Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 21. september 1965. (5 EDWARD S. ARONS: Spæjarar =— Saga um njósnir og ástir á italíu — Gott og vel. — Eruð þér kominn til að semja?, spurði Talbot. — Ef til vill. — Hafið þér nokkuð til að semja um? — Ég hefi málverkin. —Hér? —Nei, en ég veit hvar þau eru geymd. —Hvar er Cesare? — Það veit ég ekki. Hann gat ekki gert sér grein fyr ir því vegna bergmálsins hvaðan rödd Talbots kom. Það var ein- hver undiralda í rödd hans, sem hafði þau áhrif á hann, að hann hugði Talbot brjáiaðan, og hann óttaðist enn meira um Deirdre en áður. — Deirdre, áræddi hann að kalla heyrirðu til mín? Talbot rak upp kuldalegan hlát- ur. — Víst getur hún heyrt, en ég held fyrir munninn á henni. — Lofaðu mér að tala við hana. — Nei. Hvar eru málverkin? — Slepptu fyrst stúlkunni. — Ég hef ekki tíma til að masa. Hefur Cesare þau enn? — Nei. — Hver hefur þau þá? — Ég vil fá að sjá hana — full- vissa mig um, að þú hafir ekki gert henni neitt. — Kastaðu fyrst frá þér rifflin- um. Durell kastaði honum frá sér svo að bergmálaði um allar rústirnar. Hann bjóst hálfvegis við, að Tal- bot myndi skjóta — en sjálfur var hann enn með skammbyssu sína í jakkaerminni Nú var hann viss um, að rödd Talbots barst til hans úr dyragætt til hægri Milli þeirra voru flísa- lögð göng um 20 — 30 metra löng og líklega var Talbot í öðrum dyr- um til hægri. — Deirdre, kallaði hann aftur. — Sam, hörfaðu — kallaði hún allt í einu. Honum var ekki Ijóst hvað var að gerast þarna er skugga bar á. Hann þóttist heyra fótatak fyrir aftan sig og svo var eins og spreng ing hefði orðið við dyrnar, sem hann hafði gefið gætur að. Umbrot í iörðu höfðu valdið því að gólfið •gliðnaði sundur rétt hjá þar sem Talbot var með Deirdre. Durell heyrði hálfkæft hljóð — hósta, og megna fýlu lagði um allt. Durell æddi þangað. í sömu svif um steig Jack fram reikandi í spöri en með Deirdre enn fyrir framan sig sér til hlífðar. Deirdre æpti og Durell greiddi Talbot högg fyrir bringspalirnar og um leið og hann hneig niður formælandi reyhdi Durell að ná skammbyssunni úr greipum hans. Skot hljóp úr byssu Talbots með einkennilega; dhnmu hljóði, en í fárra metra fjarlægð frá þeim kraumaði í brennistejnshver sem opnazt hafði. En Jack Talbot, sem var helj- srmenni að buroum, hafði ekki gef izt upp, æðisgengið einvigi hófst, og Taibot kom Durell undir, og hann glotti að brölti Durells, sem var þó vel að manni. — Hvar eru málverkin? Hver geymir þau? Frannie? Svaraðu eða Durell var viss um, að hönd Talbots se mhann hélt á skamm byssunni með hafði brákázt í lát- unum, því að hann hafði bölvað, er hann sparkaði í hana, og nú fann hann, að grip Talbots á skammbyssunni var að losna. Tal- bot hafði haft hann undir þar sem hann gat varpað honum frnm af bergbrún, en kannski gæti hann velt honum af sér yfir brúnina, en hættan var sú ,að hann drægi hann með sér í faliinu. Dureli fannst hann heyra veikt aðvörun aróp berast frá Deirdre. Svo tók hann að slá á hendi Talbots svo að skammbyssan losnaði úr greip hans og náði Durell henni Talbot stökk til baka, en Durell skaut ekki. Jack færði sig aftur nær hon um og ætiaði að sparka honum fram af brúninni. Durell velti sér frá henni og miðaði skammbyss- unni á hann. Talbot hló og gekk aftur á bak. Durell sá, að Deirdre stóð í gætt inni. Það var hætt að krauma í hvernum. Hann sá, að það, sem hann mest hafði óttazt hafði ekki gerzt, en föt hennar voru óhrein og rifin og hún var óhrein í fram- an og hár hennar út um allt og, honum fannst að hann hefði aldrei litið fegurri sjón. — Dee? — Það er allt í lagi með mig, Sam. Nú var hanu rólegur, öruggur, stæltur .Talbot hélt áfram að ganga aftur á bak. — Það er ekki hægt að áfell- ast mann fyrir að komast eins langt og komizt verður, sagði Tal- bot. Engin ástæða að gera neitt róttækt. Við gætum náð samkomu lagi . , — Nei sagði Durell — Ef ég kemst ekki til Milano á morgun fær Pacek Fremont-áætlun ina. Hann getur enn látið ná til Fremont-félaganna. Og hann þarf skrautfjöður í hattinn sinn. — Þú hefur talað við Pacek? — Geturðu álasað mér fyrir það hér var mikið tækifæri. — Ég ásaka þie fyrir margt — og mest fyrir eitt, hvernig þú fórst með Éllen Armbridge. — Ellen? — Já. ekkj sízt fyrir hvemig þú fórst að því. — Deirdre — taktu stöðu að bakj mér. — Svo þú ætlar að drepa mig? sagði Talbot. — Já. — Umsvifalaust? — Já. Talbot fór að hlæja tryllings- lega og stóð svo gapandi. Hann starði á Durell og hafði loks sann færzt um, að vonlaust var að sleppa úr hættunni. Nú hafði Durell náð mikilvægu settu marki. Málverkin voru á ör- uggum stað. Og hann hafði fund ið Deirdre — bjargað henni. Hann þurfti ekki annað en að hleypa af og fingur hans var á gikknum, er hann heyrði sagt að baki sér. — Hvernig væri að láta skyn- semina ráða, herra Durell? 22. kaptituli. Hann hafði læðzt aftan að hon- um eins og köttur, og nú stóð hann þarna og brosti gleitt, og miðaði á hann skammbyssu sinni. — Nú förum við kannski allir að haga okkur skynsamlega, sagði Pacek. Durell !ét skammbyssuna síga. Honum var efst i hug að snúa sér við og hlevpa af, en hann vissi hve viðbragðsfljótur Pacek var og örugg skytta. Og Deirdre ef hún hjúfraði sig ekki svona þétt að honum. Hann gat vnrla hreyft sig. Talbot fór að taia. FTonum hafði létt. Hann sá sér leið cnna. — Ég hef reynt að ná í yður herra Pacek — til þess að ná sam komulagi við yður. Ég hef dálitið, sem þér vilduð gjarnar. komast yf 'ir. Andlit Paceks var eins og höggvið I stein. — Ég veit allt um bað. — Við getum þá verzlað? — Þér hafið nöfnin á mönnun- um í Fremont-hópnum svo kallaða? — Já, ég komst yfir þau í Genf. — Þér drápuð ungfrú Armstrong til að ná þeim ... — Ég var tilne'iddur, en ... — Hvar eru þessi nöfn? Talbot hló. Ég ætlaði að selja yður þau, en allt fór ekki alveg eftir áætlun. Ég þurftj að ná aftur málverkunum, og það er líka yður í hag, vegna tinsamningsins? — Og málverkin? — Ég hef þau ekki. — Get ég sjálfu rfundið þau? — Ég bið yður um að hindra mig ekki í að ná í þau. Þér þurf- ið ekki á þeim að halda eins og komið er. Ég er kominn á græna grein þegar ég get komið þeim I peninga. Og þér verðið að hjálpa mér að komast aftur til lands og láta mig fá peninga til þess að bjarga mér í bili. — Haldið yður saman, sagði Pacek fyrirlitlega. Þér rausið full mikið, maður sæll. Það er ég, sem held á skammbyssunni. Pacek sneri aðeins til höfðinu. — Herra Durell, það var skyn- samlegt af yður að reyna ekki að skjóta meðan þessi maður masaði. Látið skammbyssuna yðar detta. Durell lét detta skammbyssuna, sem hann hafði tekið frá Talbot. Talbot ætlaði að beygja sig eftir henni, en hætti við það er hann sá svipinn á Pacek. Durell var ekki viss um, að Pacek væri sann færður um, að hann hefði látið sína eigin skammbyssu detta. Hann fór a tala vi hann og talaði hratt til þess að reyna að hafa trufl- andi áhrif. — Þetta iukkast ekki Pacek, fyr ir yður — ekki hérna. Hér er það Apollio sem öllu ræður. Þér eruð hér í gildru. Pacek brosti. — Ég hitti Apollio á leiðinni hingað. Hann getur ekki lengur beitt sfnu mikla valdi. En ég get j sagt yður, að hann var á lífi þegar ég skildi við hann. — Það þykir mér vænt um að heyra. — Æ, já þessi vestræna mann úð, þegar hentar að vera mann úðlegur. Ég sýni fjandmönnum mín um ekki miskunn, ef i það fer, en ég veitti yður tækifæri í Genf til þess að komast hjá þessu öllu. Og nú verðið þér og unga stúlkan að taka afleiðingunum. — Látið þetta ekki bitna á henni. Hún hefur engin afskipti af þessu haft. — Hún sleppur ekki vegna þess að þér hafið áhuga á örlögum hennar og það ætla ég mér að I nota mér. Pacek sneri sér að Talbot. — Ég geng að tilboði yðar, sagði | hann óvænt. Þér getið haldið mál- i vcrkunum. Þér munuð finna þau í höll greifans. En ég set eitt skii yrði. Við verðum hér til sólseturs j i morgun, þar til frestur Túvanaf ans prins er útrunninn. Þá undir ritar hann samningana og tæknisér fræðingar okkar fara ti! lands hans og miklum áfanga er náð. — Ég geng að þessu. En það verður að koma þessum manni fyr ir kattarnef og stúlkunni, sagð'i Talbot. — Yrði það til þess að gera allt auðveldara fyrir yður? — Já. Pacek horfði fast á hann. — Við gætum kannski haft not af yður, Talbott. Keypt málverk in af yður óg sett peningana á „númeraðan reikning" í banka I Sviss. Og svo gæti ég e'inn sóðan ; veðurda gsent pjrinsinum málverk ! in og skrifað honum, að tekizt hefði að hafa upp á þeim. Það mundj gleðja hann. Og við gætum kannski komið því svo fyrir, að yfirboðarar yðar sannfærist um, að þér hefðuð haft hreinan skjöld, og þér fengið starf á ný — en raunverulega yrðuð þér að vinna fyrir okkur. Um þetta getum við rætt seinna. Og nú vil ég fá nöfn- in, sem þér komust yfir, er þér drápuð Ellen Armbridge. — Þau eru í Mílanó. — Þau eru ekki i Mílanó, við höfum haft eftirlit með yður skref ÍWntun p prcritsmiöja & gúmmlstímplagcrö Elnholtl Z - Slmi iOtit „Augnabl'ik sannleikans" eins og nauta- banar kalla það, er komið, Tarzan bregður hnífnum inn undir herðarblöð nautsins ... ... og dýrið hendist örfáa metra áfram, en fellur þá niður .. steindautt. VÍSIR askrifend aþ iónusta Áskriftar- Kvartana- siminn er 116 61 virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 9 —13. VISIR er eina síðdegisbloðið kentur út csfila virko dagn Atgreidslan Ingólfsstræti 3 skráir nýja kaupendur Simi 11661 auglýsing VÍSI kemur víða | við VÍSIR át í auglýsingablað almennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SK RIFST OFUNNAR ER ■ INGÓLFSSJRÆtl 3 Simi 11663

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.