Vísir


Vísir - 03.09.1965, Qupperneq 8

Vísir - 03.09.1965, Qupperneq 8
8 V í S IR . Föstudagur 3. september 1965 VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram ' Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónag Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Anglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hi. Jákvæð hagstjórn ]\úverandi ríkisstjóm hefur öðrum ríkisstjómum fremur leitazt við að reka það sem reynzt hefur verið jákvæð hagstjómarstefna. í upphafi starfstíma síns, sendi viðreisnarstjórnin ítarlega áætlun í efnahags- málum. Markmið hennar var að bæta úr hinum stór- kostlegu gjaldeyrisvandræðum þjóðarbúsins,, koma jafnvægi á í efnahagsmálum, létta af höftum og höml- um á sviði atvinnu og framkvæmdalífs og gera verzl- un landsmanna frjálsa. Hér var um að ræða stór- felldari og víðsýnni áætlun en áður hafði verið gerð og að framkvæmd hennar hefur verið unnið ötuilega síðan. Þegar hafa margir áfangar hennar náðst, eins og allri þjóðinni er kunnugt, og mjög skipazt veður í lofti í efnahags og gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Hér var því unnið að viðreisn efnahags og atvinnulífsins eftir fyrirframgerðri áætlun, en erfiðleikunum eldci mætt með þeim handahófstiltektum, sem stefnu sumra fyrri ríkisstjóma hafði einkennt. þá tók ríkisstjórnin upp það merka nýmæli að láta semja ítarlega framkvæmdaáætlun. Með því var í fyrsta sinn gerð heildstæð áætlun yfir opinberar fjár- festingarframkvæmdir til nokkurra ára. Þar var á- kvéðið, eftir ítarlega athugun sérfræðinga ríkisstjóm- arinnar, á hvaða framkvæmdir skyldi leggja megin- áherzluna í samræmi við þarfir þjóðarbúsins og sem örastan vöxt þjóðarframleiðslunnar. Slíkar áætlana- gerðir hafa mjög færzt í vöxt í löndum Evrópu og hafa hvarvetna þótt gefa góða raun. Með fram- kvæmdaáætluninni hefur opinber fjárfesting verið skipulögð eftir beztu getu, í stað þess að áður réðu oft andstæð sjónarmið fjárfestingunni, og ekki var ávallt heildarþörfin höfð í huga. Þannig hefur nú- verandi ríkisstjórn brotið blað í hagsögu þjóðarinnar með því að taka upp hina jákvæðustu hagstjóm. í því effti hefur þegar góður árangur náðst og dýrmæt reynsla fengizt sem að miklum notum mun koma við mörkun framtíðarstefnunnar í efnahagsmálum. Kartöflustríðið gæði kaupmenn og kaupfélög landsins em sammála um það að þau sölulaun, sem greidd eru fyrir dreif- ingu íslenzkra landbúnaðarvara nægi ekki fyrir sannanlegum dreifingarkostnaði þeirra. Þess vegna er nauðsyn að hækka söluþóknunina vegna þess að ekki verður vefengt að hér fara kaupfélögin og kaup- menn með rétt mál. Kartöflustríðið svonefnda undir- strikar þessa staðreynd. Það er ekki við því að búast með nokkurri sanngirni að íslenzk verzlun taki að sér dreifingu margra afurða án þess að fá fyrir það þókn- un í samræmi við sannanlegan kostnað. Þess er því að vænta að hér fáist breyting fram á sanngimis- grundvelli. Ihaldsblaöið „Dally Express“ birtir þessa skopteikningu af Wilson, nýkominn úr sumarieyffnu i ScOlyeyjtim, meS vonablómvönd í annarri hendi og disk í hinni, með ávextina af forustunni — og fer raunar lftíð fyrir þeim tii þess að hressa upp á „móralinn“ hjá „fninni“ (ímynd flokksins), sem liggur skæiandi á legubekk. Undir myndinni stendun „Láttu huggast væna mín, ég er kominn til þess aS tala 1 þlg kjark“. Einstaklingsframtakið fái að njóta sín Brezk blöð skýra frá því, að viku eöa hálfum mánuði fyrir flokksþing íhaldsflokksins verði birt ný stefnuskrá fyrir flokk- inn í sókn þeirri, sem hafin verður við forustu Edwards Heath hins nýja flokksleiðtoga. f þessari „sex þúsund orða stefnuskrá" eins og hún er kölluð f einu blaðinu, er gert að meginatriði, að einstaklings- framtakið fái notið sín betur en nú, stefnt að meiri fullkomn- un 1 iðnaði og hollari sam- keppni, þótt það kunni að koma ónotalega við suma — og að réttur verði hlutur neytend- anna. íhaldsflokkurinn ætlar sér að gera mikið átak, hefja bar- áttu af kjarki og dugnaðl, án loforða um gull og græna skóga — þvert á móti. Það verður gert ráð fyrir, að fara verði grýttar brautir til þess að ná markinu, — og að vegna þess að horfur fyrir Bretland séu að ýmsu tvísýnar, þurfi enn frekar en nokkru sinni áður að taka á máhim af festu, nýrra hugsjóna sé þörf, kjarks og þrautseigju. A það verður lögð mikil á- herzla, að réttur verði hhitur neytandans, hinn almenni borg- ari verði þess var í sölubúðun- um, allir sem þurfa á þjðnustu að halda. Heath og ráðunautar hans eru sagðir hafa sannfærzt um að mörgu, sem úrelt er en við- haldizt hefir vegna hefðar, verði að víkja, — og það sé ekki aðeins íhaldsflokkurinn, sem verði að taka sig á og hefja nýja baráttu, heldur öll þjóðin. Stjómmálalega eru vanda- málin þau framar öðru fyrir Ihaldsflokkinn í hinni nýju bar- áttu. 1 fyrsta lagi að sigra Verkalýðsflokkinn svo rækilega, að flokkurinn tryggi sér ör- uggan meiri hluta til fimm ára — og að sannfæra kjósenduma um, að þeir ættu að stuðla að gengi íhaldsflokksins, þótt hann bjóði þeim ekki neina ljúffenga ávexti. Einn þáttur baráttunnar verð ur að hvetja almenning til þess að kvarta yfir því, sem miður fer, meðal annars yfir þjón- ustu, og að halda fast á sínum málstað um vömvöndun, geti menn með rökum bent á, að Edward Heath. vömgæði séu ekki þau, sem réttmætt sé að krefjast. Unnið verður að endurskoðun laga, vegna nauðsynlegra breytinga, f samræmi við hina nýju stefnu. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, og kona hans fóm á fimmtudagsmorg- un til Tékkóslóvakíu, þar sem þau munu dvelja í 10 daga í boði viðskiptamálaráðherra Tékkóslóvakíu, Frantisek Ham- ouz. Munu ráðherrarnir eiga við ræður um viðskipti landanna og verða viðstaddir opnun alþjóða- vömsýningarinnar í Bmo 11. september. Ennfremur er ráð- gert, að Gylfi Þ. Gíslason ræði Edward Heath er sagður hafa verið önnum kafinn frá því hann var kjörinn flokksleiðtogi í júlí — einnig á sumarleyfis- tímanum í Villefranche. Heath áformar að fara í ferðalag um land allt síðar í þessum mánuði til þess að kynna fyrir þjóðinni hina nýju stefnu og mun hann flytja fyrstu ræðu sína f Invemess á Skotlandi. Flokksþingið verður haldið í Brighton og þar mun hann flytja tvær ræður, og verður önnur um hina nýju stefnu. Hin verður lokaræðan á þing- inu og er búizt við, að það verði mögnuð hvatningarræða, og ekkert um söng og hljóð- færaleik og annað slíkt, sem til þessa hefir einkennt flokks- þingin í lokin. Þá er búizt við, að birtar verði bráðlega niðurstöður og álit ýmissa nefnda flokks- ins, sem mikið hafa starfað að undanfömu. Meðal mála, sem vitað er að hafa verið til athugunar, er að haldin verði fjármálaráðstefna með þátttöku Bretlands, Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu-meginlandsþjóða, til þess að ná samkomulagi milli Evrópu og Bandaríkjanna um alþjóðagjaldeyrisvandamál. við Dr. Cestmfr Cisar, mennta- málaráðherra Tékkóslóvakiu, um menningarsamskipti land- anna. ► Bandariski aðstoðarutanrík isráðherrann George Ball og Henry Fowler fjármálaráðherra em i þann veginn aö leggja upp i ferðalág til viðræöna I mörg- um höfuðborgum Evrópu. Viðskiptamálaráðherra er í Tékkóslóvakíu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.