Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 16
Laugardagur 11. sept. 1965.
Metsíldarvertíð
Norðmanna í
Norðursjónum
Norðmenn hafa fengið uppgripa
síldveiði í Norðursjónum í sumar.
Er það einhver mesta sxldveiði
sem þeir muna eftir, svo ekki er
von, að norsk síldarskip séu mikið
á ferðinni á íslandsmiðum. Þær
fregnir hafa borizt frá Noregi að
aflinn þama sé kominn yfir 5
milljón hektólítra.
Þessi mikla síldveiði í Norður-
sjónum hefur nú komið mönnum
talsvert á óvart og er hér um að
ræða fyrirbrigði sem fer allmjög
í bág við ýmsar hugmyndir fiski-
fræðinga. Á síðustu árum hafði
síldveiðin í Norðursjónum dregizt
saman og voru menn komnir með
þá kenningu að stofninn væri of-
veiddur, en nú virðist annað hafa
komið í Ijós.
Haustið og sérstaklega það
sem af er septembermánuði
hefur verið eitt fegursta og
bezta haust, sem við höfum
upplifað. Eitt einkenni þessara
fögru og björtu daga hefur ver-
ið sérstaklega skýrt og gott
skyggni.
Það er ekki oft sem það hef-
ur komið fyrir að hinn mikli
Snæfellsás hér handan við Fló-
ann hefur blasað við dag eftir
dag hreinn og tær og skýlaus.
Hafa Revkvíkingar nú lært
þessa síðustu daga að meta
Snæfellsjökul betur en nokkru
sinni fyrr. Þótt hann sé í mikilii
fjarlægð hefur hann sannarlega
prýtt útsýnið af Seltjamarnes-
inu.
Hann hefur ekki hvað sízt
verið til prýði um sólarlag á
kvöldin. Þá var þessi mynd
tekin í fyrrakvöld, hún sýnir
skuggamynd borgarinnar rétt
eftir sólarlag himinninn er enn
roðaður síðustu geislum sólar-
innar og tuma hinnar nýju Há-
teigskirkju og Sjómannaskólans
ber við himin upp í skýjatrafið.
En lengst í fjarlægð hægra meg-
in á myndinni má greina hina
miklu prýði sólarlagsins, Snæ-
fellsjökul með eldfjallslínum
sínum.
CÓÐ KARTÖFLUUPPSKERA ÍÞYKKVABÆ
Kartöfluuppskeran í
Þykkvabænum virðist
ætla að verða með ágæt-
um í haust, eftir öllum
sðlarmerkjum að dæma.
„Mikið góð uppskera,“
sagði einn kartöflukóng-
urinn við fréttamann
Vísis, þegar hann var á
ferð þar um slóðir í gær.
Búast má við, að á sumum
bæjum uppskeri bændur tífalt,
jafnvel meira (sérstaklega af
tegundinni gullauga), en reikna
má með áttfaldri uppskem að
meðaltali
Fjórar tegundir af kartöflum
eru ræktaðar í Þykkvabæ, rauð
ar íslenzkar (eða Ólafs-Rauð-
ur, kenndar við Ólaf Jónsson,
tilraunastjóra á Akureyri) og
gullauga, sem eru hvortveggja
Framh á 6 síðu
Upptökuvélin fer jafnt og þétt yfir kartöfluekruna hjá Hábæjarfólkinu (Ljósm. stgr).
Sigurlín Óskarsdóttir, verðandi leikkona, tínir eftir „vél-
ina“ (Ljásm. stgr).
STÓRUTHLUTUN LÓÐA í
REYKJA VÍK UNDIRBÚIN
Enn stendur fyrir dyrum stórút
hiutun á lóðum í Reykjavik, bæði
undir íbúðarhús og iðnað. Ibúða-
lóðum verður úthlutað í Fossvogi
og í Breiðholti og iðnaðarlóðum í
Ártúnshöfða. Byggingaframkvæmd
ir á þessum stöðum eiga að hefj-
ast næsta sumar, og er skrifstofa
borgarverkfræðings nú að kalla
eftir umsóknum og endurnýjunum á
eldri umsóknum.
Helgi V. Jónsson, skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings, sagði
blaðinu f gær að séð yrði fyr-
ir allri þörf á iðnaðarlóðum að
sinni með úthlutun lóðanna í Ár-
túnshöfðá. Þar verður í vetur und
irbúið ailt svæðið milli Elliðavogs,
Grafarvogs og Vesturlandsvegar.
Umsóknarfrestinum er nú að ljúka,
og rennur hann út 15. september.
í fyrrasumar var úthlutað um
1200 íbúðalóðum í Árbæjarhverfi,
Norðurbrún og Sæviðarsundi, en
)
: reiknað er með, að úthiutun í Foss
I vogi og Breiðholti verði ennþá
: stærri, ef það tekst að ganga frá
i öllu skipulagi í tíma. Umsóknafrest
| ur og frestur tii að endurnýja um
sóknir er senn að renná út og hef
ur borizt fjöldi umsókna um Foss
voginn en lítið um Breiðholt'ið. Út
hlutunin á að fara fram um ára-
Framhald á bls. 6.
Síðasta sigling til austur-
strandar Grænlands í haust
1 gær kom til Reykjavíkur hið
kunna Grænlands- og heimskauts
far, Kista Dan, sem nú er að fara
i síðustu ferð sína fyrir veturinn
til hafna á Suður-Grænlandi. Skip
ið stóð hér aðeins við í um tvær
klukkustundir. Það skilaði af sér
um tuttugu manns sem voru að
koma frá Grænlandi en tók 7 far-
þega, en það er fólk t.d. konur
og börn vitavarða. sem ætlar að
hafa vetursetu i Grænlandi.
Petersen skipstjóri sagði að skip
hans hefði verið heppið í sumar.
Siglingaleið hans er til syðsta
hluta Grænlands og þar hefur
ekki verið mikill ís. Hin skipin
Tala Dan og Nella Dan sem siglt
hafa til staðar norðar á austur-
ströndinni hafa átt við meiri erfið-
leika að striða, en þau munu nú
Framh. á bls. 6.