyta réttritun, er við skildum að fullu við Dani, og Framh. bls. 4 *9S3S=» j Milli margra góðra mynda að velja í kvikmyndahúsum Þeir, sem leggja leið sina 5 kvikmyndahúsin um þessar mundir til þess að bregða sér frá daglegu umhverfi og gleyma önnum og erli stutta stund með því "ð hvarfa á annan vettvang eiga úr mörgu að velja, og yfir- leitt eru frambærilegar myndir sýndar í kvikmyndahúsum borg arinnar nú, sumar ágætar. Stjömubíó hóf fyrir nokkrum dögum sýningar á sænskri mynd, „Perlumóðirin", sænsk mvnd, sem gerist á kreppuárun- um um 1930. Með veigamesta kvik . mynair hlutverkið fer Inga Tidblad með miklum ágætum, en hún leikur konu auðugs verksmiðjueiganda sem hún missir nær í upphafi sögunnar, og snýst nú allt um það fyrir henni, að hafa öll ráð tveggja sona I hendi sinni — gerir allt að eigin vilja undir því yfirskini, að það sé þeim og framtíð þeirra fyrir beztu. En þessir synir em báðir orðnir stúdentar og að verða þroskað- ir menn og allt, sem hin éigin gjama og ráðríka móðir þeirra gerir, er gagnstætt öllu því, sem kvlk myndir kvik myndir kvlkT myndir|i kvik myndir kvlk L myndiri I kvlk Rímyndir kvik myndir þeir telja hamingju sína undir komna, og leiðir það til margra árekstra, og algers ósigurs móð urinnar um það er lýkur. Inn í þetta fléttast örlög annarra fjölskyjdna, hér lenda lífsþræð ir margra í flækju ,og örlaga- ríkir atburðir gerast, og verður það ei rakið. Mikið reynir á leikgetu þeirra Thommy Berg- green og Mimmo Wahlander, sem leikur fátæka stúlku, en þau era ástfangin hvort af öðru, og er ekki sízt leikur hennar á köflum sérlega minnis stæður. — Gamla bíó sýnir skemmtilega mynd gerða af Walt Disnev, „Ævintýri í Flór- enz“, og er hún að makleikum sýnd við miklar vinsældir. Tóna bíó sýnir enn „Maðurinn frá Rio“, sem getið hefur verið og Laugarásbíó, „Ólgandi blóð“ Isa Quensel, Edwin Adolphson, Inga Tidblad og Thommy Bereg- green í kvikmyndinni „Perlumóðirin". en í henni leikur Natalie Wood snilldar vel að vanda, mótleik- ari hennar er Warren Beatty, sem fer þokkalega með sitt hlut verk. Nýja Bió sýnir myrid frá Indlandi „örlagaríkar stundir“, og Hafnarbíó kvikmyndina „Keppinautar" með Marlon Brando, David Niven og Shirley Jones, og er myndin sögð mjög vinsæl. — Loks er að nefna tvær myndir sem nýbyrjað er að sýna og getið verður nánar: Er það myndin „Stríð og frið- ur“ í Háskólabíói, eftir sögu Tolstoys, og „Angelique“ í Aust urbæjarbíói.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.