Vísir - 03.09.1965, Page 9

Vísir - 03.09.1965, Page 9
V í SI R . Föstuda: :cntomber 1965. Vatneyri v/ð Patreksfjörð VIÐTAL VIÐ JÓHANNES ÁRNASON SVEITARSTJÚRA Höfnin á Vatneyri. Til hægri sést rennan, sem siglt er eftir inn í höfnina og viðbót sú, sem þar er verið að gera við hafnargarðinn. Næsta ár verður hafnargarðurinn Iengdur inn eftir höfninni. Áður var kauptúnið kaiiað Vatneyri. Nú er það varla nefnt annað en Patreksfjörður, enda hef ur það fyrir löngu vaxið út fyrir eyrina og inn meðströndinni, og síðan einnig út á Geirseyri, sem er rúmlega kfló- metra innar við f jörðinn. íbúamir 266, en eru nú orðnir 1000. Sveitarstjóri í þessu stóra kauptúni er Jóhannes Ámason. Vísir átti í vikunni tal við hann um framkvæmdir á staðnum og sagði Jóhannes m.a. svo frá: Eru að malbika fyrstu 260—270 metrana — Niðurstöður fjárhagsáætl- unarinnar em tæplega 8,8 mill- jónir króna og er það mun hærra en áður hjá okkur. Heild- malbikunarvélar frá ísafiarðar- kaupstað og komu þær til bæj- arins um helgina. Á þriðjudag- inn var byrjað að malbika og er reiknað með, að verkið taki eina viku. Átta til tíu menn hafa starfað við þetta í sumar. í kringum þennan hluta göt- unnar er byggðin þéttust og því mest þörf á malbikun á þessum kafla. Við höfum svo áhuga á að halda áfram að malbika þessa götu inn úr, en það er enn óvíst um frekara framhald. úr eigin vasa bæjarins og ein milljón annars staðar frá. Við reiknum með að verða með sér- staka fjárveitingu af fé bæjarins til hafnarinnar næstu árin, því hafnarsjóður stendur aðeins undir rekstri hafnarinnar og vöxtum og afborgunum af eldri skuldum. — Höfnin hér er sérstæð að því leyti, að þar sem hún er núna, var áður stöðuvatn. Vatn- eyrin er kennd eftir allstóru vatni, sem fyrir allmörgum ár- um var grafið út og dýpkað og áttina ,inn eftir, og þá um 45 metra. Þá verður líklega einnig farið að dýpka höfnina og er þar mikið verkefni framundan. Síðan verður höfnin innréttuð eftir því sem efni og ástæður leyfa. Þrír hæstu bátamir á vertíðinni — Endurbætumar á höfninni gefa okkur von um áframhald- andi uppbyggingu sjávarútvegs- ins hér. Skilyrðin til sjósóknar KOMST UPP í ÞTJSUND Á ÁRINU Vatneyri hefur alla tíð verið verzlunarhöfn, en ekki varð þar mikil byggð fyrr en undir síðustu aldamót. Árið 1890 bjuggu 39 manns á eyrinni. Árið 1896 tók Ólafur Jóhannes- son við verzluninni, fyrst sem verzlunarstjóri hjá Pétri Thor- steinsson og síðan hjá Milljóna- félaginu, en keypti sjálfur verzl unina 1914. í tíð Ólafs óx þarna upp myndarlegt kauptún, enda var Ólafur umsvifamikill i flest- um þáttum atvinnulífsins. Lengi starfaði hver maður í kauptún- inu hjá fyrirtækjum hans. Nú er þar rekinn margvíslegur annar atvinnurekstur, en fyrir- tæki Ólafs er enn með stærstu fyrirtækjum staðarins. Á þess- ari öld hefur kauptúnið stækkað fjörfalt; um aldamótin voru arútsvörin nema tæpum 5,3 milljónum króna, aðstöðu- gjöldin tæplega 0,9 milljónum og úr jöfnunarsjóði fáum við eina milljón. Veittur var fimm prósent afsláttur af útsvarsstig- anum. — Önnur aðalframkvæmdin hjá okkur í ár er gatnagerðin, en til hennar er varið hálfri annarri milljón króna á þessu ári. Mestur hlutinn af þessu fé fer í varanlega gatnagerð, — þá fyrstu hér á Patreksfirði. í sumar hefur verið undirbúin malbikun á hluta Aðalstrætis, þeim hluta, sem er á Vatnevr- inni sjálfri, frá Þórsgötu og upp fvrir samkomuhús. Þetta er 260—270 metra vegalend. — Við höfum fengið leigðar tie” •}* jwBteW. ■: 17 milljón króna hafnarbætur — Hin aðalframkvæmdin er höfnin. Þar var á þessu ári byrjað á stórátaki, sem mun hafa mikil áhrif á hafnarskil- yrðin hér. Það er áformað að endurbæta höfnina fyrir 17 milljónir króna á árunum 1965 —1968. Þar af fáum við allt að 8,5 milljónum króna af Vest- fjarðaáætluninni. Þessar 17 milljónir skiptast þannig í ár, að unnið er fyrir fjórar milljón- ir f ár, fyrir þrjár milljónir næsta ár, fjórar milljónir árið 1967 og sex milljónir árið 1968. — 1 ár er unnið við höfnina fyrir fjórar milljónir króna. Þar af eru tvær milljónir af Vest- fjarðaáætluninni, ein milljón gerður hafnargarður við. Skipin sigla inn mjóa rennu inn í vatn- ið og að hafnargarðinum. Nú í ár felast hafnarframkvæmdirn- ar aðallega I því að lengja bryggjukantinn, sem fyrir er, um 60 metra út í hafnarmynnið. Það er búið að ramma niður allt þilið og nú er verið að ganga frá festingunum, svo þessa árs framkvæmdir eru langt komn- ar. Þegar búið er að ganga frá þessum viðlegukanti, verður innsiglingin í höfnina miklu ör- uggari en áður, því þá geta stóru skipin lagzt beint að garð- inum og skriðið meðfram hon- um inn í höfnina. 7—8 menn vinna við hafnargerðina, fyrir utan bílstjóra og kranastjóra. — Næsta ár er svo ráðgert að lengja hafnargarðinn í hina Jóhannes Árnason sveitarstjóri er hér við framlenginguna á hafnargarðinum, sem nú er senn að verða fullgerð. eru góð og aflabrögð Patreks- fjarðarbáta hafa verið góð sið- ustu árin. Á vetrarvertíðinni í vetur fengu fjórir stóru bátarn- ir samtals 5000 lestir og þrír þeirra voru hæstir yfir landið á þeirri vertíð. Og fram eftir þessu sumri hefur afli hand- færabátanna verið mjög góður. Það eru 15—20 bátar, sem stunda þær veiðar. Af stóru bát- unum fjórum hafa þrír verið á síld í sumar en einn á humar. Dragnótaveiðin hefur svo verið sæmileg. Það má þvi segja, að blómaskeið hafi verið hér í út- gerðinni. Hraðfrvstihús Pat- reksfjarðar er nú að láta smíða 180 tonna bát í Stálvík, og er sú smíði langt komin. — Um miðjan ágúst var tek- inn hér f notkun stór gæzlu- völlur og hefur verið vel sóttur síðan. a vellinum er gæzla milli kl. 10 og 18 alla virka daga og fyrir hádegi á laugar- dögum. Hreppurinn starfrækir þennan völl. Hann er um 1000 fermetrar að stærð og hefur að geyma lítið hús og öll þau leiktæki, sem tíðkast að hafa á slíkum völlum. Félagsheimili, áhalda- hús, mjólkurstöð og bæjarskrifstofur — Grunnur hefur verið gerð- ur að nýju félagsheimili hér og er bygging þess eitt af stóru verkefnunum, sem fram undan eru. í ár var veitt til bygging- arinnar 250.000 krónum. Byrjað er að grafa fyrir grunni mjólkur stöðvar hér í kauptúninu og standa að þeirri byggingu bænd umir á Barðaströnd, Rauða- sandshreppi, Patreksfirði og Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.