Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 16
Mýtf mjólkiarverð í gær auglýsti Framleiðsluráð landbúnaðarins nýtt verð á mjólk ogvmjóTkurafurðum. Samkvæmt hinu nýja verði kost ar nú Iftrinn af mjólk í hyrnum kr. 7.50 en kostaði í fyrra 6.40. Mjólk í lausu máli kostar nú kr. 6.80 h'trinn en var í fyrra kr. 5.75. RjÓmi í lansu máli kostar nú kr. 83.50 lítrinn en kostaði í fyrra kr. 74.60. Skyrið kostar nú 20.65 kiló iðen í fyrra kr. 18.75 Smjörið kost ar nú í.smásöiu kr. 102.60 en kost aði í fyrra kr. 90:00. Ostur, 45%, kostar nú kr. 123.00 hvert kiló en kostaði í fyrra kr. 113. Framleiðsluráðið mun £ kvöld augdýsa nýtt verð á öðrum land- bönaðarrafurðum og þá er væntan leg tflkynrrmg frá nefnd þeirri sem áfcrað ve*8 landbúnaðarafurða samkv. bráðabirgðalögnnum sem sett 'voru fyrr í mánuðinum. Enn má segja, að allt sé í uppnámi í Kaup- mannahöfn og borgin líkastþví sem í hernaðar ástandi væri vegna morðanna á f jórum lög regluþjónum fyrir helgi. í gær voru tveir menn hand- teknir og fundust heima hjá öðrum þeirra vélbyssur. Hefur Mikið lögreglulið hefur verið kvatt út til að leita að glajpamönn unum og hefur Kaupmannahafnarlögreglan verið búin hríðskota- byssum. Hér sést flokkur lögreglumanna grár fyrir jámuml. annar þeirra verið ákærður fyrir tilraun til manndrápa og leikur grunur á að það hafi verið hann sem skaut á leigu- bifreiðina í fyrrinótt, sem sagt var frá í frétt hér í blaðinu í gær. í nótt gerðist það enn einu sinni, að vart varð skothrfðar á Amager. Þegar í stað þeystu hópar lögreglubfla þangað sem skothríðin heyrðist. En ekki er enn víst hvort um skot hefur verið að ræða. Um líkt leyti varð vart við tvær bifreiðir, sem óku með ofsahraða um göt- ur Amagers. önnur þeirra var Volvo-bifreið. Lögreglubíll tók að elta hana, en svo kraftmikil var vél Volvo-bílsins að hann komst undap. Kaupmannahafnarlögreglan leggur geysilegt starf í að leita að morðingjunum. Eru þess aldrei dæmi f sögu hennar, að jafn fjölmehnt lið hafi verið Framh. á 6. síðu. Heyflutning- ornir hnfnir Heyflutningarnir til Austfjarða em hafnir og hefur Selá tekið fyrsta farminn frá Þorlákshöfn og Esja siglir með 30—40 tonn í dag af heyi á Reyðarfjörð. Dísarfell af heyi á Reyðarfirði. Dísarfell mun taka í vikunni hey í Borgar nesi og Þorlákshöfn og verður þá mest allt flutt, sem bundið er. SK0ÐUN BIFREIDA AÐ LJUKA Númerin klippt af óskoðuðum bifreiðum hvur sem í þær næst Næstkomandi föstudag, 24. sept. lýkur auglýstri skoðun bif reiða í Reykjavík, en skráð núm er f borginni eru tæplega 17600. Skoðunin í ár hefur gengið sæmilega, að sögn Gests Ólafs- sonar, forstöðumanns bifreiða- eftirlitsins, þótt nokkrir bílar Mikil gangstétta■ lagning / sumar séu enn ókomnir til skoð- unar og verður nú hert allt eft irlit með skoðunarlausum bíl- um og númerin klippt af þeim hvar sem í þá næst. Þeir bilar sem áttu að hafa komið til skoðunar fyrir 2. júli og enn hafa ekki hlotið skoðun eru um 200 talsins. í mörgum tilfellum er um að ræða menn, sem fengið hafa frest til að láta gera við bíla sína, og oft reyn- ist erfitt að fá varahluti í ýmsa bíla, en mestur hlutinn eru þó kærulausir menn, eink- um strákar, sem ekki hirða um ástand bílsins. Þar sem vand- kvæði eru oft á að koma bíl á verkstæði og útvega varahluti hefur oft orðið að gefa bílum, sem ekki eru fyllilega skoðunar hæfir svonefnda „hálfa skoð- un“, en hún veitir rétt til tak markaðs aksturs, einkum með það fyrir augum, að eigandi bif reiðarinnar geti þá komið henni til endanlegrar viðgerðar. Gestur kvað alla áherzlu lagða á það næstu daga að elta uppi þá bíla, sem enn hafa ekki fengið skoðun, þvi enginn mætti sleppa. Ástandið í þessum mál um er svipað og í fyrra, nema hvað bilum hefur að sjálfsögðu fjölgað, og tala óskoðaðra bíla þá um leið. Skoðun bifreiða hófst 5. april sl. vor og stendur I hálft ár. Að staða til bifreiðaeftirlits á þeim stað þar sem það nú fer fram, versnar eftir því sem bifreiðum fjölgar, því ekki er hægt að fjölga tölu þeirra beifreiða sem skoðaðar eru á dag. Kvað Gest ur Ólafsson það brýna nauð- syn að huga að öðrum stað til eftirlitsins, eða tvískipta skoð- Framkvæmdum við lagningu gangstétta hefur miðað nokkuð vel áfram í sumar, og hefur gangstétta lagning yfirleitt fylgt malbikun gatna. í Vesturbænum hafa gangstéttir verið lagðar við 13 götur, auk þess sem lögð var gangstétt meðfram Hringbraut norðanVerðri frá Bjark argötu að Miklatorgi. Fimm götur í Hlíðahverfi fengu gangstéttir og allt Teigahverfið, ennfremur Álf- heimar og Rauðilækur. Á nokkrum stöðum er lagning j gangstétta enn í gangi, svo sem [ við Snorrabraut og Fjólugötu, en j lokið er gangstéttarlagningu við Þórsgötu, Óð’insgötu, Grettisgötu, Frakkastíg, Klapparstíg, Njáls- götu og Bergþórugötu. Verkinu verður haldið áfram fram eftir hausti og fram á vetur eftir því sem veður og aðrar að stæður leyfa. SENDLAR ÓSKAST Dagblaðið VÍSIR Laugavegi 17 8 Einn af síðustu biíunum færður til skoðunar. „Eftirlegukindumar“ verða stöðvaðar hvar sem i þær næsL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.