Vísir - 11.09.1965, Page 7

Vísir - 11.09.1965, Page 7
7 VlSIR Laugardagur 11. september 1965. iiiin ii iimii i u—ir—tm———— ir sem eru fátækir, fátækir af sannri hamingju, hverra ævilán er sem „heltraðkað blóm“, af því að þeir hafa ekki sézt fyrir ekki kunnað fótum sínum forráð, held ur bruðlað gæðum lífsins í óhófi og gáleysi. Gæfuhöll þeirra verð ur ekki endurreist nema á grunni kærleikans. Hann einn byggir upp. Og veiztu það, að Guð vill nota þig einmitt þig, til að leggja fram einn stein til þeirrar endur reisnar. Það er dýrðlegt hlutverk. Þú mátt ekki bregðast þvl. Að rækja það hlutverk, það er þinn gæfuvegur. Hvert góðverk, sem þú vinnur, gerir þig hæfari til að starfa betur í þágu náunga þíns og sam félagsins yfirleitt. Hvert vinar- orð, sem þú lætur falla, gerir þig mælskari I þeirri ræðu, sem til hjartans nær. Öll getum við, hvert á okkar sviði, látið eitthvað gott af okkur leiða. Til þess eigum við nóg „efni“ og ekki vantar verkefnin. Kunn er sagan um Matthías og unga „skáldið" óþekkta. Hann kom til Matthiasar með ljóð sín og bað hann lesa. Þau voru víst ekki mikill skáldskapur. En það þurfti að fara varfæmum höndum um þetta verk. Ekki drepa góða viðleitni byrjandans með harðri gagnrýni, ekki særa með ónærgætnum orðum. Sjálf- sagt hefur skáldjöfurinn ekki verið I vandræðum með að koma orðum að því. Svo hvatti hann unga manninn til að reyna að gera betur, vanda öll sín verk. Og svo bætti hann við þessum kunnu orðum: Því að þú ert fæddur tii þess að fækka tárun- um. Þetta á jafnt við okkur öll. Við erum öll borin til þessa rík- is kærleikans, fædd til þess að vinna því ný lönd I hjörtum mannanna. Þess vegna getum við tekið undir þessi bænar- og hvatn ingarorð Matthíasar: Auk vilja mlnum dug I dag og dáð að bæta margra hag. Gjör allt mitt Itf I heimi hér, að helgum söng til dýrðar þér. KIRKJAN og ÞJÓÐIN Afmæli Biblíufélagsins Sumir halda, og hafa m.a.s. sett það á prent, að Bókmennta- félagið sé elzta félag á íslandi Það var stofnað 1816. En ári eldra er hið íslenzka Biblíufélag Það var stofnað fyrir forgöngu Starfsamur söfnuður í Langholtssöfnuði í Reykja- vík eru starfandi eða í undir- búningi eftirtalin félög: 1. Kirkjukór. 2. Kvenfélag 3. Bræðrafélag 4. Vetrarstarfsnefnd. 5. Unghjónaklúbbur. 6. Skátasveit 7. Barnastúka. 8. Ungtemplarafélagið Há- logaland, sem starfar I þrem deildum. 9. Sumarstarfsnefnd. 10. Barnakór. 11. Líknarstarfsnefnd. Ebenesar Hendersons hins brezka 10. júlí 1815. Fyrstu stjórn Biblíufélagsins skipuðu: Geir biskup Vídalín, ís- leifur dómstjóri Einarsson, Sig- urður landfógeti Thorgrímsen og Séra Árni Helgason. Nú eru 1 stjórn félagsins níu menn: Sigurbjörn biskup Einars son, Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup, Séra Óskar J. Þor- láksson, Séra Sigurbjörn Á. Gísla son, Séra Jóhann Hannesson, prófessor, Bjami Eyjólfsson rit- stjóri, Þorkell Sigurbjömsso-s gjaldkeri, Ólafur B. Erlingsson bóksali og Ólafur Ólafsson krist niboði. Ákveðið hefur verið að minn ast 150 ára afmælisins í haust. Á sameiginlegum fulltrúafundi barnaverdnarnefnda í Björgvinj ar biskupsdæmi stóð kona ein upp og sagði: Það er ekki nóg fyrir okkur að gefa bömunum nóg til að lifa á. Við verðum llka að gefa þeim eitthvað til að lifa f; rir. Kæri lesandi. Hverjum helgidegi kirkjuársins tilheyrir bæði pistill og guðspjall. Ef vel á að vera, þarf að lesa hvort tveggja I dag á 13 sunnudeg inum eftir trinitatis. Guðspjallið er hin alkunna saga Jesú um misk unnsama Samverjann í 10 kap. Lúkasarguðspjalls og pistlamir eru 13.KapituIi I fyrra korintubréf inu — lofsöngur Páls um kærleik ann: Þótt ég talaði tungum manna og engla o.s. frv. Hér er fullt sam ræmi á rpilli. Báðir þessir kaflar I Guðs orði fjalla um það sama: Kærleiksverldn, uppfyllingu kær- leiksboðorðsins sem ein leiðir manninn til góðs, því að það er góðviljinn, vegur góðviljans, sem er mannsins eina sanna gæfu- braut. Og þetta á maður að taka alveg bókstaflega. Þetta á maður að heimfæra upp á sjálfan sig, þetta er ekki bara hugsað og meint út I loftið. Nei, því fer fjarri, því að aðalatriðið I guð- spjallinu em þessi orð, sem sagan endar á: Far þú og ger þú slíkt hið sama. Tak'ið eftir. Orðið þú kemur tvisvar fyrir I þessari stuttu setn ingu og það á einmitt við þig sjálf an, þig, sem ert nú að renna aug unum yfir þessar Ifnur. Þú átt að vinna þitt kærleiksverk: leggja fram aura I sjóð góðs málefnis, heimsækja einstæðing, gleðja, þó ekki sé nema með einu kærleiks orði einhvem þann sem lífið hefur leikið grátt: Hvar þú finnur fátækan á förn um vegi. Gerðu ’onum gott en grætt ’ann eigi. Guð mun launa á efsta degi. |"kg á þessari öld velgengninnar ^ eru það svo undarlega marg í lífsins bók Það var barnaguðsþjónusta. Og kirkjan var full af böm- um, þvi að hvað kirkjugöngur snertir hafa bömin ekki ennþá tekið sér hina fullorðnu til fyrirmyndar. Og í þetta siiin var sú nýbreytni í messunni að biskupinn talaði við börnin í staðinn fyrir sóknarprestinn eins og venjulega. Biskupinn Var riéfiiiléga á ferð i þrestakallinu til að vísitera. Biskupinn ræddi um skímina. Hann gerði ýmist að spyrja bömin eða segja frá. Og þetta gekk allt eins og i sögu. Bömin vom svo vel að sér og ófeimin við að svara, enda var þetta ekki hér á landi. Ein stúlkan sagði, að þegar maður væri skirður þá væri nafnið manns skráð í lífsins bók. „Já, mikið rétt“, sagði biskupinn, „ en er hægt að viska það út aftur?“ „Já, þegar við syndgum, þá er það viskað út“ sögðu börnin. Nú beindi biskupinn máii sínu að stórri stúiku á fremsta bekk og sagði: „Heldur þú að ég hafi syndgað?“ Aumingja stúlkan varð ósköp feimin og undirleit. Loks hvíslaði hún: „Já, þú hefur syndgað“. Það viðurkenndi biskup inn líka, og svo hélt hann áfram: „Þá er nafnið mltt ekkl í lífsins bók. Hvemig á ég að fara að því?“ Það sló vandræða þögn á barnahópinn: ósköp talaði biskupinn einkennilega, fannst börnunum. Loks rétti 10 ára drengur upp höndina og sagði: „Jesús Kristur, sem dó fyrir syndir okkar, hann mun sjá um það að þitt nafn standi líka í lífsins bók“. FRÆKORN Við engu varar frelsarinn eins og hefnigirninni. Hún fer svo illa með sálina. Séra Amlj. Ól. Kirkjuritið Síðasta hefti Kirkjuritsins flytur ávarp og yfirlitsskýrslu biskups á prestastefnunni I vor ásamt ályktunum hennar, erind- ið: Kristin þjóðmenning eftir séra Eirík á Þingvöllum, predik un eftir séra Harald Nielsson, minningarorð um séra Sigurjón I Kirkjubæ eftir séra Marinó I Vallanesi, þýðingu á 30. kviðu úr Divina Comedia Dantes eft ir Guðmund skáld Böðvarsson Freistingar I óbyggð eftir séra Benjamín á Laugalandi o.fl. Ritstjórinn, séra Gunnar Árnason, skrifar pistla, ritdóm og fréttir, innlendar og erlendar Gengi er valt þar fé er falt fagna skalt I hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt sem hjartað galt úr sjóði. E. Ben. Sú hamingja, sem við fómum, er okkur meira virði heldur en sú hamingja sem við njótum. Guðmundur A. Finnbogason fyrir kirkjudyrum í Innri-Njarðvík. ST J ÖRNUKROSSINN ÍLTeiIagt merki hátt skal rísa, húsi Drottins yfir lýsa vitna um hans vald og dýrð. Stjama Jesú, stjörnum fegri stærst með blessun dásamlegri miskunn Guðs er mönnum skírð. Krossinn, táknið Krists á jörðu, kvalræðis I stríði hörðu fyrir oss, er frelsi vann. ^ Hærra með hans stjömu stígur, stórt það táknið aldrei hnígur. Lofar manna lífgjafann. Kirkju vorrar kross og stjarna, kve'ik þú líf, en frá oss varna myrkri, sorgum, mæðu, neyð. Lýsi vítt þitt Ijósið skæra, ljómi þinn oss megi færa Guðs á veginn — gæfuleið. Á s.l. ár; barst hinni fallegu kirkju Njarðvfkinga ljóskross að gjöf, sem komið var fyrir á turni' kirkjunnar. Er hann hinn fegursti gripur og sérkennileg- ur að því leyti, að í miðju hans er stjarna, sem sendir ljósgeisla frá sér út á alla arma kross- ins. Þannig táknar þessi kirkju- gripur þetta tvennt: Fyrirheit Betlehems stjörnunnar og „það er fullkomnað" á Golgata. Þegar kveikt var á krossinum flutti Guðmundur A. Finnboga son meðfylgjandi ljóð. Kærleikurinn er mestur

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.