Vísir - 11.09.1965, Side 8

Vísir - 11.09.1965, Side 8
8 VÍSIR Laugardagur 11. september'1965. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Rússlandsviðskipti Þjóðviljinn hefur fyrr og síðar látið í það skína og ýmsir leiðtogar kommúnista haldið því fram fullum fetum, að viðskipti íslands við Sovétríkin væru al- gerlega komin undir því, hvers íslenzkir kommúnist- ar óskuðu í því efni. Er þess skemmst að minnast að í september í fyrra, þegar nokkrir háttsettir komm únistaleiðtogar komu heim úr Rússlandsferð — sem raunar mun nú hafa verið farin í öðrum erindum en að útvega markaði — þá lýsti Þjóðviljinn því yfir að hægt væri að selja til Rússlands niðursoðna og nið- urlagða síld fyrir um 200 millj. kr.. Breshnev hefði tjáð sig þess albúinn að kaupa þetta af okkur og nú væri það okkar að notfæra okkur þetta kostaboð. Þegar einhverjum varð á að draga í efa að þetta „til- boð“ mundi standa, ef til alvörunnar kæmi, ætlaði Þjóðviljinn af göflunum að ganga og sagði að hér væri sama sagán og fyrri daginn, íslenzk stjórharvöld vildu helzt ekki skipta við Sovétríkin og gerðu ævin- lega allt til að spilla fyrir því að samningar gætu tekizt. Hannibal Valdimarsson var einn þeirra, sem hafði litla trú á þessu „tilboði“ og kallaði það í háði „gaffalbitapólitík.“ Það kom líka fljótlega á daginn að þessi stórfrétt Þjóðviljans var samin og sett með stóru letri á forsíðu til þess að reyna breiða yfir hvert hið raunverulega er indi Einars Olgeirssonar og félaga hans í austurveg hafði verið að þessu sinni, og brátt varð alveg hljótt um þetta viðskiptatilboð. En síðan þetta var hefur Breshnev komizt til æðstu valda í Rússlandi og ættu því vinir hans hér að hafa góða aðstöðu til þess að vinna okkur markað í Rússlandi- Þeir geta minnt hann á gömul loforð. Og Þjóðviljinn má vera viss um það, að íslenzka ríkisstjórnin mun ekki á nokkurn hátt reyna að hindra það, að hagkvæmir viðskipta- samningar takist. En samkvæmt því, sem kommún- istar hafa áður haldið fram um vald sitt yfir Rússum á þessi sviði, verður að líta svo á, að sökin sé Einars og félaga hans, ef ekkert verður úr samningum! Og hvemig sem á því stendur hefur komið í ljós að Sovétstjórnin er nú mjög erfið viðureignar í samn- ingum og má það furðulegt heita, þar sem Breshnev vinur Einars er kominn þar til æðstu valda. Allt Krúsjeff oð kenna! Fregnir hafa borizt um að nú sé hafin mikil og hörð gagnrýni í Rússlandi í garð Krúsjeffs meðan hann fór þar með æðstu völd. Nú er honum t.d. kennt um, hve allt hefur farið úrhendis í landbúnaðarfram- leiðslunni. Haft er m.a. eftir einhverjum Kunaev, leið toga flokksdeildarinnar í Kasakhatau, að Krúsjeff hafi hafi nánast eyðilag landbúnaðinn þar. Það er þó vitað að landbúnaðarmálin voru í mesta ólestri á stjóraartíma Stalíns og kommúnistum hefur aldrei tekizt að koma þeim í rétt horf. Norrænir útvorpsstjórnr á fundi 1 gærmorgun klukkan 10 hófst stjómarfundur norrænna útvarpsstöðva. Eru þar mættir 23 fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Sviþjóð, og þrir frá íslandi. Eru þar rædd ýmiss mál varð andi útvarpsrekstur, svo sem samvinnu um dagskrárgerð, fjármál og lögfræðileg mál. Fundinn sitja útvarpsstjórar allra þessara landa, svo og næst ráðand'i menn. Fundir sem þess ir hafa venjulega verið haldnir annaðhvert ár, en ætlunin er að framvegis verði þeir haldn- ir árlega. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn hér 1 Reykjavlk. Á laugardaginn verður svo haldinn hér fundur útvarps- stjóra Norðurl. og verða þar af greidd þau mál, sem undirbún ingsfundurinn vísar til útvarps stjóranna. Michéle Mercier (Angélique) Góðu myndirnar ekki leng- ur látnar bíða til haustsins Það er af, sem áður var — þegar flestar beztu kvikmynd- imar voru látnar biða hausts ins, — margar fremur góðar kvikmyndir hafa verið sýndar í sumar og nokkrar ágætar. Þann ig á þetta líka að vera. Hví skyldi ekki þeim, sem starfs síns vegna og annarra ástæðna vegna ero í bænum, meðan aðr ir ero í leyfi eða störfum ann arsstaðar á sumrin, vera boð ið annað en það, sem gott er? Austurbæjarbíó sýnir nú Angél'ique, sem gerð er eftir samnefndri sögu Anne og Serge Golon og er birt sem framhalds saga í Vikunni, og ýmsir lesið hana á erlendum málum, og margir því efninu kunnir, enda verður það ekki rakið. Það er sjálfsagt hægt að finna að því með rökum hve lopinn er teygð ur i sögunni, en um Vinsældir hennar þarf enginn að efast, Sjálfur hef ég ekki lesið hana og felli engan dóm um hana, en kvikmyndin er bráðskemmti leg og að henni hin bezta dægra stytting. Hún gerist á tímum umbrota og byltinga á Frakk- landi — tíma Loðvíks XIV — og er efn'ið hvergi um of dreg ið á langinn í myndinni. Kannski nýtur það sín betur í kvikmynd en langri sögu? Með hlutverk er vel farið, Angeliku leikur ung og fögur leikkona Michele Mereier án stórra til þrifa en þokkalega, en aðal- mótleikari hennar í myndinni Robert Hossein skilar eftirminni legum leik, og mörgum hlut- verkum er skilað sériega vel. — Tal er á frönsku. (Hér eru stund um sýndar franskar myndir með ensku tali. Ég hefi enga séð þar sem þetta hefur heppn ast vel — hljómar ekki eðli- lega, og rýrir gildi þeirra.) Laugarásbíó er nýbyrjað að sýna kvikmyndina .Villtar ástríð ur“ (Os bandeirantes) sem gerð er við leikstjóm Marcusar Cam us. Þetta er brazilisk stórmynd f litum, með tali á ýmsum tungum, aðallega portúgölsku og frönsku. Það er heitlynt fólk, sem hér kemur við sögu — flest — öldur tilfinninganna rísa hátt — og allt er hér með öðrum blæ en menn eiga að venjast, lífsbarátta, siðir og venjur, og maður kynnist því í umhverfi, sem það lifir og hrær ist í. Sagan fjallar m. a. um ungan Frakka, sem á harma að hefna, en finnur hamingjuna, er hann bjargar frá hroðalegum dauðdaga þeim manni sem hann vildi hefnast á, og kemst á þeirri stundu f sátt við guð og menn. Nokkur hluti myndarinnar ger ist í hinni nýju höfuðborg lands ins —Brazil'ia — sem er að rísa með skýjakljúfa sína uppi i fjöllum langt inni í landi. Með aðalhlutverk fara Rayjjjond Loyer, Almito de Aspirato — framhald á bls. 13 Lourdes de Oliveira (Suzana) iffissas2ÍSS5ÍS3SS

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.