Vísir


Vísir - 11.09.1965, Qupperneq 2

Vísir - 11.09.1965, Qupperneq 2
VÍSIR Laugardagur 11. september 1965. GÓLFTEPPI Fullkomin þjónusta ^zÆteinsun /i-$- Bolholt 6 — Sími 35607 Tekst ÍR að vinna KR á Reykjavíkurmeistaramótinu? í dag hefst á Laugardalsvellinum í Reykjavík, Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum. Hefst mótið kl. 14 og heldur áfram á sama tíma á morgun og kl. 17.30 á mánudaginn, en síðar í mán- uðinum verður keppt í tugþraut og 10 km. hlaupi. Mót þetta hefur legið niðri undanfarin ár, en nú er gerð tilraun til að endurvekja það. í dag er keppt í þessum grein- um: 200, 800 og 5000 metra hlaup um, 400 metra grindahlaupi, há- stökki, langstökki, spjótkasti og kúluvarpi karla og í kvennagrein- um 100 metra hlaupi, spjótkasti og langstökki og Ioks 4x400 metra boðhlaupi karla. Á morgun: 100, 400 og 1500 metra hlaup, 110 metra grinda- 80 þátttakendur á sund- móti á SAUÐÁRKRÓKI w Unglingameisfaramót islands Staldið þar um helgina Unglingameistaramót íslands 1965 í sundi fer fram á Sauðár- króki á morgun sunnudag'inn 12. september og hefst kl. 3 e.h. Keppnisgreinar eru: 50 m bak- sund, 50 m bringusund, 50 m skrið sund telpna og sveina 14 ára og yngri, 100 m bringusund, 100 m skriðsund, 50 m baksund, 50 m flugsund fyrir drengi 16 ára og yngri, 100 m bringiisund, -50 m skriðsund, 50 m baksund, 50 m flugsund fyrir stúlkur 16 ára og yngri, 4x50 m fjórsund fyrir stúlk ur og drengi. Þátttakendur í mótinu verða um 80, víðsvegar af landinu og má bú- ast við harðrí keppni um bikar hann, sem Sundsamb. Islands gaf til keppninnar fyir tveim árum, en hann hlýtur það félag, er flest st'ig hlýtur á mótinu. Ármann hefur unnið bikarinn í bæði skiptin, sem um hann hefur verið keppt. Einnig verður keppt í tveim auka greinum, 100 m bringusund'i karla og 200 m skriðsundi karla, en þar mun Davíð Valgarðsson reyna að slá íslenzka metið. hlaup, þrfstökk, stangarstökk, kringlukast, sleggjukast, 4x100 metra boðhiaup, 200 metra hlaup kvenna, kringlukast kvenna og há stökk kvenna. Á mánudagskvöldið verður keppt 1 fimmtarþraut karla og 80 metra grind og kúluvarpi hjá stúlkunum. Reykjavlkurmótið er stigakeppnl élaganna og eru það 4 félög, sem keppa um þau. IR og KR munu örugglega verða mjög jöfn og ef- laust verður ekkert gefið eftlr. Ár- mann mun örugglega krækja í meistarastig á þessu móti, en fjórða félagið sem er Víkverji tekur þátt i fyrsta sinn og sendlr einn kepp- anda og getur vart gert ráð fyrir sigri. BIKARKEPPNIN UM HELGINA Um helgina er það bikarkeppn- in í knattspyrnu, sem mun draga fólklð til sin. Á morgun fara tveir lelkjanna i aðalkeppninni fram. Á AKRANESI mun heimallðið berjast við lið FH, sem komst öll- um á óvart áfram upp í aðal- keppnlna. Það mundi verða fimm- dálka fyrirsögn, ef Hafnfirðingum tækist að sigra Skagamcnn i þess- um leik, — enda eru Akumesingar sigurstranglegasta liðið í 1. deild og leikur að auki á heimavellinum á Sklpaskaga. Á MELAVELLI i Reykjavik fer fram annar bikarleikur, og ætli menn að fá spenning, er þeim ráð- lagt að fara heldur og horfa á þann leik. Það eru andstæðingamir úr Austurbæ, Valur og Fram, sem mætast þama og er ekki að efa að sá leikur verður mjög gimileg- ur. Fram vann síðast þegar liðin mættust, en það var eftlr að Fram var fallið í 2. deild og hafði sá leikur ekkert áð segja upp á loka- stöðuna. Það verður örugglega bar- izt hart i þessum leik og ekki nokkur vegur að segja neitt um hvemig fer. Eflaust ætla Framarar að bæta nokkuð fyrir fallið og selja sig dýrt í bikarkeppnlnni. Leikimir hef jast kl. 16 á morgun. Þýzkir íþrótta- menn Þessir tveir íþróttamenn eru Þjóðverjar og báðir mjög snjall- ir, hvor í sinni íþróttagrein, sem eru vel að merkja mjög ó- skyldar og ólíkar að flestu leyti. Sá til vinstri heitir Wilfried Dietrich, 31 árs gamall, sem er einn snjallasti þungavigtar- maðurinn í heiminum í róm- verskri glímu. Hinn maðurinn er snjall fimleikamaður og beit- ir Giinter Lyhs og er 30 ára gamall. Hvorug þessara íþróttagreina er enn þekkt aSl ráði hér á landi. Glíman hefur lítið verið stund- uð, en fimleikar hafa „týnzt“ sem keppnisíþrótt, en lítið eitt er þó að glæðast áhuginn og horfur á að senn verði farið að keppa í greininni og í fyrravor fór fvrsta keppnin í áraraðir fram.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.