Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Þriðjudagur 21. septemba? £968. / Ljósa Simca-bifrelðin sem fannst mannlaus og talið er að hafi verið bifreið morðingjanna. Hernaðarástand — Framh. af bls. 16 kallað út. Eru hvorki meira né minna en 1200 lögreglumenn stöðugt reiðubúnir og á verði í sambandi við þessa leit og svo að segja allir bílar lögreglunn- ar 1 Kaupmannahöfn eru teknir í notkun við leitina. Það er nú búið að sannprófa það, að skot sem innbrotsþjófar beindu gegn læknastúdent ein- um á fimmtudaginn í síðustu viku koma úr sömu byssu og lögreglumennimir voru drepnir með. Þessar upplýsingar valda því, að lögreglan hefur nú í höndunum ehm hlut, sem kemur frá glæpamðnnunum. Það gerðist á fimmtudags- kvöld að læknastúdent þessi var á gangi eftir Gammel Kirkevej á Amager. Þá kom hann þar ó- vænt að tveimur ungum mönn- um sem voru að fremja þar inn- brot. Þegar þjófamir urðu hans varir stukku þeir upp, þrifu byssu sem þeir voru með og hrópaði annar til stúdents- ins „Ég drep yður, ég skýt yð- ur“. Um leið hleypti hann af nokkrum skotum, ekkert þeirra hæfði. Þjófamir flýðu en annar þeirra missti kðflóttan ullar- trefil sinn, sem er af tékkneskri gerð. Þessi trefill er nú eina sönnunargagn lögreglunnar. Drukknir ökumenn lenda í árekstrum Nokkur brögð vom að árekstr- um og umferðaróhöppum dmkk- inna ökumanna aðfaranótt laugar dags og sunnudags. Aðfaranótt laugardags lenti drukk inn og réttindalaus unglingspiltur í því að aka aftan á kyrrstæða bif reið, sem beið eftir umferðarljósi Lönguhllðarmegin við gatnamót Miklubrautar. Báðar bifreiðimar skemmdust verulega. Pilturinn ját aði þegar brot sitt, og bifreiðina kvaðst hann hafa tekið traustataki í fjarveru föður síns. Aðfaranótt sunnudagsins var ekið á mannlausa bifreið á Baldurs götu. Bíllinn var skilinn eftir á göt- unni, en eigandinn var hvergi nærri þegar lögreglan kom á vett- vang. Var hann síðan sóttur heim í gærmorgun og var þá undir á- hrifum áfengis. Rannsókn í máli hans var ekki lokið í gærmorgun. Sömu nótt fannst mannlaus bif reið úti á vegbrún á Laugaveginum Hafði hún lent á ljósastaur, en bifreiðastjórinn þá ætlað að snúa við. Það var því miður ekki hægt, vegna þess að bifreiðin hafði skemmzt við áreksturinn og var ekki ökufær. Skildi hann bifreið- ina eftir og meira að segja bil- lyklana í henni. Lögreglan heim- sótti hann svo í gærmorgun og játaði hann að hafa ekið bílnum undir áfengisáhrifum. Alvarlegt umferð- arslys á Laugavegi Aðfaranótt laugardagsins stór- slasaðist nngur maður, er hann lenti fyrir bifreið á Laugaveginum gegnt Tungu. Maðurinn heitir Jón Eyjólfur Guðmundsson tfl heimilis að ökrum á Seltjamamesi. Réttir — Storfsfólk óskast Landmælingar íslands vilja ráða Ijósmynd- ara eða mann með þekkingu á Ijósmynda- töku til starfa við ljósmyndagerð og ljós- mynditn úr lofti. Ennfremur stúlku eða karlmann til af greiðslustarfa. Kunnátta í ensku og einhverju norðurlandamáli æskileg. Umsóknir berist Landmælingum íslands Laugavegi 178 fyrir 25. þ. m. Afgreiðslustörf Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. SKÓKAUP KJÖRGARÐI Laugavegi 59, sími 16930 Framh. af bls. 1 ur var með sfna menn á suður heiðinni en Guðni á norð- urheiðinni. • Fjöldi manns var kominn í Hafravatnsrétt snemma í morg un. Við réttina hafði verið lagt ógrynni af bifreiðum, stórir og dýrir bflar ataðir for af þjóð- veginum, bílar frá Reykjavík, Kópavogi og Seltjamamesi, en frá þessum bæjum komu líka stórir vörubílar, þvf sauðfjár- eigendur þar eiga fé sitt f Hafra vatnsrétt. Myndin var tekin ofan af Borginni ofan Hafravatns- réttar f morgun. Stúlkumar litlu sögðust vera úr Reykjavik og fengu að fara með f réttimar með mannl, sem átti þar kindur. _______(Ljósm.: jbp.) Haustverð — Framhald af bls. 1. Tilfærslur þessar breyta engu um áætlaðar he'ildartekjur gmnd- vailarins. Þar sem aðaltilfærslunni, þ.e. frá mjólk yfir á nautgripakjöt og kindakjöt er ætlað að koma fram í verðlagi mjólkurvinnslu- vöra (nema rjóma og skyri) kem- ur meðalhækkunin (þ.e. 11.2%) að fullu fram í verðlagi neyzlumjólk- ur, rjóma og skyrs, en dregið hef- ur verið að sama skap'i úr þeim i verðhækkunum, sem ella hefðu orðið á smjöri, ostum og öðram vinnsluvöram mjólkurbúanna. Með þessum tilfærslum var endanlega gengið frá tekjuhlið verðgranns- Smásölukostnaður. Nefndin hafði viðræðufund við fulltrúa kaupmannasamtakanna og kaupfélaganna. Rætt var vinsam- lega og ýtarlega um sjónarm'ið þau er til mála koma við verðlagningu í smásölu. Við endanlega ákvörðun smásöluálagningar vora gerðar smávægilegar breytingar á verð- lagninguimi, án þess þó að vikið væri frá aðalreglum þeim sem fylgt hefur verið á undanfömum áram. __________ Veiðibjöllu- málið Sl. vór blossaði upp eins og venjulega deilan mijli bænda í Innra-Hólmshreppi og Akurnes inga um réttinn til að taka veiðibjölluegg og unga í Akra fjalli. Þá gerðist það í fyrsta sinn, að bændur í hreppnum kærðu allmarga Akumesinga fyrir „veiðiþjófnað" í fjallinu. Síðan hafa yfirheyrslur staðið yfir í málinu við og við f sumar og málið orðið viðameira en ætla mátti. Þeir, sem kærðir voru, hafa margir borið fyrir sig, að Akurnes'ingar hafi fullan rétt til að hagnýta sér veiði- bjölluvarpið. Þar sem yfirheyrsl um er lokið mun málið á næst- ; unni verða sent saksóknara til ákvörðunar. Þegar slysið varð var bifreið á leið vestur Laugaveginn, en öku- maður hennar sá ekki manninn á götunni fyrr en um seinan, þá var árekstur óumflýjanlegur. Jón kastaðist upp á vélarhús bifreiðar- innar og skall með höfuðið á fram- rúðu bflsins svo hún brotnaði. Maðurinn barst spöl með bifreið- inni, en kastaðist út af henni og niður á götuna þegar hún nam staðar. Lá hann þar meðvitundar- laus. Jón var fluttur í slysavarðstof- una, og þaðan í Landakotsspftala, þar sem hann liggur nú. Ekkt er Vísi að fullu kunnugt um meiðsfl hans, nema hvað hann hafði hlotið opið fótbrot á öðrum fæti og auk þess allmikla höfuðáverka. Hann mun hafa legið lengi meðvitundar- laus, en var kominn til meðvit- undar f fyrradag og leið þá eftir beztu vonum. Furðuleg úrus í Hufnurfirði Sá furðulegi atburður gerðist suður í Hafnarfirði á 11. tímanum í gærkveldi að fjórir unglingar, tvær telpur og tveir piltar, 14—15 ára gamlir ráðast á 13 ára telpu, binda hana eða handjáma og byrja að fletta klæðum, er þau verða mannaferða vör. Þá urðu árásarkrakkamir hrædd ir, slepptu fómarlambinu og tóku sjálfir til fótanna. Telpan sem fyrir árásinni varð er búsett í Hafnarfirði, en hún telur telpurnar sem á sig hafi ráð- izt, þar einnig heimilisfastar en piltarnir séu utanbæjar, mun annar vera úr Kópavogi og hinn úr Reykjavík. Telpan kærði árásina til Iög- reglunnar f Hafnarfirði rétt fyrir kl. hálfellefu í gærkveldi. Málið er nú í rannsókn, en enginn árásar- aðila hafði í morgun verið kallaður fyrir. Ekki verður neinum getum leitt að því á þessu stigi hver orsök liggur til þessarar árásar, en þar sem bæði piltar og stúlkur taka þátt í henni, virðist sem hér sé helzt um einhvers konar hefndar- ráðstafanir að ræða, þótt með furðulegum hætti séu. Hæstiréttur — Framhald af bls. 1. um hefur hún á nokkru svæði breytt verulega um farveg, og nú vilja ábúendur og eigendur viðkomandi jarða fá úr því skor ið hvort Vatnsdalsá eigi eftir sem áður að ráða landamerkj- um, eða hvort þau eigi að vera þar sem áin rann lengst af áð- ur. Þessara erinda hefur hæsti- réttur verið kvaddur norður til að dómamir geti af eigin sjón og raun kynnt sér málavöxtu alla. Með þeim í áreiðinn'i verða hæstaréttarmálaflutningsmenn viðkomandi jarðeigenda, þeir Páll S. Pálsson og Sigurður Óla son. Þrætueplin sem hér hafa myndazt, eru annars vegar milli Haukagils og Saurbæjar sem að'ila gegn Þórormstungu og hinsvegar milli Hofs sem aðila gegn Brúsastöðum . Blaðam.fundur — Framh. af bls. 1: slíkum samtökum og þeltri hlutleysisstefnu sem áður hefði verið hér rfkjandi og líkti þvf að nokkra við einangrunarstefn una í Bandaríkjunum. En sfðan hefðu aðstæðumar í heiminum breytzt og Island væri ekki eins einangrað og langt frá öðram þjóðum og áður hefði verið. Þess vegna sagði hann að meiri hluti þjóðarinnar hefði komizt á þá skoðun, að taka bæri þátt í þessum samtökum. Þeir spurðu mjög um vamar- stöðina í Keflavík. Sagði for- sætisráðherra, að íslendingar væru í sjálfu sér ekki hrifnir af að hafa hér herstöð, en þeir teldu það nauðsynlegt til vam- ar landinu. Þá svaraði hann spurningum um takmarkanir þær sem giltu á ferðum banda- rískra hermanna til Reykjavík- ur og benti blaðamönnunum á að þetta væra líkar takmarkanir og þeir myndu sjálfir kannast við sums staðar f Bandaríkjun- um sjálfum, það væri alkunna að herbúðir þar sköpuðu ýmiss konar vandamál fyrir nærliggj- andi byggðarlög. Blaðamennimir létu í Ijósi undrun yfir því, hvað mikið væri af bókabúðum í Reykjavík og báðu um skýringar á því undarlega fyrirbæri. Skýrði for- sætisráðherra það út frá sögu- legum rökum, að íslendingar hefðu alltaf verið mikil lestrar og bókaþjóð, og nú vildu menn hér eiga bækur, koma sér upp bókasöfnum. Spurt var um samstarf á efnahagssviðinu og notkun er- lends fjármagns og rakti for- sætisráðherra þá fyrir blaða- mönnum samninga þá sem standa yfir við svissneskt félag um að reisa hér aluminiumverk- smiðju. Hann sagði að fiskur væri nú aðalútflutningsvaran og Bandaríkin væru eitt bezta viðskiptaland okkar. Hins vegar vildum við selja afurðir okkar til sem flestra landa. Hann sagði að íslendingar skildu að þessi framleiðsla væri of ein- hliða og að nauðsynlegt væri að koma upp nýjum atvinnugrein- um. Til þess væri fossaaflið sérstaklega gagnlegt. 30 kindur — Framh. af bls. 1: safnið hefði verið með færra móti að þessu sinni, sem af Grímstunguheiði kom, og hefði það verið vegna þess, að í kuldahreti, sem kom seint í ág- úst hefði allmargt fé verið sótt inn fyrir afréttargirðingu og rekið til réttar. Undirfellsrétt var sunnudag- inn 19. þ. m. og lokið í gær. En í gær var slagveðursrigning og kalsi og gránaði í fjalla- brúnir. Guðmundur taldi að fé, sem af afrétti kæmi væri fremur rýrt, þótt á því væru undan- tekningar. Slátrun er nú í full- um gangi, en i haust er aðeirts slátrað fimm daga vikunnar og er það nýmæli nú tekið upp i fyrsta skipti að slátra ekki á laugardögum. Seinni göngur úr Vaínsdal hefjast 28. þ. m. og þá er m. a. stóð Vatnsdælinga sótt til fjalls Stóðréttir eru 1. okt. n. k. og era þjer jafnan mikill viöburður norður þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.